Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 35
J>V LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 karkafli 35 Á sigtímanum í Drangey. Pennan fálkaunga greip Sigurfinnur með sér á upp- leið úr bjarginu. í Drangey. Sigurfinnur með vaðinn yfir bjargstokknum og reiðubúinn aö síga. unda bllnum sem er sjöunda Subaru bifreiö mín eftir að ég kynntist þeirri bílategund. Aðra bíla vil ég ekki sjá því ég vil vera viss um að komast leið- ar minnar án þess að lenda í vandræð- um. En meira um fálkann. Eitt sinn um haustið 1973, nokkrum mánuð- um eftir slysið, þeg- ar ég var farinn að byrja að þjálfa mig í rjúpnaskyttiríinu á ný var ég staddur norður í Bjarnar- fellinu. Elsa, eldri dóttir okkar, var með mér til að fylgjast með mér og hjálpa mér með því að tína upp fyrir mig. Hún var að sækja rjúpu sem ég hafði skotið og fall- ið niður spölkorn frá okkur. Þegar hún er komin í námunda við rjúp- una kemur fálki skyndilega svíf- andi, grípur rjúpuna og hefur sig til flugs með hana í klónum. Elsu varð skapbrátt og gaf frá sér reiðiöskur svo þróttmikið að illfyglinu brá og sleppti rjúpunni eða missti hana. Ég hafði lúmskt gaman af því að fylgj- ast með þessu. En þrátt fyrir hrekki af þessu tagi er mér ekki í nöp við fálkann. Þetta er hans svæði eins og mitt og ef allr- ar sanngirni er gætt er ég líklega fremur aðskotadýrið en hann og rétturinn hans fremur en minn. Auk þess er þetta fallegur fugl, stoltur, þóttafullur, gengur hreint til verks og gefur sig hvergi fyrr en í fulla hnefana. Hann er ómissandi hluti af tign íslenskra óbyggða og hverjum veiðimanni verðugur keppinautur um veiðibráðina. Nær drukknaður í brunagaddi Ég held það hafi verið haustið 1968. Það hafði ríkt norðanátt og hríð í nokkra daga, alveg upp í að vera stórhríð og ekki gefið til rjúpna. Svo er það einn morgun er ég vakna, og snemma að vanda, en áður, en algengt er að fálkinn gripi bráðina um leið og hann drepur. Vera má að það lærist honum með æfingunni. Saumaði hausinn afturá Ég hirti svo rjúpuna, en lét haus- inn liggja því sá tími var liðinn að rjúpa væri ekki gjaldgeng til sölu ef hausinn vantaði. Þess vegna var það árið 1952, en þá var ég uppi á Stól á leið úr Urðaskálunum yfir í Hrafndal með gömlu Husqvarna- einhleypuna og skaut á tvær rjúpur. Önnur drapst við skotið en hin brölti fótbrotin og vængbrotin. Ég tók hana og sló henni við hlaupið á byssunni en óþarflega fast því haus- inn fór af henni. Þessi ár var rjúpan seld til útflutnings og illa skemmd- ar rjúpur voru ekki teknar og alls ekki ef hausinn vantaði. Ég hirti hvort tveggja og þegar ég kom heim til mín að Steini um kvöldið, náði ég mér í hvítan tvinna og saumaði hausinn svo vandlega á greyið að útilokað var að sjá nein missmíði. Seinna sinnið sem ég sá fálka slá rjúpu var öllu sögulegra. Þá var ég staddur í Bakdalsskarð- inu og skaut á tvær rjúpur. Önnur féll og bærði ekki á sér en hin hóf sig til flugs og stefndi beint upp, en það gera rjúpur gjaman hafi þær blindast, og það óttaðist ég að hefði gerst þama því ég var með afar smá högl, líklega nr. 5 eða 6. Ég vildi ekki missa þessa ijúpu frá mér þannig lemstraða og lagði mig með því að miða óvenju lengi. Þegar skotið reið af hafði sá atburður gerst að fálki hafði komið skyndi- lega aðvífandi og var að slá rjúpuna í sömu andrá. Og báðir fuglamir féllu við skotið. Mér brá nokkuð því það var ekki venja mín að skjóta fálka jafnvel þótt ijúpan sé aldrei eins stygg og þegar hún veit af fálka í grenndinni. Fálkinn lá á bakinu og mér sýndist hann vera að fylgjast með mér. Var greinilega ekki dauðari en svo. Ég seildist niður til hans en þá náði hann að læsa í mig klónum svo illa að kló stóð gegnum vinstri hendina á mér. Ég fann að ég gat ekki losað mig og steig á annan vænginn á honum en þá gerir hann sig líkleg- an til að höggva í mig svo ég greip til hnífsins og stakk hann gegn um hausinn. Það var hörkufrost og blæddi heilmikið úr handarsárinu sem ég vafði vasaklútnum mínum utan um og dró síðan ullarvettling á hönd- ina. Þegar ég var hættur um kvöld- ið og kominn niður að bíl voru um- búðirnar frosnar. Ég þvoði sárið þegar ég kom heim og slapp við alla ígerð. En örin eftir klærnar bar ég á hendinni allt til þess dags að hún var fjarlægð. Fálk- ann tók ég að sjálfsögðu með mér heim og eftir að ég hafði skorið af honum fótinn og þurrkað, hengdi ég hann upp yfir framrúðuna í Land Rovernum og hefur hann fylgt öll- um þeim bílum sem ég hef eignast siðan. Og nú er ég nýlega búinn að koma honum fyrir á sínum stað í tí- Bræðurnir frá Steini á Reykjaströnd. Páll (t.h.) og Sig- urfinnur. engan botn. Ég slæ handleggjunum út og get stöðvað mig þannig að ég sekk ekki niður. Ég sleppi svo með annarri hendinni til að kasta byss- unni upp á ísinn en um leið brotnar undan hinni hendinni og ég er á leið undir skörina þegar ég næ að koma hinni hendinni að líka og get stöðvað mig. Svo fer ég að reyna að vega mig upp en þá bara brotnar ís- inn og ég sé að þarna stefnir í óefni. Ég vissi að ég mundi ekki lifa i kaldri ánni i svona frosti nema í mesta lagi 3-5 mínútur. Þá skaut upp þessari hugsun sem ég hef alltaf átt handa mér í svona tiifellum: Útlitið er aldrei svo svart að það sé ekki til einhver fær leið fyrir mig. Buxurnar sprungu á hnjánum Ég tók það ráð að leggjast flatur við skörina og tókst að koma öðrum fætinum upp á ísinn og velta mér upp úr ánni. Ég velti mér svo þang- að til ég taldi mig öruggan en þá stóð ég upp, tók byssuna og rölti upp að bílnum. Þegar ég var kom- inn spölkom, eða svona hálfa leið sprungu buxurnar á hnjánum gadd- frosnar. Svo keyri ég af stað áleiðis heim. Þegar ég kem að afleggjaranum við Veðramót stendur Guðmundur bóndi þar og er að húkka sér far í Krókinn. Hann sest inn í bílinn og tekur strax eftir því hvernig ég er á mig kominn: „Þú er rennblautur, maður!“ Já, ég segi honum að það sé nú bara eðlilegt því ég sé nýskriö- inn upp úr Gönguskarðsánni. Hann biður Guð að hjálpa sér: „Þú ert nú bara lánsmaður ef þú færð ekki lungnabólgu eftir þetta í þessu dé- skotans frosti. Þú verður að flýta þér að komast i heitt bað alveg taf- arlaust og breiða svo yfir þig upp fyrir haus!“ Ég segi honum að auð- vitað skelli ég mér í sturtu þegar ég komi heim. Svo hafi ég fataskipti og drífi mig upp í Hálsa til rjúpna. Guðmundi ofbauð svo að annað- hvort trúði hann mér ekki eða taldi mig brjálaðan. Allavega þótti hon- um þetta ekki svaravert. Auðvitað hélt ég mig við það sem ég hafði áður ákveðið. Og eftir að hafa farið í bað, náð í mig hita og gleypt mat- arbita lagði ég upp á ný. En það var komið framundir rökkur þegar ég fann þessar rjúpur aftur. Þær sátu í hlíðinni á móti Tungu og ég held að ég hafi náð þeim öllum. Kokteilhristari Arþúsunda kokteilhristarinn. Uppskriftir fylgja a iKnniji^ r þá er veðrið gengið niður og nokkum veginn komið logn með 15 stiga frosti. Ég ákveð að drífa mig af stað og bý mig auðvitað vel, fer meira að segja í prjónabrók. Svo keyri ég af stað á Land Rovemum og þegar ég er kominn út á Eyrina fyrir utan Krókinn finn ég að það er komin svolítil vestangjóla, þessi Skarðagola sem við köllum. Ég keyri sem leið liggur upp í Göngu- skörðin og þegar ég er kominn upp undir Skarðaréttina sé ég að þar sitja svona 10 rjúpur á melnum en styggjast undan bílnum og fljúga yfir ána og upp í Hálsana. Það var lítið um rjúpu þetta haust og ég sé að þetta gengur ekki að reyna ekki við þennan hóp. Ég ákveð að skoða þetta nánar og hvort áin sé fær. Ég legg svo af stað með byssuna og þegar ég kem að ánni sýnist mér að hún sé ísi lögð bakkanna á milli og ég fer að kanna við norðurbakk- ann. Þar er góður ís og ég fer að þoka mér yfir. Ég sé að yfir miðri ánni hefur hrannast upp krap og þegar ég kanna það þá er þar allt í lagi svo ég snara byssunni á öxlina og held ótrauður áfram. Þangað til allt i einu ísinn brest- ur og ég er kominn í ána og finn HÚSASMIÐJAN S(mi 525 3000 • www.husa.is Þokkaleg eftirtekja eftir næturvakt á Frostastaöatúninu. Ellert Aöalsteinsson, Sigurf innur og Kristján Jónsson meö 91 gæs. Jólaverð 1.495 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.