Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Side 38
38 bókarkafli LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 ff Helvíti er hlíðin næs if gluggað í Skagfirsk skemmtiljóð í Skagafiröi hafa íbúarnir orö á sér fyrir aö kunna aö meta smellnar ferskeytl- ur og hefur héraöið aliö margan þekktan hagyrðing. / inngangi þriðja bindis af Skagfirskum skemmtiljóöum segir Bjarni Stefán Konráðs- son að bœkur þessar sýni svo ekki verði um villst að vísna- og Ijóða- gerð lifi enn góðu lífi í Skagafirði. „Tilefnin eru óþrjótandi eins og sést í þessari bók. Vísa getur kviknað af nánast engri glóð. “ Lítum á nokkur dœmi um skagfirskan skemmtikveðskap: Andrés H. Valberg er meðal elstu núlifandi hagyrðinga af skagfirskum ættum, fæddur 1919. Hann er faðir Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara. Andrés yrkir um flest sem fyrir verð- ur. Hann færði fleyg orð Gunnars á Hlíðarenda í nútímamál með eftirfar- andi hætti: „Aö leggja burtfrá landi snœs lítt ég hlýöi oröum. Helvíti er hliöin nœs,“ hrópaöi Gunnar foröum. Andrés er fljótur að svara fyrir sig þegar kunningjar hans bauna á hann sóðalegum vísum. Einn félagi hans í Kvæðamannafélaginu Iðunni hugðist bekkjast við þann gamla en fékk að bragði þessa vísu frá Andrési: Ekki er slúöurs ylgjan smá út úr húöar dalli, þegar túöan opnast á andans hrúöurkalli. Andrés hitti Ólaf Sveinsson frænda sinn á Skagfirðingamóti og þótti hann nokkuð brattur þrátt fyrir háan aldur. Um framferði Ólafs á mótinu orti Andrés: í sig hella öli fer örvar smellinn muna. Lífs á velli leikur sér laus við kellinguna. Axel Þorsteinsson bóndi á Litlu- Brekku í Skagafirði er vel hagmæltur. Hann er jafnframt forðagæslumaður og kom á bæ einn þar sem, svínarækt var að leggjast af þar sem siðasta svín- ið lá dautt í stíu sinni. Þá kvað Axel: Hér er ekki feitan gölt að flá því fjandinn hljóp í allra besta svínið. Úr ímyndunarveiki féll það frá og fitjar ekki lengur upp á trýnið. Birgir Hartmannsson frá Þrasastöð- um í Fljótum er þekktur hagyrðingur í Skagafirði og hestamaður að auki. Hann orti um brekkudómara (áhorf- endur) á hestamannamóti: Tala margt og hafa hátt hestum þylja lofið. Menn sem gátu aldrei átt almennilegt í klofið. Drottinn mér frá dómum forð dæmin fæ ég litið um menn sem skortir aldrei orð aftur á móti vitið. Um sjálfan sig orti Birgir: Eigin kostum eflaust gæti ætlað hán sess. En meðfætt skagfirskt lítillæti letur mig til þess. Grímur Jónasson verkfræðmgur á nokkrar vísur í bókinni um Skagfirsk skemmtiljóð. Hann orti eftirfarandi um frænda sinn og vin, Áma Bjama- son, bónda og hreppstjóra á Uppsölum í Blönduhlið en Ámi er þekktur söng- maður: Syngur mest af Blönduhlíðarbænd- um búskap orðinn latur við að sinna. Yrkir vfsur um flesta af sínum frændum og framleiðir mör á kostnað okkar hinna. Syngur bassa í sjö eða átta kórum sinnir lítið búskapnum um hríð. Yfirvald í .ótrúlega stórum asnahópi frammi í Blönduhlíð. Grímur er einnig frændi hinna róm- uðu söngbræðra frá Álftagerði og þeir fá frá honum þessa vísu: Skagfirðingar skil ég verði skeikulir á lífsins vegi með óhljóðin frá Álftagerði í eyrunum á hverjum degi. Séra Hjálmar Jónsson þingmaður og afkomandi Bólu-Hjálmars á sitt inn- legg í bókinni. Hann var spurður um það hvemig vísur yrðu til og svaraði svona: Andagift ég ekki skil eða þekki. Stundum verða stökur til stundum ekki. Hjálmar frétti að nafiii hans Áma- son, framsóknarmaður með meira, hefði setið yfir bjórglasi með flokks- bræðrum sínum í flokksherbergi Framsóknar. Um þetta orti Hjálmar: Framsókn inn í flokksherbergi þrey ir fyilir glasið nafni minn og segir: „Á mig sækir ógurlegur þorsti eitt sinn skal hver deyja að minnsta kosti.“ Jón Kristjánsson, framsóknarmaður af Austurlandi, er ættaður frá Óslandi í Skagafirði og er vel hagmæltur. Þeg- ar Jóhanna Sigurðardóttir mælti hin fleygu orð um sinn tíma sem myndi koma var Jón ritstjóri dagblaðsins Tímans sem þá kom enn út. Hann stóð upp í þingveislu og fór með þessa vísu: Ég skála fremur faglega og fer að því heldur laglega. Minnist þið þess að mjög er ég hress minn Tími kemur daglega. -PÁÁ f Mögnuð bók Óttars Sveinssonar sem greinir frá hrikalegum atburðum þegar ms. Suðurland sökk fyrir norðan heimskautsbaug á jólanótt fyrir þrettán árum. ölulistans Öttar áritar um helgina Reykjavík Laugardaginn 11. des. Hagkaup, Kringlunni kl. 13-15 Hagkaup, Skeifunni kl. 16-17.30 Sunnudaginn 12. des. Hagkaup, Kringlunni kl. 14-15 Dalvegi 16b, sími 554 7700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.