Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000
15
Enginn veit hvað
átt hefur...
hvað annað er sú að það sé rang-
látt, m.a. vegna þess að nýir ein-
„Viðbrögðin eru frekar í takt við
úrslit úr íþróttakappleik. - Ef
Vatneyrardómurinn verður stað-
festur í Hæstarétti blasir við
neyðarástand á fjármálamarkaði
þjóðarinnar og helsti atvinnuveg-
urhennar, sjávarútvegurinn, riðar
til falls. Það er ekkert til að
hlakka yfír.“
Það er sérkennilegt
að fylgjast með glað-
hlakkalegum við-
brögðum stjórnarand-
stöðunnar á þingi út
af nýjasta kvótadómn-
um. Ekki er að sjá að
skilningur þeirra á af-
leiðingum dómsins
risti djúpt ef hann
verður staðfestur í
Hæstarétti. Viðbrögð-
in eru frekar í takt við
úrslit úr íþróttakapp-
leik. - Ef Vatneyrar-
dómurinn verður
staðfestur í Hæstarétti
blasir við neyðará-
stand á fjármálamark-
aði þjóðarinnar og
helsti atvinnuvegur hennar, sjáv-
arútvegurinn, riðar til falls. Það er
ekkert til að hlakka yfir.
Kvótakerfið sannar sig
Kvótakerfið hefur sýnt það og
sannað að ekkert
annað kerfi sem
reynt hefur verið
tekur því fram í ár-
angri þegar litið er
til reksturs fyrir-
tækja og stýringar í
nytjastofnana. Arð-
semin hefur aukist
bæði í fiskvinnslu og
útgerð. Fjárfestar
hafa keppst við að
festa peninga sína í
sjávarútvegsfyrir-
tækjum sem hefur
styrkt kerfið og gert
það að gríðarlegu
afli.
Hver man ekki
baslið í sjávarútveg-
inum fyrir árið 1990 bæði hvað
varðaði rekstur fyrirtækjanna og
ríkisins. Hver man ekki verðbólg-
una og framúrkeyrslu í veiðum ár
eftir ár. Réttlæting þeirra sem
vilja afnema kvótakerfið fyrir eitt-
staklingar komist ekki að vinnslu
eða veiðum og byggðir raskist.
í einu af efstu sætunum
Að sumu leyti er þetta rétt en það
breytir þó ekki því að ekkert annað
kerfi hefur fundist sem skdar við-
líka árangri þegar litið er á hag
þjóðarinna í heild sinni. Um þetta
vitna aliar hagtölur og afkomutölur
fyrirtækja og fjöl-
skyldna miðað við
árin fyrir 1990.
Samanburður við
aðrar þjóðir sýnir
að velferðin skilar
okkur í eitt af 10
efstu sætunum í
heiminum.
Kvótakerfið hef-
ur tekið miklum
breytingum síðan
það var lögleitt og
allt fram á síðasta
ár. Fyrstu árin
var um sambland
af sóknar- og kvótastýringarkerfi
að ræða sem gekk illa. Eftir 1990
hefur verið hreint kvótakerfi með
frjáisu framsali. Einstaka slaufur
hafa þó verið innan kerfisins, m.a.
línutvöfoldun og krókakerfi.
Brýnt aö skoða ágallana
Vegna þrýstings frá hagsmuna-
aðilum hafa nokkrar grundvallar-
breytingar orðið síðustu árin sem
hafa dregið úr möguleikum kvóta-
lítilla útgerða og fiskvinnslufyrir-
tækja án kvóta til að bjarga sér.
Þar á ég við afnám línutvöfoldun-
arinnar og skerðingu framsaisins.
Þessar breytingar hafa leitt til
mikillar verðhækkunar á eignar-
og leigukvóta og hærra verðs á
fiskmörkuðum sem hefur orsakað
það að nánast er útilokað að vinna
fisk nema eigin kvóta.
Fyrir Alþingi og stjómvöld er
brýnt að skoða hvernig bæta megi
þessa ágalla í kerfinu. Það mætti
gera með potti sem nýjar útgerðir
og litlar fiskvinnslur í landi gætu
keppt um. Að kollvarpa kvótakerf-
inu við núverandi aðstæður gæti
leitt tii kollsteypu í efnahagslífi
þjóðarinnar sem ekki verður séð
fyrir endann á. Slíkt stjórnarfar
vill þjóðin ekki aftur.
Kristján Pálsson
Breytingar hafa leitt til mikillar verðhækkunar á eignar- og leigukvóta og hærra verðs á fiskmörkuðum en orsak-
ar aö nánast er útilokaö að vinna fisk nema eigin kvóta.
Kjallarinn
Kristján Pálsson
alþingismaður
Nýjar áherslur í kjarabaráttu
Höfuðmarkmið allrar kjarabar-
áttu er bættur hagur launafólks.
Þessu mikilvæga markmiði verð-
ur ekki náð án þess að raunsætt
mat á aðstæðum liggi fyrir hverju
sinni. íslenskt efnhagslíf hefur
tekið örum breytingum samfara
aukinni samkeppni og opnara hag-
kerfi. Svo viðtækar eru þessar
breytingar, að þjóðfélagið er í
raun gjörólíkt því sem við áttum
að venjast fyrir aðeins 15 árum
eða svo.
VR á tímamótum
Af þessufn sökum stendur
Verzlunarmannafélag Reykjavík-
ur á vissum tímamótum. Flest ef
ekki öll rök hniga í þá veru að
taka verði upp nýjar áherslur í
kjarabaráttunni, eigi félagið að
standa undir eðlilegum kröfum fé-
lagsmanna um árangur. Gagnvart
VR lýsa þessar breytingar sér
þannig í einfóldu máli að launaá-
kvarðanir eru i stórum dráttum að
færast frá samningsaðilum kjara-
viðræðnanna til einstakra vinnu-
veitenda.
Launataxtar eru m.ö.o. að víkja
fyrir markaðslaunum sem vinnu-
veitendur og starfsfólk semja inn-
byrðis um. Þetta segir okkur að
VR þarf að beina kröftum sínum
mun víðar en aö samningsborði
karphússins.
Launaákvarðanir á
jafnréttisgrunni
Eitt mikilvægasta markmið
komandi kjarasamninga er að sátt
náist um hvem-
ig brugðist verði
við þessari þró-
un, sem er að
mati VR i raun
rökrétt afleiðing
þess breytta um-
hverfis sem
vinnumarkaður-
inn býr við.
Markaðslaun.
verða að endur-
spegla vinnu-
framlag, mennt-
un, starfsreynslu
og ábyrgð viðkomandi starfs-
manns eða starfskonu. Jafnframt
verður starfsfólk að geta mætt
vinnuveitendum í beinum samn-
ingum um laun og kjör á jafnrétt-
isgrunni. Þessu markmiði viljum
við ná með m.a. reglubundnum
launakönnunum sem
endurspegla þróun
markaðslaunanna.
Styttri vinnuvika,
aukin framleiðni
Það er ekki síður
mikilvægt að samn-
ingsaðilar skoði frá
grunni það almenna
launakerfi sem er við
lýði. Eitt helsta ein-
kenni þess felst í lág-
um dagvinnulaunum,
sem menn bæta upp
með yfirtíð. Fyrir
vikið vega launa-
greiðslur vegna yfir-
vinnu þungt í heild-
arlaunum. Þetta er
afar óæskileg sam-
setning að mati VR,
bæði frá sjónarhóli launafólks,
sem og vinnuveitenda. Starfsfólk
verður í flestum tilvikum að leggja
á sig langan og strangan vinnudag
til að uppskera iaun sem lifað
verður af. Vinnuveitendur sitja
uppi með launakerfi sem nýtir
vinnuafl starfsfólks iila og dregur
úr framleiðni þess.
Helstu áherslur í komandi
kjarasamningum
Milli jóla og nýárs dreifði VR
upplýsingabæklingi til allra fé-
lagsmanna sinna um þessar nýju
áherslur. Þær eru að markaðslaun
verði í samræmi við vinnuframlag
og ábyrg launafólks,
að dregið verði úr allt
að því ómannúðlegu
vinnuálagi félags-
manna, að félags-
mönnum verði gert
kleift að búa við betri
lífsgæði, m.a. með
bættu samspili vinnu
og einkalífs, að leitað
verði nýrra leiða til
að ná fram viðunandi
lágmarkslaunum og
að settur verði á fót
endurmenntunarsjóð-
ur til að fjölga mögu-
leikum félagsmanna
á endurmenntun og
símenntun.
Með þessum nýju
áherslum stefnir VR
að nýju fyrirkomulagi
á vinnumarkaðnum, sem stuðla
mun að bættum lífsgæðum félags-
manna. Launakjör okkar snúast
ekki einvörðungu um krónur og
aura. Við verðum að byggja upp
kerfi þar sem réttur einstaklings-
ins er virtur á öllum sviðum. Það
er okkar réttur að laun endur-
spegli undir öllum kringumstæð-
um vinnuframlag okkar og ábyrgð.
Það er réttur okkar aö langur
vinnudagur ræni okkur ekki öllum
tækifærum til að eiga einkalíf og
það er hagur okkar allra að treysta
endur- og símenntun í sessi á ís-
lenskum vinnumarkaði.
Pétur A. Maack
„Launakjör okkar snúast ekki ein-
vörðungu um krónur og aura. Við
verðum að byggja upp kerfí þar
sem réttur einstaklingsins er virt-
ur á öllum sviðum. Það er okkar
réttur að laun endurspegli undir
öllum kringumstæðum vinnufram-
lag okkar og ábyrgð.u
—■■iiinjuiwm'nii.iiinniiiii iiiimammu ..............
Kjallarinn
Pétur A. Maack
varaformaður
Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur
Með og
á móti
Var nauðsynlegt að stofna
nýtt aksturssamband?
í síöustu viku var stofnaö Mótorsport-
samband íslands af fimm klúbbum og
hafa flestir þeirra veriö innan Lands-
samtaka íslenskra akstursfélaga. Tals-
menn hins nýja sambands hafa veriö
óánægöir meö störf samtakanna,
segja aö sumir klúbbar hafi veriö
haföir út undan á meðan mikiö sé gert
fyrir aöra.
Rússneskt
samyrkjubú
Kari Gunnlaugsso,
stjórnarmaður í
MSÍ.
„Þeir mótorsportklúbbar sem
standa að Mótorsportsambandi ís-
lands töldu það
tímabært að
kljúfa sig frá
Landssambandi
íslenskra akst-
ursfélaga til að
viðhalda áfram-
haldandi upp-
gangi í keppnis-
greinum á kart-
bílum, mótor-
hjólum og
vélsleðum,
einnig til að tryggja aðildarklúbb-
unum tekjur. Gamla kerfið er eins
og rússneskt samyrkjubú þar sem
allir mótorsportkiúbbar eiga að
leggja allt sitt í búið en fá skammt-
aðan sjónvarpstíma og tekjur eftir
hugmyndum örfárra manna. Sá
timi er liðinn og nú er öldin önnur
og samyrkjubúin úrelt. Þetta er í
takt við það sem er í gangi alis
staðar í kringum okkur þar sem
tvö til þrjú keppnissambönd þjóna
afmörkuðum greinum í mótor-
sporti í viðkomandi löndum.“
Klofningur
leiðir til annars
klofnings
„Svar mitt er afskaplega einfalt.
NEI. Það er jafn mikil ástæða til
þess að stofna
mörg landssam-
bönd í akstursí-
þróttum eins og
að hafa margar
ríkisstjórnir í
landinu, mörg
ÍSÍ, mörg HSÍ
og svona mætti
lengi telja. Það
fyrirkomulag
sem er í íslensk-
um akstursíþróttum er hið sama
og viðgengst í öðrum íþróttum,
sem og akstursíþróttum erlendis.
Til dæmis má nefna hin Noröur-
löndin og alþjóðasamtökin FIA.
Engum dettur í hug aö hafa marg-
ar Formulu 1 keppnir eða marga
Ólympíuleika. Á íslandi á einung-
is að vera eitt Islandsmót í akst-
ursíþróttum á sama hátt og i öðr-
um íþróttum.
LÍA eru opin frjáls samtök
þeirra félaga sem stunda vilja
akstursíþróttir. Allir eru þar jafn-
ir og eiga jafnan rétt á að hafa
áhrif á stefnu, reglur og hverjir
eru forsvarsmenn samtakanna.
Þannig hefur það verið frá stofn-
un LÍA árið 1978 og reynst vel í
yfir 20 ár. Meirihluti ræður og
þannig á það að vera. Þeir sem
lenda í minnihluta eiga einungis
að hlíta þvi og reyna aftur að
koma sínum málum fram á næsta
aðalfundi á lýðræðislegan hátt.
Einn klofningur endar með öðrum
klofningi og síðan koli af kolli."
Ólafur Guömunds-
son, formaöur LÍA.
-HK
Kjallarahöfundar
Athygli kjaliarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt tU að birta aðsent efni á
stafrænu formi og i gagnabönk-
um.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@ff.is