Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 38
38 bókarkafli LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 ff Helvíti er hlíðin næs if gluggað í Skagfirsk skemmtiljóð í Skagafiröi hafa íbúarnir orö á sér fyrir aö kunna aö meta smellnar ferskeytl- ur og hefur héraöið aliö margan þekktan hagyrðing. / inngangi þriðja bindis af Skagfirskum skemmtiljóöum segir Bjarni Stefán Konráðs- son að bœkur þessar sýni svo ekki verði um villst að vísna- og Ijóða- gerð lifi enn góðu lífi í Skagafirði. „Tilefnin eru óþrjótandi eins og sést í þessari bók. Vísa getur kviknað af nánast engri glóð. “ Lítum á nokkur dœmi um skagfirskan skemmtikveðskap: Andrés H. Valberg er meðal elstu núlifandi hagyrðinga af skagfirskum ættum, fæddur 1919. Hann er faðir Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara. Andrés yrkir um flest sem fyrir verð- ur. Hann færði fleyg orð Gunnars á Hlíðarenda í nútímamál með eftirfar- andi hætti: „Aö leggja burtfrá landi snœs lítt ég hlýöi oröum. Helvíti er hliöin nœs,“ hrópaöi Gunnar foröum. Andrés er fljótur að svara fyrir sig þegar kunningjar hans bauna á hann sóðalegum vísum. Einn félagi hans í Kvæðamannafélaginu Iðunni hugðist bekkjast við þann gamla en fékk að bragði þessa vísu frá Andrési: Ekki er slúöurs ylgjan smá út úr húöar dalli, þegar túöan opnast á andans hrúöurkalli. Andrés hitti Ólaf Sveinsson frænda sinn á Skagfirðingamóti og þótti hann nokkuð brattur þrátt fyrir háan aldur. Um framferði Ólafs á mótinu orti Andrés: í sig hella öli fer örvar smellinn muna. Lífs á velli leikur sér laus við kellinguna. Axel Þorsteinsson bóndi á Litlu- Brekku í Skagafirði er vel hagmæltur. Hann er jafnframt forðagæslumaður og kom á bæ einn þar sem, svínarækt var að leggjast af þar sem siðasta svín- ið lá dautt í stíu sinni. Þá kvað Axel: Hér er ekki feitan gölt að flá því fjandinn hljóp í allra besta svínið. Úr ímyndunarveiki féll það frá og fitjar ekki lengur upp á trýnið. Birgir Hartmannsson frá Þrasastöð- um í Fljótum er þekktur hagyrðingur í Skagafirði og hestamaður að auki. Hann orti um brekkudómara (áhorf- endur) á hestamannamóti: Tala margt og hafa hátt hestum þylja lofið. Menn sem gátu aldrei átt almennilegt í klofið. Drottinn mér frá dómum forð dæmin fæ ég litið um menn sem skortir aldrei orð aftur á móti vitið. Um sjálfan sig orti Birgir: Eigin kostum eflaust gæti ætlað hán sess. En meðfætt skagfirskt lítillæti letur mig til þess. Grímur Jónasson verkfræðmgur á nokkrar vísur í bókinni um Skagfirsk skemmtiljóð. Hann orti eftirfarandi um frænda sinn og vin, Áma Bjama- son, bónda og hreppstjóra á Uppsölum í Blönduhlið en Ámi er þekktur söng- maður: Syngur mest af Blönduhlíðarbænd- um búskap orðinn latur við að sinna. Yrkir vfsur um flesta af sínum frændum og framleiðir mör á kostnað okkar hinna. Syngur bassa í sjö eða átta kórum sinnir lítið búskapnum um hríð. Yfirvald í .ótrúlega stórum asnahópi frammi í Blönduhlíð. Grímur er einnig frændi hinna róm- uðu söngbræðra frá Álftagerði og þeir fá frá honum þessa vísu: Skagfirðingar skil ég verði skeikulir á lífsins vegi með óhljóðin frá Álftagerði í eyrunum á hverjum degi. Séra Hjálmar Jónsson þingmaður og afkomandi Bólu-Hjálmars á sitt inn- legg í bókinni. Hann var spurður um það hvemig vísur yrðu til og svaraði svona: Andagift ég ekki skil eða þekki. Stundum verða stökur til stundum ekki. Hjálmar frétti að nafiii hans Áma- son, framsóknarmaður með meira, hefði setið yfir bjórglasi með flokks- bræðrum sínum í flokksherbergi Framsóknar. Um þetta orti Hjálmar: Framsókn inn í flokksherbergi þrey ir fyilir glasið nafni minn og segir: „Á mig sækir ógurlegur þorsti eitt sinn skal hver deyja að minnsta kosti.“ Jón Kristjánsson, framsóknarmaður af Austurlandi, er ættaður frá Óslandi í Skagafirði og er vel hagmæltur. Þeg- ar Jóhanna Sigurðardóttir mælti hin fleygu orð um sinn tíma sem myndi koma var Jón ritstjóri dagblaðsins Tímans sem þá kom enn út. Hann stóð upp í þingveislu og fór með þessa vísu: Ég skála fremur faglega og fer að því heldur laglega. Minnist þið þess að mjög er ég hress minn Tími kemur daglega. -PÁÁ f Mögnuð bók Óttars Sveinssonar sem greinir frá hrikalegum atburðum þegar ms. Suðurland sökk fyrir norðan heimskautsbaug á jólanótt fyrir þrettán árum. ölulistans Öttar áritar um helgina Reykjavík Laugardaginn 11. des. Hagkaup, Kringlunni kl. 13-15 Hagkaup, Skeifunni kl. 16-17.30 Sunnudaginn 12. des. Hagkaup, Kringlunni kl. 14-15 Dalvegi 16b, sími 554 7700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.