Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 21
MIDVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 .jólaundirbúningurinn í ES3 deSembeT. 25* Helga Guörún Johnson á fullu í jólabakstri: „Þessi jól voru sérstök og þótt ég sé vön aö vera innan um margt fólk á jólum þá voru þetta örugglega fjölmennustu jólin sem ég hef upplifaö." klæddum okkur upp I búninga. Eg átti dúkku sem sprautaði vatni og ætlaði að nota hana til að skemmta gestum. Við földum okkur í fata- henginu og biðum þess að verða köll- uð fram. Eitthvað stóð nú á kallinu og við gleymdumst i langa stund. Mér fannst þetta heil eilifð og ég man alltaf hvað mér leiddist þarna í fatahenginu. Þegar svo á endanum var kallað í okkur var nokkuð af okkur dregið og dúkkan orðin vatns- laus. Jólasveinaatriðið okkar var því ekki alveg eins og við höfðum skipu- lagt en við fengum klapp og sælgæti að launum." Helga Guðrún minnist líka frænda síns frá Bandaríkjunum sem tók ekki virkan þátt í jólagleðinni með fjólskyldunni enda nýgenginn í Hare-Krishna söfnuðinn. „Á meðan við héldum kristileg jól frammi í stofu var þessi frændi minn að reyna að frelsa hina unglingana í fjölskyld- unni með Hare Krishna boðskap. Ég hafði engan áhuga á þessu og ég held að hann hafi ekki náð neinum á sitt band," segir Helga Guðrún og bætir við. „Þessi jól voru frábrugðin öðr- um jólum og mjög skemmtileg. Þótt ég sé vön að vera innan um margt fólk á jólum þá voru þetta örugglega fjölmennustu jólin sem ég hef upplif- að," segir Helga Guðrún Johnson. aþ timmtiJráUilswmk Valdimar Ornólfsson: „Við fengum kerti og spil og stundum bækur og þá ekkert endilega barnabækur." Valdimar Örnólfsson, íþróttastjóri HÍ: Dönsuðum alltaf kringum jólatréð Æskujól Valdimars Örnólfssonar voru haldin í vetrarríkinu á Suður- eyri við Súgandafjörð. Valdimar rifj- ar upp jólin 1942 en þá var hann tiu ára gamall. „Söngur og aftur söngur er það sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég minnist æskujólanna heima á Suðureyri. Mamma var organisti og pabbi söng í kirkjukórnum þannig að það tilheyrði að barnahópurinn, en við vorum tíu, færum í kirkju á jólum," segir Valdimar. Fleiri jólasiðir voru hafðir í heiðri heima hjá Valdimar. „Við dönsuðum til dæmis mikið i kringum í jólatréð. Það var alltaf einstök stemning og hátíðleg þegar fjölskyldan sameinað- ist við jólatréð. Það var mikil reglu- semi á heimilinu og ég minnist þess líka að það var mikið spilað á jólun- um. Fullorðna fólkið spilaði bridds en við krakkarnir héldum okkur við einfaldari spil." Skipst var á jólagjófum. Valdimar segir þær hafa verið smáar miðað við það sem tiðkast i dag. „Við feng- um kerti og spil og stundum bækur og þá ekkert endOega barnabækur." Hangikjöt var á borðum öll jólin og á heimili Valdimars var einnig laufabrauð sem fjölskyldan bjó til i sameiningu. „Amma min var að austan og sumir segja að hún hafi komið með laufabrauðið til Suður- eyrar en það tiðkaðist almennt ekki á Vestfjörðum á þessum árum. Með þessu drukkum við gjarnan bland, appelsín og malt, sem okkur krökk- unum fannst auðvitað afbragðsgóður drykkur," segir Valdimar. -aþ Stefán Karl Stefánsson leikari: Hurðaskellir gekk um og skellti hurðum Stefán Karl Stefánsson leikari hef- ur alltaf verið mikið jólabarn í sér og jólin árið 1985, þegar hann var tíu ára, eru ein þau skemmtilegustu sem hann man eftir. „Þetta voru góð jól og ein þau bestu i minningunni. Ástæðan var nefnilega sú að ég fékk lítið, hvitt Yamaha-píanó í jólagjöf frá mömmu og pabba. Mig hafði lengi dreymt um að eignast hljóðfæri og það má eigin- lega segja að ég hafi ekki slitið fing- urna af hljómborðinu síðan," segir Stefán Karl. Hann segist reyndar alltaf hafa fengið flestar gjafirnar, enda yngst- ur þriggja bræðra. „Ég fékk alltaf að gera mest og til að mynda kom það oftast i minn hlut að velja jóla- tréð. Ég var algerlega óður i að skreyta tréð á Þorláksmessukvöld. - Stefán Karl Stefánsson leikari: „Ég fékk alltaf aö gera mest og til aö mynda kom þaö oftast í minn hlut að velja jólatréð." Ég man líka að Hurðaskellir kom I heimsókn þessi jól sem önnur. Hann gekk um húsið og skellti hurðum áður én hann gaf okkur bræðrunum gjafir. Þetta voru ógleymanlegar heimsóknir og við biðum alltaf spenntir eftir jóla- sveininum." Hvíta píanóið, sem er í raun skemmtari, stendur þó upp úr í minningunni. „Ég tók strax til við að æfa prógramm og svo þegar við fór- um í jólaboð á jóladag þá spilaði ég og söng fyrir gestina. Ég hefði ekki getað fengið betri gjöf," segir Stefán Karl Stefánsson. -aþ Sigurbjöm Einarsson biskup: Ákaflega djúp kyrrð og friður Sigurbjörn Einarsson bisk- up er fæddur 1911. Hann segir jóíin þegar hann var tíu ára hafa verið ósköp lík öðrum jólum I baðstof- unni austur í Meðallandi. Þau hafi þó verið býsna mikið frábrugðin þeim jólum sem nú þekkjast. „Lífið var einfalt og fá- brotið miðað við það sem nú er. Það sem ég lifði á jólum og á hátíðum yfir- leitt var helgin. Mér fannst það vera ánægjulegt þegar helgin kom inn í bæ- Sigurbjöm Einarsson biskup: „Fólk gerði sér dagamun í mat; allir fengu þá ríflegar skammtað." jólanóttinni. Það var ákaf- lega djúp kyrrð og friður sem fyjgdi því. Þá var ýmis til- breytni, - svo sem eins og það að gefa fuglunum ríf- lega og einnig öllum fénaði. Allt sem lifði innan og utan bæjar átti að njóta helgi jólanæturinn- ar. Þá logaði ljós í baðstof- unni um nótt- ina. Snemma á jóladagsmorg- un vaknaði maður við að þá skyldi les- inn húslestur- inn. Það var inn og inn í okkur sjálf. Við fengum enga jólagjöf nema kannski eitt kerti. Það var nokkurn veginn ör- uggt. Kannski fengum við eina sokka, vettlinga eða nýja skó, en það var ekki sjálfsagt. Helgin gekk í garð klukkan sex, þegar útiverkum var lokið og undir- búningnum heima fyrir. Þá voru jólasálmarnir sungnir og húslestur- inn lesinn um kvöldið. Það var mik- il kyrrð yfir aðfangadagskvöldinu og mikil tilbreytni og það var öðruvísi að vakna þann morgun en alla aðra morgna ársins. Fólk gerði sér dagamun í mat; all- ir fengu þá ríflegar skammtað. Eitt- hvað var bakað á öllum bæjum, enda kom fólk saman á jóladagskvöld og að kvöldi annars í jólum. Þá buðu nágrannar hverjir öðrum og gjarnan var spilað sem var líka tilbreyting. Það var þó aldrei spilað á jólanótt, það var alveg regla." -HKr. Jólagjöfín í Síðir ekta pelsar. Verð aðeins kr. 135.000. Aldamóta / jóladress. Handunnin gjafavara í úrvali Opið virka daga kl. 10-18, laugard. I0-I5,sunnud. 13-15. Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545 menskir m$m jt*0* HvíldarstóHúrleðri kr. 65.900,- Kósý V* Húsgögn TILB0Ð Hvíldarstóll úrtaui kr. 39.900,- Símmúla 28 - 108 Reykfavík - Simi 568 0606

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.