Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 4
MIDVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 Fréttir Hugmyndir sauðfjárbænda um hærri framlög valda undrun: Gæti gefið svínin - en vorkenni sauðfjárbændum, segir svínabóndi í Borgarfirði Sauðfjárbændur funduðu á Hótel Sögu í gær um hugmyndir að nýjum búvörusamningi. Sauðfjárbændur vilja aukinn styrk rikisins til að halda úti sauðfjárrækt. í dag eru beingreiðslur til bænda um 2 millj- arðar króna á ári. Greiðslurnar eru tengdar greiðslumarki og það er skoðun forsvarsmanna að þær gangi engan veginn til að halda úti arðbærum rekstri. Hugmyndir eru því uppi um að ríkið auki styrki til greinarinnar með nýjum búvöru- samningi. Ekki fæst uppgefið hversu mikla viðbót bændur vilja en þegar nema styrkirnir tæpum 5 þúsund krónum á hverja kind. Sauðfjárbændur vilja að samið verði til 7 ára og áherslum verði breytt þannig að í stað þess að Norðurland: Jólatónleikar i fýrsta sinn DV Akureyri: í fyrsta sinn í 7 ára sögu Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands efnir sveitin til sérstakra jólatónleika sem haldnir verða i Akureyrar- kirkju nk. laugardagskvöld og í Dalvíkurkirkju daginn eftir. For- ráðamenn hljómsveitarinnar von- ast til að jólatónleikar hennar eigi eftir að vinna sér fastan sess í jóla- undirbúningi Norðlendinga. Efnisskráin á tónleikunum tengist jólum, en hún samanstend- ur m.a. af fjórum þáttum úr Hnotubrjótnum eftir Tsjajkofskí, Sleðaferðinni eftir Frederick Dali- us og jólaævintýrinu Snjókarlin- um við tónlist eftir Howard Blake. Sinfóníuhljómsveitin hefur fengið til liðs við sig tvo barna- kóra, Barna- og unglingakór Akur- eyrarkirkju og Húsabakkakórinn, Góða hálsa, sem flytja lög með hljómsveitinni. Þá kemur Sigurð- ur Karlsson leikari fram á tónleik- unum sem sögumaður og 11 ára einsöngvari, Baldur Hjörleifsson. Stjórnandi á tónleikunum er Guð- mundur Óli Gunnarsson. -gk Frá fundi sauðfjárbænda á Sögu í gær. 2 milljarðar á árí duga ekki lengur til að halda lifi i bændum og krafa er uppi um aukningu. DV-mynd ÞÖK styrkir verði í hlutfalli við greiðslu- mark verði horft til þess að bæta framleiðsluna og einnig verði litið til landnýtingar. Samninganefnd ríkisins mun fjalla um þessar tillög- ur en verið er að takast á um 14 milljarða króna á núvirði auk þeirr- ar viðbótar sem bændur vilja. Þannig má reikna með að í pottin- um séu hátt í 20 milljarðar króna. Víst er talið að á brattann verði að sækja hjá bændum enda land- búnaðarstyrkirnir mörgum þyrnir í augum. Sterkar raddir hafa verið uppi um að skera niður i stað þess að auka. „Það hefur enga þýðingu að auka styrki til sauðfjárbænda. Þessi karlagrey eru að drepast. Það er búið að rústa sauðfjárræktina og ekkert til bjargar. Það er sama hversu marga miUjarða þeir fá í styrki, þetta er rússneskt kerfi sem þeir eru fastir í," segir Gunnar Gunnarsson, svínabóndi að Hýru- mel í Hálsasveit. Hann segir sauðfjárbændur eiga alla sína samúð enda ekki við þá að sakast heldur það kerfi sem þeir búa við. Það eitt sé til ráða að af- nema styrki til sauðfjárbænda og gefa hana frjálsa. „Það á bara að leyfa mönnum að búa og vera bændur í friði. Þá tekst að byggja upp greinina á 10 til 15 árum. Þar sem menn fá aö vera í friði svo sem í svinarækt, blóma- rækt eða hverju sem er, þar eru menn að hagræða á fullum krafti. Ofstjórnin I sauðfjárræktinni er alla að drepa og ástandið er verra en í Rússlandi. Þetta skiptir okkur svínabændur sáralitlu máli en skekkir að vísu samkeppnisstöð- una. Þarna er bara verið að stinga einhverri ölmusu upp í menn sem frestar vandanum um örfá ár," seg- ir hann. Gunnar segir að hann fái um 240 krónur fyrir kílóið af svínakjöti. Niðurgreiðslur sauðfjárbænda nemi um 220 krónum á hvert kíló. Hann segir að fengi hann sambærilega styrki og sauðfjárbændur yrði veisla hjá neytendum. „Ég gæti gefið neytendum svína- kjötið ef sömu styrkja nyti við. Vel rekin bú gætu gefið svinin. Við erum með góðan rekstur í dag og eftir þrjú til fjógur ár verðum við tilbúnir til að mæta erlendri sam- keppni," segir Gunnar. -rt Sauðir og raðgreiðslur S\*J-jj -J J J Sauðfé landsmanna er að sliga bændur og nú situr forysta Bænd- samtakanna með sveittan skallann til að reikna út hversu mikið eigi að greiða bændum til að þeir geti haldið áfram að ala rollur sín- ar. Rikissjóður hefur eins lengi og elstu bændur muna staðið opinn þeim er fást við að reka fé á fjall og smala til slátrunar. Sú var tíð að rollur voru fjórfalt fleiri en lands- menn en nú hefur þeim fækkað mjög og að baki hverjum íslendingi eru tveir sauðir. Það að breyta sauðunum í kótilettur eða saltkjöt eftir atvikum er dýrt svo ekki sé talað um blessað hangikjötið. Það er ekki á færi bænda einna að standa undir þeim kostnaði að koma fé af fæti í neytenda- umbúðir og þar kemur ríkissjóður til skjalanna. Styrkir í dag nema aðeins um tveimur millj- örðum króna til sauðfjárbænda eða sem nemur 5 þúsund krónum á hvern sauð. Þar sem að baki hverjum einstaklingi eru tveir sauðir þýðir þetta að 10 þúsund krónur af tekjuskattinum rennur í vasa örvasa bænda. Tíuþúsundkall er auðvitað smánarleg upphæð á einu ári. Til dæmis kostar það einstakling um 50 þúsund krónur á ári í bein- greiðslum eða raðgreiðslum að vera áskrifandi að Stöð 2. Það étur enginn Stöð 2 en sauðirnir nið- urgreiddu hafa haldið lifi í þjóðinni frá örófi. Neyðarkall sauðfjárbænda á því fullan rétt á sér og stjórnvöld mega engan sauðshátt sýna og þeim ber að bregðast strax við. Eðlilegt er að bein- greiðslur verði aflagðar en þess í staö teknar upp raðgreiðslur til bænda og búaliðs. Hækka verður framlagið á hvern sauð um sem nemur öðrum fimmþúsundkalli. Þannig legði hver einstakling- ur til tuttuguþúsundkall með sauðum sínum. Hann þarf ekki að éta sauði sína frekar en hann vill enda á hann ekkert i þeim. Framlag hvers ís- lendings til sauða sinna má miklu fremur líkja við ættleiðingu. Alkunna er að Kanar ættleiða hvali og greiða meðlag til Free Willy eða annarra skyldra sam- taka. Kanarnir sem ættleiða hvali éta þá að sjálf- sögðu ekki. íslendingar sem „ættleiða" rollur eiga sumir til þá villimennsku að éta hina ætt- leiddu sauði. Að vísu greiða þeir sérstaklega fyr- ir þá iðju þar sem meðlagið er ætlað til að koma á legg og halda lífi í hinu eyrnamerkta viðfangs- efni. Það er áríðandi að halda áfram að styrkja sauðfjárrækt og þar dugir ekkert hálfkák. Hækka verður styrkina tafarlaust og efia hag bænda. Rollur eiga að vera í öndvegi hjá fjár- málaráðherra. Almenningur getur ekki verið þekktur fyrir að vera örlátari á fé til Stöðvar 2 en fjárræktar. Menn skulu vera minnugir þess að sauðkindin hefur haldið lífi í þjóðinni og nú er áríðandi að þjóðin haldi lífi í henni - þar til hún verður étin. Dagfari sandkorn Bullandi ágreiningur Tilnefningar til íslensku bók- menntaverðlaunanna fóru fram á mánudag. Þykir vægt til orða tekið þegar fullyrt er að í bókmennta- heiminum er fólk furðu lostið - eina ferðina enn. Þykir saga þessara verð- launa vörðuð skandölum og marg- ir á þvi að best sé að leggja þau af. í ár er sérstaklega eftir því tekið að hvorki Ólafur Jóhann Ólafsson né Ólaf- ur Gunnarsson skuli tilnefndir en gagnrýnendur hafa nær undantekningarlaust verið sammála um mikið ágæti nýútkom- inna bóka þeirra, Slóo fiörildanna og Vetrarferdarinnar. En það er víð- ar en í hinum stóra bókmennta- heimi þar sem menn eru ekki á eitt sáttir með tilnefningarnar. Haft er fyrir satt að bullandi ágreiningur hafi einnig verið innan dómnefndar- innar... Hrókeringar Ráherraskiptakrísa Framsóknar virðist engan endi ætla að taka.-Páll Pétursson félagsmálaráðherra ætl- ar ekki að láta flytja sig úr stað eins og hvert annað peð og því útlit fyrir að Valgerður Sverr- isdóttir þurfi að bíða enn um stund eftir ráðherrastól. Ein- hverjir snillingar þykjast þó hafa fundið leið til lausnar þessum rembihnút. Hún felst í að gera Jón Kristjánsson, for- mann fjárlaganefndar, að ráðherra. Páll vilji frekar fíkja fyrir honum en Valgerði. Um leið verði Valgerði gef- ið tækifæri til að spreyta sig á fjár- laganefndarformennsku. Þegar frétt- ir af þeim pælingum bárust inn á fund fjárlaganefndar í liðinni viku var ekki laust við að færi um fund- armenn enda mikil ánægja með Jón í forsæti á þeim bæ... Seldi Esjuna Eins og kunnugt er sló í brýnu milli sjálfs forsætisráðherra og rit- ara hans í Kristnitökunefnd, Arnar Bárðar Jónssonar , þegar séra Örn Bárður skrifaði smásögu í Lesbók Moggans um söluna á Esjunni úr landi. En nú er presturinn bú- inn að selja Esjuna. Þannig er að örn Bárður er frí- stundamálari og þykir vel liðtækur. Hann hélt nýlega sýningu á verkum sínum við Skólavörðu- stíg í Reykjavík. Þangað inn kom er- lendur ferðamaður og leist vel á mynd - af Esjunni! Og út fór hann úr galleríinu með Esjuna. Hún hefur verið seld til útlanda og er flutt til Bandarikjanna, allt eins og í sög- unni...! Enn í amerísku sjónvarpi ísland virðist „inn" í bandarísku sjónvarpi. Við sögðum frá því á dög- unum þegar Danny Glover gataði i sjónvarpsleiknum Hollywood Squares og hélt að Vigdís Finn- bogadóttir væri fræg fyrir fjallaklifur. Núna síðast var ís- land á döfinni i spurningaþættinum Greed eða græðgi, sem er á Fox-stöð- inni frægu. í þætt- inum seilast kepp- endur eftir 2,2 muljóna dala verðlaunum. Þar kom það einum keppandanum held- ur en ekki vel að vita að ísland er ekki kallað „the country down und- er" eða landið niður frá. Eins og flestir vita á það hugtak við um Ástralín Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.