Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 Fréttir ll í ! I DV Krabbameinsfélagið og Urður Verðandi Skuld i samstarf: í samkeppni við það besta erlendis - segir Reynir Arngrímsson hjá Urði. Skapar strax 8-10 ný störf „Þetta eru fyrstu skrefln á langri leið í uppbyggingu á krabbameins- rannsóknum hérlendis. En við stefnum að því að verða fljótlega komin í samkeppni og geta farið að bjóða upp á góða rannsóknarmögu- leika hér á Islandi, alveg sambæri- lega við það besta sem gerist erlend- is, svo möguleikar aukist á fjár- magni erlendis frá,“ segir Reynir Amgrímsson, framkvæmdastjóri vísindasviðs Urðar Verðandi Skuld- ar. Fyrirtækið undirritaði í gær samning við Krabbameinsfélag ís- lands um víðtækt samstarf um krabbameinsrannsóknir. „Við erum að sameina krafta Krabbameinsfé- lagsins sem hefur verið leiðandi í þessum rannsóknum og okkar sem erum frekar ungt líftæknifyrirtæki þannig að við komum með nýjungar í nálgun og getum lagt til uppbygg- ingu á nýjum aðferðum og flutt inn nýjustu þróun að utan. Svo er það alltaf gleðiefni þegar hægt er að skapa ný störf en þama verða til um 8-10 störf,“ segir Reynir. Samstarf félaganna mun m.a. fel- ast í þvi að vísindamenn þeirra munu vinna sameiginlega að rann- sóknum á krabbameini og nýta til þess verktækni og þekkingu sem þeir búa yfir, m.a. til rannsókna á sviði frumu- og sameindalíffræði. Sérstaklega mun það beinast að þvi sem lýtur að samspili gena sem leiða til myndunar krabbameins. Skilningur á slíkum ferlum er grundvöllur fyrir þróun nýjunga í meðferð á krabbameini en nýlegar heilbrigðisspár gera ráð fyrir mik- ifli fjölgun krabbameinstilfella á næstu áratugum. Með samstarfi þessara aðila opnast nýir möguleik- ar á að beita hátækniaðferðum við rannsóknir á orsökum og eðli sjúk- dómsins. Rannsóknir félaganna miða að því að skilgreina þætti sem hafa áhrif á sjúkdómshorfur ein- staklinga með brjóstakrabbamein og geta því haft beina hagnýta þýð- ingu þegar fram í sækir, eins og seg- ir í fréttatilkynningu. -hdm Kútter Sigurfari aö grotna niður: Milljónaviðgerð blasir við DV, Akranesi: Milljónaviðgerð blasir við flagg- skipi Byggðasafnins á Görðum, Kútter Sigurfara, að sögn Jóns Heið- ars Allanssonar, forstöðumanns safnsins. „Það er rétt að Kútter Sig- urfari er farinn að láta á sjá og þyrfti viðgerðar við sem allra fyrst,“ sagði Jón Heiðar, í samtali við DV. Árið 1985 var kútterinn formlega opnaður eftir að búið var að endur- gera hann að mestu leyti en alltaf átti eftir að ganga frá káetum og ýmsu smávægilegu í lest skipsins. Á hverju ári hefur verið unnið að við- Eins og sjá má er byrðingur Sigur- fara farinn að láta á sjá. haldi kúttersins og reynt að verja það með ýmsum ráðum fyrir veðri og vindum. Milljónaviðgerð blasir við Kútter Sigurfara, flaggskipi Byggðasafnsins og sú framkvæmd verður erfiðleikum háð að Görðum. „Skipið hefur ávallt staðið úti óvarið og í gegnum árin hefur það farið að láta mikið á sjá og þarfnast mikillar viðhaldsvinnu við, sem verður kostnaðarsöm, gæti skipt einhverjum milljónum króna. Það er lauslega búið að fara yfir og meta stöðuna en eftir er að gera kostnað- aráætlun," sagði Jón Heiðar. Kútter Sigurfari er eini kútterinn sem varðveittur er í landinu og er því einstakur safngripur. -DVÓ Jón Heiöar Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins á Görðum, við Kútt- er Sigurfara. DV-myndir Daníel Þorsteinn Sæmundsson jarð- fræöingur. Norðurland vestra: Forstöðumaður ráðinn Þorsteinn Sæmundsson, 36 ára jarðfræðingur, hefur verið ráð- inn forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra sem er að hefja starfsemi. Hann mun að einhverju leyti hefja störf nú í janúarmánuði og mun koma norður til fullra starfa í byrjun febrúar. Þá standa vonir til að húsnæði það sem Náttúrustofu er ætlað á Sauðárkróki veröi til- búið. Þorsteinn hefur undanfar- in ár starfað hjá Veðurstofu ís- lands. Hann er kvæntur og á þrjú böm. -ÖÞ Mjólkursamlagið, nýleg bygging, fékk nýtt hlutverk f hittifyrra, þegar mjólkuriönaður Borgnesinga lagðist af og tekiö var til að blanda vodka á staðnum. DV mynd JAK. Sparisjóður kaupir gamla mjólkurbúið DV, Borgarbyggð: Sparisjóður Mýrasýslu hefur keypt Engjaás 2 í Borgamesi, þar sem áður var húsnæði Mjólkursamlags Borg- firðinga. „Við keyptum húsið vegna tveggja þátta, annars vegar vegna uppstokk- unar í rekstri KB og hins vegar vegna þess að við teljum að húsið sé tilvalið fyrir ýmsa staifsemi og sjáum við fyr- ir okkur að selja það aftur innan skamms," sagði Kjartan Broddi Bragason, sérfræðingm- hjá Sparisjóði Mýrasýslu, í samtali við DV. Ýmis fyrirtæki em með starfsemi í húsinu sem stendur, þeirra á meðal Engjaás, Olíudreifing og Framleiðni- sjóður. Húsið er um 5 þúsund fermetr- ar á þrem hæðmn. „Kaupverð er trúnaðarmál á mifli okkar og KB,“ sagði Kjartan Broddi Bragason, þegar hann var inntur eftir kaupverði. -DVÓ TILBOÐ LJÓS • VIFTUR RBERU VerS aSeins kr. 4.780 Lifir: Grænt Hvítt/Svart VerS aSeins kr. 1.990 Litir: Antíkarænt Hvítt/ovart VerS aSeins kr. 1.990 Litir: VerS aSeins kr. 2.600 Litir: Antíkgrænt Hvítt/Svart VerS aSeins kr. 2.600 Litir: Hvítt/Svart kr. 3.280 Litir: Hvítt/Svart VerS aSeins kr. 730 Litur: Hvítt VerS aSeins kr. 5.900 Litur: Hvítt Vifta krómuS. 1 on 60W VerS aSeins kr. 4.780 Litur: Hvítt VerS aSe ins W Vifta svört. 120 cm, 60 5 hraSar VerS aSeins kr. 6.900 kr. 6.900 132 cm, 68 W 3 hraSar Kastari 500W m/skynjara VerS aSeins kr. 2.450 Sparperur 15W pr, stk. kr. 590 15W 3 stk. kr. 1.420 -fryggí«?í3™^5------- ViS Feilsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is Kastari 150W m/skyn jara VerS aSeins kr. 2.450 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 kr. 4.450 Litur: Svart VerS aSeins kr. 440 Litur: Hvítt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.