Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 11
É MIÐVTKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 itr' wnning 11 Hefði getað lent í þessu sjálfur Óttar Sveinsson gefur út sína sjöttu „Útkallsbók" á þessari vertíð, ÚtkaJl í Atlantshafi á jólanótt. Þar eru tvær sannar sögur og önnur sýnu lengri, frásagan af því þegar flutningaskipiö Suðurlandið sökk norðan heimskautsbaugs á jólanótt 1986. Hin sagan gerðist í sumar sem leið og segir frá ferðalagi tveggja hollenskra kvenna til íslands á lít- illi einkaflugvél. Óttari finnst skemmtilegra með hverju árinu að skrifa þessar spennusögur úr veruleikanum. „Vinnubrögðin þróast auðvitað hjá manni og ég hef slfellt meiri ánægju af rannsóknunum sem fylgja mörg- um frásögnunum. Fyrir þessa bók þurfti ég til dæmis að leita að fimm Dönum úr 72ja manna áhöfn Vædd- erens sem báru hitann og þungann af því að bjarga skipverjunum sem komust af í Suðurlandsslysinu. Dan- irnir fimm voru dreifðir um alla Danmörku enda farnir að sinna allt öðrum störfum en þeir gerðu þegar þessir atburðir urðu. Svo þurfti ég líka að leita að einum Breta í þeim sextíu milljón manna hrærigraut sem þar býr, kafteininum á Nimrod- þotu breska flughersins, kafbátaleit- arvél sem tók þátt í björgun mann- anna af Suðurlandi. 12 manna áhöfn þessarar þotu stýrði Dönunum á rétta staðinn." - Hvað varstu lengi að finna Bret- ann? „Einn mánuð - með hjálp góðra manna. Ég fann alla sem ég ætlaði að finna nema einn." - Hvernig datt þér í hug að taka svona „gamla" sögu? „Vegna þess að þegar þetta gerð- ist var ég háseti á Urriðafossi sem áður hét Vesturland og var systur- skip Suðurlands. Við vorum tuttugu klukkutíma á undan Suðurlandi á nákvæmlega sömu leið með sams konar síldartunnufarm á leið á sama áfangastað - Murmansk. Ég hefði því í rauninni getað lent í þessu sjálfur." - Hefur þetta ásótt þig síðan? „Ég stóð uppi í brúnni á Urriða- fossi þetta aðfangadagskvöld, spari- klæddur, og hlustaði á neyðarkallið frá Suðurlandi gegnum Nesradíó þannig að þetta kom mjög nálægt mér. Við heyrðum mennina segja: „Við erum að yfirgefa skipið og fara í bátana." Um hálftíma síðar voru fjórir menn látnir. Króknaðir úr kulda. Og hörmungarnar voru þá Ottar Sveinsson. rétt að byrja. Ég hef alltaf ætlað mér að segja þessa sögu, ég vildi bara gefa mér góðan tíma 1 rann- sóknina. Finna og ræða við þá fimm sem komust af, alla útlendingana sem tóku þátt 1 björgun- inni og fólk sem stýrði björguninni héðan að heiman. Ég hef auk þess verið í sambandi við ekkjur og að- standendur þeirra sex sem fórust. Bókin er helguð minningu þeirra. Þetta endaði síðan óvænt með því að ég fékk staðfest i hljóðrituðu viðtali við yfirlautinant 1 breska varnarmálaráðuneytinu að breskur kafbátur hefði verið undir Suöurlandinu þegar það sökk. Þegar utanríkisráðuneyti okkar leitaði skýringa formlega breyttust svörin óvænt og einkennilega hjá sama ráðuneyti 1 London." Á erlendan markað Ein saga Óttars, frásögnin af því þegar hermenn á tveimur þyrlum frá Keflavikurvelli björguðu skip- brotsmönnum af Goðanum 1994, hefur verið gefin út á ensku undir titlinum Impossible Rescues. Við spurðum Óttar hvort hann hygði á frekari landvinninga. „Sú saga var fyrst og fremst gefin út sem tilraun og til kynningar á þessu efni," segir Óttar, „en útgáfan varð til þess að Reader's Digest birti frásögnina hjá sér. Sagan af björgun skipverja af Suðurlandi í nýju bók- inni verður jafnvel þýdd og gefin út í Danmörku, enda er hún mjög dönsk. Sögurnar í bókunum mínum eiga ekki allar erindi á erlendan markað en ég gæti vel hugsað mér að skrifa sögur sérstaklega til dæm- is fyrir enskan markað." - Hvort liturðu á þig nú orðið sem rithöfund eða blaðamann? Blaðamann," svarar Óttar hik- laust. „Með litlu r-i!" bæt- ir hann við og hlær. - Heldurðu að landinn verði nokkurn tímann þreyttur á Útkalli? „Ég veit það ekki, en ég er mjög ánægður með hvernig fólk hefur tekið þessum bókum. Ekki síst konur. Þær segjast kaupa bækurnar handa manninum sínum en viðurkenna svo fúslega að þær lesi þær fyrst sjálfar." „Átakanlegur lofsöngur" „Sjúkdómurinn er venjulega læ- vís og ósýnilegur, svo ekki sé minnst á hve takmörkuð skemmtun er í honum, og því er hann ekki vel við hæfi 1 kvikmyndum. /.../ Strax í byrjun verður því að fagna hug- rekki Sólveigar Anspach sem veigr- ar sér ekki við sliku áhættuspili í fyrstu leiknu kvikmynd sinni." „Hér er allt hárrétt, jafnt tár sem hlátrar, jafnt orð sem þagnir." „Fal- leg mynd um ást og angist..." „Átak- anlegur lofsöngur til baráttunnar, til ástarinnar, til lífsins." Franskir kvikmyndahúsagestir "' urðu að bíða lengur en íslendingar * eftir að fá að sjá myndina Haut les ¦ coeurs - Hertu upp hugann - eftir Sólveigu Anspach, en eins og franskur málsháttur segir þá var engu tapað með biðinni. Þegar myndin var frumsýnd 1 París 3. nóv- ember vakti hún mikla athygli og kvikmyndagagnrýnendur voru ein- róma. Öll helstu blöð birtu ítarlega dóma, og þótt bandarískar kvik- myndir leggi undir sig fiest kvik- myndahús í París eins og annars staðar komst myndin upp í 13. sæti á lista yfir best sóttu kvikmyndirn- ar strax fyrstu vikuna. Það sem vakti mesta hrifningu gagnrýnenda var dirfska Sólveigar í að ganga á hólm við viðfangsefnið sem ekki var beinlínis líklegt til vinsælda og auk þess fullt af lúmsk- um fallgryfjum. Myndin snýst um unga konu sem fær þau tíðindi þeg- ar hún er nýlega orðin ólétt að hún Sólveig Anspach vakti hrifningu Frakka. sé með krabbamein og berst við að sigrast á sjúkdómnum og ala barn- ið. Gagnrýnendur tóku rækilega fram að Sólveig væri íslendingur i aðra ættina og bentu á að hún hefði fengið þjálfun sina í gerð heimildar- mynda (ein þeirra fjallar um Vest- mannaeyjar); töldu þeir að það væri skýringin á því hversu beint hún gengi til verks og án allrar tilfinn- ingasemi. „Eina baráttan sem Sól- veig Anspach hefur áhuga á er lik- amleg. Hvað gerist í líffærum aðal- persónunnar?" sagði gagnrýnandi Libération og bætti við: „Af mikilli þrjósku snýr Sólveig Anspach alla vorkunnsemi úr hálsliðnum. Mynd- in vekur meiri ótta en meðaumkun, og eins og í hroUvekjum er hið illa þeim mun skelfilegra sem það sést minna." Eins og margir kollegar hans finnur gagnrýnandi Libération líka annan boðskap í myndinni og já- kvæðari, og kemst á slíkt flug í frönskum anda að hætt er við að þýðandinn verði eftir í neðri loftlög- um: „Myndin af karli og konu sem hafa fundið eitthvert æðra form af ást, þar sem væntumþykjan kemur í staðinn fyrir bróðurtengsl og hefst upp yfir þau, er sennilega mest slá- andi. Það er sú mynd sem maður hefur á brott með sér í lokin. Julien og Emma að eilífu hlið við hlið..." Einar Már Jónsson, París GLOTT í GOLUKALDANN eftir Hákon Aöalsteinsson „Ég hafði gaman af að lesa þessa bók og get því tekið undir það, sem stendur á bókarkápu: „Þetta | er skemmtileg bók sem getur komið öllum til að brosa i kampinn og glotta í golukaldann." (Sigurjón Björnsson, Mbl. 9.11. 99.) Fæst einnig sem hljóðbók á tveimur snældum, höfundur I les. HULDA - reynslusaga vestfirskrar kjarnakonu Finnbogi Hermannsson skráði. Bókin lýsir lífi og ævikjörum Huldu Valdimarsdóttur Ritchie. „Mér finnst frásögnin af ævi þessarar konu um margt merkileg og vissulega þess virði að koma á prent... Höfundurinn hefur að minu viti unnið verk sitt vel og samviskusamlega og af ágætri rifleikni." (Sigurjón Bjömsson, Mbl. 16. 11.99) LlFSGLFÐl - minningar og frásagnir Þórir S. Guðbergsson skráði. Þau sem segja frá eru: Séra Ámi Pálsson, Herdis Egilsdóttir, Margrét Hróbjartsdóttir, Rúrik Haraldsson og Ævar Jóhannesson. Þetta er lipur og fróðleg lesning, vafalaust mörgum kærkomin enda hafa fyrri bækur í þessum flokki notið vinsælda." (HávarSigurjónsson, Mbl. 24.11.99) MER LIÐUR VEL - ÞAKKA ÞÉR FYRIR Ljóð lnga Steinars Gunnlaugssonar Vandaður skáldskapur sem hefur vakið athygli. FLÓTTINN frá fangaeyjunni eftir Jack Higgins Frásögn af flótta úr einu rammgerðasta fangelsi veraldar. SUMARÁST eftir Bodil Forsberg Spennandi ástarsaga eftir vinsælan höfund. Hljóðbækur fyrir böm Nokkrar af hinum sígildu barnasögum Heiödísar Norðfjörð hafa nú verið gefriar út í nýjum búningi. Tvær snældur eru nú saman í öskju. SOGUR FYRIR SVFFNINN Ævintýri og kvöldbænir fyrir öll kvöld vikunnar. Tvær snældur. Sjö þættir á hvorri snældu. ÞJOÐSOGUR JONS ARNASONAR GÖMUL OG GÓÐ ÆVINTÝRI Búkolla, Grámann, Gilitrutt og fleiri þekkt ævintýri. JOLASOGUR Fallegar jólasögur og jólasveinasögur fyrir böm. Tónlist sem tengist efninu. HÖRPUÚTGÁFAN Stekkjarholti 8 - 10 • 300 Akranes • Simi 431 2860 • www.horpuutgafan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.