Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 14
14 MIDVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 aBtBBMBM^. MMM ¦¦i I •A^ Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIDLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstooarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Leitað hagræðingar Eitt það skynsamlegasta sem stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta gert nú, þegar vel árar, er að leita leiða til hagræðingar í rekstri þannig að fyrirtækin verði bet- ur í stakk búin til að mæta samdrætti og eríiðleikum. Stjórnendur Hampiðjunnar skilja þessi einfóldu sannindi og einmitt þess vegna telja þeir að kaup á J. Hinrikssyni ehf. séu skynsamleg en fyrirtækin hafa átt vaxandi samstarf á undanförnum árum. Með kaupun- um styrkist staða Hampiðjunnar enn frekar sem leið- andi fyrirtækis á alþjóðamarkaði í þjónustu við útgerð- ir. í sjálfu sér er ekkert sem neyðir Hampiðjuna til að leita leiða til hagræðingar annað en fyrirhyggja fyrir framtíðina. Þensla á vinnumarkaði og launaskrið, ásamt aukinni almennri verðbólgu, hefur hins vegar aukið launakostnað og almenn rekstrargjöld meira en reiknað var með. Svigrúm til verðhækkana er takmark- að og því hefur dregið úr framlegð á milli ára en hagn- aður félagsins fyrir fjármagn á fyrstu tíu mánuðum árs- ins var nokkru lægri en á sama tíma fyrir ári. Sameining og/eða samvinna fyrirtækja er oftar en ekki skynsamleg og fáir vita það betur en stjórnendur íslandsbanka sem fyrir níu árum sameinuðu fjóra banka undir nafni íslandsbanka. Reynslan hefur sýnt að ákvörðunin um sameiningu var rétt og hafa eigend- ur jafht sem viðskiptavinir og starfsmenn bankans not- ið hennar. Það tók nokkur ár fyrir starfsmenn og stjórnendur íslandsbanka að ná fram þeirri hagræð- ingu sem að var stefnt, enda flókið ferli að sameina fjór- ar fjármálastofhanir. Á undanfórnum dögum og vikum hafa borist fréttir af því að áhugi sé á því að sameina Landsbanka íslands hf. og íslandsbanka. Áhuginn virðist vera jafht meðal stjórnenda bankanna og eigenda þeirra en ríkissjóður er enn langstærsti hluthafinn í Landsbankanum. Sameining þessara tveggja banka er langt frá því að vera einfalt verk. Raunar er vandséð hvaða hag núver- andi eigendur íslandsbanka hafa af því að ganga enn einu sinni í gegnum langt og erfitt tímabil sameining- ar. Það mun taka nokkur ár að ná fram þeirri hagræð- ingu sem að er stefht þar sem reynt verður á þolrif starfsmanna og langlundargeð eigenda sem þurfa að sætta sig við minni ávöxtun fjárfestingarinnar. Að ganga til sameiningar eða undirbúa hana þegar ekki liggur fyrir hvert eignarhald Landsbankans er hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir íslandsbanka. Ef sam- eining nær fram að ganga áður en Landsbankinn er að fullu seldur mun ríkið verða stærsti hluthafinn í sam- einuðum banka sem er sérkennileg staða. Hvernig stað- ið verður að sölu hlutabréfa ríkisins getur ráðið úrslit- um um það hvernig til muni takast í hugsanlegri sam- einingu. Auðvitað er það fyrirhyggja hjá íslandsbanka að leita leiða til enn frekari hagræðingar þó dregið skuli í efa að sú leit eigi að enda í Landsbanka íslands. Sé það vilji eigenda íslandsbanka að sameinast öðrum fjármála- stofnunum liggur beinast við að sameina bankann og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins þar sem stærstu hlut- hafarnir eiga hagsmuna að gæta í báðum bönkunum. Slík sameining er bæði einfóld og fljótleg og skilar strax því sem eftir er leitað. Óli Björn Kárason Jónas Haraldsson ritstjóri skrifaði hressilega ádrepu í sumar sem leið um holdarfar Bandaríkjamanna. Hann segir réttilega að ofurfita sé orðin svo algeng þar vestra að ekkert þyki sjáifsagðara en að vera kjötfjall. Engu líkara er en sagnarandi hafi komið yfir háð- fuglinn og rokkarann Frank Zappa árið 1967 er hann söng „There will come a time when you wUl not even be ashamed if you are fat". Ekki ætlar undirritaður að kvarta yfir spekimálum þessum enda vel í skinn komið eins og miðaldra körlum sæmir. Reyndar er hann í góðum fé- lagsskap með löndum sínum af yngri kynslóðinni en nýleg rannsókn sýnir að íslensk börn eru þau feitustu í Evrópu. Nú er svo komið að menn taka á sig krók ef þeir mæta ungum stúlkum því þær eru flestar hverjar sílspikaðar og með sér- Greinarhöfundur telur aö hafi Ameríkanar á beisnum hernumiö hugarfar manna, þá hafi matreiöslubókarþjóöin hernumiö sitt eigið holdarfar og sannaö meö því að hún er fjólmennasta þjóð heimsins miðað við f ólksf jölda. Hernám holda farsins deilis slæma húð af eintómu sælgætisáti. „Öðruvísi mér áður brá..." Kjaílarinn Amerískir ósiöir á íslandi Ástæðan fyrir aukn- um fallþunga jafnt ungra sem aldraðra á íslandi er einföld: Her- nám holdarfarsins. Hernám, þetta lýsir sér í því að íslendingar tileinka sér æ fleiri ameríska ósiði eins og hamborgaraát, kók- þamb, bíladellu og sjónvarpssýki. Ekki dettur íslendingum í hug að læra eitthvað skynsamlegt af Könun- um eins og það hvernig halda megi uppi al- mennilegum háskólum og byggja upp þekking- ariðnað. Öðru nær, öll þekking er af hinu illa því eins og plebba- pabbi segir þá eru menntamenn afætur. Þess vegna gleðst plebbapabbi þegar fitulag leggst á heila ungviðisins af skjá- glápinu mikla. Blessuð börnin eru orðin eins og hvíta draslið (white trash) í henni Ameríku, segir hann með velþóknun. Reyndar er plebba- pabbi mikill þjóðernissinni því hann á enga ósk heitari en að ís- lendingar séu „töff' og „inn" og með á nótunum. Guð forði Islend- ingum frá sveitamennsku og hall- ærislegheitum, hugsar plebba- pabbi. Hann hleypur því í spik af hreinni þjóðernisást, belgfyllir sig af pitsum og hamborgurum. Æti hann eitthvað annað væri hann halló og sveitó og þjóð sinni til Stefán Snævarr heimspekingur skammar. Að borða soðna ýsu er næst- um eins lumrnó og að lesa ljóð, kannast einhver við að finu Guðirnir í sápuóp- erunum sökkvi sér niður í kveðskap? Plebbapabbi hugsar með hryllingi til þess tíma þegar skáldinn hittust á Hressó við þá óþjóð- legu iðju að yrkja. En nú er öldin önn- ur, tautar plebba- pabbi glaður, nú sit- ur ungviðið á sama stað undir merkjum Dómaldasonar „Að borða soðna ýsu er aæstum eins lummó og að lesa Ijóö, kannast einhver við að fínu Guð- irnir í sápuóperunum sökkví sér niður í kveðskap?" (MacDonald's) og troðfyllir á sér kviðinn af eintómri þjóðernisást, af löngun til að vera eins og Guð- irnir svaka fínu í Flottríkjum NorðurAmeríku. Flottu Guðirnir halda líka þakkargjörðarhátið (thanksgiving) og plebbapábbi hermir eftir þeim þó hann hafi ekki minnstu hugmynd um tilefni hátíðarinnar. Slettir af eintómri þjóörembu En þjóðerniskennd plebbapabba er ekki bara tengd „kenndinni kringlóttri vömb". Þjóðernisástin knýr hann líka til ákafrar and- stöðu við málverndina. Hann er hræddur um að hlegið sé að ís- lendingum fyrir málhreinsunar- dellu. Þeir verða ekki menn með mönnum fyrr en þeir hætta þess- um hallærislegu málhreinsunar- tilburðum, segir plebbapabbi stundarhátt og rembist við að sletta af eintómri þjóðrembu. Áður fyrr á árunum gerðu ís- lendingar sig breiða á kostnað Norðmanna vegna þess að þeir síðastnefndu höfðu ekki döngun í sér til að skrifa um fornkonunga sína af neinu viti en eftirlétu ís- lendingum þann starfa. Nú gerir plebbapabbi lítið úr Nojurunum vegna meintra hallærislegheita þeirra og veit ekki að þeir eru ein- hver ameríkaniseraðasta þjóð á jarðarkringlunni. Hvað sem því líður þá er það timanna tákn að plebbapabbi skyldi tjúllast af hrifningu þeg- ar Kanadamaðurinn mr. Sig- tryggson fór til tunglsins. Slík- ar ferðir eru nefnilega svo ynd- islega amerískar í eðli sínu og því tútnar plebbapabbi út af þjóðarstolti þegar menn með íslenskt blóð í æðum æða út í geiminn. Skítt með Snorra Sturluson, manninn sem mótaði þjóðerniskennd þriggja þjóða, hann komst varla á blað í skoð- anakönnun um íslending árþús- undsins. Aftur á móti var mat- reiðslubók Hagkaups kjörinn ein af tíu bestu bókum aldarinnar í hliðstæðri skoðanakönnun. Er furða þótt mörlandinn hlaupi í spik? Hafi Kaninn á vellinum hernumið hugarfar manna þá hef- ur matreiðslubökarþjóðin her- numið sitt eigið holdarfar og sannað með því að hún er fjöl- mennasta þjóð heimsins miðað við fólksfjölda. Verði henni að góðu, já verði plebbapabba að því! Stefán Snævarr Skoðanir annarra Virkjanir og heitar tilfinningar „Ég tel fórn að sökkva Eyjabökkum, og geng ekk- ert glaður til þess verks. Auðvitað væri best að þurfa ekki að hrófla við náttúrunni. Hins vegar krefst mannleg athafnasemi þess. Ég tel svæðið við Kára- hnjúka og Jökulsá á Fjöllum vera miklar nátt- úruperlur og að ýmsu leyti taka Eyjabökkum fram sem slíkar. Hins vegar er það persónulegt mat og það má endalaust deila um hinn tihinningalega þátt þessa máls og þær deilur verða oft heitar." Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, í Degi í gær. Ráöherra selur Norsk Hydro sjálfdæmi „Hábölvuð var samningsstaða okkar fyrir þetta síðasta framtak iðnaðarráðherrans, en nú má heita að hann hafi selt Norsk Hydro sjálfdæmi í málinu. Eða hver halda menn að verði staða íslenzks ráð- herra gagnvart Norðmönnum eftir að hann hefur lagzt á hnén fyrir framan þá og grátbeðið um yfirlýs- ingu sér til handa að nota í pólitískum málflutningi upp á íslandi? Yfirlýsingu til að geta haldið áfram bíekkingum um afstöðu þeirra í málinu. Blekking- um ætluöum almenningi og taglhnýtingum á Al- þingi sem vita þó betur." Sverrir Hermannsson alþingismaður heldur áfram að höggva í Finn Ingólfsson. Landsvirkjun segir ósatt „í skýrslu sinni um áhrif Fljótsdalsvirkjunar á um- hverfið fullyrðir Landsvirkjun að byggt sé á athugun- um á gróðurfari Eyjabakka sem nú er ljóst að voru aldrei gerðar. Staðhæfingar Landsvirkjunar um að rannsóknir á dýralífi svæðisins hafi verið gerðar í „hartnær 30 ár" eru sömuleiðis gróflega ýktar... ...Nú er sýnt með óhrekjandi dæmum að Lands- virkjun segir ósatt. Hún er uppvís að því að leggja fyr- ir Alþingi ósannar upplýsingar um lykilatriði máls- ins. Hversu ábyggilegt plagg er skýrslan ef frásagnir hennar af lykilrannsóknum á lífríki Eyjabakka eru að verulegu leyti uppspuni?" Össur Skarphéðinsson í grein í Morgunblaðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.