Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 Milljónamæringurínn bamshjartað - afgreiðir sand og tínir rusl en á hlutabréf fyrir milljónir __ Wærmynd 33 með Már Ásgeirsson, starfsmaöur hreinsunardeildar Gatnamálastjóra, er þekktur fjárfestir sem á hlutabréf í 170 félögum. Már Ásgeirsson, eða Mási eins og hann er kallaður af starfsfélög- um sínum og vinum, starfar hjá Gatnamála- stjóra Reykjavíkurborg- ar. Á veturna aðstoðar hann við afgreiðslu á sandi og salti og leggur þannig sitt af mörkum til þess að fólk komist leiðar sinnar. Á sumrin vinnur hann við að hreinsa rusl af umferð- areyjum og víðar og margir hafa séð hann á vegferð sinni um borg- arlandið þar sem hann er síötull og trúr yfir litlu. egar Mási er ekki í vinnunni er hann í stöðugu sambandi við ráðgjafa sína í verðbréfa- viðskiptum. Hann er með ráðgjafa hjá þremur verðbréfafyrirtækjum, Einn hjá Kaupþingi, annan hjá Landsbréfum og þann þriðja hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka, VÍB. Hefur keypt hlutabráf Í40 ár Það að safna hlutabréfum og eign- ast hlut i sem flestum fyrirtækjum er helsta áhugamál hans. Mási eyð- ir litlu en leggur allt lausafé sitt í hlutabréfakaup. Hann hefur keypt hlutabréf í 40 ár og í dag á hann hlutabréf í 170 fyrirtækjum. En hef- ur hann ekki efnast vel á þessum viðskiptum? „Ég átti hlutabréf fyrir 3 milljón- ir að nafnvirði síðast þegar ég setti saman skattskýrsluna mína,“ segir Már þar sem við sitjum á gömiu bilsæti í tækjageymslunni i bæki- stöð 3 við Miklatún og spjöllum um verðbréf og peninga. „Ég er nýlega búinn að kaupa mér íbúð og þá seldi ég hluta af bréfum tvisvar sinnum til þess að eiga fyrir afborgunum. Þetta voru t.d. bréf í Opnum kerfum sem höfðu gefið mér ágæta ávöxtun.“ Selor helst ekki bráf Már segist gera þetta fyrst og fremst til þess að vera með, vera þátttakandi í íslensku atvinnulífi, eins og hann orðar það. Hann segist ekki eyða peningum í neitt annað sem heitið geti nema heimilisrekst- urinn. Már er 58 ára gamall og hefur starfað á vegrnn Gatnamálastjóran í Reykjavík í rösk 40 ár eða síðan 1958 þegar hann var 17 ára gamall. En hvenær eignaðist hann fyrstu hlutabréfin? „Það var árið 1958 og það voru bréf í Eimskipafélagi íslands. Ég hef ekki hugsað mér að selja þau enda sel ég helst ekki bréf sem ég hefi eignast nema eins og þarna um dag- inn út af íbúðinni." Már segist fylgjast með hræring- um á verðbréfamarkaði með því að lesa Morgunblaðið og fylgjast með fréttum en reiðir sig að öðru leyti á ráðgjöf starfsmanna verðbréfafyrir- tækjanna. „Það er orðið auðveldara að standa í þessu en það var. En mörg fyrirtæki eru enn lokuð og erfitt að ná í hlutabréf í þeim þótt þau séu al- menningshlutafélög.“ Hann hefur einnig tekið þátt í flestum útboðum á hlutafé sem hafa farið fram undanfarin misseri. Þar má nefna Steinullarverksmiðjuna, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Búnaðarbankann og fleiri. Fer á aðalfundi þegar hann getur Már kynnir sér ársskýrslur fyrir- tækja eins og aðrir hluthafar og mætir á aðalfundi þegar hann hefur tök á því og sömuleiðis hluthafa- fundi. Vegna þess hve hann á hlut í mörgum fyrirtækjum er hann mjög þekkt andlit i viðskiptalíflnu, ekki síður en stórforstjórar og jöfrar sem hafa tífóld árslaun á við hann. „Ég kemst ekki alltaf frá vinnu og fer yflrleitt aldrei á aðalfundi nema fyrirtækja sem eru hérna í Reykja- vík en ég á bréf í mörgum fyrirtækj- um úti á landi.“ Nýjustu fjárfestingar Más eru í hinu umdeilda fyrirtæki Gagnalind sem hefur komist i fréttir vegna eignarhalds íslenskrar erfðagrein- ingar á því sem sumir telja of stór- an hlut í fyrirtækinu. „Ég fékk samtals 1.000 einingar. Helminginn frá mínum manni í Landsbréfum og helminginn frá VÍB. Þetta lítur vel út.“ Vill eiga í Frjálsri fjöl- miðlun Már er mikiU iþróttaáhugamaður og á hlutabréf bæði í KR og Fram og segist hafa vilyrði fyrir bréfum í Stoke og finnst að fleiri íþróttafélög ættu að fara á markaðinn og nefnir sérstaklega Grindavík og Vest- mannaeyjar. En í hvaða fyrirtækjum langar Má til þess að fjárfesta sem hann á ekki þegar bréf í? „Það væri gaman að eiga hlut i fjölmiðlafyrirtækjum eins og ís- lenska útvarpsfélaginu. Svo hef ég lengi reynt að eignast hlutabréf í Fijálsri fjölmiðlun en það er mjög lokað félag.“ Kristján Loftsson og Mási í Sandkomsdálki í DV birtist á dögunum lítil saga um það hvernig Kristján Loftsson forstjóri, sem er oft kenndur við Hval, stakk eitt sinn upp á Mása í stjórn Granda. Þar mátti skilja að Mási væri enginn aufúsugestur á aðalfundum. Það rétta er að margir forstjórar stórra fyrirtækja eru góðvinir Mása og gefa sér alltaf tíma til að gefa hon- um skýrslu um ástand og horfur mála eins og öðrum hluthöfum. Kristján Loftsson gerði þetta af al- kunnum grallaraskap sínum og af því urðu engir eftirmál enda hann og Mási mestu mátar. Það sama má segja um Mása og Kristin Björns- son, forstjóra Skeljungs, sem kom nokkuð við þessa sögu. Már keypti á dögunum sína eigin íbúð í fyrsta sinn en hann hefur fram til þessa haldið heimili með aldraðri móður sinni sem nú hefur brostið heilsu til þess að standa fyr- ir búi sjálf. Már segist kunna afar vel við sig á nýja staðnum en hann eigi enga konu enn. „Kannski er það það sem mig vant- ar,“ segir milljónamæringurinn með bamshjartað að lokum. -PÁÁ CITY WALKER 13764 CITY MEN City Walker eru skór sem sameina bæöi gæði og þægindi. Polyuretan- blandan eykur endingu sólans og gerir það að verkum að hann veitir gott viðnám. Sérhannaður höggdeyfir ( hæl minnkar álag á hné, ökkla og mjaðmir. SKÓUERSLUN KÓPAV0GS HAMRAB0RG 3 • SÍMI5541154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.