Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 24
* 24 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 Sviðsljós Vel fór á með leikkonunni Kate Winslet og leikstýrunni Jane Campion við frumsýningu myndarinnar Holy Smoke. Par leikur Kate, undir stjórn Jane, unga ástralska konu sem fer til Indlands í leit að framandi menningu. Jimmy göslari heppinn þrátt fyrir allt: Fyrrum Prince gefur fé til fórnar- lamba mikilla flóða í Prinsabæ Popparinn sem eitt sinn gegndi nafninu Prince hefur gefið hátt á þriðju milljón króna til fórnarlamba mikiila flóða í bænum Princeville, eða Prinsabæ. Popparinn las nýlega í blaöi um eyðilegginguna sem felli- bylurinn Floyd olli í bænum í sept- ember á síðasta ári. Og hann var ekki lengi að ákveða að rétta hjálp- arhönd. Bærinn ber jú einu sinni nafnið sem hann gegndi sjálfur einu sinni. í Prinsabæ búa ekki nema 2100 hræður. Fénu á að verja til kaupa á byggingarefni. Erfiðleikar í konungsgarði: Villi prins hnakkreifst við karlinn pabba sinn Heiðraður fyrir Shapespeare Breski leikarinn og þúsund- þjalasmiöurinn Kenneth Bran- agh fær á morgun sérstök heið- ursverðlaun fyr- ir framlag sitt til Shakespear- hefðarinnar inn- an breskrar leiklistar. Verð- launin eru kennd við hinn mikla leikara John Gielgud. Branagh, sem ekki er nema 39 ára, er yngsti maðurinn sem nokkru sinni hef- ur hlotnast þessi mikli heiður. Hann lék til dæmis Hinrik kon- ung fimmta aðeins 23 ára gamall og hafði yngri maður ekki leikið hlutverkið hjá konunglega Shakespeare-félaginu. Bob Dylan fékk sænsk verðlaun Bandaríski þjóðlagaraularinn og stórsnillingurinn Bob Dylan þurfti kannski ekki fleiri verð- laun í safnið. Engu að síður hafa Svíar veitt honum svokölluð Pol- ar-verðlaun sem af mörg- um eru talin ígildi nóbels- verðlauna fyr- ir tónlistarmenn. Sviar verðlauna einnig annan stórsnilling, fiðlu- leikarann Isaac Stem. Konunglega sænska tónlist- arakademían segir að Dylan hafi haft mikil áhrif á þróun alþýðu- tónlistar á tuttugustu öldinni með söng sínum og lagasmíði. Dylan og Stem fá um níu millj- ónir íslenskra króna hvort og mun Karl Gústaf konungur af- henda þeim verðlaunin við hátíð- lega athöfn 15. maí. Aðalvinningur:(Panansonic RX-DS5 ferðatæki frá Japis) Vinningshafi: Sindri Sigfússon. nr. 558230 aukavinningar: 10 tölvuleikir: Talnapúkinn Vinningshafar: Katrín Anna Gísladóttir 9049 Stefanía Hrund Guðmundsd. 14779 Lilja Marta Jökulsdóttir 6695 Hólmfríður L. Þórhallsdóttir 12173 Birgir Þór Þorbjömsson 8940 Fjóla Hrund Bjömsdóttir 06394 Margrét Hrönn Gísladóttir 7252 Sindri Þór Jónsson 7426 Arnar lngi Halldórsson 7723 Daði Sigfússon 936020 bækur: Talnapúkinn Vinningshafar: Daníel Agúst Gautason 9361 Ingunn S. Amþórsdóttir 12764 Birgir Már Sigurðarson 15630 Ágúst Öm Sigmarsson 040897 Anton Ingi Rúnarsson 12482 Auður Hermannsdóttir 1236 Sigurrós H. Sigurðardóttir 1913 Alexander Kristinsson 11351 Bima Guðmundsdóttir 14872 Jón Friðrik Sigurðarson 12362 Finnur Jónsson 5476 Guðjón A. Einarsson 15959 Hildur Rós Guðbjargardóttir 9435 Gunnlaugur H. Friðbjömsson 1571 Amar Ingólfsson 16060 Maria Dis Siguijónsdóttir 06415 Ragnhildur Rós Þrastardóttir 7615 Garðar Gíslason 12626 Tinna Ósk Grímsdóttir 1248 Ingi Þór Sigurðsson 9943 Stallarar Englandsdrottningar óttast nú mjög að Vilhjálm- ur litli prins sé að verða erf- iður unglingur. Ástæðan er heiftarlegt rifrildi Vilhjálms við föður sinn, Karl ríkis- arfa, um jólin. Deilan náði hámarki á jóladag þegar Villi harðneit- aði að segja pabba hvert hann ætlaði á gamlárskvöld, krafðist þess að fá að fara út án þess að dragnast með lífverðina á eftir sér og vildi fá að fara með skólafé- lögum sínum á skíði til Sviss, í venjulegu áætlunarflugi og án þess að eftirlitsmenn hans kæmu með. Rifrildi þeirra feðga var víst ástæðan fyrir því að litli prinsinn, sem er orðinn 17 ára, kom ekki til guðsþjón- ustu með hinu kóngafólk- inu á jóladag. Hann var ekki veikur, eins og starfs- menn hirðarinnar héldu fram þegar þeir voru spurðir um fjarvistir prins- ins. Karl ríkisarfi varð alveg miður sín eftir rifrildi þeirra feðga. Hann hefur enda haft þungar áhyggjur af því hve margir félagar Villa hafa verið staðnir að fikti við fikniefni að undanfomu. Mel B borgar fok- dýra húsaleiguna Mel B er þá góðhjörtuð eftir allt saman. Vesalings eiginmanni kryddpíunnar og íslandsvinkonunn- ar fyrrverandi, honum Jimmy gösl- ara Gulzar, var gert að hypja sig úr glæsihöll þeirra hjóna áður en frúin kom úr jólafríi í Taílandi. Nú hefur hann komið sér fyrir í þriggja svefn- herbergja íbúð i fínu hverfi í norð- urhluta Lundúna og lætur Mel B borga húsaleiguna, um hundrað þúsund krónur á viku. Já, á viku! Þótt nýi bústaður göslarans og gógódansarans sé ekki beinlínis af- dalahreysi er þó langur vegur frá íbúð inni i borginni og hundruð milljóna króna sveitasetri. Kunnugir segja að Jimmy hafi ætlað að festa kaup á eigin íbúð, nú þegar Mel er búin að gefa honum reisupassann. Hann hvarf þó frá því, í bOi að minnsta kosti, þar sem Mel B vildi alltaf vera í partíum en Jimmy vildi bara vera heima. Hann fékk því reisupassann. ekki hefur enn verið samið um líf- eyrinn sem hin forríka Mel þarf að greiða fyrir að losna við kauða. Þá hefur heldur ekki verið samið um forræðið yfir dóttur þeirra fyrrum hjóna. „Hann getur farið að leita sér að íbúð til að kaupa um leið og hann veit hvað hann fær mikið,“ segir vinur Jimmys í viðtali við dálkahöf- und breska blaðsins Mirror. Lögmenn Mel og Jimmy hafa hist að undanfómu til að reyna að ná landi í lífeyrisdeilunni. Mel var reiðubúin að greiða Jimmy 120 milljónir króna en hann vildi fjór- um sinnum meira. Litlir kærleikar höfðu verið með þeim hjónum áður en þau skildu loks endanlega, endalausar deilur og rifrildi um allt og ekkert, ekki þó síst mn fjölskyldustefnuna. DV Katazeta leikur ekki hjá Oliver Catherine Zeta Jones með hrafnsvarta hárið er sennilega allt of önnum kafinn við að und- irbúa brúðkaup sitt og stórleik- arans smávaxna Michaels Douglas til að leika í bíómynd. Að minnsta hefur þokkadísin frá Wales hætt við þátttöku í ástar- mynd leikstjórans Olivers Ston- es, Handan landamæra. Þar átti Katazeta að leika á móti íslands- vininum Kevin Costner. Nú er talað um að hin munnstóra Julia Roberts taki hlutverk Kötu að sér. Og eins og allir vita þá tek- ur hún enga smáaura fyrir. Galdramaðurinn í faðmi ungpíu Galdramaðurinn David Copp- erfield hefur fundið sér nýja fyr- irsætu til að skemmta sér með. Menn rekur ef til vill minni til þess að hann var lengi elskhugi þeirrar þýsku Claudiu Schiffer. David virðist sem sé vera búinn að jafha sig eftir sparkið í aftur- endann frá Claudiu því hann eyddi gamlárskvöldinu í New York með forkunnarfagurri belgískri fyrirsætu, hinni rúm- lega tvítugu Ambre Frisque. Þau hittust fyrir tveimur mánuðum og ku skemmta sér vel saman. Hörkutólið Kirk Douglas er ekkert á því að leggja leiklistina á hilluna, þótt kappinn sé orðinn 83 ára. Sá gamli hefur fallist á að koma fram í þætti úr sjónvarps- syrpunni Touched by an Angel sem taka á upp í næsta mánuði, að sögn kunnugra í Hollywood. Síðast lék Kirk í myndinni Di- amonds og í Hollywood er um fátt meira rætt en að hann verði tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir frammistöðuna. Annars er Kirk hrifnastur þessa dagana af tilvonandi tengdadóttur, Kötu Z. Kirk Douglas ekki hættur enn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.