Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 36
a$,piTma FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 Espigeröismálið: Von á ítarlegri yfirlýsingu „Við hörmum þann fréttaflutning sem var á báðum Sjónvarpsstöðvun- um og reyndar einnig í Degi í gær. Manni virðist sem umfjöllun um Espi- gerðismálið sé af fullkominni van- þekkingu um öll atriði málsins hvort heldur efnisatriði eða áhrif skilorðs- rofs í réttarfari," sagði Hörður Jó- hannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, í samtali við DV i morgun. Aðspurður um kæru sem liggur fyr- ir hjá lögreglu gagnvart manninum sem framdi morðið um helgina sem talsmaður íbúa í Espigerði 4 greindi frá í gær og skilorðsbundnar eftir- stöðvar refsidóms sem brotamaðurinn afplánaði fyrr á árinu sagði Hörður: „Ég á von á því að frá okkur verði send ítarleg yfirlýsing um þetta mál í heild. Ég get bara sagt að mér er ' brugðið yfir þessum fréttum sem eru byggðar á misskilningi," sagði Hörður Jóhannesson. -Ótt 3,5 milljarðar í heilbrigðis- stofnanir í 2. umræðu um ijáraukalög þess árs a Alþingi í gærkvöld var samþykkt að veita 3,5 milljörðum króna til heil- brigðisstofnana til að standa straum af '^hallarekstri ársins. Að sögn Jóns Kristjánssonar, formannns fjárlaga- nefndar, var einnig samþykkt að veita um 12 miltjómmi króna til Ríkislög- reglustjóra og 14 milljónum til lögregl- unnar í Reykjavík til að standa straum af kostnaði við rannsókn stórra fíkniefnamála undanfarið. -hlh Það er að mörgu að huga þessa dagana, því jólin nálgast óöfluga. Það þarf að ákveða hvaða jólagjafir á að kaupa, hvernig jólafötin eiga að vera, svo ekki sé talað um aldamótadressið. Þessar ungu stúlkur voru greinilega að ræða málin þar sem þær sátu á kaffihúsi í borginni í gær. DV-mynd Hilmar Þór Biðlisti fyrir gæludýr í einangrunarstöðinni í Hrísey: Stöðin sprungin og síminn þagnar ekki - umsjónarmaöurinn segist vera að gefast upp „Stöðin er gjörsamlega sprung- in. Ég er að gefast upp. Heimilið er undirlagt af símhringingum, jafnvel fram á nætur,“ sagði Stef- án Björnsson, umsjónarmaður einangrunarstöðvarinnar í Hrís- ey. Langur biðlisti fólks sem vill flytja gæludýr inn í landið hefur myndast. Þeir sem sáekja nú um pláss fyrir gæludýr sín í einangr- un þurfa að bíða fram í september á næsta ári. Nú eru í stöðinni pláss fyrir átta gæludýrabúr. Stefán sagði að fólk hringdi trekk í trekk þótt búið væri að gefa dýrum þeirra ákveðinn tíma á stöðinni. „Við erum hætt að svara í hvert skipti sem síminn hringir, því ella hefðum við ekki tíma til að sinna dýrunum. Það þýðir ekkert að skamma okkur því það er landbúnaðarráðuneytið sem á stöðina og ræður stærð og innflutningi. Þeir gefa út leyfi endalaust, en á sama tima er biðlistinn eins og raun ber vitni. Fólk skilur ekkert í því að það skuli fá leyfi en ekki koma dýrun- um sínum í einangrun. Maður hélt að það væri að draga úr þessum innflutningi, en hann virðist fremur vera að aukast heldur en hitt. Aukningin hefur verið áberandi mikil á iandsbyggðinni. „ Hákon Sigurgrímsson hjá land- búnaðarráðuneytinu sagði að til stæði að stækka einangrunarstöð- ina um helming. Teikningar væru tilbúnar og beðið eftir ákvörðun um fjárveitingu. Ef hún fengist yrði verkið boðið út strax upp úr áramótum. Þá væru fyrirhugaðar endurbætur á gamla húsinu sem miðuðu að fullkomnari einangr- un. Spurður hvort ekki kæmi til greina að byggja einangrunarstöð nærri höfuðborgarsvæðinu sagði Hákon að það væri áfram í um- ræðunni. Engin ákvörðun hefði þó verið tekin um slíka byggingu enn enda væri áherslan á að stækka Hríseyjarstöðina til að hægt væri að anna þeirri ótrúlegu aukningu í innflutningi á gælu- dýrum sem orðið hefði á árinu. Ráðuneytið veitti þeir sem sæktu um leyfi gegn staðfestingargjaldi. Útilokað væri að draga úr leyfis- veitingum eða flokka þær eftir að- stæðum umsækjenda. -JSS Veðriö á morgun: Þurrt og bjart suð- vestanlands Á morgun verður norðaustlæg átt. 8-13 m/s en 10-15 norðvestan til. É1 um landið norðan- og aust- anvert en þurrt og fremur bjart suðvestanlands. Hiti verður í kringum frost- mark framan af degi en síðan hægt kólnandi. Veöriö í dag er á bls. 37. r Bangsahúsgögn úr tré fyrir börnin jkAv* Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur Hjálmar Árnason: Enginn tilgangur - Norsk Hydro-fundar Hjálmar son. Arna- „Það hefðu ekki þjónað neinum tilgangi að fá fulltrúa Norsk Hydro á fund iðnaðamefndar þar sem for- sendur hafa ekkert breyst," sagði Hjálmar Árnason, formaður nefnd- arinnar, í samtali viðDV. Árni Steinar Jóhannsson, full- trúi vinstri grænna, fór fram á við iðnaðar- nefnd að hún kallaði fulltrúa Norsk Hydro á sinn fund vegna Fljótsdalsvirkjunar- málsins. Atkvæðagreiðsla fór fram um tillöguna í nefndinni í gær og var hún felld með 6 atkvæðum stjómarliða gegn 3 atkvæðum stjórn- arandstöðu. „Það hefur ekkert nýtt komið fram sem breytir forsendum," sagði Hjálmar. „í öðm lagi þykir það ekk- ert eðlilegt að vera að fara bónleið til Noregskonunga í sjálfstæðu máli.“ Hjálmar sagði að iðnaðarnefnd myndi funda um Fljótsdalsvirkjun í kvöld. Síðan væri gert ráð fyrir „löngum laugardegi". Nefndin stefndi að því að ljúka málinu um helgina. -JSS i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.