Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 15
MIÐVKUDAGUR 8. DESEMBER 1999
15
Eftirmenn Clintons
John McCain, öldungadeildarþingmaöur frá Arizona, stríöshetja og al-
þjóðasinni, keppir um útnefningu til forsetaembættis úr rööum repúblik-
ana.
Ekki er ráð nema 1
tíma sé tekið. Þótt enn
sé ár til kosninga er
kosningabaráttan hafin
af fullum krafti í
Bandaríkjunum. Því
veldur fyrst og fremst
að mikilvægustu for-
kosningamar verða nú
eins og fyrr í New
Hampshire í mars og
síðar i Kalifomiu. Kali-
fornía er fjölmennasta
ríkið og þaðan koma
flestir kjörmenn. Sá
sem sigrar þar, og helst
í New Hampshire líka,
er því kominn langleið-
ina til útnefhingar sem
forsetaefni. Það óvænt-
asta sem hingað til hef-
ur gerst er að A1 Gore
varaforseti er ekki sjálfkjörinn
frambjóðandi demókrata eins og
allt benti til þar til nýlega.
Kominn er fram á sjónarsviðið
Bill Bradley, fyrrum öldunga-
deildarþingmaður og körfubolta-
hetja, sem skoðanakannanir sýna
að hefur að minnsta kosti jafn-
mikið fylgi og Gore. Gore hefur
ekki tekist að slita naflastrenginn
við Clinton. Meðal kjósenda er
farið að gæta mikils leiða á Clin-
ton og öllu sem honum fylgir og
þess geldur Gore.
Það gildir líka um Hillary for-
setafrú. Hún hyggur á framboð til
öldungadeildarþingmanns fyrir
New York en skoðanakannanir
sýna að fylgi henn-
ar, sem var mikið,
hefur hríðfallið og
meirhluti New
York-búa vill að
hún hætti við fram-
boð. Samt hefur
hún ákveðið að
fara fram, væntan-
lega gegn hinum
illskeytta borgar-
stjóra, Rudy Giuili-
ani.
George W,
McCain og Pat
Sá repúblikani
sem nú er lang-
fremstm- í skoðana-
könnunum er son-
ur Bush forseta og
ríkisstjóri í Texas,
oftast kallaður einfaldlega „W“.
En fylgi við hann ristir ekki
djúpt, hann er óreyndur á lands-
vísu og því meira sem hann talar
því meira dalar hann í skoðana-
könmmum. Hann býr að frægu
nafni og góðri frammistöðu sem
ríkisstjóri.
Reynslan sýnir að það er ekki
sjálfgefið að sá sem mest fylgi hef-
ur I upphafi
vinni útnefiiing-
una. Helsti
keppinautur
hans er orðinn
John McCain,
öldungadeildar-
þingmaður frá
Arizona. Hann
þykir heldur
meiri bógur en
„W“, er stríðs-
hetja og al-
þjóðasinni. Til
skamms tíma barðist einnig Pat
Buchanan um útnefiiingu repúblik-
ana, eins og síðast, þegar hann
náði nokkru fylgi með einangr-
unarstefnu sinni. Hann vill slíta
flestöll bönd sem binda Bandaríkin
við önnur ríki.
En Buchanan er nú genginn úr
flokknum og orðinn frambjóöandi
Umbótaílokksins sem Ross Perot
stofnaði 1992 og tók nægilega mörg
atkvæði frá Bush til að Clinton
náði kjöri. Buchanan mun sem
frambjóðandi taka fylgi frá fram-
bjóðanda repúblikana, hver sem
hann verður, og þar með hjálpa
demókrötum.
Þingið
Ailt kann þetta að virðast
ótímabærar vangaveltur en í
bandarísku samhengi eru kosn-
ingar á næsta leiti. Reyndar eru
kosningar til þings annað hvert
ár þannig að kosningabaráttan er
stanslaus. Hinir vísustu speking-
ar Bandaríkjanna telja Bill
Bradley sterkari frambjóðanda en
A1 Gore en það er samt Gore sem
á meiri ítök í flokknum og fær
trúlega útnefningima. Hvort hann
næði kjöri er annað mál.
Hins vegar er það nokkuð sam-
dóma álit mann vestra að
demókratar muni aftur ná yfir-
ráðum í fulltrúadeildinni þar sem
repúblikanar hafa nú aðeins sex
sæta meirihluta. Repúblikanar
mimu gjalda dýru verði þau
skríparéttarhöld sem þeir settu
yfir Clinton vegna Móníkumála.
Öldungadeildin er annað mál
en svo gæti farið að demókratar
næðu þeim sex sætum sem vant-
ar upp á meirihluta. Ef svo færi
gæti Clinton verið ánægður með
viðskilnað sinn, jafnvel þótt hon-
um takist ekki að koma A1 Gore í
forsetaembættið.
Gunnar Eyþórsson
Kjallarínn
Gunnar
Eyþórsson
blaðamaöur
„Til skamms tíma barðist einnig
Pat Buchanan um útnefningu
repúblikana eins og síðast þegar
hann náði nokkru fylgi með ein-
angrunarstefnu sinni. Hann vill
slíta flestöll bönd sem binda
Bandaríkin við önnur ríki.u
iu un. .i.umiui ,»u
Léleg gróðaútgáfa vegabréfa
„Stefnt er að því að síðar meir
verði lögreglustjórum unnt að
senda umsóknir um útgáfu vega-
bréfs til útlendingaeftirlits með
rafrænum hætti svo mögulegt
verði að stytta afgreiðslutímann."
Þannig hljóðaði hluti af skriflegu
svari dómsmálaráðherra sem ég
fékk á dögunum við fyrirspumum
mínum á Alþingi þar sem ég
spurði m.a. um ástæður þess að 10
daga tekur nú að fá afgreidd ný
eða endumýjuð vegabréf fyrir al-
menning í þessu landi. í svarinu
er þess getið að nú þurfi að senda
allar umsóknir til útlendingaeftir-
litsins í Reykjavík sem sjái um út-
gáfu vegabréfanna og að fram-
kvæmdanefnd sú er sá um undir-
búning að útgáfu vegabréfa með
nýju fyrirkomulagi taldi ekki.að
unnt væri að tryggja að vegabréf
yrðu afhent umsækjanda innan 10
daga.
Lögregiustjórar taka við um-
sóknum víðs vegar um landið og
þurfa að senda umsóknina útlend-
ingaeftirlitinu sem gefur út vega-
bréfið og sendir til baka til við-
komandi lögreglustjóraembættis
eða með ábyrgðarbréfi beint til
umsækjanda. Með 10 daga af-
greiðslutímanum er tryggt að allir
landsmenn sitji við sama borð,
segir í svari ráðherrans.
Vantar tölvu?
Þetta svar frá dómsmálaráðu-
neytinu sýnir glögglega hvemig
ekki á að standa að opinberri þjón-
ustu. Hefur dómsmálaráðuneytið
ekki heyrt af pappírslausum við-
skiptum, notkun tölvunnar í sam-
skiptum? Það þýðir að boðskipti
ganga jafnhratt i millum, hvort
heldur samskiptin eru milli hverfa
í Reykjavík eða milli landshluta.
Að bjóða fólki það í aldarlok að op-
inberir aðilar þurfi að senda papp-
íra á milli sín, fram og aftur í 10
daga, er fráleitt. Og til að hafa
borð fyrir bám þá er best að allir
lúti þessum lög-
málum - bíði í
heila 10 daga!
Það þýðir senni-
lega að vegabréf
þeirra sem
sækja um á lög-
reglustöðinni í
Reykjavik, þar
sem útlendinga-
eftirlitið er til
húsa, liggur í
skúffu eftirlitsins í 9 daga af þess-
um 10! Hvaða vit er í þessu?
Við erum á síðasta ári tuttug-
ustu aldarinnar en ætla mætti að
dómsmálaráðuneytið væri enn á
því stigi að póstur kæmi til lands-
ins með vor- og haustskipi og
bréfapóstur færi landshoma milli
með landpóstinum á sínum tveim-
ur jafnfljótu, eða í besta falli á
baki þarfasta þjónsins.
Gróöaútgáfa
En þetta er ekki allt, því þessi
boðskipti verða allt
í einu miklu hrað-
ari milli landshluta
þegar umsækjend-
ur greiða helmingi
hærra gjald en
venjulega fyrir
vegabréfið, hvemig
sem á því getur
staðið. Ef greiddar
eru 9.200 krónur í
stað venjulegra
4.600 króna þá
eykst afgreiðslu-
hraðinn af ein-
hverjum orsökum.
Ef vegabréfið fæst
innan 10 daga þá
heitir það „skyndi-
útgáfa"! í fyrir-
spurn minni spurði
ég einnig um auka-
kostnað hins opin-
bera vegna hinnar svokölluöu
„skyndiútgáfu". í svari ráðuneyt-
isins segir að ekki liggi fyrir upp-
lýsingar um viðbótarútgjöld af
þeim sökum.
Hins vegar eru viðbótartekjur
frá júní til október á þessu ári
vegna „skyndiútgáfunnar“ í
kringum rúmar 23 milljónir
króna. Það þýðir að á ári hverju
verða heildartekjur hins opin-
berra vegna þessarar sérstöku
„skyndiútgáfu" um 50 milljónir
króna, eða helmingi hærri en
heildarrekstrarkostnaður á heilu
ári við útgáfu vegabréfanna! Út-
gjöldin áætlast í heild i kringum
22-26 milljónir. En tekjur hins op-
inbera af þessari þjónustustarf-
semi við almenning eru miklu
meiri því á fyrstu 10 mánuðum yf-
irstandandi árs em heildartekj-
urnar rúmar 120 millj-
ónir króna. Varð upp-
taka „nýja tekjustofns-
ins“ - „skyndiútgáf-
unnar“ - þó fyrst að
veruleika i júní síðast-
liðnum og má því
reikna með að heildar-
tekjur vegna vegabréfa-
útgáfu verði ekki lægri
en 150 milljónir á heilu
ári.
Það þýðir á mæltu máli
að nettógróði ríkissjóðs
af umsýslu með útgáfu
vegabréfa er vel yfir
120 milljónir króna á
ári. Kostnaður hins op-
inbera er þannig sára-
lítill, þjónustan léleg
og gjaldið allt of hátt.
Almenningur borgar -
og getur ekki annað.
Þarf aö kippa í liöinn
Það er svona sem EKKI á að
standa að opinberri þjónustu.
Vissulega er mér kunnugt um að
gjaldtakan byggist á lögum um
aukatekjur ríkissjóðs en það
breytir ekki því að tekjur fyrir
þjónustu, eins og útgáfu vega-
bréfa, eiga eðli máls samkvæmt að
vera sem næst útgjöldum vegna
þjónustunnar en ekki stór og dig-
ur tekjupóstur fyrir ríkissjóö.
Ég treysti því að nýr dómsmála-
ráðherra kippi þessum málum í
liðinn hið snarasta og komi þeim í
viðunandi farveg. Hyggst ég fylgja
málinu eftir og knýja á um að
sjálfsagðar endurbætur verði gerð-
ar; þjónustan stórbætt og gjald-
töku komið í eðlilegt horf.
Guðmundur Ámi Stefánsson
„...ætla mætti að dómsmálaráðu-
neytið væri enn á því stigi að
póstur kæmi til landsins með vor-
og haustskipi og bréfapóstur færi
landshorna milli með landpóstin-
um.
Kjallarínn
Guðmundur Árni
Stefánsson
alþingismaður
Samfylkingarinnar
1 Me6 oj á móti i
Borgin velji arkitekta fyrir Grafarholt
Ákveöið hefur veriö aö úthluta
Kanon arkitektum því verkefni aö
hanna 36 íbúöa blokk f hinu nýja
Grafarholtshverfi. Þá mun borgin
einnig velja arkitekta til aö teikna öll
parhús viö Ólafsgeisla og Kristni-
braut. Á borgin aö ákveöa hver hann-
ar húsin fyrir væntanlega Ibúa þegar
lóöaskortur er í borginni?
Handstýrum
ekki allri
hönnun
„Það er ekki rétt sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur haldið
fram að borgaryfirvöld ætli að
handstýra allri hönnun í Grafar-
holti. Ein af ástæðunum fyrir
þessu fyrir-
komulagi er sú
að það eru
nokkur von-
brigði með
hönnun stórs
hluta húsa í
hinu nýja
Staðahverfí
sem er skipu-
lagslega eitt
nýstárlegasta
hverfi sem
skipulagt hef-
ur verið. Skipulagshöfundar sem
unnu hönnunarsamkeppni um
Grafarholt teikna eina blokk.
Þessi blokk er á áberandi stað
séð frá Vesturlandsvegi og er
hugsunin sú að hún geti gefið
tóninn í þeirri húsagerð sem við
viljum sjá í þessu glæsilega nýja
hverfi. Parhúsin sem um ræðir
standa saman þijú og þrjú
þannig að þar verður um sex
eignarhluta að ræða. í stað þess
að sex húseigendur með mis-
munandi smekk þurfi að koma
sér saman um eitt útlit fyrir hús-
in sex er lóðunum úthlutað með
teikningum. Hönnuðir parhús-
anna verða valdir af dómnefnd
sem er skipuð arkitektum og
embættismönnum borgarinnar.
Annars verður stærsti hluti
hverfisins hannaöur með hefð-
bundnum hætti."
Guölaugur Þór
Þórðarson borgar-
fulltrúi.
Fólk fái að
velja
„Það er griðarlegur lóðaskort-
ur i Reykjavík eins og er og þetta
eru einu lóðimar sem í boði eru.
Að þurfa að bíða í biðröð eftir
lóðum og bjóða í þær er auðvitað
ekki nógu gott
en þegar við
bætist að ein-
hver borgar-
arkitekt hann-
ar allt er þetta
orðið helst til
mikið. Aðalat-
riðið er auðvit-
að að fólkið
hafi val. Það
getur vel verið
að það sé í ein-
hverjum tilfellum ágætt að hafa
einhver svæði þar sem einn út-
valinn borgararkitekt fær aö
teikna svæðið og síðan getur fólk
valiö sér slík húsakynni ef því
finnst það vera skynsamlegt. En
þá verður að vera eitthvað annað
á boðstólum. Það eru engin rök í
málinu að þetta hafi eitthvað
með heildaryfirlit hverfis og ann-
að slíkt að gera. Að sjálfsögðu
getur borgarskipulagiö, eins og
oft hefur verið gert, lagt ein-
hveijar línur með það hvemig
húsakynni eiga að vera á við-
komandi svæði. En byggingarað-
ilar, einstaklingar eöa bygginga-
fyrirtæki geta vel haft einhverjar
hagnýtar lausnir á því hvemig
þeir ætla aö byggja sín hús. Það
er einfaldlega ekki borgarinnar
að ákveða arkitektinn eða eitt-
hvað annað fyrir þá.“ -hdm