Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 Viðskipti__________________________________________________________________________________________pv Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ, 1.063 m.kr. ... Mest með hlutabréf, 403 m.kr. ... Mest viðskipti með Landsbankann, 75 m.kr. og hækkuðu bréfin um 4,32% ... FBA hækkaði um 6,3% í 55 m.kr. viðskiptum ... íslenski hugbúnaðarsjóðurinn um 7,48% ... Skinnaiðnaður lækkaði mest, eða um 19,6% ... Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,3% og er nú 1.628 ... Vísitala neysluverðs hækkar um 0,8% - hefur hækkað um 5,8% síðustu 12 mánuði Visitala neysluverðs, miðuð við verðlag i janúarbyrjun, hækkaði um 0,8% frá fyrra mánuði og var 195,5 stig. Þessi niðurstaða er í sam- ræmi við spár fjármálafyrirtækja og það sem Seðlabanki íslands bjóst við. Fram kemur í frétt frá Hagstof- unni að vísitala neysluverðs án hús- næðis var 195,4 stig og hækkaði um 0,5% frá desember. Það sem veldur þessari miklu hækkun á neysluverðsvísitölunni nú er m.a. hækkun fasteignagjalda um 13,7% og hækkar það vísitöluna um 0,29% en markaðsverð húsnæð- is hækkaði um 0,8% og hækkar vísi- töluna um 0,08%. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2% og hækkar það visitöluna um0,2%, en þar vegur hækkun á mjólkurvörum hæst en hækkunin nam4,l%. Leik- skólagjöld hækkuðu um 10,7% og hækkar það vísitöluna um 0,09% og verð á bensíni og olíu hækkaði um 1,5% og hækkar vísitalan við það um 0,06%. Áhrif af vetrarútsölum leiddu til 3,1% verðlækkunar á fótum og skóm. Við það lækkar vísitala neysluverðs um 0,18%. 5,8% síöustu 12 mánuöi Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,8% og vísitala neysluverðs án hús- Skipting neyslu í janúar 2000 Breyting frá mars 1999 Matur og drykkjarvörur 16,8% 4,55% Áfengi og tóbak 3,2% 1,26% Föt og skór 5,5% 2,73% Hiti og rafmagn 3,2% 3,44% Húsgögn, heimilisb. o.fl. 5,2% 0,25% Heilsugæsla 3,0% 1,72% Ferðir og flutningar 17,9% 6,70% Póstur og sími 1,6% -3,03% Tómst. og menning 12,9% 2,90% Menntun 1,0% 3,40% Hótel/veitingastaöir 5,2% 3,55% Ýmsar vörur og þjónusta 9,3% 6,56% Vísit. neysluv. án húsnæðis84,6% 4,07% Húsnæði 15,4% 13,73% Vísitala neysluverðs alls 100,0% 5,43% Fasteignagjöld hafa hækk- aö um rúm 13% og vegur þaö þungt í hækkun neysluverösvísitölunnar. næðis um 4,3%. Undanfa ma þrjá mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 1,1% sem jafngildir 4,6% verðbólgu á ári. Árið 1999 var vísitala neysluverðs að meðaltali 189,6 stig sem er 3,4% hærra en meðaltalið 1998; sambæri- leg hækkun 1998 var 1,7% og árið 1997 1,8%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 191,1 stig að meðaltali árið 1999, sem er 2,4% hærra en árið áður; sambærileg hækkun 1998 var 1,1% og árið 1997 var hún 1,7%. Verðbólgan í ríkjum EES frá nóvember 1998 til nóvember 1999, mæld á sam- ræmda vísitölu neysluverðs, var 1,5% að meðaltali. Á sama tímabili var verðbólg- an 1,8% í helstu viðskipta- löndum íslendinga en 3,8% á íslandi. Sambærilegar verð- bólgutölur fyrir ísland eru 4,4% í desember og 4,5% í janúar 2000. Veröbólga í ýmsum löndum frá okt. 1998 til okt. 1999 Island 3,8% írland 3,0% Spánn 2,7% Danmörk 2,7% Noregur 2,6% Bandaríkin 2,6% Grikkland 2,2% Holland 2,0% Ítalía 2,0% Finnland 1,9% Portúgal 1,9% Lúxemborg 1,9% Belgía 1,6% Meöaltal EMU 11 1,6% Meðaltal ESB 1,5% Bretland 1,3% Sviss 1,3% Þýskaland 1,1% Austurríki 1,0% Frakkland 1,0% Svíþjóð 0,8% Japan -0,7% Viðskiptalöndin 1,8% íslendingar næstbjartsýnastir - á eftir Svíum ÍS-15 á Verðbréfaþing - stærsti hlutabréfasjóðurinn sem öllum er heimilaður íslendingar eru næstbjartsýnasta þjóð Vestur-Evrópu. í nýrri könnun bandarísks fyrirtækis kemur fram að 47% landsmanna telja að árið 2000 veröi betra fyrir þá en árið 1999. Sví- ar eru bjartsýnastir Vestur-Evrópu- búa en 54% Svía telja betri tíð í vændum á yfirstandandi ári. Við- skiptavefurinn á Vísi.is greindi frá þessu í gær. Ásamt íslendingum eru Grikkir í öðru sæti en þar á eftir koma írar (45%) og Þjóðverjar og Ítalir (44%). íbúar Georgíu eru bjartsýnastir allra Evrópubúa en 60% íbúa lands- ins svöruðu játandi spumingunni verður árið 2000 betra en árið 1999? Miðað við niðurstöður könnunarinn- ar eru Nígeríumenn bjartsýnastir jarðarbúa en 85% svarenda töldu að nýhafið ár yrði betra. Næstbjartsýn- astir eru íbúar Venesúela þar sem Viö íslendingar eru bjartsýnir á framtíöina þrátt fyrir blikur í efna- hagsmálum. 76% höfðu meiri væntingar til þessa árs en síðasta árs. Það var bandaríska fyrirtækið TNS Intersearch sem stóð að rann- sókninni en leitað var álits 63 þúsund manna i 61 landi. Hlutdeildarskírtemi i Fjárfestingar- sjóði Búnaðarbankans, ÍS-15, hafa verið skráð á Verðbréfaþing íslands undir nafai sjóðdeildarinnar Búnaðarbankinn - íslensk hlutabréf (ÍS-15). Það að ÍS-15 skuli ekki vera skráður hefúr hingað til takmarkað möguleika einstakra fagfjár- festa á að kaupa hlut í sjóðnum. Við- skiptavefúrinn á Vísi.is greindi frá. ÍS-15 er ekki verðbréfasjóður í skiln- ingi laga um verðbréfasjóði en Búnaðar- bankinn hefur nú ákveðið að fara þá leið að gefa út hlutdeildarskírteini í sjóðnum og verður hann þvi skráður sem önnur verðbréf i kerfúm Verðbréfa- þingsins með auðkenni VSBUN/IS15. ÍS-15 hefur sérhæfl sig í að eignast hlut í fáum en stórum félögum og hefúr náð góðri ávöxtun. Sökum stærðar sjóðsins hefúr hann náð stórum hlut í einstökum felögum. Þannig á ÍS-15 t.d. stóran eignarhlut í til dæmis deCode genetics (2,1%), ÚA (12,4%), Olíufélag- inu (6,4%), Flugleiðum (6,9%), Atlanta (14,2%), Marel (6,2%) og SÍF (5,5%) ef tekið er mið af hlutabréfasafni sjóðsins 1. október síðastliðinn. Stærsti hlutabréfasjóðurinn Að sögn Valgeirs Geirssonar hjá Bún- aðarbankanum Verðbréf verður engin breyting gerð á fjárfestingarstefnu sjóðsins og áfram mun hann höfða til stærri fjárfesta. Þannig er að lágmarki hægt að kaupa hlut fyrir tvær miiljónir króna í ÍS-15 og á því verður engin breyting. Hjá Valgeiri kom fram að með skráningu hlutdeildarskírteina á Verð- bréfaþingi gæti ÍS-15 hins vegar komið til móts við þær reglur sem gilda um íjárfestingar lífeyrissjóða og segist hann búast við auknum áhuga þeirra í kjöl- farið. VÞI tekur skýringar Bunaðarbankans gildar - skýrari lög um innherjaviðskipti nauðsynleg Verðbréfaþing íslands hf. hefur mót- tekið bréf Búnaðarbanka íslands hf„ dagsett 11. janúar sl„ þar sem svarað er þeim spumingum sem þingið bar fram í bréfi sínu, dags. 10. janúar sl„ um tilefni afkomuviðvörunar í ljósi nýlega útgefmnar útboðslýsingar. í svari Búnaðarbankans kemur fram að þær breyttu forsendur sem leiða til aukins hagnaðar í bankanum megi fyrst og fremst rekja til gengis- hagnaðar vegna hlutabréfaeignar bankans. Sé þessi aukning í samræmi við efni útboðslýsingar Búnaðarbank- ans, dags. 13. desember sl„ en þar seg- ir að sveifla á hlutabréfamarkaði sem næmi 20% kynni að breyta stöðu bank- ans um 550 mUljónum króna td hins betra eða verra. Verðbréfaþing tekur skýringar Bún- aðarbankans gUdar. Þó telur þingið að afkomuviðvörunin hafi ekki verið nægUega skýrt orðuð og orðalag henn- ar beinlínis gefið tilefhi tU annarrar túlkunar en við átti. í viðvöruninni segir m.a.: „Vegna hagstæðrar þróunar á síð- asta ársfjórðungi ársins 1999 liggur nú fyrir að afkoma bankans verður betri en fram kemur í þeim áætlunum sem áður hafa verið birtar." Það er skoðun Verðbréfaþings að bankinn hefði átt að upplýsa i viðvör- uninni að afkomubatinn væri vegna hækkunar á gengi hlutabréfa á mark- aði á síðustu dögum ársins, í stað þess að tala um hagstæða þróun á síðasta ársfjórðungi. Þingið telur ekki efiii tU frekari aðgerða vegna þess hvemig bankinn rækti upplýsingaskyldu sína að þessu sinni. Skýrari lög nauðsyn Hins vegar telur Verðbréfaþing, í Ijósi umfjöUunar fjölmiðla og annarra um viðskipti innheija með bréf bank- ans o.fl., að nauðsynlegt sé að setja skýrari ákvæði í lög og reglur um framkvæmd útboða, um viðskipti um- sjónaraðila, innheija og starfsmanna með bréf í tengslum við útboð, svo og um viðskipti hlutafélaga með eigin bréf. Það er hagsmunamál allra þátt- takenda á verðbréfamarkaði að leik- reglur séu skýrar tU að þeir sem kapp- kosta að fylgja þeim þurfi ekki að sæta ásökunum eða tortryggni um óheiðar- leg eða óeðhleg vinnubrögð. Þingið mun beita sér fyrir viðræðum við Fjár- málaeftirlitið, stjómvöld og samtök að- Ua á verðbréfamarkaði um bætta skip- an þessara mála. Krónan styrktist Vísitala krónunnar lækkaði í gær og í fyrradag úr 111 niður í um 110 í lok dags eftir að hafa far- ið neðar. Ástæðan fyrir þessu er væntanlega vaxtahækkun Seðla- bankans á mánudaginn um 0,8 prósentustig. I Morgunkomi FBA í gær kemur fram að líkur séu á að það takist að halda gengi krón- unnar nokkuð stöðugu með þess- ari aðhaldssömu peningamála- stefiiu. Mun því sennUega enn vera fýsUegt að nýta vaxtamun- inn með því að kaupa íslenskar krónur framvirkt fyrir erlenda mynt. Einnig bendir FBA á að munur kaup- og sölutUboða á mUlibankamarkaði með vexti hef- ur minnkað eftir að nýjar lausa- fjárreglur fyrir bankana tóku gUdi. Það gerir það að verkum að einnig minnkar munur kaup- og sölutUboða á framvirkum samn- ingum. Framvirkir samningar mega því teljast hentugri en áður þar sem hagstæðari kjör bjóðast við lokun á þeim fyrir gjalddaga. íslenski hugbúnaöarsjóöur- inn eykur hlut sinn í Land- steinum tslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. hefur aukið hlut sinn i Land- steinum Intemational hf. og á sjóðurinn nú um 23,3% hlut í Landsteinum, sem em næst- stærsta félagið í safni íslenska hugbúnaðarsjóðsins, en fyrir átti sjóðurinn um 18%. Eignarhlutur íslenska hugbúnaðarsjóðsins í Landsteinum nemur um 22% af heildareignum á bókfærðu verði. Microsoft skipt upp? Orðrómur er um að full- trúar banda- ríska dóms- málaráðu- neytisins og þeirra nítján ríkja sem standa að málaferlum gegn Microsoft hallist að því að skipta eigi Microsoft upp í nokkur smærri fyrirtæki. Nú standa yfir viðræð- ur milli málsaðila þar sem leitað er lausna á deilunni. Hvorki dómsmálaráðuneytið né Microsoft hafa viljað tjá sig um orðróminn. Viðskiptavefúrinn á Vísi.is greindi frá. Lífeyrissjóður Austurlands gerir rekstrarsamning við Kaupþing Lífeyrissjóður Austurlands (LA) hefur samið við Kaupþing um heildarrekstur lífeyrissjóðs- ins, að undangengnu forvali í des- ember sl. Stjómarmenn LA og framkvæmdastjóri undirrituðu samninginn í Egilsbúð í Neskaup- stað í dag, fyrir hönd Lífeyrissjóðs Austurlands, en fyrir hönd Kaup- þings skrifuðu undir Sigurður Einarsson forstjóri og Ingólfur Helgason, forstöðumaður hjá Kaupþingi. Umframeftirspurn hjá FISKEY Sölu Fiskeldis Eyjafjarðar hf. (FISKEY) á nýju hlutafé til hlut- hafa félagsins er lokið. Boðnar vora 75 milljónir króna að nafn- verði á genginu 2,5, eða sem nem- ur 187,5 milljónum að kaupverði, til 94 hluthafa. Umframeftfrspum- in í útboðinu var 90%. Englandsbanki hækkar vexti Englandsbanki hækkaði stýri- vexti sína í gær í þriðja sinn á fimm mánuðum. Nam hækkunin 0,25 prósentustigum og em vext- imir nú 5,75%. Búist var við þess- ari vaxtahækkun á fjármálamörk- uðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.