Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 _______________________Wðtalf minn, sem rekur sjónvarpsstöðina Omega, hringdi í mig strax þegar hann frétti þetta og sagði: „Mamma þín er farin heim til að vera með Drottni en hún hefði ekki þurft að fara svona. Þetta kristallar liðan okkar.“ Lögreglan hefði ekki getað gert betur Því ber ekki að leyna að óljósar upp- lýsingar frá lögreglunni um ýmislegt sem varðar þetta mál hafa orðið til þess að ýmsar getgátur hafa farið af stað kringum atburð þennan og fjöl- miðlar hafa ekki ailtaf haft yfirsýn að mati Gunnars. „Ég vil að það komi fram að lögregl- an í Reykjavík hefur höndlað þetta mál aö mínu mati svo að ekki verður gert betur. Þá á ég við framkomu hennar gagnvart okkur, aðstandendum hinnar látnu, sem alltaf höfum fengið fyllstu upplýsingar og aðeins mætt fag- mennsku og nærgætni hjá lögreglunni. Hinu er ekki aö leyna að umfjöllun ljósvakamiðlanna um þetta mál hefur verið með þeim hætti að við höfum upplifað hana eins og svipuhögg í and- lit okkar nánustu á hveiju kvöldi. Ég efast í sjálfu sér ekki um að þar kemur tvennt tiL Annars vegar var framsetn- ing upplýsinga frá lögreglunni til fjöl- miðla greinilega ekki eins og best yrði á kosið og enn fremur voru fjölmiðlar heldur glannalegir að geta í eyðumar." Höfðu ekki mikið handa á milli Sigurbjörg Einarsdóttir var fædd 24. júní 1919. Hún ólst upp í Borgamesi og kynntist Þorsteini, tilvonandi eigin- manni sínum, fyrst á skóla í Reykholti rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Leiðir þeirra lágu síðan saman aftur í stríðslok og þá giftu þau sig og hófu búskap í Blesugróf. „Við höfðum aldrei mikið handa á milli,“ segir Gunnar þegar hann rifjar upp æskuárin undir styrkri vemdar- hendi móður sinnar. „Fjölskyldan byggði sér svolítið hús í Smáíbúðahverfmu, Teigagerði 3. Það var hjólað með verkfærin á bakinu innan úr Blesugróf til að vinna við bygginguna eftir að hefðbundinni virmu lauk. Þama í Teigagerðinu ólst ég upþ og þama bjó móðir mín nær alla sína búskapartíð. Faðir minn dó 1994 og tveimur árum seinna flutti mamma í Espigerðið því henni fannst vera of stórt að hugsa um húsið í Teigagerðinu. Ég var mjög ánægður með þessa ráðstöfun. Ég var kunnugur húsum í Espigerði og vissi vel að þetta var gott hús. Þama var allur aðbúnaður og ör- yggisráðstafanir eins og best verður á kosið. Með þessum breytingum var hún samt innan marka hverfisins sem hún eyddi nærri allri ævi sinni í.“ Móðir Gunnars var heimavinnandi meðan bömin vom að alast upp og bjó fjórum bömum sínum og eiginmanni gott heimili en á þessum árum var það viðtekin venja að konur helguðu sig heimilisstörfum. „Hún var mikil móðir og milli okk- ar var alla tíð gott og sterkt samband og mikil samskipti. Móðir mín hafði mikla þjónustulund. Hún var kona sem þótti ómögulegt ef menn vildu ekki borða hjá henni í hvert sinn sem þeir komu. Ég hringdi stundum til hennar og spurði hvort hún ætti salt- fisk og hamsa og svo kom ég og borð- aði hjá henni því það er ekkert eins maturinn hjá mömmu.“ Ekki áfallalaus ævi Ævi Sigurbjargar var ails ekki áfallalaus því tvisvar sinnum lenti hún í bílslysi og slasaðiSt falsvert. Fyrra skiptið var 1971 á mótum Grensásvegar og Miklu- brautar og í seinna skiptið fyrir um 10 árum þegar ekið var á hana á gangbraut á Grensásvegi. „Hún átti lengi i þessu í bæði skiptin en var annars við góða heilsu, fór oft í sund og hljóp við fót ef svo bar undir. Hún var afskap- lega lífsglöð kona og ung í anda. Hún náði sérstöku vináttusambandi við bama- bömin og átti þau að vin- um. Stúlkumar leituðu til hennar með saumaskap og hún fór með þeim út að borða og umgekkst þær eins og jafhingja. Hún ferðaðist mikið hin og Gunnar segir að sorgin sé erfið en lífið sé Kristi og dauðinn sé ávinningur. Gunnar Þorsteinsson, forstööumaöur Krossins, er eitt fjögurra barna Sigurbjargar Einarsdóttur sem var myrt í Espi- gerði 4 í síðustu viku. Gunnar segist vorkenna morðingjanum og biðja fyrir honum. DV-myndir Hilmar Þór seinni ár og naut þess mikið. Bæði fór hún með okkur til Bandaríkjanna og heimsótti Einar son sinn í Svíþjóð og í sumar fór hún í stutta ferð til Hom- stranda sem hafði lengi verið draumur hennar. Hún sagði reyndar við mig í haust að þetta væri oröið ágætt. Hún væri orðin áttræð og fyndi þrek sitt ekki eins mikið og áður og orðaði þá hug- mynd að flytja úr Espigerðinu í minni íbúð í sambýli fyrir aldraða. Ég held að hún hafi í raun og vera verið sátt við lífshlaup sitt þegar við ræddum þetta." Sigurbjörg var jörðuð í gær frá Bú- staðakirkju og það var María Ágústs- dóttir, frænka hennar og vinkona, sem jarðsöng hana. Fíkniefnin em hinn raunvem- legi morðingi Getum við dregið einhvem lærdóm af þessum atburði um ástandið í sam- félagjnu? „I samfélagi þar sem stöðugt fleira ungt fólk vantar allan siðferðilegan grunn til að standa á í lífinu geta svona hlutir gerst. Þegar fólk er síðan undir áhrifum fíkniefna þá hræðist það ekkert nema óttann í sjálfu sér. Það hefur engin siðferöisleg viðmið og lifir í tómi. Skortur á aga og kristilegu uppeldi getur af sér þennan siðferðisanark- isma. Það skortir hina styrku og leið- beinandi hönd í uppeldi ungs fólks og,- í slíku samfélagi em atburðir eins og þessi ávöxturinn. Þetta er okkur öllum áminning um þann vanda sem fikniefnaneysla er í okkar samfélagi. Ef fíkniefnin hefðu ekki byrgt þessum ógæfumanni sýn hefði þetta aldrei gerst. Þess vegna era fíkniefnin hinn raunverulegi morð- ingi.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.