Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 32
36 MIÐVTKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 onn Ummæli Framsóknar- ..1, fnykur Af þessum sölum Guð- mundar (Bjama- sonar, fyrrv. ráð- herra) er sterkur framsóknarfnyk- ur.“ Össur Skarphéð- insson alþingis- maður, í Degi. Hræsni? „Mér flnnst eðlilegt að stjórnmálamenn sem tala gegn Fljótsdalsvirkjun gefi upp hvað þeir hafa gert í þágu umhverfismála til að ekki verði litið á orð þeirra sem hræsni.“ Einar Solheim nemi, í Morgunblaðinu. Öskur „Ég skil ekki hvað þessi öskur eiga að þýða.“ Geir H. Haarde fjármálaráð- herra, eftir ræðu Ögmundar Jón- assonar á Al- þingi. Norðmenn grátbeðnir? „Hver halda menn að verði staða íslensks ráðherra gagn- vart Norðmönnum eftir að hann hefir lagst á hnén fyrir framan þá og grátbeðið um yfirlýsingu sér til handa að nota í pólitískum málflutn- ingi uppi á íslandi? Sverrir Hermannsson al- þingismaður, í Morgun- blaðinu. Duglegur félagsmálastjóri „Það er búið að lýsa því yfir með sam- þykki félagsmála- stjóra að það megi bera út 50 manns. Síðan af- hendir borgar- stjóri félags- málastjóra blómvönd sem þakklæti fyrir dugnaðinn." Jón Kjartansson, formaður Leigjendasamtakanna, í Degi. Getur verið fínt kompaní „Á yfirborðinu eru skáld- söguskrif frekar einmanaleg vinna en ef umfjöllunarefnið er spennandi fyrir mann sjálf- an er maður í finu kompaníi og hefur yfir engu að kvarta." Bragi Ólafsson skáld, í Degi. Guðni Elísson, ritstjóri Heims kvikmyndanna: Fannst nauðsynlegt að mikil þekking skilaði sér í bók Ein viðamesta bókin í jólabóka- flóðinu í ár er Heimur kvikmynd- anna, bók sem er yfir 1000 blaðsíður og inniheldur greinar eftir 73 höf- unda auk mikils magns af myndum. Ritstjóri að verki þessu er dr. Guðni Elísson bókmenntafræðingur sem skrifað hefur um kvikmyndir og var Maður dagsins um tíma kvikmyndagagnrýnandi á DV og Stöð 2. í stuttu spjalli sagði Guðni það fyrst og fremst hinn mikla kvikmyndaáhuga íslend- inga og vöntun á lesefni á íslensku sem hefði gert það að verkum að hann fór að huga að útgáfu bókar um kvikmyndir: „Það hefur aldrei þrátt fyrir mikla umfjöllun um kvik- myndir í fjölmiðlum komið út neitt í bókarformi og mér fannst vera nauð- synlegt að sú þekking sem er til stað- ar í landinu skilaði sér í bók. Ég hafði strax í huga að láta sem flesta skrifa i bókina þar sem hugsunin var að hafa hana sem víöfeðmasta." Guðni var spurður hvort bókin hefði átt að vera svona stór eins og raunin varð: „Ég hafði strax hugsað hana stóra en hún varð tvöfold sú stærð sem ég ætlaði í fyrstu. Ég reyndi að leggja eins skýrar línur og ég gat í upphafi, meðal annars með því að biðja ákveðna menn um að skrifa um efni sem þeir höfðu áhuga á þannig að menn skrifuðu sumir eftir pöntun til að ná einhverri heild- armynd. Ég skráði hjá mér 120 manns og 73 skiluðu greinum. í heildina tóku allir höfundamir því vel að skrifa í bókina og þar var ekk- ert vandamál. Það gekk ekki eins vel að fá útgefanda, enda ljóst að þetta rit yrði dýrt í útgáfu, en það tókst þó að lokum. Sú vinna sem meðal ann- ars lenti að miklum þunga á Guðna var að safna saman myndum: „Mynd- vinnslan p var eitt af því eg hafði van- metið í fyrstu. Ég vissi í raun ekki hvað ég var að fara út í þegar kom að myndum. Ég held að sú vinna hafi tek- ið tvo til þrjá mánuði. Það er frekar rýr bóka- kostur um kvik- myndir til hér á landi og varð ég að reiða mig á ýmsa utanaðkomandi í þeim efnum. Hvað varðar Ijósmynd- ir úr íslenskum kvikmyndum var Kvikmyndasafn ísland mér innan handar.“ Guðni er sáttur við bókina eins og hún kemur fyrir: „Það er að sjálf- sögðu ýmislegt sem er ekki í bók- inni og ég hefði viljað hafa en það gerir í raun ekkert til. Ég tók strax þann pól í hæðina að hún ætti að skapa eyður og það gerir hún. Núna geta menn sagt: Hér vantar eitthvað og það er af hinu góða. Áður var ekkert til og því engin tilfinning fyrir hvað vantar og vantar ekki og ef allt fer á besta veg þá verð- ur þessari bók fylgt eftir, ef ekki af mér, þá einhverjum öðrum." ísland er mikil bióþjóð en tel- ur Guðni að íslendingar vilji lesa mikið um kvikmyndir? „Ég held það og ég tala ekki um ef fólk kemst á bragðið með lestri á þessari bók þá vill það meira. Annars er það gott ef 10% af þeim sem fara í bíó vilja einnig lesa um kvikmyndir." Stór hluti ársins hjá Guðna fór í að ritstýra Heimi kvikmyndanna. Hans aðalstarf er þó við Háskóla íslands þar sem hann kennir almenna bók- menntafræði og hefur hann meðal annars verið þar með námskeið 1 kvikmynda- fræði. -HK Andri Snær Magnason les upp úr bók sinni Maður undir himni. Bókakvöld hjá Hugvísindastofnun Fjórar nýjar bækur verða kynntar á bókakvöldi Hug- vísindastofnunar sem haldið verður í Nýja-Garði HÍ á efstu hæð í kvöld kl. 20. Andri Snær. Magnason segir frá bók sinni Maður undir himni en hún fjallar um skáldskap ísaks Harðarson- ar. Ástráður Ey---------------- steinsson fjallar CornLrkrtiiiK um greinasafn sitt wil IIIIIU111111 Umbrot en þar hafur hann safnað saman Mycoplasma árum um bókmenntir. Halla Kjartansdóttir ræðir um bók sína Trú í sögum um kristin og heiðin áhrif í nokkrum sögum Gunnars Gunnars- sonar. Loks ætla Soffia Auður Birgisdóttir og Bergljót Kristjánsdóttir að segja frá greinasafni Dagnýjar Krist- jánsdóttur, Undirstraumum. Myndgátan Háskólafyrirlestur Á morgun kl. 12.30 verður haldinn fræðslufundur að Tilraunastöð HÍ í meina- fræði, Keldum. György Czifra, DVM frá Dept. of Poultry, National Veterinary Institute, Uppsölum, flytur --------erindið: Serological diagnosis of avian diseases with speci- al regard to the gallisepticum ritgerðum sínum frá síðustu infection. Uppsláttanit Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Reykjavíkurliðin Vaiur og Fram mætast i bikarkeppninni í kvöld. Valur-Fram í bikarnum Nú er komið að alvörunni i bik- arkeppni karla í handboltanum. Fyrsti leikurinn í átta liða úrslit- um milli Stjörnunnar og Aftureld- ingar var leikinn í gærkvöldi. I kvöld fara svo fram þrír leikir og ber þar hæst viðureign Reykjavík- urliðanna Fram og Vals. Fram stendur betur að vígi i 1. deildinni, en Valsmenn hafa verið að fikra sig upp á við eftir að hafa vermt eitt af botnsætunum og því má bú- ast við spennandi leik í Fram- húsinu í kvöld. í Digranesi leika HK og ÍR og 7- — .verður þar SpÉ'Ottír ekki síður um "____________ spennandi leik að ræða, ÍR er ofar i deildinni en HK er á sterkum heimavelli. Þriðji leikurinn fer svo fram á Seltjamarnesi þar sem Grótta/KR tekur á móti Víking. Víkingur berst fyrir veru sinni í 1. deildinni og Grótta/KR stefnir á 1. deildina svo þama mætast Uð sem eru kannski ekki svo ólík að styrk- leika og nýtur Grótta/KR þess að vera á heimavelli. Ekkert er leikið í körfuboltanum í kvöld, en annað kvöld fara fram fimm leikir í úrvalsdeildinni. Bridge í Danmörku hefur um árabil ver- ið notað deildaform í sveitakeppni og er þar spilað í fjórum deildum. Hér er eitt spil sem kom fyrir í leik sveita Peters Shaltz og H. K. Sören- sens í fyrstu deildinni. í sætum NS voru hjónin Dorthe og Peter Shaltz en þau hafa margsinnis verið í landsliði Danmerkur í opnum flokki. Sagnir þeirra eru þó ekki til fyrirmyndar í þessu spili en lukku- dísirnar voru þeim hliðhoflar. Norð- ur gjafari og AV á hættu: * G43 * K103 * ÁG7 * 9854 ♦ 865 •* DG9742 ♦ 102 * 62 N V ♦ ÁD W 5 J ♦ KD9865 * ÁK107 K10972 Á86 43 DG3 Norður Austur Suður Vestur pass pass 1+ ' pass 2 * pass 2 ♦ pass 34- pass 3«» dobl 3 grönd pass 4 ♦ pass- 4* pass 4 grönd pass 5 ♦ pass 6 ♦ p/h Peter Shaltz, sem sat í suður, varð að segja tvo spaða við tveimur laufum til að krefja í game eftir já- kvætt svar norðurs á tveimur lauf- um. Þriggja hjarta sögn hans var fjórði litur til að sýna áhuga á slemmu og þrjú grönd norðurs lof- uðu stöðvara i hjarta. Fjögur grönd spurðu um ása og fimm tíglar lof- uðu einum. Útspilið var hjartadrottning og Peter leist illa á blikuna þegar hann barði blindan aug- um. Ljóst var að hjartaásinn var hjá austri og því þurfti ansi margt að liggja í spilinu til að þessi slemma stæði. Austur varð að eiga litlu hjónin í laufi og sömuleið- is spaðakónginn. Að auki þurftu ÁG7 í trompi að gefa þrjár innkom- ur svo hægt væri að svína laufum og spöðum í gegnum austur. En öll þessi spil voru á réttum stöðum og þessi ótrúlega slemma rann heim. Það væri forvitnilegt að reikna lík- umar á þessari draumalegu. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.