Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 26
26
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000
Afmæli
Hólmfríður E. Helgadóttir
- hundrað ára
Hólmfríður Elin Helgadóttir, fyrrv.
húsmóðir og saumakona, Suðurgötu
12, Sauðárkróki, sem dvelur nú á deild
aldraðra á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á
Sauðárkróki, er hundrað ára í dag.
Starfsferill
Hólmfríður fæddist á Ánastöðum í
Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi,
Skagafirði. Hún bjó í foreldrahúsum
til þrettán ára aldurs en fór þá í vist
að Brúnastöðum í Tungusveit. Fimmt-
án ára var hún ráðin í vist til Jónas-
ar Kristjánssonar, læknis á Sauðár-
króki, og k.h., Hansínu Benediktsdótt-
ur, þar sem hún annaðist bamagæslu,
saumaskap og almenn húsverk. Þar
dvaldi hún næstu níu árin að undan-
skildu einu ári er hún fór til Reykja-
víkur og nam fatahönnun og fatasaum
hjá Herdísi Guðmundsdóttur.
Hólmfríður hóf búskap að Grund,
(síðar Suðurgötu 12) á Sauðárkróki
1925 og bjó þar þangað til hún fór á
öldrunardeild Sjúkrahússins fyrir
tæpum áratug.
Áuk bamauppeldis og annarra hús-
móðurstarfa var hún saumakona í um
sextíu og fimm ár og mun hafa verið
fyrsta lærða saumakonan
á Sauðárkróki. Auk þess
að hanna og sauma kjóla
og annan fatnað heklaði
hún, prjónaði og saumaði
út listsaum.
Þá hafði Hólmfríður
nokkrar kindur, kýr, og
hænsni fram til 1944 er
tengdafaðir hennar, sem
bjó hjá henni, lést.
Auk sauma stundaði
hún síldarsöltun að sumar-
lagi á Sauðárkróki og
einnig á Sigluflrði þegar
þá vinnu var að hafa fyrir og á stríðs-
árunum síðari auk ýmissa annarra
verka sem til féllu.
Fjölskylda
Hólmfríður giftist á aðfangadag jóla
1924 Magnúsi Halldórssyni, f. 30.5.
1891, d. 13.12. 1932, skósmið og beyki
frá Ystu-Grund í Blönduhlíð í Skaga-
firði. Hann var sonur Halldórs Þor-
leifssonar, f. 1860, d. 1944, og Sigríðar
Magnúsdóttur, f. 1868, d. 1902. Magnús
átti tvær systur, Sigurbjörgu, f. 1893,
d. 1916, og Ingibjörgu, f. 1895, d. 1922.
Börn Hólmfríðar og Magn-
úsar eru Sigríður, f. 20.7.
1925, húsmóðir og garð-
yrkjubóndi í Laugar-
hvammi í Skagafírði, en
maður hennar er Friðrik
Ingólfsson og eiga þau sex
böm; Regína Margrét, f.
14.3. 1927, húsmóðir á
Sauðárkróki en maður
hennar er Jón Kr. Ingólfs-
son og eiga þau fjögur
börn; Dóra Ingibjörg, f. 7.6.
1928, húsmóðir á Sauðár-
króki en maður hennar er
Rögnvaldur Ólafsson og eiga þau
fimm börn; Margrét Helena, f. 1.1.
1930, húsmóðir og skrifstofumaður á
Sauðárkróki en maður hennar er Sig-
fús Agnar Sveinsson og eiga þau fimm
böm; Jón Ósmann, f. 28.6. 1931, fyrrv.
starfsmaður hjá Mjólkursamlagi
Skagfirðinga en kona hans er Marta
Sigríður Sigtryggsdóttir og eiga þau
tvö böm; Magnús Halldórsson, f. 6.11.
1932, bifvélavirki í Hafnarfirði en
kona hans er Sigríður Bjarnadóttir
og eiga þau fjögur börn.
Börn, barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn Hólmfríðar
eru nú hundrað þrjátíu og átta talsins
og era öll á lífi.
Alsystkini Hólmfríðar: Marta Krist-
ín, f. 23.3. 1894, d. 28.9. 1917, lést af
barnsfórum tvíbura; Sigurjón, f. 24.5.
1895, d. 20.8. 1974; Magnús Helgi, f.
21.12. 1896, d. 31.12. 1979; Monika Sig-
urlaug, f. 25.11. 1901, d. 10.6. 1988;
Ófeigur Egill, f. 26.10. 1903, d. 13.7.
1985; Sigríður Jónína, f. 19.7. 1906, nú
látin; Hjálmar Sigurður, f. 29.8. 1909.
Hálfsystkini Hólmfríðar, samfeðra:
Erlendur, f. 1884, d. 1964; Helga, f.
1889, d. 1970. Móðir Erlendar og Helgu
var Steinunn Jónsdóttir, f. 4.10. 1847,
d. 30.4. 1892.
Fóstursystir Hólmfríðar er Elín Sig-
tryggsdóttir, f. 1923.
Foreldrar Hólmfríðar voru Margrét
Sigurðardóttir, f. á Ásmúla í Holtum
23.7. 1867, d. 11.5. 1960, húsfreyja á
Ánastöðum, síðar á Reykjum í Lýt-
ingsstaðahreppi, og Helgi Björnsson,
f. á Syðri-Mælifellsá í Lýtingsstaða-
hreppi 2.10. 1854, d. 16.5. 1947, bóndi á*
Ánastöðum og síðast á Reykjum í Lýt-
ingsstaðahreppi.
Hólmfríöur Elín
Helgadóttir.
Jónas H. Jónsson
Jónas H. Jónsson við-
skiptafræðingur, Grenimel
42, Reykjavík, er fimmtugur
í dag.
Starfsferill
Jónas fæddist í Borgar-
nesi og átti þar heima til
sextán ára aldurs. Auk þess
var hann þar mikið á skóla-
ármn í sumarvinnu við ým-
is störf, s.s. byggingar-
vinnu, við afgreiðslustörf,
skrifstofustörf og fleira.
Jónas stundaði nám við Samvinnu-
skólann að Bifröst, lauk þaðan
prófum 1968, lauk stúdentsprófi frá
MA 1970 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ
1976.
Jónas var útibústjóri KB á Hell-
issandi 1970-71. Hann leysti af sem
útibústjóri KB í Ólafsvík sumarið 1973
og stundaði auk þess ýmis störf á há-
skólaárunum, s.s. skrif-
stofustörf hjá SÍS og Bún-
aðarbankanum og var
skrifstofumaður við brú-
argerðina yfir Borgar-
fjörð. Þá stundaði hann
verslunarstörf hjá KEA í
Hrísey.
Að námi loknu vann
Jónas á endurskoðunar-
skrifstofum, lengst af á
endurskoðunarskrifstofu
Egils Símonarsonar
1976-78. Hann starfaði hjá
Þormóði ramma hf. 1978-79 og Verð-
lagsstofnun 1979-81, var í sérstökum
rannsóknarverkefnum fyrir Bænda-
samtökin 1981-82 og hefur starfað hjá
Ríkisbókhaldi frá 1982 og verið for-
stöðumaður Efnahags- og lánasviðs
stofnunarinnar frá 1991.
Jónas hefur verið áhugamaður um
útivist, ferðalög og stangaveiði. Hann
starfaði einnig í Taflfélagi Reykjavík-
ur um tíma og hefur stundað badmint-
on. Þá starfaði hann að félagsmálum
með Samvinnuskólanemum, hefur
sungið í kórum og leikið í hljómsveit-
um.
Fjölskylda
Kona Jónasar frá 1993 er Valgerður
Stefanía Finnbogadóttir, f. 29.1. 1950,
skrifstofumaður hjá Flugleiðum. Hún
er dóttir Finnboga Péturssonar, sem
er látinn, sjómanns og síðar húsvarð-
ar hjá Landsbankanum á ísafirði, og
Sigríður Þórarinsdóttir húsmóðir sem
er látin.
Sonur Jónasar og Dóroteu Öldu
Kristjánsdóttur er Kristján Emil, f.
16.7. 1971, rekstrarfræðingur en sam-
býliskona hans er Sigrún Jóhannes-
dóttir, f. 18.1.1970, rekstrarfræðingur.
Dætur Jónasar eru Helga Þóra, f.
22.10. 1982, verslunarskólanemi; Sig-
ríður Svala, f. 6.6. 1989, nemi í Mela-
skóla.
Bræður Jónasar eru Bragi Jónsson,
f. 29.10. 1951, mælingarmaður, i sam-
búð með Sonju Hille og á hann eina
dóttur og dótturson; Sigurður Páll
Jónsson, f. 23.6. 1958, sjómaður í
Stykkishólmi, i sambúð með Hafdísi
Björgvinsdóttur og á hann tvö börn;
Einar Helgi Jónsson, f. 1.5.1966, verk-
fræðingur í Árósum í Danmörku,
kvæntur Unni Mjöll Dónaldsdóttur og
á hann einn son.
Foreldrar Jónasar era Jón Eyólfur
Einarsson, f. 9.2. 1926, fyrrv. fulltrúi
kaupfélagsstjóra KBB, og Ástríður
Helga Jónasdóttir, f. 14.11. 1930, hús-
móðir og fyrrv. leikskólakennari.
Jónas mun dvelja í Borgamesi á af-
mælisdaginn.
Jónas H. Jónsson.
Guðrún Elsa Marelsdóttir Vokes
Guðrún Elsa Marelsdóttir Vokes,
Lágengi 17, Selfossi, er fimmtug í
dag.
Starfsferill
Elsa fæddist á Selfossi og hefur
búið þar mestallt sitt líf. Á unglings-
árunum dvaldi hún mörg sumur að
Hólshúsum í Gnúpverjabæjar-
hreppi. Hún stundaði hótelstörf í
Englandi 1969 og kynntist þar eigin-
manni sínum. Fjölskyldan flutti til
Englands 1982 og var þar búsett í
eitt ár.
Jafnframt heimilisstörfum hefur
Elsa stundað ýmis verslunarstörf
um árabil. Hún starfar nú við
Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi.
Fjölskylda
Elsa giftist 27.7. 1974 David Clive
Vokes, f. 30.1. 1951, vörustjóra hjá
Húsasmiðjunni. Hann er sonur Syl-
viu og Harry Clifford sem bæði eru
látin en þau voru búsett í Paignton
á Englandi.
Böm Elsu og Davids eru Guðrún
Lísa Vokes, f. 28.7.1970, hagfræðing-
ur í London, en sambýlismaður
hennar er Ludney Davide Pierre;
Atli Marel Vokes, f. 1.10. 1975, nemi
i húsasmíði, búsettur á Selfossi en
unnusta hans er Jóna
Kristín Snorradóttir;
Sally Ann Vokes, f. 12.6.
1984, nemi á Selfossi.
Systkini Elsu eru:
Jenný Marelsdóttir, f.
1941; Sigrún Jóna Marels-
dóttir, f. 1944; Óskar Har-
aldur Marelsson, f. 1946,
d. sama ár; Óskar Jón
Marelsson, f. 1954.
Foreldrar Elsu: Marel
Jónsson, f. 14.5. 1913,
fyrrv. mjólkurbílstjóri hjá
Mjólkurbúi Flóamanna, og
Elín Elíasdóttir, f. 7.2.
Guórún Elsa
Marelsdóttir Vokes.
1920, d. 1.6. 1992, hús-
móðir og starfsmaður
hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna.
Ætt
Marel er sonur Jóns
Ólafssonar frá Uxahrygg
á Rangárvöllum og Guð-
rúnar Andrésdóttur frá
Hemlu. Elín var dóttir
Elíasar Ámasonar frá
Vöðlakoti í Gaulverja-
bæjarhreppi.
Fréttir
Róleg áramót hjá slökkviliði Suðurnesja:
Frestuðu 2 brennum vegna veðurs
DV, Suðurnesjum:
' „Áramótin voru róleg og friðsam-
leg hjá Brunavömum Suðurnesja,"
sagði Sigmundur Eyþórsson
slökkviliðsstjóri. „Veður var betra
en á horfðist samkvæmt veðurspá
en þó gekk á með hvössum éljum á
gamlárskvöld. Vegna óhagstæðrar
vindáttar ákváðum við að fresta
tveimur brennum fram á þrettánd-
ann, stórri brennu í Höfnum og
annarri ofan við Bragavefli í Kefla-
vík.“
Engin meiri háttar slys urðu á
fólki en þó fór slökkviliðið níu
sjúkraflutninga frá hádegi á gaml-
ársdag til sama tíma á nýársdag.
Þrjú brunaútköll urðu á tímabilinu
en öll minni háttar en mun meiri
viðbúnáður var hjá Brunavörnum
Suðumesja en oft áður um áramót.
A.G.
Unga fólkiö skemmti sér vel
við brennur á gamlárskvöld.
DV-mynd Arnheiöur
Til hamingju með afmælið 14. janúar
85 ára
Helga Stefánsdóttir, Þykkvabæ 3, Kirkjubæjarklaustri. Sigurborg Hjartardóttir, Hrafnistu, Reykjavík.
80 ára
Guðmundur Þorleifsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Halldór Gxmnlaugsson, Melum, Dalvik.
75 ára
Jóhanna María Gestsdóttir, Melabraut 26, Seltjamarnesi. Kári Eysteinsson, Hraunbæ 138, Reykjavík. Kristjana Þórhallsdóttir, Reykjaheiðarvegi 6, Húsavik. Sigurður Guðmundsson, Eyjahrauni 17, Þorlákshöfn. Valgeir Jónsson, Grundartanga 30, Mosfellsbæ.
70 ára
Auður D. Pálsdóttir, Rauðagerði 14, Reykjavik.
60 ára
Agnar Urban, Heiðarbrún 53, Hveragerði. Guðrún Friðgeirsdóttir, Móabarði 36, Hafnarfirði. Kristján Einarsson, Hlíðarhjalla 53, Kópavogi. Smári Einarsson, Skriðu, Akureyri. Sturlaugur Eyjólfsson, Brunná, Búðardal.
50 ára
Ámi Ingibjörnsson, Vatnsholti 5b, Keflavík. Erlendur Ómar Óskarsson, Egilsbraut 4, Þorlákshöfh. Friðrik Gestsson, Löngumýri 15, Akureyri. Hannes Jón Sigin-ður Sigurðsson, Kleppsvegi 2, Reykjavík. Hildur Benjamínsdóttir, Tröllagili 14, Akureyri. Ingunn Jóna Jónsdóttir, Þurranesi 2, Búðardal. Nanna Ólafsdóttir, Vesturbergi 138, Reykjavík. Sigurður Halldór Kristjánsson, Neshaga 13, Reykjavík. Svanhildur Siguröardóttir, Huldugili 2, Akureyri. Valgarður Zophoníasson, Stararima 27, Reykjavik.
40 ára
Ásgeir Jóhannes Þorvaldsson, Rjúpufelli 44, Reykjavík. Bryndís Ema Garðarsdóttir, Frostafold 131, Reykjavík. Drífa Þorgeirsdóttir, Kleifarseli 8, Reykjavík. Eggert Þorvarðarson, Blöndubakka 15, Reykjavík. Erla Kristín Birgisdóttir, Hamrabergi 18, Reykjavík. Hrönn Harðardóttir, Furubergi 9, Hafnarfirði. Ingibjörg L. Kristinsdóttir, Sólvallagötu 46e, Keflavík. ísleifur Óli Jakobsson, Blönduhlíð 4, Reykjavík. Kjartan Bergsson, Langholtsvegi 144, Reykjavík. Valgarð Blöndal, Bergþórugötu 29, Reykjavík.