Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 nn Ummæli Snýst alltaf umfólk „Tölurnar eru mjög stórar en maður hættir að hugsa um þær. Þegar á hólmiim er komið snýst þetta alltaf um sömu hlutina, það er að segja fólk.“ Ólaur Jóhann Ólafsson, forstjóri og rithöf- undur, um samruna AOL og Time Warner, í Degi. Mulið undir útgerðarmenn „Verður er verkamaðurinn launanna, enda hefir Halldór (Ásgrímsson) mulið undir út- gerðarfyrirtæki fjölskyldu sinnar tiu þúsund tonn af þorskígildum með fram- kvæmd flskveiðilaga Kristjáns í LÍÚ.“ Sverrir Hermannsson al- þingismaöur, í Morgunblað- inu. Viðbrögð forsætisráðherra „Viðbrögð forsætisráðherra eru þau að ekkert sé hægt að gera nema flýja land verði dómur hér- aðsdóms staðfest- ur af Hæstarétti. Þetta sýnir betur en allt annað hvað færsætis- ráðherra er í mun að verja forréttindi fáeinna sægreifa." Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður, i Degi. Neyðaiúiræði? „Ef stjórnvöld axla ekki ábyrgð á að stjórna þjóðfélag- inu út úr 6% verðbóigu og hræðilegum viðskiptahalla, þá eru vaxtahækkanir Seðlabank- ans neyðarúrræði. Til lengri tíma getur þetta úrræði kæft frumkvæði og athafnagleði.“ Edda Rós Karlsdóttir, hag- fræðingur ASÍ, í Degi. Kvótastýrðar fiskveiðar „Sé það eindreginn vilji ! meirihluta Alþing- is að viðhalda : kvótastýrðum i fiskveiðum á ein- 1 stök skip verður í framtíðinni að , útfæra reglur , sem standast ákwæði stjórn- arskrárinnar um jafn- ræði og atvinnufrelsi." Guðjón A. Kristjánsson ai- þingismaður, í DV. Jakob Ólafsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni: Fjölbreytt og gefandi starf „Ég var á hefðbundinni vakt þeg- ar útkallið kom á sunnudagskvöld- ið. Þegar ég fékk fregnirnar af veðr- inu í ísafjarðardjúpi, sem voru ekki glæsilegar, ákvað ég að fara út fyrir land og fljúga á hafi fyrir Vest- íjarðakjálkann til að losna við mestu ókyrrðina í loftinu. Það lá ljóst fyrir að það yrði mikill mót- vindur og við vorum tvo klukku- tíma á leiðinni," segir Jakob Ólafs- son, flugstjóri hjá Landhelgisgæsl- unni, sem fór frækilegt sjúkraflug á TF-Líf til ísafjarð- ar til að sækja fársjúka konu sem varð að kom- ast á sjúkrahús í Reykjavík. Til marks um veikindi konunnar má geta þess að tveir læknar fóru í þetta sjúkraflug. Jakob segir að veðrið hafi aðeins verið farið að lægja þegar þeir komu í Djúpið: „Ég hafði fengið þær fregnir hjá veðurfræðingi aö veðrið myndi ganga niður undir morgun en vissi ekki nákvæmlega hvenær það yrði. Þegar ég svo fékk lýsingu frá flugturninum á ísafirði sá ég að þetta yrði ekki svo svakalegt og tókst lendingin vel. Við vorum svo mun fljótari á leiðinni heim, bæði hafði veðrið gengið niður og við vorum með vindinn í bakið og þar sem við vissum að sjúlkingurinn þurfti bráðnauðsynlega á aðstoð að halda héldum við stystu leiðina heim. Ferðin tók með stoppi á ísa- firði um fimm klukkustundir." Oft er tekin ákvörðun þegar þyrl- um Landhelgisgæslunnar er flogið að fljúga frekar yfir sjó en landi séu aðstæður þannig: „Við getum ekki flogið jafnhátt og venjulegar flugvél- ar og ekki eins hratt og lendum þar af leiðandi meira i ókyrrð því velj- um við oft að fljúga yfir sjó þegar því er við komið.“ Þetta er ekki eina flugið í vetur þegar Jakob hefur þuft að glíma við veðurguðina og krækja fyrir land: „Það var nú bara á mánudaginn síð- astliðinn að við fórum í flug til Vestmannaeyja og á leiðinni til baka var komin aðvörun frá Veðurstofunni um mikla ókyrrð og ísingu i lofti og því kusum við að fljúga með sjónum í sjö til átta hundruð fetum til Reykjavíkur." Jakob Ólafsson er bú- inn að vera flugmaður hjá Landhelgisgæsl- unni síðan 1987 og verið síðustu tvö árin flug- stjóri: „Ég er á þyrlunum en hef réttindi á aðr- ar flugvélar og flaug í hjáverkum á Landgræðsluvélinni. Áður var ég hjá Emi á ísafirði. Starfið hjá Land- helgisgæslunni er mjög íjölbreytt og gefandi og maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér. Það vofir alltaf yfir okkur að þurfa að fljúga í slæmu veðri en þetta er skemmtilegt starf.“ Jakob er fiöl- skyldumaður og segist reyna sem mest að vera með fiöl- skyldunni í frítímamun. Eiginkona Jakobs heit- ir Violeta Tolo Torrés og eiga þau tvær dætur, níu og fimm ára gamlar. -HK Maður dagsins Rauða Nemendaóperan sýnir Rauða tjaldið - óperuslettur úr ýmsum áttum í Tónleika- sal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, um helgina. Sýningar verða alls þrjár og er sú fyrsta i kvöld. kl. 20, önnur á morgun kl. 16 og á sunnudag kl. 20. Sýningin er gamansöm og sett saman á mjög nýstárlegan hátt úr þekktum óp- erum. Átriðin eru bæði leikin og sung- in með íslenskum texta og í sinni upprunalegu rnynd. Tónlistarundirbúning og pí- anóleik annast Claudio Rizzi og leikgerð og leikstjórn er í höndum Ásu Hlínar Svav- arsdóttur. Nemendur óperudeildar tjaldið hafa allan veg og vanda af sýningunni, annast gerð leiktjalda og búninga og syngja öll einsöngshlut- verk.Þau eru Auður Guðjohnsen, Áslaug H. Hálf- danardóttir, Bryndís Jóns- dóttir, Guðríður Nanna Helgadóttir, Guðriður Þ. Gisladóttir, Hafsteinn Þór- ólfsson, Ingibjörg Al- dís Ólafsdóttir, ívar Helgason, Jónas Guð- mundsson, Kristveig Sigurðardóttir, Kristín R. Sigurðardóttir, Linda P. Sig- urðardóttir, Magnea Gunn- arsdóttir, Nanna María Cortes, Ragnheiður Haf- stein, Sigurlaug Jóna Hann- esdóttir og Þóra Guðmunds- dóttir. Leikhús Syndaselur Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Heil umferð í Úrvalsdeild kvenna í handboltanum verður ieikin um helgina. Fjöldi leikja í hand- bolta og körfubolta Það verður mikið um að vera í handboltanum og körfuboltanum um helgina, Að visu er hand- boltalandsliðið komið i víking og því ekki leikið í Úrvalsdeild karla en stutt er á milli leikja hjá kven- fólkinu og verður leikin heil um- ferð um helgina. Á morgun eru fiórir leikir. Stjarnan leikur á sín- um heimavelli í Ásgarði gegn KA og verður að teljast sigurstrang- legri í þeirri viðureign, í Framhúsi leika Fram og ÍR, á Seltjamarnesi Grótta KR og Valur og i Kaplakrika FH og ÍBV. Síðasti leikurinn í um- jl , ferðinni verður IþrOttir síðan á morgun----------------- þegar Haukar og UMFA leika í Strandgötunni. Efsta lið deildar- innar, Víkingur, situr yfir í þess- ari umferð. Um helgina verður einnig leikið í 2. deild karla, í Graf- arvogi leika á morgun Fjölnir-Sel- foss, í Framhúsi, Fram B-Grótta KR og á Akureyri Þór-Völsungur. Stórleikur helgarinnar í körfu- boltanum er á ísafirði þegar heima- menn í KFl taka á móti KR-ingum. Sá leikur hefst kl. 20. Ekkert er leikið í Úrvalsdeildinni en fiöl- margir leikir eru í neðri deildum. Bridge Reykjavíkurmót í sveitakeppni hófst síðastliðið þriðjudagskvöld með þátttöku 20 sveita. Fimmtán þeirra vinna sér rétt til þátttöku í undankeppni íslandsmóts. Sveitim- ar 20 spila aflar innbyrðis, 16 spila leiki. Að loknum tveimur fyrstu um- ferðunum er staða efstu sveita þannig að Flugleiðir frakt er i efsta sæti með 47 stig, sveitir Subaru og ísaks Amar Sigurðssonar eru jafhar í öðru sætinu með 45, Samvinnuferð- ir/Landsýn í þriðja með 43 stig en Esja-kjötvinnsla í fimmta sæti með 38 stig. Spiluð eru forgefm spil á mótinu og því sömu spil í öllum leikjum. Fyrsta spilið í annarri um- ferð var forvitnilegt. Flest pörin í a- v náðu fiórum hjörtum og nokkrir spiluðu 5 tígla. Spilin liggja vel fyrir a-v og hálfslemma borðleggjandi í öðrum hvorum rauðu litanna. Þeir voru þó ekki margir sem náðu að segja sig upp í slemmuna. 1 einum leiknum mátti þó sjá skondin úrslit. 4 K6532 G5 -f 7 4 KG872 ♦ ÁD8 W D876 ♦ K106 4 965 ♦ G109 W K2 •f G82 4 ÁD1043 í lokuðum sal náðu a-v eftir bar- áttu í sögnum að segja sig upp i 6 tígla í umræddum leik. N-s ákváðu að taka sjö laufa fórn yfir þeim samningi og hefðu liklega verið 800 nið- ur doblaðir ef þeir hefðu fengið að spila hann. N-s ákváðu hins vegar að freista gæfunnar í 7 tíglum, en þann samning var ekki hægt að vinna. A-v töldu sig því tapa umtalsvert á spilinu, en reyndin varð önnur. Á hinu borð- inu í leiknum fengu n-s að spila 2 spaða óáreittir án truflunar frá and- stæðingunum í sögnum. Sagnhafi fékk 9 slagi í þeim samningi og munurinn því 3 impar. ísak Örn Sigurðsson ♦ 74 Á10943 ♦ ÁD9543 4 -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.