Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 Spurningin Finnst þér aö banna ætti notkun GSM-síma á matsölustööum? Svanbjörn Sigurðsson rafveitu- stjóri: Já, mér finnst stundum ástæða til þess. Það er t.d. bannað í Svlþjóð. Magnús Gíslason kerfisfræðing- ur: Fer það ekki bara eftir þvi á hvaða matsölustað þú ert! Hrefna Kristjánsdóttir, upprenn- andi fatahönnuður: Þeir eiga að vera hljóðir. Bara að þeir hringi ekki en allt í lagi að talað sé í þá. Ágúst Kristmanns leigubílstjóri: Já, er það ekki? Brynja Guðmimdsdóttir verk- fræðingur: Eiginlega. Það er leiðin- legt að borða við hávaða. Eva Lind Vestmann nemi: Já, mér finnst það. Lesendur Verðhækkun land- búnaðarvara - hættulegur efnahagsskelfir Hátt verð á matvælum hér er að ganga af feröa- mannaþjónustunni dauðri og ávallt er Island ber á góma erlendis nefnir fólk sem hér hefur veriö hátt verð. -Feröamenn á tjaldstæöi í Reykjavík. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Nú eru mjólkurvörur að hækka í verði. Ég hélt að verð á þeim gæti ekki orðið hærra. Þessi ráðstöfun mun hleypa af stað hækkunum á öllu öðru. Það er með eindæmum hvað landsmenn láta bjóða sér. Ég sá töflu í DV um verð á landbúnað- arvörum hér og í öðrum Evrópu- löndum. Aðeins eitt land er með hærra verð, Sviss. Ég heyrði sögu nýlega af erlendu leiguskipi sem flytur vörur hingað. Kokkurinn um borð ætlaði að fá vistir hér á landi en hætti snarlega við er hann fann út að fyrir einn lambsskrokk gat hann keypt 8 skrokka í Þýskalandi. - Ég endur- tek; 8 skrokka. í DV var líka sagt að almenning- ur (ríkið) greiddi 15 milljarða króna með íslenskum landbúnaði en bændur vilja fá 20 milljarða í næstu búvörusamningum. Bændur eru ekki öfundsverðir af sínum kjörum. Staðreyndin er sú að hér er stund- aður heimskautabúskapur, þ.e. hafa þarf dýrin inni mestallt árið á með- an nágrannar okkar í Evrópu þurfa að hýsa dýrin í 3 mánuði og í Bret- landi ganga þau laus allt árið. Þann 1. sept. 1958 færðu íslend- ingar landhelgina út í 12 mílur. Sendiherra okkar í London var þá dr. Kristinn Guðmundsson. Á fundi með breska landbúnaðarráðherran- um sem einnig fór með fiskimál sagði ráðherrann við dr. Kristin (en fundurinn var haldinn á búgarði breska ráðherrans í Boston-héraði þar sem ráðherrann rak nautabú): „Þið Islendingar þurfið að efla naut- griparæktina hjá ykkur.“ Þá svar- aði dr. Kristinn: „Hve langan tíma þarft þú að hýsa naut þin á gjöf?“ Hinn sagði: Allt árið um kring.“ Sendiherrann sagði: „Á íslandi þarf að hafa nautgripi inni i 9 mánuði á ári, þess vegna erum við ís- lendingar svo háðir fiskveiðum." Þetta segir sína sögu. Hátt verð á mat- vælum hér er að ganga af ferðamanna- þjónustunni dauðri. Ávalit er ísland ber á góma erlendis nefnir fólk sem hér hefur verið hátt verð. Is- lendingar eiga nú þegar að taka upp viðræður við ESB um fulla aðild að banda- laginu. Þá verður hægt að bjóða hér matvæli á skaplegu verði og það mun hleypa krafti i ferða- mannageirann og margt annað honum tengt. Það skapar ný störf og fjármagn og þá væri hægt að hækka laun hér um 40%. En eins og er erum við í hópi lægst launuðu þjóða. Núverandi ástandi verður að linna og það bitnar verst á barn- mörgum fjölskyldum sem senn gef- ast upp og reyna jafnvel að flytja af landi brott. Það yrði mikil blóðtaka fyrir okkur sem þjóð. Skarphéðinn Einarsson. Ameríska efnahagssvæöiö - æskilegt fyrir íslendinga Einar Ámason skrifar: Ég rakst á grein í Morgunblaðinu þ. 8. janúar sl. eftir Ásgeir nokkum Jónsson hagfræðing um hugsanlegt myntbandalag okkar íslendinga við Norður-Ameríku. Þetta var merki- leg grein að því leytinu til að nánast hefur ekki verið minnst á þetta lengi. Þó minnist ég nokkurra les- endabréfa, t.d. í DV, og jafnvel kjall- aragreina í sama blaði fyrir nokkrum árum. En nú virðist sem einhverjir séu farnir að hallast að því að myntbandalag íslendinga við Norður-Ameríku sé okkur mun hollara en að vera að trítla á tánum fyrir utan dyr ESB sem aldrei kem- ur til greina og það af mörgum ástæöum. Ameríska efnahagssvæðið, sem er að verða eitt viðskiptasvæði, yrði okkur íslendingum mjög hagstætt ef okkur lánaðist að taka upp dollar- ann með þeim kostum og þeirri hag- ræðingu sem því fylgir. Nú er svo komið hér að íslenskt efnahagskerfi er nánast ónýtt og gjaldmiðillinn með. Nú er því lag fyrir okkur að breyta um stefnu fyr- ir fullt og fast. Samtímauppfærsla á þjóðsögu „Varla ætti að þurfa aö benda á aö uppákoman í Þjóöleikhúsinu er - eöa á aö vera - sýning á Gullna hliöinu eftir Davíö Stefánsson..." segir m.a. í bréf- inu. - Frá sýningu á Gullna hliöinu í Þjóöleikhúsinu þessa dagana. Gunnar Stefánsson leiklistar- gagnrýnandi skrifar: Furðuleg setning stendur undir mynd í leikhúspistli Silju Aðal- steinsdóttur (“Áramót", DV, 31.12. ‘99). Þar er fjallað um uppsetningu Hilmis Snæs Guðnasonar á Gullna hliðinu í Þjóðleikhúsinu. Hún er þar kölluð „nútímalegur leikhús- búningur" en mætti með ekki minni rétti kallast poppuppfærslu. En það sem ég hnaut um voru orð- in: ..var uppsetningin öll stílfærð á þann hátt sem sæmir samtíma- uppfærslu á þjóðsögunni sem leik- ritið er skrifað eftir.“ Varla ætti að þurfa að benda á aö uppákoman í Þjóðleikhúsinu er - eða á að vera - sýning á Gullna hlið- inu eftir Davíð Stefánsson en ekki ný leikgerð sögunnar um sálina hans Jóns míns. Slík leikgerö man ég að var sett upp hjá Hugleiki fyr- ir nokkrum árum og hét Sálir Jón- anna. Þetta var skemmtilegt uppá- tæki. En sýningin á Gullna hliðinu er allt annars eðlis. Leikstjórinn virðist hafa gengið út frá því að í rauninni sé Gullna hliðið leiðinlegt leikrit en megi gera það þolanlegt með alls konar skrípalátum. Ég undrast að bókmennta- og leiklistargagnrýnandi skuli ekki átta sig á greinar- mun á nútímaupp- suðu úr þjóðsögu og nýrri sýningu á sex- tiu ára gömlu leik- riti. Fyrir utan það sé ég ekki að „nú- tímalegur leikhús- búningur" og „sam- tímauppfærsla" séu nein töfraorð þegar kemur að uppsetn- ingu klassískra verka. Ástæða þess að gamalt leikrit er tekið til sýningar hlýtur að vera sú að í því sé frá höfundar- ins hendi sá veigur að það eigi erindi til okkar. Að því er Gullna hliðið snertir er hinn viðkvæmi strengur þess auðvit- að innlifun höfundar í gamla alþýðutrú. Hún liflr í hugar- heimi kerlingarinnar en þar gerist verkið eins og Davið benti sjálfur á og Hilmir Snær hefur raunar haft eftir honum, þótt skilningur á því hafi ekki náð að setja mark á sýn- inguna. Enda kemur hún manni fyr- ir sjónir sem stefnulaus glundroði og þannig „póstmódem" í fyllsta mæli. Uppsagnir á Flugleiöa- hótelunum Guðný skrifar: í frétt í Mbl. er rætt um upp- sagnir á Flugleiðahótelunum og er þar vitnað í ummæli fram- kvæmdastjóra hótelanna sem seg- ir m.a. að uppsagnimar eigi ekk- ert skylt við aldur þeirra sem sagt var upp en sá sem lengst hafði starfað af þeim sem sagt var upp haföi starfað hjá félaginu í 43 ár og aðrir í þetta 15 til 30 ár. Svo segir framkvæmdastjórinn m.a.: „Við erum í gríðarlega harðri samkeppni á markaðnum og hún hefur harðnað mjög upp á síðkast- ið“ - Er það þá kannski vegna hinnar hörðu samkeppni sem uppsagnimar eiga sér stað? Og: „Við verðum að skila okkar arði og þetta eru aðgerðir sem bæta okkar rekstur," segir fram- kvæmdastjóri Flugleiðahótelanna ennfremur. - Verður þá arðurinn bættur með því að segja þessu starfsaldursháa fólki upp? Maður spyr bara. En hlunnindi samfara starfslokunum bæta ekki upp- sagnirnar upp. Aldrei. Málmengun Sig. Þorsteinsson hringdi: Frétta- og fjölmiðlamenn eiga skammir skildar fyrir að mis- þyrma málinu okkar og búa til klisjur sem ganga svo eins og vír- us í þjóðfélaginu mismundandi lengi. Eitt af því sem ég gagnrýni harðlega er orðskrípið „á útopnu" t.d. „allt á útopnu". Þetta er mikil afbökun á „útopnuðu", því hér hefur verið sótt til sjómennskunn- ar enn einu sinni, þar sem skír- skotað er til t.d. skipsvélar sem keyrð er á útopnuðu. Ég skora á menn að hætta á „útopnu" og taka til við að keyra allt á „útopn- uðu“ þegar mikið liggur við. Varhugaverð vaxtahækkun J.S.Ó. skrifar: Mér finnst afar einkennilegt hvemig Seðlabankinn stendur að því að hægja á þenslunni og lag- færa ríkisfjármálin. En líta verður svo á að Seðlabankinn sé líka að horfa á hvemig ríkisfíármálin era smám saman að fara úr böndunum, ásamt því að verðbólgan er farin að éta upp góðærið og áhrif þess. Vaxtahækkun um 0,8% hefur náttúrlega lítið sem ekkert að segja fyrir fólk sem sífellt sækir í eyðslu- og óráðsíulánin. Vaxta- hækkunin þyrfti að vera eitthvað í kringum 3-4% svo að þar verði stopp. En fyrir þá sem skulda vegna íbúðarkaupa er 0,8% hækk- un blaut tuska í andlitið. Það er líka eitthvað öfugsnúið þegar bankastjórar Seðlabankans stað- hæfa að háir vextir hér á landi séu réttlætanlegir miðað við ná- grannalöndin sem búi m.a. við at- vinnuleysi. Hér sé ekkert atvinnu- leysi og yflrmáta góðæri og það þurfi að leggja til atlögu við það með einhverjum hætti! Þetta er bara ekki rétta leiðin, því miður. Hún byggist á því að slá á puttana á ríkisvaldinu og banna því að fara með fé almennings eins og hún eigi það - á öllum sviðum. Og Sigmund líka Andrés skrifar: Mikið er ég undrandi á að sjá skopmynd eftir Sigmund í morgun (Mbl. 12. jan.). Þar er Davíð Odds- son sýndur vera að slá í borðið og segja fyrir verkum í dómskerfmu vegna Vatneyrardómsins. Ég hélt að skopteiknarinn snjalli og vin- sæli væri klókari en þetta að því er pólitíkina snertir. Hann slæst þama í hóp þeirra sem kyrja sama sönginn, dag eftir dag: Davíð, Dav- íð, allt Davíð að kenna. Þeir sem gerst þekkja til í stjómmálum og þjóðmálum yfirleitt vita þó betur. Það er Davíð einn sem þorir að segja þjóðinni sannleikann og stendur ávallt fast á sannfæringu sinni en það gera flestir aðrir stjórnmálamenn ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.