Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 JjV
útlönd
stuttar fréttir
Arianeflaug á loft
Ariane 5 geimflaug var í gær
skotið á loft frá Frönsku Gíneu.
Um borð í flauginni var rann-
sóknarhnöttur.
Kúrdar fagna
Kúrdískir mótmælendur í
Helsinki fógnuðu í gær ákvörðun
ESB um að Tyrkir verði formleg-
ur umsækjandi um aðild að sam-
bandinu. Þar með sé von um að
Tyrkir aðlagi sig að evrópskum
háttum.
Páfi frestar Iraksför
Jóhannes Páll páfi hefur
frestaö fór sinni til íraks. Páfa-
garður greindi
frá því í gær að
írösk stjórnvöld
hefðu ekki getað
tekið á móti páfa
vegna vandamála
tengdra við-
_______ skiptabanninu
gegn irak og flugbanninu yfir
vissa hluta landsins.
Slapp undan lögreglu
Fyrrverandi bankamaður í
Mexíkó, Angel Rodriguez, sem
sakaður er um 400 milljóna doll-
ara svindl, komst undan er líf-
verðir hans stöðvuðu lögreglu
sem kom til að handtaka hann.
Lífverðirnir voru handteknir.
260 þúsund drepnir
260 þúsund hafa látist af völd-
um ofbeldis skæruliða eða í götu-
bardögum í Kólumbíu undanfar-
in 10 ár.
96 í DNA-rannsókn
Lögreglan í Kalundborg í Dan-
mörku ætlar að láta 96 karla á
sjúkrahúsi bæjarins, þar meö talið
húsvörðinn og forstjórann, gangast
undir DNA-rannsókn vegna nauðg-
unar í október síðastliðnum.
Albright ekki hleruð
Madeleine Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hélt því
fram í gær að
skrifstofa henn-
ar í utanríkis-
ráðuneytinu
hefði ekki verið
hleruð. Hlerun-
arbúnaði haíi
verið komið fyr-
ir á sömu hæð og
skrifstofan hennar er en í hinum
enda byggingarinnar. Kvaðst Al-
bright hafa vitað um málið í
nokkra mánuði. Rússar mót-
mæltu í gær harðlega ásökunum
um að rússneskur stjómarerind-
reki hefði stundað njósnir í
Bandaríkjunum.
Gagnrýna Lettland
Yfirvöld í Moskvu gagnrýndu í
gær Lettland fyrir meðferð þess á
rússneska minnihlutanum.
Hvöttu Moskvuyflrvöld Evrópu-
sambandið til að hugsa sig um
áður en Lettum yrði boðið til við-
ræöna um aðild.
Strætóstjórar í verkfalli
650 strætisvagnastjórar í Kaup*
mannahöfn lögðu niður vinnu í
gær í mótmælaskyni við dóm
um aðild þeirra aö nýju stéttarfé-
lagi.
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
L
kar
í kvöld kemur til byggða
Stekkjastaur
JAPISS
Rússar bjóða uppreisnarmönnum viðræður:
Fúsir að semja
um flóttaleið
Rússar buðust í gær til að semja
við uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu
um trygga flóttaleið fyrir um 40 þús-
und íbúa Grosní, höfuðborgar hér-
aðsins. Samkvæmt rússneska ráð-
herranum Sergej Sjojgu, sem fer
með neyðarástandsmál, munu
óbreyttir borgarar, sem enn dvelja í
Grosní, fá leyfi til að yfirgefa borg-
ina eftir daginn í dag.
Sjojgu kvaðst fús til að semja við
Aslan Mashkadov, forseta Tsjetsjen-
íu, um brottflutning óbreyttra íbúa
höfuðborgarinnar.
„í dag er ég reiðubúinn að semja
við sjálfan djöfulinn," sagði Sjosjgu
í gær. Hann hét þvi jafnframt að
dregið yrði úr árásum Rússa á
Grosní til að íbúamir kæmust heil-
ir á húfi þaðan.
Talið er að yfirlýsing ráðherrans
sé viðbrögð við alþjóðlegri gagnrýni
á stríðsrekstur Rússa í Tsjetsjeníu.
Áður höfðu Rússar gefið íbúum höf-
Sjojgu kvaðst reiðubúinn að semja
við sjálfan djöfulinn.
Símamynd Reuter
uðborgarinnar frest til dagsins í dag
til að yfirgefa borgina.
Rússneskir herforingjar, sem eru
í viðbragðsstöðu fyrir utan Grosní,
sögðu við AFP-fréttastofuna í gær
að í undirbúningi væri stórsókn.
„Ef nauðsyn krefur munum við
eyðileggja allt,“ sagði einn herfor-
ingjanna.
Leiðtogar Evrópusambandsins
íhuguðu í gær að senda háttsetta
fulltrúa til Moskvu í dag til þess að
þrýsta á Rússa um að binda enda á
stríðsreksturinn í Tsjetsjeniu. Rætt
var um að Javier Solana, yfirmaður
öryggismála Evrópusambandsins,
Romano Prodi, forseti fram-
kvæmdastjómar Evrópusambands-
ins, og Paavo Lipponen, forsætisráð-
herra Finnlands, fæm til Moskvu.
Bent var á að Rússar yrðu að
samþykkja komu sendifulltrúanna
til að Evrópusambandið yrði ekki
fyrir álitshnekki.
Nokkur þúsund finnskra bænda efndu í gær til mótmæla fyrir framan þinghúsið í Helsinki. Kveiktu bændurnir í fána
Evrópusambandsins í mótmælaskyní við stefnu þess í landbúnaðarmálum. Símamynd Reuter
Ógn við bankakerfi heimsins:
Smáríki í samvinnu við
rússnesku mafíuna
T,
Iðnríkin sjö undirbúa nú harðar
aðgerðir gegn tveimur smáríkjum í
Kyrrahafi, Nauru og Niue. Sannað
þykir að ríkin séu í samvinnu við
rússnesku mafíuna og suður-amer-
íska fikniefnahringi. Litið er á smá-
ríkin sem verulega ógn við banka-
kerfi heimsins.
í fyrra fóru um 70 milljarðar
bandarískra dollara um bankana í
Nauru sem er minnsta lýðveldi
heims með 10.605 íbúa. Grunur leik-
ur á að þeir sjö milljarðar dollara
sem rússneska mafían geymdi um
hríð í New Yorkbanka hafi farið í
gegnum Nauru.
Megnið af peningunum kemur
aldrei til Nauru heldur er sett inn á
reikninga þar í gegnum netfyrir-
tæki með skrifstofu í smáríkinu.
Reyndar var svo mikið reiðufé í
Nauru í maí síðastliðnum að tekið
var eftir embættismönnum stjómar-
innar þegar þeir flugu til nágranna-
ríkisins Kiribati til að leggja féð inn
í ástralska banka.
Niue tilheyrir Nýja-Sjálandi en er
meö heimastjóm. Þar em 2.103 íbú-
ar. Fullyrt er að olíufyrirtæki þar
dylji fíkniefnastarfsemi í Panama.
Að því er fréttastofan AFP
greindi frá í gær eiga aðgerðir iðn-
ríkjanna sjö, Efnahags- og framfara-
stofnunar Evrópu og franska fjár-
málaráðuneytisins aö beinast að því
aö einangra Nauru og Niue til að
útiloka alþjóðleg tengsl bankanna
þar.
Forseti Nauru, René Harris, held-
ur því fram að peningamir séu
hagnaður af vændi og fíkniefnum
sem rússneska mafían selur Evr-
ópumönnum. Vilji Efnahags- og
framfarastofnunin stöðva peninga-
ílæðið til Nauru eigi hún að snúa
sér til þeirra sem kaupa þjónustu
vændiskvenna og fíkniefnaneyt-
enda.
Peningamir, sem flætt hafa til
Niue, eru þangaö komnir vegna
umfangsmikilla skattsvika. Ná-
kvæmt eftirlit er nú haft með
samskiptunum við Panama. Einnig
er fylgst með Rússum sem búsettir
eru á svæðinu.
í október í fyrra sagði aðstoðar-
bankastjóri rússneska seðla-
bankans, Viktor Melnikov, að 70
milljarðar dollarar hefðu verið
fluttir á árinu frá rússneskum
bönkum til bankareikninga á
Nauru, fyrst og fremst til að komast
hjá skattgreiðslu.
I Einn af hverjum
fjórum heimilis-
lausum er barn
25 prósent heimilislausra 1
Bandaríkjunum eru böm. Sífellt
1 fleiri fjölskyldur lenda á götunni
I þó svo að fjölskyldufaðirinn eða
móðirin hafi atvinnu. Þetta kem-
| ur fram í nýrri skýrslu banda-
I rískra félagsmálayfirvalda.
Nú, þegar Bandaríkin eru rík-
ari en nokkru sinni og atvinnu-
leysi minna en áður, fjölgar betl-
urum og útigangsmönnum á göt-
unum. Skorturinn á einfoldum
bústöðum sem fátækir hafa efni á
! hefur aldrei verið meiri.
Engar opinberar tölur era til
| um fjölda heimilislausra i Banda-
■ ríkjunum. í skýrslu félagsmálayf-
I irvalda kemur hins vegar fram
: að 470 þúsund sóttu um skjól nótt
eina í febrúar. Reiknað er með að
það hafi verið íjórðungur heimil-
islausra. Þar sem skýrsla félags-
| málayfirvalda byggist á tölum frá
1996 er talið að heimilislausir í
Bandaríkjunum séu nú yfir 2
milljónir.
46 prósent heimilislausra eru
i með krónískan sjúkdóm, 39 pró-
sent era geðfatlaðir og 38 prósent
með áfengisvandamál.
Kaupæðissjúk-
lingur kærði
1 lækni eftir inn-
kaupaferð
IFertugur maður, sem fluttur
var nauðugur vegna kaupæðis á
geðdeild í Sviþjóð fyrir jólin í
fyrra, fékk eftir sex daga vist leyfi
læknis til að sinna brýnum erind-
um í nokkrar klukkustundir. Sá
kaupóði, sem hafði viðurkennt að
hann hefði misst raunveruleika-
| skyn, fór beint heim af sjúki-ahús-
inu, heimtaði fé og bíl og sneri
■ ekki aftur til sjúkrahússins fyrr
en eftir fjóra daga. í fríi sínu not-
| aði hann tækifærið til að fjárfesta
í ýmsum vamingi og ferðum auk
þess sem hann lagði bíl sínum
| ólöglega um alla Stokkhólmsborg.
| Reikningurinn hljóðaði upp á
1 tæpa milljón íslenskra króna.
§ Eftir innkaupaferðina kærði
1 maðurinn lækninn sem veitti
I honum fri. Læknirinn, sem segir
að skjólstæðingur sinn hafi lofað
Íað stofna hvorki til nýrra við-
skipta né fara heim til sín, hefur
nú verið víttur af heilbrigðisyfir-
völdum.
Eldri bræður
eiga auðveld-
ara með að ná
i kvenfólk
Eldri bræður era fallegri en
þeir yngri í systkinahópnum.
ÍÞetta sýnir ný kanadísk rahn-
sókn. Rannsóknin bendir til að
eldri bræður eigi auðveldara með
að ná sér í kvenfólk en þeir yngri
og að því neðar i systkinahópnum
sem piltar eru þeim mun ófríðari
verða þeir.
Margar rannsóknir hafa sýnt
að samræmi skiptir máli í vali á
| lífsfóranaut. Fæturnir eiga helst
j að vera jafh langir og eyrun jafn
| stór. Einhvers ósamræmis gætir
hjá öllum en mest hjá drengjum
1 sem eiga eldri bræður.
Að sögn stjómanda rannsókn-
S arinnar, Martins Lalumieres, lít-
| ur líkami konunnar á föstur sem
utanaðkomandi efni. Náttúran
s sér þó til þess að líkaminn sættir
I sig við fóstrið, einkum ef um
1 stúlkubam er að ræða. í karl-
I kynsfóstrum era Y-litningar sem
Í- eru framandi fyrir kvenlík-
amann. Legið dregst því saman.
Því fleiri drengi sem kona gengur
með þeim mun meiri verður sam-
i drátturinn. Þess vegna er meira
ósamræmi í líkama yngri bræðra
; en eldri. Þeir yngri eiga því
í erfiðara meö að krækja sér í
stelpur.