Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 13 DV Fréttir Húsavík leikur á reiðiskjálfi þessa dagana vegna áformaörar sameiningar stærsta fyrirtækisins, Fiskiðjusamlags Húsavíkur, við Ljósavík. hf. í Porlákshöfn. Ljósavíkurmálið á Húsavík: Algjör óvissa ríkjandi „Það er alveg óljóst hver næstu skref verða 1 málinu en stjórn Fiskiðjusamlagsins mun koma saman og ræða framhald málsins," segir Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri á Húsavík, um hvert verður framhald „Ljósavíkurmálsins" svokallaða eftir að fyrirhuguð sameining Fiskiðjusamlags Húsa- víkur og Ljósavikur hf. í Þorláks- höfn fór út um þúfur. Er ekki of- sagt að algjör óvissa sé varðandi það hvað tekur við. Málið stöðvaðist á því að endur- skoðandi Fiskiðjusamlagsins, sem vann að sameiningaráætluninni, reyndist vanhæfur samkvæmt lög- um þar sem hann er einnig hlut- hafi i Fiskiðjusamlaginu. Umræð- an um málið undanfarnar vikur á Húsavík hefur verið vægast sagt hörð og ýmislegt verið sagt þar í hita leiksins. Þannig segja meiri- hlutamenn í bæjarstjórn Húsavík- ur að búið sé að vega þannig að eigendum Ljósavíkur af hálfu minnihlutans í bæjarstjórn að ólíklegt sé að „Ljósvíkingamir“ hafi mikinn áhuga á að kanna frekar hugsanlega sameiningu fyritækjanna. Þrír langstærstu hluthafarnir í Fiskiðjusamlagi Húsavikur eru 01- íufélagið hf. og „tengdir aðilar“ með u.þ.b. 28%, Húsavikurbær með um 26% og Ljósavík með um 20%. Ljósavík á þegar menn í stjóm fyrirtækisins sem mynda þar meirihluta með fulltrúum Húsavíkurbæjar. -gk Verzlunamannafélag Reykjavíkur: Forstöðumaður Viðskiptastofu SPRON: Ríkisbankarnir eru ofmetnir „Almennt séð tel ég íslensku bankana vera dýra, sérstaklega FBA og Búnaðarbankann en undantekning er hins vegar Is- landsbanki. Hann er að mínu mati á tiltölulega eðillegu verði, sé litið til dæmis til V/H hlut- falls hans,“ segir Arnar Bjarna- son, framkvæmdastjóri Við- skiptastofu SPRON. „Að sjálf- sögðu er verðmat bankanna hins vegar mjög háð því hver endan- legur hagnaður þeirra verður og hvað verður úr sameiningar- og hagræðingaráformum á fjár- málamarkaði," segir Arnar. Amar bendir á að stór hluti hagnaðar bankanna i dag sé vegna gengisbreytinga verðbréfa en ekki af hefðbundinni banka- starfsemi. „Uppsveiflan hefur verið gríð- arleg og staðreyndin er sú að stór hluti hagnaðar bankanna er fenginn í gegnum stöðutökur á verðbréfamarkaði þar sem til- tölulega hagstæð skilyrði hafa ríkt undanfarin ár.“ Er líklegt að við séum að horfa upp á eitthvað svipað i nánustu framtíð? „Ég get ekki ímyndað mér að það verði sams konar hagstætt ástand i efnahagslífinu hvað þetta varðar," segir Amar Bjamason. -GAR Skagfirðingar skulda milljarð: Erum ekki í depurð Styður félagsmenn til heilsuræktar - fleiri fyrirtæki styrkja starfsmenn segir bæjarstjórinn Starfsmenn sem eru í góðu lík- amlegu ásigkomulagi missa síður úr vinnu en þeir sem huga ekki að heilsunni. Mörg fyrirtæki hafa gert sér grein fyrir mikilvægi heilsuræktar og styrkja starfs- menn sína til að iðka heilsu- rækt. Styrkur- inn er mismun- andi eftir fyrir- tækjum. í sum- Magnús L. um tilfellum er Sveinsson. ákveðið hlutfall endurgreitt af líkamsrækt og i öðr- um tilfellum er boðinn afsláttur hjá völdum líkamsræktarstöðvmn. „Heilsurækt er mjög þýðingar- mikil og hún eykur á velsæld mannanna. Hún er fyrirbyggjandi og líkaminn þarf á henni að halda vegna aukinnar kyrrsetu," segir Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur. Á liðnu ári voru hátt í 2000 fé- lagsmenn Verslunarmannafélags Reykjavíkur sem nutu þessa styrks sem er 4000 krónur á ári. En til þess að fá þessa endur- greiðslu þarf að skila kvittun fyrir greiðslu á viðurkenndri líkams- ræktarstöð samkvæmt upplýsing- um frá VR. SkOa þarf kvittuninni fyrir tuttugasta dags mánaðar til að fá endurgreitt um næstu mán- aðamót. En er ákveðinn hópur frekar en annar sem sækir eftir þessum styrk? „Það er breið fylking sem kemur úr öllum starfsstéttum. Fólkið er flest í yngra kantinum en þó er aldurinn breiður en það fer vaxandi að fólk sækir eftir þessum styrk,“ segir Magnús. Hjá Samtökum atvinnulífsins fengust þær upplýsingar að engin könnun hefði verið gerð á umfangi þessara styrkja. Það fer eftir því hve mótuð starfsmannastefna hvers fyr- irtækis er en sum fyrirtæki hafa lík- amsrækt sem hluta af stefnu fyrir- tækis síns. En víst er að hlutverk heilsuræktar fer ört vaxandi í vit- und manna og góð heilsa starfs- manna skilar sér í betri afköstum þeirra. -hól „Við erum ekki í neinni depurð héma en við ætlum okkur ekki að eyða peningum í neinn óþarfa held- ur,“ segir Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri í Skagafirði, en þar hef- ur fyrri umræða um fjárhagsáætlun farið fram í sveitarstjóm. Skagafjörður er mjög skuldsett sveitarfélag, brúttóskuldir áætlaðar um einn milljarður króna. Ekki verður aukið við þær skuldir á ár- Kvikmyndin Drive Me Crazy, sem nú er sýnd í Regnboganum, hef- ur að geyma lag eftir íslensku söng- konuna Öldu Björk Ólafsdóttur. Lagið, sem heitir Real Good Time, fór upp í sjötta sæti breska vin- sældalistans en það fór upp í átt- unda sæti íslenska listans og sat þar í tvær vikur sumarið 1998. Alda, sem búsett hefur verið í inu en gert ráð fyrir að greiða niður skuldir um 15 milljónir króna. Hins vegar á að framkvæma fyrir um 200 milljónir í sveitarfélaginu og þar ber langhæst áframhald vinnu við byggingu grannskólans sem tekur til sín um 100 milljónir króna. Af öðrum framkvæmdum má nefna gatna- og holræsagerð og veitufram- kvæmdir á Hofsósi og í Seiluhreppi. -gk Lundúnum frá því árið 1989, stendur nú í samningaviðræðum við amerískt plötufyr- irtæki samkvæmt upplýsingum DV. Platan hennar, Out of Alda, kom út í fyrra- Alda Björk sumar hér á landi. Ólafsdóttir. Kvikmyndin Drive Me Crazy: Alda meö lag í kvikmynd Þaö var mikil ánægja hjá krökkunum á Höfn þegar snjóaði á dögunum og snjó var ýtt í hrauka af bílastæðum og plönum. Hér eru þeir Óskar og Sæv- ar byrjaöir á snjóhúsi og njóta sín vel. föstudag 14. jan., kl. 10-18, og laugard. 15.jan., kl. 10-17. Utillega útlitsgallað og fleira. Selt með miklum afslætti. usgögn Bæjarhrauni 12 Hf. • Simi 565 1234

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.