Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 69
JLfV LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 73 Vilhjálmur Stefánsson heimskautakönnuöur til hægri, er meðal frægustu ís- lendinga fyrr og síöar. Meö honum á myndinni eru Fritz Johansen og Henry Beuchat. norðurslóðum var þar hvergi að finna. Þá varð hann að biðjast hjálpar Loksins flaug mér í hug að Vil- hjálmi kynni að hafa orðið gengið til salemis á efri hæð hússins og tafist þar lengur en lög gerðu ráð fyrir og gekk því upp stigann til að vita hvers ég yrði var. Ekki var ég kominn lengra en upp í hann miðjan þegar ég heyrði að verið var að banka á kló- setthurðina að innanverðu mjög var- lega en þó stöðugt. Síðan greindi ég úr sömu átt að kallað var veikum rómi en ekki hárri raust „help! help!“ Var nú ekki lengur um að villast að Vilhjálmur Stefánsson, sem ungur að árum hafði öðlast heimsfrægð fyrir að kunna að bjarga sér við aðstæður sem heimsbyggðin haíði áður talið banvænar hvitum mönnum, var kom- inn í þær ógöngur inni á heimili pró- fessors Tryggva Oleson að í fyrsta sinn á langri ævi sá hann sig tU- neyddan að brjóta odd af oflæti sínu og kvaka á hjálp samferðamanna sinna. Varð ég þá fyrstur á vettvang og reyndi að koma áleiðis tU gamla mannsins öUum reglum og fyrirmæl- um um það hvemig Ijúka skyldi upp hurðum á Oleson heimUinu. Þær til- raunir mínar bára engan árangur og fyrr en varði var Tryggvi Oleson sjálfur kominn á vettvang með tveim koUegum sinum frá deUd klassiskra fræða við Manitóbaháskóla. VUhjálm- ur hafði ráðleggingar þeirra að engu en hrópaði þess í stað tU þeirra að ráðlegast væri að verða sér úti um stiga sem næði upp að baðherbergis- glugganum að utanverðu og gæti hann þá reynt að forða sér út um gluggann. Prófessor Tryggva var þá loksins nóg boðið. Á skólaárunum hafði hann fengið sumarvinnu á véla- verkstæði og þá tekið ástfóstri við tvö verkfæri, hrökklykU og rörtöng. Um hvorugt var rætt á heimUinu né held- ur það sem fæstir vissu að prófessor Tryggvi haíði reynst svo bráðlaginn við vélaviðgerðir að glöggir menn höfðu á sínum tima lagt hart að hon- um að gera þær að ævistarfi. Hvað sem því líður voru rörtöng og hrökklykill honum ávallt tUtæk og með þau að vopni réðst hann nú tU atlögu við salemishurðina utanverða, smeygði rörtönginni á hurðarhúninn og fjarlægði hann í einu handtaki að kaUa, gerði síðan eldsnögga sveiflu með hrökklyklinum og fiskaði út með honum skráarmiðjuna, opnaði dym- ar og bauð Vilhjálmi Stefánssyni út að ganga. Var þá svo af Vilhjálmi dregið að í fyrstu virtist hann ekki ætla að þiggja boð um útgöngu og sagðist heldur vUja klifra út um gluggann. Hafði hann í þessu máli því algjörlega þverskailast við að fara eft- ir ráðleggingum og fyrirmælum. Talað fyrir „gamla fólkið" Daginn eftir fyrirlesturinn við Manitóbaháskóla og veisluna heima hjá Olesonhjónunum fór ég með þeim Evelyn og Vilhjálmi norður í Nýja ís- land. Allmjög hafði kólnað en veður þó bjart. Fyrst fórum við sem leið liggur að íslenska eUiheimUinu Betel á Gimli en þar beið okkar kaffi og tU- heyrandi. Sagði ég Vilhjálmi á leið- inni að tU þess myndi ætlast að hann ávarpaði Betelbúa nokkrum orðum í kaffinu. Eftir drjúglanga umhugsun spurði hann mig hvort ég héldi að það væri tU nokkurs að vera að ávarpa gamla fólkið á ensku. Ekki lét ég á svarinu standa og taldi að slíkt myndi engum tUgangi þjóna, enda þótt ég vissi að VUhjálmur gerði sér ekki grein fyrir því að á meira en áttatíu árum hefði Ný-Islendingum farið eitthvað fram í ensku. Er skemmst frá að segja að við þetta tækifæri flutti Vilhjálmur bráð- skemmtUegt erindi fyrir „gamla fólk- ið“ eins og hann komst að orði án þess að gera sér grein fyrir að sjálfúr var hann orðinn eldri heldur en sum- ir áheyrenda hans. Mál sitt flutti hann að sjálfsögðu blaðalaust og á hreinni íslensku. Fannst mér honum það mátulegt, gamla manninum, að þurfa að flytja eina ræðu á íslensku. Að vísu plataði ég hann tU þess en hann átti þann hrekk skUið fyrir að hafa komið sér undan að tala ís- lensku við mig. Vildi ekki þekkja Guttorm Eftir fyrirlestur Vilhjálms á „Geys- ir HaU“ var ræðumanni og ýmsum öðrum boðið heim til frú Hrundar Skúlason sem bjó þá á Hlíðarenda skammt fyrir norðan samkomuhúsið í Geysir. Sem við Evelyn og Vilhjálm- ur gengum inn í bæinn á Hlíðarenda kom ég auga á Guttorm J. Guttorms- son skáld. Var hann kominn í „vetr- arátfittið" sitt sem ég minntist á, mik- Uúðlegur tU að sjá, klæddur stakki grábjarnar, í stígvélum úr elgshúð sem riddaraliðslögreglan hafði látið smíða og með baröastóran loðhött með spégautum bæði að aftan og framan. Benti ég Vilhjálmi strax á Guttorm skáld á VíðivöUum en hann virtist ekki átta sig á því um hvem ég væri að tala. Tókst mér engu að síður að þoka honum í áttina að Guttormi og þrengja bUið milli þeirra nægUega tU þess að ég gæti kynnt þá eða „gert þá kunnuga" eins og Vestur-íslend- mgar orða það. Þar sem Guttormur var aðeins eldri og haföi að því leyti vinninginn ákvað ég að kynna hann fyrst og sagði einfaldlega Guttormur J. Guttormsson skáld en lengra komst ég ekki því að Vilhjálmur sneri sér snöggt að mér og sagði með talsverð- um þjósti að því miður þekkti hann aUs ekki ungu skáldin, „ég þekkti bara Stephan G.,“ bætti hann svo við. Mér fannst hann nokkuð kaldranaleg- ur þama sem hann stóð á miðju gólfu i gríðarstórri lambskinnsúlpu, sem mig minnir að væri ættuð frá Sveini ValfeUs í Reykjavík. Grár hárbrúsk- urinn reis að framanverðu og andlits- faUlið sýndist mér vera orðið enn Tröllaskagalegra en fyrr um daginn. Guttormur starði á okkur örlítið blendinn á svip og úlpan hans ein- hvem veginn orðin eins og hún væri aftur komin heim tU skógarbangsa. Ekki mælti hann orð af vörum. Fáein- ir neistar flugu á miUi þeirra karl- anna án þess að margir tækju eftir og fyrr en varði vom þeir komnir hvor í sitt hom og famir að tala um daginn og veginn við aðra gesti. Varð ég að sætta mig við að mér hefði með öUu mistekist að leiða saman þessa tvo höfuðsniUinga Nýja íslands. gggjg 35 Ijósa innisería 20 ijósa útisería Með áföstum sogskálum Stærri skrúfuperur 20 sogskálar Fyrir gluggaseríur Jólapottur fylgir Stærri 399 kr. Opið til klukkan : öll kvöld til jóla. Nýtt kortatímabil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.