Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 JJV viðtal Sæunn Axelsdóttir: „Þessir menn hafa tekið mig algjörlega í nefið.“ DV-mynd E.ÓI. Gjaldþrot Fiskvinnslu Sæunnar Axels á Ólafsfirði: Geng frá þessu með reisn - segir Sæunn Axelsdóttir DV, Akureyri:____________________ „Mér líður eins og ég hafi misst eitt af bömunum mínum. Þetta fyrirtæki var ekki búið til á hluta- bréfamarkaði eða í gegnum tölvur, heldur unniö upp á annan hátt. Uppbygging þessa fyrirtækis kost- aði rosalega vinnu frá upphafi eða í 20 ár. Ég sé ekki að það eigi eftir að endurtaka sig hér á landi að fyrirtæki sé byggt upp á þennan hátt. Enda er það reyndar ekki hægt í dag aö byrja fyrirtækis- rekstur eins og við gerðum, að vinna nætur og daga við allskyns vosbúð úti á sjó eða í eyjum ein- hvers staðar," segir Sæunn Axels- dóttir en fyrirtæki hennar og fjöl- skyldu hennar, Fiskverkun Sæ- unnar Axels ehf., var tekið til gjaldþrotaskipta nú í vikunni. Fyr- irtæki Sæunnar, Ásgeirs manns hennar og fjögurra sona þeirra var siðustu árin stærsti atvinnurek- andinn í Ólafsfirði og gjaldþrot þess er mikið áfall fyrir atvinnulíf- ið á staðnum. „Þetta byrjaði þannig að við keyptum okkur litla trillu, ég og strákamir, og fómm að róa og verka fisk og þaö má segja að við höfum, öll fjölskyldan, haft þetta að aðalatvinnu eftir það. Við fórum í útilegu á Grímsey og lágum við Kol- beinsey, Flatey og víðar og unnum baki brotnu. Án þess að ég ætli að fara að tíunda það, þá er þetta búið að vera ótrúlegt ferli þegar til baka er litið og það er því ekki þrauta- laust að sjá misvitra menn og mis- hliöholla slá þetta af eins og gert hefur verið." Brasilíumarkaður hrundi - Hvenær varð þessi vinna ykkar orðin að alvörufyrirtæki? „Þetta óx smátt og smátt án þess að maður gerði sér grein fyrir því sjálfur, þaö kom hvað af öðru. Áriö 1980 byrjuðum við og átta árum síð- ar fór ég fyrst að ráða eina og eina manneskju til vinnu og var þá um lausráðningar að ræða. Við fórum að kaupa fisk og 1985 byggðum viö okkur litið vinnsluhús. Þetta hefur alltaf gengið mjög vel og byggt sig upp sjálft. Þessu fór að vaxa fiskur um hrygg, útflutningurinn kom til og hvað kallaði á annað og við fór- um að fara út í fullvinnslu. í dag erum við búin að byggja upp í Ólafs- firði þurrkstöð á heimsmælikvarða þar sem við höfum allt af öllu, heita vatnið og veðurfarið og allt sem hjálpar, þvi það má ekki vera mikið rakt loft þar sem verið er að þurrka fisk. Þeim mun sárara er að horfa á eftir þessu. Það sem gerðist hins vegar er að sl. tvö ár höfum við oröið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Það hefur svo sem gerst áður að mark- aðir fyrir sjávarafurðir hafi hrunið og þá hafa þeir sem lent hafa í erfið- leikum mætt skilningi og fengið að- stoð. Við urðum fyrir því í Brasilíu að verðið á afurðunum féll um tíma um 50% og þá vorum við með fullar geymslur sem við ætluðum að fara að setja á markað. Við töldum okk- ur vera aö komast í gegnum það en þá vorum við með afurðalánin í japönskum jenum vegna lágra vaxta. Það gerðist svo á einni nóttu að yenið fór upp þannig að við töp- uðum 65 milljónum króna. Þetta gerðist á einni nóttu.“ Gengin upp að hnjám „Það sem mér finnst erfiðast að sætta mig við er að það skuli allir þvo hendur sinar af þessu og enginn vilja koma nærri og að við skulum ekki hafa fengiö að sitja við sama borð og aðrir. Fyrir þremur árum byrjaði ég að ganga á milli manna þegar við sáum hvert stefndi í Ólafs- firði og við þurftum fyrirgreiðslu til að koma upp stórri kæligeymslu. Sameining Sæbergs og Þormóðs Ramma var aö eiga sér stað og ver- ið að sigla ísfiskskipunum í burtu. Ég er alveg gengin upp að hnjám og er búin að tala viö aíla, háa sem lága, og ég er búin aö úttala mig um þessi mál síöustu mánuðina. Ég ætla að segja þaö alveg eins og þaö er,að ég tel mig aðallega hafa fengið i staðinn háð og óþverra. Við hefð- um án efa geta druslast áfram eitt til tvö ár og étið okkur inn í merg en það hvarflar ekki að mér. Mér datt ekki í hug að fara í greiöslu- stöövun eða þess háttar. Það eina sem ég gat gert í stöðunni var að leysa þessi aktygi af mér.“ Hafa tekið mig í nefið Sæunn vandar Byggðastofnun ekki kveðjurnar né heldur þing- mönnum kjördæmisins eða forsæt- isráðherra. „í siðustu skýrslu Byggðastofnun- ar er Sigluíjörður eldrauöur, þar er hættuástand og hjálpar þörf en Ólafsfjörður er hvergi nefndur. Byggðastofhun lánaði okkur á sín- um tíma eftir mikinn slag 50 millj- ónir í byggingu á þurrkstöðinni og kæligeymslu sem var lítill hluti af því sem það kostaöi. Ég hef ekki séð annað en að þeir eigi nóga peninga í annað. Það sem við höfum verið að berjast við að fá er lán til að kaupa kvóta. Við erum með allt af öllu, fullbúið skip og fullbúna vinnslu- stöð, fagfólk með mikla þekkingu og við erum með markaði. En ég hef linnulaust talað fyrir daufum eyr- um“. Kvótaleysið er vandamálið sem hefur orðiö ykkur að falli? „Já, vandamálið er fiskleysið, en við höfum undanfarin ár leigt til okkar kvóta fyrir mörg hundruð milljónir króna. Við gátum bjargað okkur á meðan Brasilíumarkaður- inn var hvað sterkastur og við flutt- um inn hráefni frá Alaska og víöar. En síðan hefur það gerst á sl. tveim- ur árum að við fáum ekki einu sinni fyrir hráefnisverðinu og ég trúi þvi að það sjái allir óréttlætið í þessu. Þeir hjá Byggðastofnun þykj- ast vera að berja á okkur eins og bömum sem ekki eigi að liða að komast upp með eitt eða neitt. Það er til manneskja sem heitir Sæunn Axelsdóttir sem virðist hafa verið að æra algjörlega bæði Guðmund Malmquist, forstjóra Byggðastofn- unar, Égil Jónsson stjómarformann og yfirmann Byggðastofnunar sem heitir Davíð Oddsson og er atvinnu- málaráðherra. Þessir menn hafa tekið mig algjörlega í nefið." Þyrftum 400-500 tonn Sæunn segist ekki hafa gert mik- ið að því upp á síðkastið að ganga á fund þessara manna, hún hafi verið búin að fá sig fullsadda af þeim og það hafi því komið í hlut Ásgeirs manns hennar og sona þeirra að gera það. „Ég réð mér hins vegar lögfræðing, Sigurð H. Guðjónsson, til að fara ofan í það eftir hvaða reglum Byggðastofnun hefði úthlut- að byggðakvótanum og lánum yfir- leitt. Nokkrum dögum eftir það fóru sonur minn og eiginmaður á fund forsætisráöherra sem var þá eins og snúið roð í hund og sagði við son okkar að þar sem ég væri búin að ráða mér þennan lögfræðing skyldi ég ekki ímynda mér aö nokkur heið- virður maður kæmi nálægt mér.“ Sæunn segir að Fiskverkun Sæ- imnar Axels hafi sem vinnslufyrir- tæki ekki mátt samkvæmt lögum kaupa kvóta - þess vegna hafi Sæ- unn Axels keypt fiskiskipið Kristján um síðustu áramót og sótt um byggðakvóta á það skip. En þótt kvótinn væri lífsnauðsynlegur fyrir vinnsluna og atvinnulifið í Ólafs- firöi hafi öllum beiönum um slíkt verið synjað. Hvað hefðir þú þurft mikinn kvóta á þitt skip til að dæmið hefði gengið upp? „Við hefðum þurft 400-500 tonn, og þá hefðum við bjargað okkur í Ólafsfirði. Nei, það var ekki hægt. Ég vil líka að það komi fram að ekki einn einasti þingmaður kjördæmis- ins hefur haft tíma til að tala við okkur eða skipta sér af þessu. Svona hefur þetta verið og mér sýnist allir þvo hendur sínar af þessu“. Frá þessu með reisn Ég geng frá þessu með reisn að mínu mati, hef lagt í þetta aleigu mina og miklu meira en það og fjöl- skyldan hefur starfað að þessu í tuttugu ár. Þetta hefur verið blóð, sviti og tár en það virðist hafa ver- ið algjör fróun þessara manna að taka mig og lemja mig niður. Það er með ólíkindum hvað mín persóna virðist hrella þessa menn. En við öll erum búin að gera allt sem við get- um. Ég veit að þetta er sárt fyrir fólkið sem missir vinnuna sína í Ólafsfirði en ég verð bara að ganga frá þessu - ég get ekki meir“. Gjaldþrotið kom mörgum á óvart, og hefur í fjölmiðlum verið skýrt frá því að skuldir fyrirtækisins nemi yfir 800 milljónum króna. Sæunn segist ekki skilja þann fréttaflutn- ing. „Það kann að vera að 830 millj- ónir króna sé heildartalan með af- urðalánum og öllu saman. Þegar einnig er búið að taka inn í þetta fasteignir og vélar þá er gatið senni- lega rúmar 100 milljónir króna og þá eru hús og vélar bara metin á hálfvirði. í raun og veru er þama eignaupptaka hjá okkur sem nemur hundruðum milljónum króna. „Við höfum grátbeðið um lán til að kaupa kvóta - aldrei beðið um gjaf- ir. En ástandið er oröið þannig að mér finnst það fyrir neðan mína virðingu að tala við þessa menn sem sýna mér ekkert annað en lítils- virðingu. Ég hef sagt það áður og segi það enn, aö menn sem þurfa að fá útrás á kvenfólki, en sumir menn eru þannig, þeir eiga bara að gera það heima hjá sér.“ -gk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.