Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaftur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aftstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaftaafgreiftsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aftrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasífta: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaftam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerft: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverft á mánufti 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaft 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aft birta aftsent efni blaftsins f stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgialds. DV greiftir ekki viftmælendum fyrir vifttöl vift þá efta fyrir myndbirtingar af þeim. Ódýr útgönguleið Allt bendir til þess að bresk yfirvöld nýti sér slæmt heilsufar og álit læknahóps til þess að losna við erfiða ákvörðun í máli Augustos Pinochets, fyrrum einræðis- herra í Chile. Breska lögreglan handtók Pinochet í októ- ber 1998 er hann dvaldi á sjúkrahúsi í London. Hann var handtekinn að kröfu Spánverja þar sem saksóknari vildi láta hann svara til saka fyrir morð og pyntingar á Spán- verjum á tímum herforingjastjómarinnar í Chile. Pin- ochet rændi völdum í Chile 1973 og herforingjastjóm hans sat til ársins 1990. í valdaráninu féll lýðræðislega kjörinn forseti, Salvador Allende. Einræðisherrann fyrr- verandi er sakaður um að bera ábyrgð á dauða, hvarfi og pyntingum þúsunda manna í valdatíð sinni. Pinochet komst til valda með ofbeldi og tróð fótum mannréttindi í landi sínu. Þess vegna fögnuðu mannrétt- indasamtök og einstaklingar víða um heim þegar hann var handtekinn og ekki síður þegar áfrýjunardómstóll lá- varðadeildar breska þingsins felldi úr gildi úrskurð und- irréttar í London um að Pinochet nyti friðhelgi. í október síðastliðnum úrskurðaði dómstóll í Bretlandi að hægt væri að framselja hann til Spánar. Þeim úrskiu-ði áfrýj- uðu lögmenn Pinochets og málinu var því haldið áfram. Þess vegna em það mikil vonbrigði nú að Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, tilkynni að hann hafi í hyggju að hafna kröfu Spánverja um framsalið. Innan- ríkisráðherrann gefur þá skýringu að Pinochet sé ófær um að vera við réttarhöldin. Straw hyggst að vísu veita mannréttindahópum og stjómvöldum í Chile og á Spáni nokkurra daga frest til að láta í ljós skoðanir sínar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Yfirlýsingar hans benda þó til þess að þar sé um formsatriði að ræða. Ákvörðunin hafi verið tekin. Fari svo að bresk stjómvöld hafni kröfu Spánverja um framsal Pinochets og komi þannig í veg fyrir réttarhöld yfir honum hafa þau brugðist þeim vonum sem við þau vom bundin. í leiðara þessa blaðs haustið 1998, skömmu eftir hand- töku Pinochets, var sú von látin í ljós að bresk stjómvöld og breskt réttarkerfi stæðust þrýsting um eftirgjöf í máli einræðisherrans fyrrverandi. Þrýstingurinn hefur verið mikill að utan og ekki síður innanlands í Bretlandi þar sem áhrifamiklir menn hafa beitt sér í þágu Pinochets. Þar fer fýrir Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra landsins. Þá var um leið á það bent að svaraði hann til saka þrengdist að öðrum harðstjórum í heiminum. Þeir fantar og þjóðníðingar kætast án efa sleppi Pin- ochet við réttarhöld. Það hefur legið fyrir allt frá því að hann var handtekinn að heilsa hans er bág. Sú ástæða ætti ekki að duga gegn sanngjarnri kröfu um að hann standi fýrir máli sínu. Hafni innanríkisráðherra Bret- lands framsalskörfu Spánverja nú vegna heilsufars Pin- ochets verður að líta á það sem tylliástæðu eða ódýra út- gönguleið í máli sem sem valdið hefur breskum stjórn- völdum óþægindum. Áfangi náðist í mannréttindamálum með handtöku Pinochets og stofufangelsisvist. Þeim árangri verður ekki fylgt eftir sleppi hann án réttarhalda. Það væri mið- ur. Það þarf að koma lögum yfir fauta líkt og einræðis- herrann fyrrverandi. Meðan hann er tagltækur ætti ekk- ert að koma í veg fýrir að hann svaraði til saka fyrir fjöldamorð, pyntingar og fúllkomna fyrirlitningu á mannréttindum. Augusto Pinochet ber ábyrgð á fólsku- verkunum sem unnin voru í Chile. Jónas Haraldsson Allt fram um miöja fyrri heimsstyrjöld uröu litlar breytingar á íslensku þjóölífi frá því sem veriö haföi í tvær ald- ir á undan, breytingarnar skullu hins vegar á í hinni síöari og síöan hefur hert á þeim. Við aldahvörf öfganna og það hefur hún vissulega verið fyr- ir okkur íslendinga þó að öfgabylgjumar hafi skollið seinna á okkur en öðrum þjóðum. Er þetta að breytast? Erum við viö aldamót að verða samstíga öðrum? Bæði og. í ýmiss konar tækni stöndum við jafh- fætis þjóðunum sem við berum okkur saman við, t.a.m. fiskveiði- tækni, tölvutækni, margvíslegri verktækni og lækningatækni. Þró- un í listum hefur líka verið mjög hröð á síðari hluta aldarinnar, sér- „Þegar við horfum fram á nýju öldina ættum við að minnast hinnar liðnu með þakklæti og auðmýkt en ekki hrósa okkur af þeim gæðum sem hún hefur veitt okkur. Komandi öld gæti orðið okkur þyngri í skauti.. Kjallarinn Árni Björnsson læknir Þegar þessi pist- ill kemur fyrir al- mannasjónir höf- um við byrjað að dagsetja bréf og önnur plögg með ártali sem byijar á tölunni tveir. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvort þetta tákni upphaf nýrrar aldar eða hvort enn sé eitt ár til stefnu. Kjallara- höfundur gerir þó ráð fyrir því að ný öld hafi hafist 1. janúar og því sé tímabært að skoða öldina sem kvaddi með deginum 31. desember 1999. Sá sem lifað hef- ur 3/4 hluta liðinn- ar aldar og þar af rúman helming sem virkur þátttak- andi í þjóðlífinu hlýtur að spyrja sig margra spuminga þegar hann reynir að meta menn og málefni en í stutt- um kjallarapistli verður slíkt mat harla gróft. Áratug á eftir Sé litið til aldarinnar allrar og staða íslands skoðuð með hliðsjón af þróun með þjóðum sem við ber- um okkur saman viö er ljóst að lengst af erum við a.m.k. áratug á eftir. Allt fram um miðja fyrri heimsstyrjöld urðu litlar breyting- ar á íslensku þjóðlífi frá því sem veriö hafði í tvær aldir á undan og þótt við auðguðumst á styrjöldinni breytti það litlu fyrir alþýöu manna. Breytingamar skullu hins vegar á í hinni síðari og síðan hef- ur hert á þeim. Öldin sem nú er liðin (eða ekki alveg) hefur verið nefnd öld lega í tónlist, en þar höfum við notiö fjölda erlendra listamanna sem af ýmsum ástæðum hafa leit- að hingað. íslenskir vísinda- og listamenn hafa líka reynst liðtæk- ir með erlendum þjóðum. Endaskipti á frelsishugtakinu En hvar er íslenska þjóðarsálin stödd í framfarafljótinu? Getur verið að eitthvað af henni hafi strandað á andlegum grynningum inn milli fjalla? Dæmi: meðan aðr- ar þjóðir herða reglur um per- sónuvemd samþykkja stjómmála- menn á íslandi lög sem svipta ein- staklinga eignarrétti á eigin per- sónuupplýsingum, undir yfirskini læknavísinda. Á meðan aðrar sið- menntaðar þjóðir telja vemdun jarðarinnar brýnasta verkefni nýrrar aldar ákveða sömu stjóm- málamenn að eyðileggja nátt- úruperlur á hálendi landsins handa stóriðju sem mengar loft, láð og lög. Enn hefur hluti þessara stjómmálamanna haft endaskipti á frelsishugtakinu og uppnefnt það frjálshyggju en það er andlits- lyft frumskógarlögmál. Um síöustu aldamót vom ís- lendingar fáir, fátækir og smáir en það blésu ferskir vindar um hugi þjóðarinnar og menn trúöu að gæði landsins mundu skila öllum hagsæld á komandi öld. Við þessi aldamót eru íslendingar enn fáir og smáir en ríkir, þó að tiltölrdega lítill hópur eigi bróðurpartinn af auðnum. En höfum við öðlast auð og lífsgæði fyrir eigin verðleika, dugnað, hagsýni og stjórnvisku? Með auömýkt og þakklæti Öldin sem er nýliðin hefur ver- ið öld mestu tækniundra í sögu mannkynsins, þó of mörg þeirra hafi verið notuð í þágu eyðing- arafla. Enn er tæknin notuð til að heyja grimmilegar staðbundnar styrjaldir. Það svelta fleiri í heim- inum en nokkru sinni í sögu mannkyns og sjúkdómar sem mætti útrýma drepa árlega tug- milljónir manna. Við íslendingar höfum sloppið við hörmungar meðbræðra okkar en það er hollt að muna að velsæld okkar er, að nokkru, hluti af vesöld þeirra. öldin hefur verið okkur léttbær um drepsóttir og náttúru- hamfarir sem á fyrri öldum voru okkur þungbærar. Þegar við horf- um fram á nýju öldina ættum við að minnast hinnar liðnu með þakk- læti og auðmýkt en ekki hrósa okk- ur af þeim gæðum sem hún hefúr veitt okkur. Komandi öld gæti orð- ið okkur þyngri í skauti, sérlega ef við í hofmóði neitum að fara eftir þeim umferðarreglum sem gOda með siðuðum þjóðum. Ámi Bjömsson Skoðanir annarra Nú reynir á Hæstarétt... „í allri umræðunni um kvótann á undanfórnum árrnn hefur komið í ljós, að andstæðingar kvótakerf- isins hafa ekki getað bent á raunhæfan valkost. Þetta hefur almenningur auðvitað fundið... Umdeild- ur dómur héraðsdóms Vestfjarða hefur vakið upp gamlan draugagang. Nú reynir á Hæstarétt að taka af skarið með fullskipuðum dómi og kveða, með af- dráttarlausum hætti, uppúr um stjómarskrárlegt gildi þeirra lagagreina sem um er deilt. Hlutverk Hæstaréttar er að eyða réttaróvissu en ekki að skapa hana eins og reyndin hefur orðið með dómi réttarins og málsmeðferö í svokölluðu Valdimars-máli.“ Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 13. janúar. Þjóðarsátt framsóknarmanna „Enn einu sinni em dómstólar landsins að draga í efa stjómarskrárlegar forsendur þeirrar stórfelldu eignatilfærslu sem þrifist hefur í skjóli kvótakerfis- ins í sjávarútvegi... Það hefur vakið sérstaka athygli að forystumenn stjómarflokkanna hafa bmgðist mjög ólíkt við dóminum. Þeir talsmenn framsóknar- manna sem tjáð hafa sig opinberlega tala með aUt öðrum hætti en forsætisráðherra... Ekki er annað að sjá en að forysta framsóknarmanna átti sig á að nú sé tækifæri tU að reyna tU þrautar að ná þjóðarsátt um málið. Jón Kristjánsson, einn áhrifamesti þing- maður flokksins, boðaði þá stefnu í grein í Degi á þriðjudaginn, og túlkar þar ljóslega ríkjandi viðhorf flokksfory stunnar. “ Elías Snæland Jónsson í Degi 13. janúar. Samkeppni I sjóflutningum? „Það er út af fyrir sig athyglivert, að athafna- mönnum nýrra tíma skuli hafa tekizt að ná þessum flutningum af Eimskipafélaginu. Það hefur engum tekizt hingað tU nema í stuttan tíma i senn. Áleitn- ari spuming er hins vegar - og sú sem hefur meiri þýðingu fyrir viðskiptalífið almennt - er hvort hið nýja skipafélag Guðmundar Kjærnesteds verður upphafið að því, að samkeppni í skipaflutningum tU og frá íslandi aukist á næstu árum. Viðskiptalífinu á íslandi er auðvitað ljóst, að Eimskip og Samskip hafa skipt með sér markaðnum á seinni árum og verðsamkeppni þeirra í mUli heyrir sögunni tU.“ Skoðun Innherja í Viðskiptabl. Mbl. 13. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.