Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 6
MIDVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 Viðskipti i>v Þetta helst: .-. Viðskipti á VÞÍ 1,141 m.kr. ... Mest með hlutabréf 443 m.kr. ... Húsbréf 316 m.kr ... Lang- mest viðskipti með bréf íslandsbanka, 217 m.kr. og lækkuðu bréfin um 1,5% ... Viðskipti með bréf Landsbanka 49 m.kr. og hækkuðu bréfin um 3,2% ... Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,04% og er 1.465 stig ... Hampiðjan hækkaði um 6% ... Búnaðarbanki lækkaði um 2,3% ... SS hækkaði um 5,6% Islenski hugbúnaöar- sjóðurinn eykur hlut sinn í Hugviti hf. íslenski hugbúnaðarsjóður- inn hefur aukið hlut sinn í Hug- viti hf. Eftir aukninguna nemur eign íslenska hugbúnaðarsjóðs- ins í Hugviti kr. 1.864.588 að nafnverði eða sem nemur um 19,92% af heildarhlutafé í félag- inu. Hugvit er stærsta félagið í hlutabréfasafni íslenska hug- búnaðasjóðsins og nemur eign- arhluturinn um 26% af heildar- eignum á bókfærðu verði. í frétt frá íslenska hugbúnað- arsjóðnum segir að Hugvit sé eitt af þeim kjarnafélögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í frá stofnun. Hjá félaginu starfa nú um yfir 100 starfsmenn í 3 lönd- um. Hugvit hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna og viður- kenninga fyrir helstu fram- leiðsluvöru þess, GoPro hugbún- aðinn. Þá er Hugvit einnig þátt- takandi í nokkrum stórum verk- efnum sem verið er að vinna að hérlendis og líkleg eru til að hafa jákvæð áhrif á fyrirtækið á næstunni. Árangur félagsins í markaðssetningu á erlendum mörkuðum hefur verið framar vonum á þessu ári og byggir sá árangur á sterkri stöðu á heima- markaði. íslenski hugbúnaðar- sjóðurinn hefur mikla trú á fé- laginu og hæfni þess í að ná frekari árangri á erlendum mörkuðum á komandi árum. General Electric: Krossanes og ísfélag Vestmannaeyja sameinast Stjórn Krossaness hf. hefur á fundi sínum í dag samþykkt sam- runaáætlun um sameiningu Krossaness hf. og ísfélags Vest- mannaeyja hf. undir nafni Isfélags Vestmannaeyja hf. Samkvæmt samrunaáætluninni fá hluthafar í Krossanesi hf. 15,5 % eignarhlut í hinu sameinaða félagi. Sameiningin skal miðuð við 31. ágúst 1999. Stjórn ísfélags Vest- mannaeyja hf. mun fjalla um sam- runaáætlunina á fundi í næstu viku. Samrunaáætlun er fyrirliggjandi hjá Verðbréfaþingi og kemur þar fram að aðilar eru sammála um að ísfélag Vestmannaeyja hf. leiti eftir skráningu á Verðbréfaþing íslands svo fljótt sem auðið er. „Tvofaldur sigur" annað árið í r General Electric hefur verið kos- ið virtasta fyrirtæki heims og jafn- framt hefur forstjóri þess, Jack Welch, verið kosinn virtasti fyrir- tækjastjórnandi veraldar fyrir árið 1999. Þetta eru niðurstöður árlegrar könnunar sem Financial Times og PricewaterhouseCoopers stóðu fyrir á dögunum. General Electric var einnig valið virtasta fyrirtæki heims í raftækjaiðnaðinum, en nið- urstöður könnunarinnar birtust í frétt Viðskiptablaðsins á viðskipta- vef vísis.is. Þetta er annað árið í röð sem General Electric og Jack Welch hljóta þessa kosningu, en árið 1998 teygði könnunin sig í fyrsta sinn út fyrir Evrópu og náði til fyrirtækja í N-Ameríku, S-Amerlku, Asíu, Afr- íku og Miðausturlöndum. Viðskiptablaðið segir að I fyrra hafi General Electric hlotið yfir- burðakosningu og hafi þá hlotið tvö- falt fleiri atkvæði en þau fyrirtæki sem á eftir komu. Munurinn hafi hins vegar ekki verið eins mikill I ár og þeir hafi því „aðeins" hlotið 25% fieiri atkvæði en næsta fyrir- tæki, sem var Microsoft. Þrátt fyrir það hafi ekki verið um fækkun at- kvæða að ræða hjá þeim heldur hafi Microsoft bætt svona hressilega I. Jack Welch efstur stjórn- enda Jack Welch var efstur á lista yfir virtustu fyrirtækjastjórnendur, en á hæla hans komu Bill Gates hjá Microsoft og Lou Gerstner hjá IBM í öðru og þriðja sæti. Jurgen Schremp hjá DaimlerChrysler var sá evrópski stjórnandi sem hæst komst á lista, I fjórða sæti, og fyrir- tæki hans náði einnig besta árangri allra evrópskra fyrirtækja, eða í fimmta sæti fyrirtækjalistans. Hæsti nýi stjórnandinn inni á listanum var Michael Dell í banda- ríska fyrirtækinu Dell, en hann stökk beint upp í fimmta sæti. Einnig vekur athygli að af tólf efstu fyrirtækjunum eru fimm þeirra úr upplýsingatæknigeiranum, Micro- soft (2), IBM (4), Dell (7), Hewlett- Packard (11) og Intel (12). Þau fyrirtæki sem stærstu stökk- in tóku á milli ára voru Sony, sem stökk upp í sjötta sæti úr 24. frá því árið áður og er hæst allra asískra fyrirtækja á lista. Dell stökk upp um tuttugu sæti, úr 27. og í það sjó- unda og Wal-Mart, verslunarkeðjan bandaríska, stökk upp í níunda sæti úr því sautjánda. Nyir starfsmenn hja Norræna fjárfestingarbankanum (NIB) Eftirtaldir íslendingar tóku til starfa hjá Norræna fjárfestingar- bankanum árin 1998 og 1999. Sjö ís- lendingar starfa hjá NIB en alls eru starfsmenn bankans 128 talsins. Hinir nýju starfsmenn eru: Sigurður Ingólfsson hefur verið ráðinn til starfa við áhættustýringu hjá NIB. Verkefni hans felast m.a. í því að þróa innra áhættumat við- skiptamanna og tölfræðilegt líkan af útlánaáhættu bankans í heild. Sig- urður lauk M.Sc. prófi í hagfræði frá HÍ árið 1997 og starfaði á Hag- fræðistofnun HÍ og sem stunda- kennari við HÍ þar til hann réðst til NIB. Kári Sigurðsson hefur verið ráð- inn tímabundið sem fjármálasér- fræðingur hjá NIB. Hann starfar á sviði upplýsingatækni og fjármála- greiningar. Kári lauk B.Sc. prófi i hagfræði frá Háskóla íslands vorið 1999. Frá 1998 starfaði Kári sem sér- fræðingur á Hagfræðistofnun Há- skóla Islands auk þess að vera stundakennari við sama skóla. Magnús Þór Ágústsson hefur ver- ið ráðinn tímabundið sem sérfræð- ingur hjá ND3. Hann starfar við fjár- mála- og áhættudreifingu. Magnús lauk C.Sc. frá verkfræðideild HÍ 1997 og M.Sc. prófi frá hagfræði- deild HÍ 1999. Magnús starfaði sem hugbúnaðarráðgjafi hjá Hópvinnu- kerfum ehf. frá 1996 og sem ráðgjafi hjá AQS AB frá 1997. Utboðsgengi Sæplasts 9,00 Á morgun hefst hlutafjárútboö í Sæplasti hf. Útboðsgengi hefur ver- ið ákveðið 9,00 en boðið er út hluta- fé fyrir að nafnvirði 30 milljónir króna eða samtals 270 milljónir króna að raunvirði. Útboðið er í umsjá Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. (FBA) en tilgangur þess er að styrkja eigin- fjárstöðu Sæplasts í kjölfar mikilla fjárfestinga á árinu, en fyrirtækið hefur keypt þrjár verksmiðjur, tvær í Noregi og eina í Kanada, það sem af er árinu. Útboðið stendur til 22. desember næsfkomandi. Steinþór Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts. Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA. Innherjar kaupa í FBA Innherjar keyptu í lok nóvember hlutabréf í FBA fyrir 105,5 m.kr. að nafnverði, eða um 325 m.kr.> að markaðsverðmæti miðað við nú- verandi gengi hlutabréfa í FBA. Samtals er um að ræða um 1,55% hlutafjár. Innherjaviðskiptin voru tilkynnt í gær og er um fern viðskipti að ræða, mest með 50 m.kr. að nafn- verði. Ekki er unnt að ráða af til- kynningunum hvort um einn og sama aðila er að ræða í öllum til- vikum. Breytt skipurit Islenskra aðalverktaka í tengslum við sameiningu Ár- mannsfells, Álftáróss, Verkafls, Nesafls og Byggingafélagsins Úlfars- fells, innan samstæðu íslenskra að- alverktaka hf., hefur verið gengið frá nýju samræmdu skipuriti fyrir íslenska aðalverktaka hf. og dóttur- félög. Eftirtaldir skipa framkvæmda- stjórn íslenskra aðalverktaka hf. Stefán Friðfinnsson er forstjóri ís- lenskra aðalverktaka hf. Stefán er viðskiptafræðingur frá Háskóla ís- lands og rekstrarhagfræðingur MSc frá Warwick University. Hann starf- aði sem framkvæmdastjóri Vöru- markaðarins frá 1978-1986, sem að- stoðarmaður fjármálaráðherra 1986-1988, sem aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra 1988-1990 og sem for- stjóri íslenskra aðalverktaka hf. frá 1990. Guðmundur Geir Jónsson er framkvæmdastjóri fram- kvæmdasviðs á Keflavíkur- flugvelli. Guðmundur er raf- magnstæknifræðingur frá Tækniskólanum í Odense. Hann hefur starfað hjá ís- lenskum aðalverktökum frá 1973 sem deildarstjóri raf- magnsdeildar og sem fram- kvæmdastjóri framkvæmda- sviðs frá 1998. Gunnar Sverrisson Stefán Friofinns- son, forstjóri ís- lenskra aöal- verktaka hf. er fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs. Gunnar er viðskiptafræðingur af fjármála- sviði frá Háskóla íslands. Hann starf- aði sem fjármálastjóri Ármannsfells hf. 1992-1996, sem forstöðumaður stjórnunarsviðs hjá Kaup- þingi hf. 1996-1998 og sem framkvæmdastjóri fjármála- sviðs íslenskra aöalverktaka hf. frá 1998. Gunnlaugur Kristjánsson er framkvæmdastjóri tæknis- viðs. Gunnlaugur er bygg- ingatæknifræðingur frá Tækniskóla íslands. Hann starfaði hjá Ármannsfelli hf. og Aseta 1982-1987 og hjá Álftárósi ehf. frá 1987-1999 tæknilegur fram- sem kvæmdastjóri. Haukur Frímannsson er yfirverk- fræðingur. Haukur er byggingaverk- fræðingur frá Háskólanum í Kaup- mannahöfn. Hann hefur starfað sem verkfræðingur hjá íslenskum aðal- verktökum frá 1961 og sem yfirverk- fræðingur frá 1993. Jakob Bjarnason er framkvæmda- stjóri þróunarsviðs. Jakob er við- skiptafræðingur frá Háskóla íslands. Hann starfaði hjá Landsbanka ís- lands 1989-1999, m.a. sem fram- kvæmdastjóri Hamla hf., dótturfélags Landsbanka íslands, og sem fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Lands- banka íslands hf. Ólafur Hauksson er framkvæmda- stjóri framkvæmdasviðs. Ólafur er byggingaverkfræðingur frá Háskóla íslands og Civil Enginer frá DDH. Hann starfaði hjá Verkfræðistofunni Fjarhitun 1984-1991, sem verkefnis- stjóri hjá SH Verktökum 1992-1993 og sem verkefnisstjóri hjá Ármannsfelli hf. 1993-1999. Brynjólfur nýr staðgengiil bankastjóra Landsbankans Brynjólfur Helgason hefur verið ráðinn í stöðu staðgengils banka- stjóra Landsbanka íslands hf. Brynjólfur er jafnframt fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Brynjólf- ur er við- skiptafræð- ingur að mennt, cand. oecon. frá Háskóla íslands og með MBA- próf í rekstrar- hagfræði frá INSEAD í Frakklandi. Brynjólf- ur hefur gegnt ýmsum störfum í Landsbankanum. Hann var sér- fræðingur i hagdeild bankans, framkvæmdastjóri markaðssviðs þegar það var fyrst sett á laggirn- ar, aðstoðarbankastjóri á árunum 1988 til 1997 og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs frá árinu 1998. Hann er formaður stjórnar Lýsing- ar hf. og Landsbankans-Framtaks hf. og er enn fremur í stjórn Lands- bankans-Fjárfestingar hf. Jam- framt er hann formaður srjórnar Landsnemdar Alþjóða verslunar- ráðsins. Eiginkona Brynjólfs er Hrönn Kristinsdóttir. HSC hf. selur hugbúnað til Moskvu Hótel Orlenok í Moskvu hefur skrifað undir kaup á hótelhugbún- aði frá HSC hf. (www.hsc.is). Þetta er fyrsta salan á kerfum HSC utan íslands en meðal viðskiptavina hér á landi má nefna Lykilhótel, City Hótel og Hótel Selfoss. Orlenok sem er 400 herbergja hótel í miðborg Moskvu tekur nú í notkun rússneska útgáfu af bókun- arkerfi HSC sem byggt er ofan á viðskipta- og upplýsingakerfið Navision Financials. HSC hefur undanfarið unnið ötullega að því aö byggja upp sölunet á erlendum mörkuöum. Uppsetningin í Rúss- landi mun þannig fara fram i sam- starfl við endursöluaðilann Impact Soft sem er rússneskur söluaðili Navision sem undanfarið hefur unnið að þýðingu og staðfærslu á lausnum HSC fyrir rússneskan markað. Sala á lausnum HSC á erlendum mörkuðum mun einkum fara fram í gegnum söluaðila Navision á hverjum stað fyrir sig en HSC hef- ur nú þegar skrifað undir endur- sölusamninga við Navision söluað- ila i 14 löndum og unnið er að því að fjölga söluaðilum erlendis enn frekar. Kerfi HSC eru þróuð á ensku en auk rússneskrar útgáfu er nú m.a. unnið að þýðingu og staðfærslu á kerfunum á tékk- nesku og þýsku af samstarfsaðilum í viðkomandi lönd Sundagarðar stækka í SR-mjöli Sundagarðar ehf. hafa aukið hlut sinn í SR-mjöli hf. lítillega, eða um 0,8%. Nú eiga Sundagarðar 5,28% hlut en áttu fyrir 4,49%. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.