Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 19
• Jólin þegar Thor datt í tjörnina • Jólagetraun DV I Bernsku minnarjól > Það eru fleiri jóla- blóm en jólstjarna Helena Björnsdóttir í Body Shop: „Þaö er um aö gera aö nota kremiö eftir heitt og gott baö, aö afloknum löngum vinnudegi." Húðin silki- mjúkájáiim „Ég myndi velja mér smyrsl sem kaílast African Spa," segir Helena Björnsdóttir, verslunarstjóri í Body Shop á Laugavegi. „Ég hef prófað þetta krem og það má eigmlega segja að ég hafi fallið fyrir því. Það er einstaklega gott að nota það á þessum árstíma þegar úti er kuldi og frost, sem getur farið illa með húðina. Smyrslið inniheldur eingöngu náttúruleg efni, svo sem hunang og kakósmjör, og það finnst mér ómetanlegt. Kakósmjörið er rosalega rakagefandi og húðin verð- ur silkimjúk," segir Helena. „Það er um að gera að nota krem- ið eftir heitt og gott bað, að afioknum löngum vinnudegi. African spa er ekki siður frábært þegar far ið er i dekurbað eða bara jóla- baðið," segir Helena Björns- dóttir i Body Shop. Var afsökun til að detta í það - segir Guðvarður Gíslason veitingamaður um jólaglögg - þann deyjandi sið. Jólaglögg kom inn í jólaundirbún- ing íslendinga fyrir um 20 árum eins og sprengja. Flestir telja þennan sið danskan að uppruna, en fyrirbærið er líka þekkt frá Þýskalandi. Á undanförnum árum hefur þessi siður orðið að láta mjög undan síga, enda var rekinn harður áróður gegn jólaglögginu. Segja má að Beaujoula- is Nouveau hafi stolið glæpnum ásamt jólahlaðborðinu. Margir sögðu jólaglöggsveitingar líka vondan sið á jólafóstunni og kenndu því bæði um aukinn ölvunarakstur og framhjá- höld í jólaboðum. Sögur eru til af fólki sem ýmist vaknaði í röngu rúmi, og af mönnum sem var dröslað til síns heima, án þess að vita í þenn- an heim né annan eftir að hafa gerst einum of glöggir. Þetta er m.a. talið valda því að jólaglöggið er deyjandi siður á Islandi í dag. Guðvarður Gíslason veitingamað- ur opnar nú nýjan veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, Apótek bar/grill, sem tekur alls um 140 manns í sæti. Þar hyggst hann m.a. bjóða landanum upp á jólaglógg fyrir jólin. Hann þekkti vel til i veitingabransanum þegar jólaglöggið fiaut um allan bæ, svo sumum þótti nóg um. Tekið með trompi "Það var mikið um fyrirtækjapar- tí með jólaglöggi á þessum tíma. íbú- ar fjölbýlishúsa tók sig jafnvel sam- an fyrir jólin um að þrífa stigagang- ana og notuðu það sem afsökun til að fá sér jólaglögg á eftir og detta í það. Danir og Þjóðverjar hafa aftur á móti notað þetta til að vera örlítið góðir við sjálfa sig. Ég sakna þess t.d. frá Þýskalandi að einn eða tvo daga á ári er Hjálpræðisherinn á torgum og selur jólaglögg úr pottum á köldum dögum. Það mætti alveg leyfa honum að gera slíkt hér heima, t.d. á Þor- láksmessu, og þá slepptu menn bara bjórnum í staðinn á röltinu niður Laugaveginn. íslendingar tóku þetta hins vegar með trompi á sínum tíma, en það aflagðist og í staðinn komu jólahlað- borðin sem eru í hámarki í dag." Allt of mikið fyllirí „Ég man vel þegar ég var á Gauki á Stöng og var pantaður í fyrirtækin með kannski 2-300 lítra af jólaglöggi. Þetta var mjög algengt. í þá daga kom fólk líka niður á Gauk á Stöng og hellti í sig jólaglöggi. Það sem gerðist var hins vegar það að þetta varð bara allt of mikið fyllirí. Ég held að menn hafi lært af þessu og nú hafa jólaborðin tekið við. Ég man ekki neina skemmtilega sögu frá þessum tíma enda held ég að þetta hafi ekki verið neitt skemmtilegt," segir Guðvarður, eða Guffi eins og hann er stundum kallaður. Grunninn í jólaglöggsblönduna má finna í mörgum matvöruverslun- um en góð rauðvín þykja gefa betri árangur við lögunina. Þá er vert að hafa í huga að hlutföllin þurfa að vera rétt í blönduninni og hægt er að eyðileggja hana með óhóflegri íblöndun sterkra drykkja. Ekki er heldur talið æskilegt aö þamba jólaglöggið ótæpilega eins og íslend- ingar gerðu óspart á sínum tíma. Nokkrar uppskriftir eru til af jólaglöggi, en hér á síðunni eru tvær og önnur óáfeng fyrir þá sem fengu nóg og gengu heídur rósklega um gleðinnar dyr á sínum tima. -HKr. Áfengt jólaglögg 1 flaska rauðvín bætt út í eftir smekk. Best 4 cl brandi fer á því að bera þetta fram^fc 10 cl dökkt púrtvín í hvítvínsglasi og skreyta fm 20 cl vatn með sítrónusneið 10 negulnaglar ^^K—.. í* 1 kanilstöng Wb f^ÉCfr rifinn börkur af einni sítrónu ¦Irw1* heslihnetur ^^ &§*l^ I Byrjað er á því að sjóða vatn ásamt sítrónuberki, kanil og negubiöglum í 10 minútur og soðið þannig gert að krydd- kjarna. Rauðvín, púrtvín og brandí er því næst sett í pott og * ¦ -«. ¦** hitað 1 60 gráður á Celslus. i^P^f^S *Sllk Heslihnetum og kryddkjarna er $L " '~-j**áÉÉtk UjjjjjivoíhJýðJ Vjnnur vark sín S \ I - * >- - J fjJjOOJ BRÆÐURNIR ;son Lágmúla 8 • Sími 530 2800 '"teðheitumtt** 6280U-W Gerð undir boröplötu: H: 82-88 B:60 D:57 : Orkunotkun: Hraðkerf i BI0 50°C 0,95 kwst. Venjulegt 65°C kerf i 1,25 kwst. Vatnsnotkun: Hraökerfi BI0 50°C 15 lítrar Venjulegt 65°C 19 lítrar Fuzzy-logig: Sjálvirk vatnsskömtun, notar aidrei meira vatn en þörf er á Ryöfrftt innra byrgði. Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki) , ¦; Haigt að lækka efri grind með einu handtaki Hægt að stilla start-tíma allt að 19 klst. fram I tímann ¦ Sjálfvirk hurðarbremsa. Hnífaparagrind opnast eins og bók Innbyggt hita-element c s Tekur 12 manna steil %% MjöghjóðlátvéIaðeins45db(re1pW) \"% 6þvottakerfl % % TURBO-þurrkun, þurrkar með heitum bla í*>. 4 hitastig Aqua Control, sex-fatt vatnsöry ggiskerf i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.