Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 Fréttir Engin uppreisn á grundvelli Vatneyrardómsins: Enginn kvótalaus - á veiðum. Menn bulla allt of mikið, segir útgerðarmaður „Þetta er bara blásið upp. Það reri enginn kvótalaus héðan í gær og ég trúi ekki að menn fari að róa án kvóta og missa þar með traust lánastofnana og almennings," sagði Leif Halldórsson, skipstjóri og út- gerðarmaður á Patreksfirði, í sam- tali við DV í morgun. Þeir þrjátíu kvótalausu bátar sem sagðir voru á sjó i gær finnast ekki og svo er að sjá að uppreisn hinna kvótalaus sé eingöngu í fjölmiðlum. „Menn átta sig á því að það er ekki búið að breyta lögunum. Þeir hafa verið að tala um að gera hitt og gera þetta en þeir verða stöðvaðir. Það vill enginn útgerðarmaður verða stoppaður af,“ segir Helgi Ingvarsson, útgerðarmaður og skip- stjóri á netabátnum Hrímni ÁR frá Þorlákshöfn, þegar DV ræddi við hann í gær á miðunum fyrir sunn- an land. Hann sagðist ekki vita til þess að nein skip væru við veiðar kvótalaus. DV ræddi við nokkra skipstjóra í gær og var enginn þeirra kvótalaus. Sigurður Marinós- son á Báru ÍS, sem reri frá Þorláks- höfn í gærmorgun, sagði að „fyrir slysni" hefði verið færður fimm tonna kvóti á bát sinn. Útgerðar- maður í Reykjavík, sem einnig var sagður hafa stefnt skipi sínu kvóta- lausu til veiða, sagði skipið vera í landi. Hann sagðist „ekki taka neinn séns“ á því að veiða án kvóta. Helgi er einn þeirra sem sagður var ætla að róa án kvóta og láta reyna á viðbrögð kerfisins. Hann sagði ekkert slíkt standa til. „Þetta er náttúrlega útblásið af ákveðnum mönnum," segir Helgi. Enginn þeirra sem sagður var hafa róið án kvóta frá Suðvestur- landi í gær reyndist kvótalaus þeg- ar á hólminn var komið. Sumir höfðu gripið til þess að láta færa á skip sin en aðrir átt þegar kvóta. Sjómenn frá Patreksfirði og víðar á Vestfjörðum munu enn íhuga að fara á sjó án kvóta en ekki er vitað um framkvæmd. Helgi segist ekki eiga von á því að nein fjöldahreyfing verði i þá átt að fara á sjó án kvóta „Menn bulla allt of mikið. Við munum ekki róa kvótalausir nema Hæstiréttur staðfesti dóminn enda erum við löghlýðnir borgarar. Ég lít þannig á að málið sé ekki í höfn fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn,“ segir Helgi. Morgunblaðið sagði frá því á bak- síðu í gær að um 30 kvótalausir bát- rnamspMiuit«.J»in)A»a«» VEKDlm'a Hátt í 30 kvótalausir bátar eru MATT ) * eto *v*Uön:* tUt«r tx* U#ri*6r& wm 1l ag twto tiHxtau ró» m gvrtoerw.u í»íir* }»<«»*: «5 h*xuí*& rv*at í «*. t. >!■*- rfiít Vtnte jráut *ð timig ■»*.< narit »1 t V*tnnr*rvM*M ««« Wwiutaa** i*Ui Funr»*u Ubíhmímíi (*■ WU« tit vttto. Xtto hl*Si Jwwr» kvOííftiii* IA®, kííuSátwu Wii» mui Sfrr w MugU *í Wf* M iiMw Jé* *! *» SífiKÍ* tm ag íam Mnxð Aim** <* i<*> »4 1'*«,.; írti envitnnkittvV *«'<» WV *uk Jw«* kvöUtoaWr i'AUxtiit urrr. rwv í (tswími hr*h- «>»i »*t«rð:;r wpx í!r*S* *) «*Xt íávutöxt áxtit Utitft. J>4r œ«ní <tt«v-<-S*t iitAtttMxtKM. ianMxae* LCT3 <« ilxtet. tH rto ftfto Wwtír» i }Ur» lA « to*x, w Kitoto. uun »*«í Þ*»Ito toitn am i*»* xtoirixfjtír fcl nrtii « *? .tototrtevtj nn. ^ tri *f tovtfht* *f á veiðum ttí fexjíf ta i <ú*ir »<< .<<• oiijr veréí refti í*g»X «))- ttíAttt.t** t V«UM>ynsnMUin» wrríi Wfft ís*xA í.* .'St&trfox. tst Umtoíititu vtt&m ttiinr- ton,*v»>m V<r-ir* ««««<<«1« «ðða «< Hér*.W.»»«f V«l(=*rAi vtó n}D«fe/n* *i»*-*f «r .*>•» s* ito0 tocm híoA. ri» *»SÍWW«fá r* VíSU «« »kr4 »!>*» *f« þrgkr h*rst tto-.mt. timttft *A !«»*. !-*rxii »tóf< *íl* »»t . „Við "itjxxs mto i«e»« f«* ivyto tx*m h<ðt» *cí*Sir Í'itontto xto stxhtoga * )»W toi títt.y, kmt*J*il M«tri*œt toxto-iz W totst ttígax tAg* tr<si}MtA itntomiur jxtws w srvfíltit » wi J*gf»r* inimiíi *t »r<r«rn .w> *fW<í**.*r.h! *)>*«»r «>rk r»i(wS»>i>'>«:»r «• *5mw<a ««*.. »*i{*<l ««*fcr;<f. <« srftn «. Stið* *sa &1 (W» ttoxtr* t*wr* i totxisr úttfprHisssst. Au umtimtotitoxto to gmto t stiitoif* trsáifmmutotototo* K*tofi iw«« í«*r*í vsrix 'tg %f tstuuto totot ílUttJt itostoa toti «í!is**!ðheferr«rtt*ííiBý#S<W «xiAF«f»<V«i«»<w- »o h»!«ií **«> v<-í>>Ktjðr»or»*V«rfi. Við *«!»«»« ««< *fr»« «ftii fertW rwð >>>»»»:««; *V*t U> *i þ*f*xi HítofiM v/íf* txtoUyG *rþt*A í»rt WS feWWar vt>r* fe*í»W i i frawtí*mi, totox tó íjnutitrielttfuuiiituti Frétt Morgunblaösins i gær. Helgi Ingvarsson, útgerðarmaður og skipstjóri á netabátnum Hrímni AR frá Porlákshöfn, var á sjó í gær. Skip hans er með kvóta og hann mun ekki róa kvótalaus. Myndin er tekin þegar báturinn landaði í gær. DV-mynd Hilmar Pór ar væru á sjó og ítrekaði fréttina í dag. DV sagði einnig frétt af fisk- veiðum kvótalausra og hafði eftir forsvarsmönnum sjómanna. Þrátt fyrir leit DV fundust þeir þátar ekki. Á síðasta ári hótuðu kvóta- lausar útgerðir að loka Reykjavik- urhöfn. Mikill Qöldi skipa var sagð- ur á leiö suður en samstaða náðist ekki um þær aðgerðir. Nú virðist hið sama vera uppi á teningnum. Yfirlýsingar um sjósókn utan kvóta standast ekki og áfram er leigður kvóti. -rt Ótrúlegur sóöaskapur mætti viðgerðarmönnum í íbúð konu við Hverfisgötu: Rafmagnsviðgerð I eiturefnabúningum - ekki í fyrsta skipti sem mál konunnar kemur upp „Við vorum kallaðir út þar sem ekki þótti mögulegt að fara inn í íbúð- ina án þess að vera í eiturefnabúning- um,“ sagði varðstjóri hjá Slökkviliði Reykjavíkur en Orkuveita Reykjavík- ur þurfti óvænt á hjálp Slökkviliðsins að halda í gær við viögerð á aðalrofa í bakhúsi á Hverfisgötu. Málavextir voru þeir að rafmagn fór af húsinu og óskaði íbúi eftir mönnum frá Orku- veitunni til að koma því aftur á. Þeg- ar þeir komu á svæðið kom í ljós að aðalrofinn í húsinu er inni í íbúð konu á sextugsaldri en þegar viðgerð- armennimir ætluðu inn í íbúðina var eins og gengið væri á vegg þegar mik- ill óþefur og gríðarlegur sóðaskapur mætti þeim. Máliö komið til Heilbrigðis- eftirlitsins „Sóðaskapurinn var ótrúlegur,“ sagði varðstjóri Slökkviliðsins við DV en til þeirra var leitað ásamt lög- reglu þegar sýnt þótti að viðgerðar- menn gætu ekki farið inn í sínum venjulegu vinnufótum. Varð það að ráði að Slökkviliðið lagði til eitur- efiiabúninga og reykköfunartæki og fóru menn frá þeim inn ásamt við- gerðarmönnunum og gerðu við rof- ann. Ástandið í íbúðinni var slíkt aö fólk frá Félagsmálastofnun og Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur var kall- að út til að leggja mat á ástand kon- unnar og íbúðarinnar en hún neitaði að yfirgefa íbúðina. Árný Sigurðar- dóttir heilbrigðisfulltrúi staðfesti við DV í gær að mál konunnar væri komið til Heilbrigðiseftirlitsins og unnið yrði að lausn þess en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum DV er þetta ekki í fyrsta skipti sem vand- ræði verða vegna óþrifnaðar kon- unnar en hún er talin sérvitur svo ekki sé meira sagt. Nágrannar hafa um nokkurt skeið óskað eftir að tek- ið yrði á málinu en án árangurs. Þannig mun það áður hafa gerst aö konan hafi verið flutt nauðug úr íbúðinni á meðan starfsmenn Reykjavíkurborgar þrifu hana. -hdm Viðgerðarmenn Orkuveitu Reykjavíkur neituöu aö fara inn í íbúöina og því voru fengnir eiturefnabúningar og reykköfunartæki frá Slökkviliðinu til að viögerð gæti farið fram. DV-mynd KK Stuttar fréttir r>v Brautlög Kærunefnd jafnréttismála hef- ur komist að þeirri niður- stöðu að utan- ríkisráðherra hafi brotið jafn- réttislög þegar hann skipaði í embætti sýslu- mannsins á Keflavíkurflugvelli í mars árið 1999. Mbl.is greindi frá. 540 milfjónir Yfirdráttur bæjarsjóðs Hafn- arfjarðarbæjar hjá Sparisjóði Hafnarfiarðar var um 540 milj- ónir króna um miðjan síðasta mánuð. Ástæðan fyrir þessum mikla yfirdrætti var að sögn bæjaryfirvalda sú að tafir höfðu orðið á afgreiðslu á dönsku láni bæjarsjóðs að upphæð um 600 milljónir króna. Dagur greindi frá. Ammoníaksleki Ammoníaksleki kom upp í vélasal frystihússins á Tálkna- firði í fyrrakvöld, þegar ventill í kerfinu gaf sig. Nokkur mettun varð í vélasalnum og fylltist allt af gufu. Ekkert fólk var I frysti- húsinu. Að sögn Bjarna Andrés- sonar fijá Vélsmiðju Tálknafiarð- ar var unnið að þvi að skipta um ventil í gær. Fleiri aðfluttir Á síðasta ári fluttust 1100 fleiri til landsins en frá því. Flestir að- fiuttra eru erlendir ríkisborgarar, en þetta er þriðja árið í röð sem aðfluttir eru fleiri en brottfluttir. RÚV sagði frá. Kattafár Töluvert er um kattafár á höf- uðborgarsvæðinu og benda lækn- ar á bólusetn- ingar vegna þessa. Skæður vírussjúkdóm- ur getur dregið ketti til dauða. Besta vömin er árleg bólusetn- ing og ættu þeir sem eiga ketti að fara með þá í bólusetningu hið snarasta. Bylgj- an greindi frá. Áætlunarflug íslandsflug mun hefia áætlun- arflug milli Bíldudals og ísa- fiarðar 18. janúar nk. Ekki hefur verið flogið milli suður- og norð- urfiarða Vestfiarða siðan vorið 1999 er þær ferðir voru lagðar af. Flug milli þessara staða er eina tenging milli svæðanna að vetri til, þar sem fiallvegir eru oftast ófærir. Dagur greindi frá. Mismunun Pétur Hauksson geðlæknir seg- ir tryggingafélög mismuna fólki sem á við þunglyndi að stríða með þvi að hafna því um sjúkra- og líftryggingu og láta það greiða hærri iðgjöld en aðrir. Stöð 2 sagði frá. Helmingi lægri Fyrirtækið Frjáls fiarskipti boðar allt að helmingi lægri verö- skrá á simtölum til útlanda en Landssíminn og er verð hið sama hvort sem er hringt að degi eða kvöldi. Bylgjan greindi frá. Seðlalaust Þrátt fyrir töluverða aukn- ingu greiðslukorta á fslandi hafa vanskil ekki aukist. Þá hef- ur notkun seðla og mynt- ar ekki minnk- að. Forstjóri Visa segir fyr- irtækið undr- andi yfir þess- ari miklu aukningu undanfarið, en telur að notkun korta eigi enn eftir að aukast, jafnvel allt til þess að ísland verði algerlega seðlalaust samfélag sem hann telur verða eftir um það bil 2-3 ár. Bylgjan greindi frá. -hdm/-JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.