Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 JjV útlönd stuttar fréttir Arianeflaug á loft Ariane 5 geimflaug var í gær skotið á loft frá Frönsku Gíneu. Um borð í flauginni var rann- sóknarhnöttur. Kúrdar fagna Kúrdískir mótmælendur í Helsinki fógnuðu í gær ákvörðun ESB um að Tyrkir verði formleg- ur umsækjandi um aðild að sam- bandinu. Þar með sé von um að Tyrkir aðlagi sig að evrópskum háttum. Páfi frestar Iraksför Jóhannes Páll páfi hefur frestaö fór sinni til íraks. Páfa- garður greindi frá því í gær að írösk stjórnvöld hefðu ekki getað tekið á móti páfa vegna vandamála tengdra við- _______ skiptabanninu gegn irak og flugbanninu yfir vissa hluta landsins. Slapp undan lögreglu Fyrrverandi bankamaður í Mexíkó, Angel Rodriguez, sem sakaður er um 400 milljóna doll- ara svindl, komst undan er líf- verðir hans stöðvuðu lögreglu sem kom til að handtaka hann. Lífverðirnir voru handteknir. 260 þúsund drepnir 260 þúsund hafa látist af völd- um ofbeldis skæruliða eða í götu- bardögum í Kólumbíu undanfar- in 10 ár. 96 í DNA-rannsókn Lögreglan í Kalundborg í Dan- mörku ætlar að láta 96 karla á sjúkrahúsi bæjarins, þar meö talið húsvörðinn og forstjórann, gangast undir DNA-rannsókn vegna nauðg- unar í október síðastliðnum. Albright ekki hleruð Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hélt því fram í gær að skrifstofa henn- ar í utanríkis- ráðuneytinu hefði ekki verið hleruð. Hlerun- arbúnaði haíi verið komið fyr- ir á sömu hæð og skrifstofan hennar er en í hinum enda byggingarinnar. Kvaðst Al- bright hafa vitað um málið í nokkra mánuði. Rússar mót- mæltu í gær harðlega ásökunum um að rússneskur stjómarerind- reki hefði stundað njósnir í Bandaríkjunum. Gagnrýna Lettland Yfirvöld í Moskvu gagnrýndu í gær Lettland fyrir meðferð þess á rússneska minnihlutanum. Hvöttu Moskvuyflrvöld Evrópu- sambandið til að hugsa sig um áður en Lettum yrði boðið til við- ræöna um aðild. Strætóstjórar í verkfalli 650 strætisvagnastjórar í Kaup* mannahöfn lögðu niður vinnu í gær í mótmælaskyni við dóm um aðild þeirra aö nýju stéttarfé- lagi. i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i L kar í kvöld kemur til byggða Stekkjastaur JAPISS Rússar bjóða uppreisnarmönnum viðræður: Fúsir að semja um flóttaleið Rússar buðust í gær til að semja við uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu um trygga flóttaleið fyrir um 40 þús- und íbúa Grosní, höfuðborgar hér- aðsins. Samkvæmt rússneska ráð- herranum Sergej Sjojgu, sem fer með neyðarástandsmál, munu óbreyttir borgarar, sem enn dvelja í Grosní, fá leyfi til að yfirgefa borg- ina eftir daginn í dag. Sjojgu kvaðst fús til að semja við Aslan Mashkadov, forseta Tsjetsjen- íu, um brottflutning óbreyttra íbúa höfuðborgarinnar. „í dag er ég reiðubúinn að semja við sjálfan djöfulinn," sagði Sjosjgu í gær. Hann hét þvi jafnframt að dregið yrði úr árásum Rússa á Grosní til að íbúamir kæmust heil- ir á húfi þaðan. Talið er að yfirlýsing ráðherrans sé viðbrögð við alþjóðlegri gagnrýni á stríðsrekstur Rússa í Tsjetsjeníu. Áður höfðu Rússar gefið íbúum höf- Sjojgu kvaðst reiðubúinn að semja við sjálfan djöfulinn. Símamynd Reuter uðborgarinnar frest til dagsins í dag til að yfirgefa borgina. Rússneskir herforingjar, sem eru í viðbragðsstöðu fyrir utan Grosní, sögðu við AFP-fréttastofuna í gær að í undirbúningi væri stórsókn. „Ef nauðsyn krefur munum við eyðileggja allt,“ sagði einn herfor- ingjanna. Leiðtogar Evrópusambandsins íhuguðu í gær að senda háttsetta fulltrúa til Moskvu í dag til þess að þrýsta á Rússa um að binda enda á stríðsreksturinn í Tsjetsjeniu. Rætt var um að Javier Solana, yfirmaður öryggismála Evrópusambandsins, Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, og Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, fæm til Moskvu. Bent var á að Rússar yrðu að samþykkja komu sendifulltrúanna til að Evrópusambandið yrði ekki fyrir álitshnekki. Nokkur þúsund finnskra bænda efndu í gær til mótmæla fyrir framan þinghúsið í Helsinki. Kveiktu bændurnir í fána Evrópusambandsins í mótmælaskyní við stefnu þess í landbúnaðarmálum. Símamynd Reuter Ógn við bankakerfi heimsins: Smáríki í samvinnu við rússnesku mafíuna T, Iðnríkin sjö undirbúa nú harðar aðgerðir gegn tveimur smáríkjum í Kyrrahafi, Nauru og Niue. Sannað þykir að ríkin séu í samvinnu við rússnesku mafíuna og suður-amer- íska fikniefnahringi. Litið er á smá- ríkin sem verulega ógn við banka- kerfi heimsins. í fyrra fóru um 70 milljarðar bandarískra dollara um bankana í Nauru sem er minnsta lýðveldi heims með 10.605 íbúa. Grunur leik- ur á að þeir sjö milljarðar dollara sem rússneska mafían geymdi um hríð í New Yorkbanka hafi farið í gegnum Nauru. Megnið af peningunum kemur aldrei til Nauru heldur er sett inn á reikninga þar í gegnum netfyrir- tæki með skrifstofu í smáríkinu. Reyndar var svo mikið reiðufé í Nauru í maí síðastliðnum að tekið var eftir embættismönnum stjómar- innar þegar þeir flugu til nágranna- ríkisins Kiribati til að leggja féð inn í ástralska banka. Niue tilheyrir Nýja-Sjálandi en er meö heimastjóm. Þar em 2.103 íbú- ar. Fullyrt er að olíufyrirtæki þar dylji fíkniefnastarfsemi í Panama. Að því er fréttastofan AFP greindi frá í gær eiga aðgerðir iðn- ríkjanna sjö, Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu og franska fjár- málaráðuneytisins aö beinast að því aö einangra Nauru og Niue til að útiloka alþjóðleg tengsl bankanna þar. Forseti Nauru, René Harris, held- ur því fram að peningamir séu hagnaður af vændi og fíkniefnum sem rússneska mafían selur Evr- ópumönnum. Vilji Efnahags- og framfarastofnunin stöðva peninga- ílæðið til Nauru eigi hún að snúa sér til þeirra sem kaupa þjónustu vændiskvenna og fíkniefnaneyt- enda. Peningamir, sem flætt hafa til Niue, eru þangaö komnir vegna umfangsmikilla skattsvika. Ná- kvæmt eftirlit er nú haft með samskiptunum við Panama. Einnig er fylgst með Rússum sem búsettir eru á svæðinu. í október í fyrra sagði aðstoðar- bankastjóri rússneska seðla- bankans, Viktor Melnikov, að 70 milljarðar dollarar hefðu verið fluttir á árinu frá rússneskum bönkum til bankareikninga á Nauru, fyrst og fremst til að komast hjá skattgreiðslu. I Einn af hverjum fjórum heimilis- lausum er barn 25 prósent heimilislausra 1 Bandaríkjunum eru böm. Sífellt 1 fleiri fjölskyldur lenda á götunni I þó svo að fjölskyldufaðirinn eða móðirin hafi atvinnu. Þetta kem- | ur fram í nýrri skýrslu banda- I rískra félagsmálayfirvalda. Nú, þegar Bandaríkin eru rík- ari en nokkru sinni og atvinnu- leysi minna en áður, fjölgar betl- urum og útigangsmönnum á göt- unum. Skorturinn á einfoldum bústöðum sem fátækir hafa efni á ! hefur aldrei verið meiri. Engar opinberar tölur era til | um fjölda heimilislausra i Banda- ■ ríkjunum. í skýrslu félagsmálayf- I irvalda kemur hins vegar fram : að 470 þúsund sóttu um skjól nótt eina í febrúar. Reiknað er með að það hafi verið íjórðungur heimil- islausra. Þar sem skýrsla félags- | málayfirvalda byggist á tölum frá 1996 er talið að heimilislausir í Bandaríkjunum séu nú yfir 2 milljónir. 46 prósent heimilislausra eru i með krónískan sjúkdóm, 39 pró- sent era geðfatlaðir og 38 prósent með áfengisvandamál. Kaupæðissjúk- lingur kærði 1 lækni eftir inn- kaupaferð IFertugur maður, sem fluttur var nauðugur vegna kaupæðis á geðdeild í Sviþjóð fyrir jólin í fyrra, fékk eftir sex daga vist leyfi læknis til að sinna brýnum erind- um í nokkrar klukkustundir. Sá kaupóði, sem hafði viðurkennt að hann hefði misst raunveruleika- | skyn, fór beint heim af sjúki-ahús- inu, heimtaði fé og bíl og sneri ■ ekki aftur til sjúkrahússins fyrr en eftir fjóra daga. í fríi sínu not- | aði hann tækifærið til að fjárfesta í ýmsum vamingi og ferðum auk þess sem hann lagði bíl sínum | ólöglega um alla Stokkhólmsborg. | Reikningurinn hljóðaði upp á 1 tæpa milljón íslenskra króna. § Eftir innkaupaferðina kærði 1 maðurinn lækninn sem veitti I honum fri. Læknirinn, sem segir að skjólstæðingur sinn hafi lofað Íað stofna hvorki til nýrra við- skipta né fara heim til sín, hefur nú verið víttur af heilbrigðisyfir- völdum. Eldri bræður eiga auðveld- ara með að ná i kvenfólk Eldri bræður era fallegri en þeir yngri í systkinahópnum. ÍÞetta sýnir ný kanadísk rahn- sókn. Rannsóknin bendir til að eldri bræður eigi auðveldara með að ná sér í kvenfólk en þeir yngri og að því neðar i systkinahópnum sem piltar eru þeim mun ófríðari verða þeir. Margar rannsóknir hafa sýnt að samræmi skiptir máli í vali á | lífsfóranaut. Fæturnir eiga helst j að vera jafh langir og eyrun jafn | stór. Einhvers ósamræmis gætir hjá öllum en mest hjá drengjum 1 sem eiga eldri bræður. Að sögn stjómanda rannsókn- S arinnar, Martins Lalumieres, lít- | ur líkami konunnar á föstur sem utanaðkomandi efni. Náttúran s sér þó til þess að líkaminn sættir I sig við fóstrið, einkum ef um 1 stúlkubam er að ræða. í karl- I kynsfóstrum era Y-litningar sem Í- eru framandi fyrir kvenlík- amann. Legið dregst því saman. Því fleiri drengi sem kona gengur með þeim mun meiri verður sam- i drátturinn. Þess vegna er meira ósamræmi í líkama yngri bræðra ; en eldri. Þeir yngri eiga því í erfiðara meö að krækja sér í stelpur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.