Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000
9
dv Stuttar fréttir
Útlönd
Landamærunum lokað
Rússar meina tsjetsjenskum
karlmönnum að snúa aftur til
síns heima af ótta við að meðal
þeirra leynist stuðningsmenn
uppreisnarmanna múslíma sem
Rússar hafa átt í höggi við í Ijóra
mánuði, með misjöfnum árangri.
Mikið verk fram undan
William Hague, leiðtogi breska
íhaldsflokksins, á mikið verk
fram undan ef honum á að takast
að gera flokk
sinn kjósanleg-
an. Samkvæmt
skoðanakönnun
í Daily Tele-
graph í morgun
telja 77 prósent
aðspurðra að
íhaldsflokkur-
inn sé klofinn. Aðeins 30 prósent
sögðust mundu kjósa flokkinn ef
kosið yrði á morgun en 53 prósent
myndu kjósa Verkamannaflokk-
inn.
Vilja nýjan formann
Háttsettir menn innan Kristi-
lega demókrataflokksins í Þýska-
landi vilja að kjöri flokksleiðtoga
verði hraðað eftir að núverandi
formaður, Wolfgang Scháuble,
viðurkenndi að hafa tekið við
ólöglegum peningagreiðslum til
flokksins. Greiðslumar fóru síðan
í leynisjóði sem Kohl, fyrrum
kanslari, sá tun.
Fékk ekki skurðaðgerð
Ekki er lengur hægt aö skera 74
ára gamla breska konu upp við
krabbameini þar sem meinið hef-
ur breitt svo úr sér. Aðgerðum á
konunni var frestað nokkrum
sinnum vegna neyðarástands á
sjúkrahúsum af völdum flensufar-
aldursins.
Fær hjálp pabba
George W. Bush, ríkisstjóri í
Texas, hefur fengið góðan liðs-
mann í baráttuna fyrir útnefningu
Repúblikanaflokksins fyrir forseta-
kosningarnar í
haust, engan
annan en pabba
gamla, George
Bush, fyrrum
Bandaríkjafor-
seta. Bush eldri
brá undir sig
betri fætinum í
Iowa og reyndi
að sannfæra kjósendur um að son-
urinn hefði allt til að bera til að
verða góður forseti.
Vinir Sobos funda
Stuðningsmenn Slobodans
Milosevics Júgóslavíuforseta
héldu fjöldafund í Svartfjallalandi
í gær og var hann greinileg við-
vömn til ráðamanna í lýðveldinu
um að segja sig ekki úr lögum við
Serbíu.
Börn deyja úr hungri
Að minnsta kosti sex böm und-
ir fimm ára aldri deyja úr hungri
á degi hverjum í Ogadenhéraði í
austurhluta Eþíópíu, að því er
eþíópísk mannúðarsamtök
greindu frá í gær.
Gorbatsjov ekki fram
Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum
Sovétleiðtogi, lýsti því yfir í gær
að hann ætlaði
ekki að bjóða
sig fram i for-
setakosningun-
um í Rússlandi
í marslok. Og
ekki heldur í
síðari forseta-
kosningum.
Hann sagðist
einfaldlega vera of önnum kafinn
við að skipuleggja nýstofnaðan
jafnaðarmannaflokk sinn.
Obuchi boðflenna
Keizo Obuchi, forsætisráöherra
Japans, gat ekki stillt sig um að
grast boðflenna i brúðkaupsveislu
í Taílandi í morgun. Hann óskaði
brúðhjónunum hjartanlega til
hamingju með daginn og færði
þeim blóm og stafræna myndavél
að gjöf.
Forsetakosningarnar í Finnlandi:
Hnífjafnt milli
Ahos og Halonen
Forsetakosningarnar í Finnlandi
á sunnudaginn virðast ætla að
verða æsispenpandi. Stjórnarand-
stöðuleiðtoginn Esko Aho og Taija
Halonen, utanríkisráðherra Finn-
lands, em hnífjöfn, með 38 prósenta
fylgi hvort, samkvæmt niðurstöðu
skoðanakönnunar sem birt var í
gær. 1 desember síðastliðnum var
Aho með 6 prósenta forskot.
Fylgi Riittu Uosukainen, forseta
finnska þingsins, hefur minnkað í
11 prósent úr 19 prósentum í desem-
ber. Elisabeth Rehn, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra, kemur á hæla
Riittu með rétt undir 10 prósenta
fylgi. í nóvember síðastliðnum var
fylgi þessara fjögurra frambjóðenda
svo að segja jafnt.
Hvort sem Aho eða Halonen ber
sigur úr býtum virðist líklegt að til
deilna komi við ríkisstjómina. Hún
Tarja Halonen á kosningafundi í
gær. Símamynd Reuter
fer með innanríkismál en forsetinn
utanríkismál. Bæði Aho og Halonen
vilja auka völd forsetans.
„Forsetinn verður að vera virkur
og þrýsta á um að gapið milli þjóð-
félagshópa minnki. Stjómin hefur
lagt mikla áherslu á endurgreiðslu
ríkisskulda, sem er einnig mikil-
vægt, en hún ætti einnig að beina
athygli sinni að öðrum málum,“
hefur Hufvudstadsbladet eftir
Halonen.
Hljóti hvorki Aho né Halonen að
minnsta kosti 50 prósent atkvæða á
sunnudaginn verður að halda aðra
kosningaumferð. Aho lýsti því yfir í
gær að þær konur, sem áður studdu
hina tvo kvenframbjóðenduma,
hefðu nú flykkt sér að baki Halonen.
Ahtisaari forseti hefur ekki sóst
eftir endurkjöri þar sem hann ætlar
að starfa fyrir alþjóðasamtök.
Karl Bretaprins kyssir Soffíu Spánardrottningu á meöan Moulay Marokkóprins heilsar Jóhanni Karli Spánarkonungi
við útför móöur konungsins, Mariu de las Mercedes, í Madrid í gær. Móöir Spánarkonungs lést á Kanaríeyjum 2.
janúar síðastliöinn, 89 ára aö aldri. Símamynd Reuter
Móöuramma Elians litla:
Mamma hans hefði viljað
að hann yrði sendur heim
Móðuramma Elians Gonzalez, litla
kúbverska drengsins sem bjargað var
undan strönd Bandarikjanna eftir að
móðir hans og stjúpi höföu drakknað
á flótta frá Kúbu, sagði í gær að móð-
irin myndi ekki hvíla í friði fyrr en
drengurinn yrði sendur aftur til
heimalands síns í Karíbahafi.
Móðm-amman, Raquel Rodriguez,
sagði að dóttir sín fengi ekki frið á
meðan hún sæi son sinn þjást. „Ég
veit hvemig hún var vegna þess að
ég var, ég er, móðir hennar,“ sagði
amman sem býr I Cardenas á Kúbu,
sama bæ og faðir Elians litla. Amm-
an bætti því við að drengurinn hlyti
skaða af dvöl sinni meðal ættingja
sinna í foðurætt í Miami i Flórída.
Að sögn ömmu Elians vissi dóttir
hennar ekki hvað hún var að gera.
„Hún þurfti ekki að fara, hún ræddi
þetta aldrei. Hún kvartaði aldrei,
Sjö vikur eru nú síðan Elian var
bjargaö undan strönd Bandaríkj-
anna. Símamynd Reuter
hún bjó við góðar aðstæður og
skorti ekkert." Amman gat þess
einnig aö kært hefði veriö með Eli-
an og fóður hans sem hefði sótt
hann í skólann. Elian hefði aldrei
viljað fara í bað eða til hárskera
nema faðir hans væri viðstaddur.
Búist er við að ummæli móður-
ömmunnar eigi eftir að kynda und-
ir ásökunum ættingja Elians í Mi-
ami og kúbversk-bandarískra
stjómmálamanna um að fjölskylda
drengsins á Kúbu sé undir þrýstingi
frá stjóm Fidels Castros Kúbufor-
seta.
Janet Reno, dómsmálaráðherra
Bandarikjanna, sagði í gær að halda
yrði stjómmálum utan við þessa
viðkvæmu deilu um drenginn.
Hvatti dómsmálaráðherrann til að
drengurinn yrði sendur til fóður
síns á Kúbu eins fljótt og unnt væri.
Harrods ekki
iengur í náðinni
hjá kóngaliðinu
Filippus drottningarmaður á
Englandi hefur ákveðið að gera
ekki framar innkaup í stórversl-
uninni Harrods.
Ástæða þess að upp á verslun-
arvinskapinn slettist eru ásakan-
ir Mohameds A1 Fayeds, eiganda
Harrods, um að breska konungs-
fjölskvldan hafi látið skipuleggja
bílslysið i París þar sem Díana
prinsessa og Dodi, sonur Mo-
hames, létu lifið árið 1997.
Harrods hefur frest til loka árs-
ins að fjarlægja innsigli Filippus-
ar drottningarmanns af framhlið
verslunarhússins, svo og af vör-
um og bréfsefni fyrirtækisins.
Harrods hefur fengið að auglýsa
sig með nafni drottningarmanns
frá árinu 1956. Drottningin,
drottningarmóðirin og Karl ríkis-
arfi hafa einnig ljáð fyrirtækinu
nafn sitt.
Stuðningsmönn-
um evru í Dan-
mörku fækkar
Andstæðingum aðildar Dan-
merkur að sameiginlegu mynt-
kerfi Evrópusambandsins hefur
fjölgaö lltillega en stuðnings-
mönnum fækkað, að því er fram
kemur í nýrri skoðanakönnun
sem birtist í viðskiptablaðinu
Börsen i morgun.
Andstæðingar njóta 37,2 pró-
senta fylgis nú en fylgið var 34,6
prósent fyrir aðeins einni viku.
Stuðningurinn við upptöku evr-
unnar í stað dönsku krónunnar
féll úr 47,5 prósentum fyrir einni
viku í 45,3 prósent.
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður
um aðildina að myntkerfinu en
ekki hefur verið ákveðið hvenær.
Bill Gates ein-
beitir sér að
hugbunaðargerð
Bill Gates, einn stofnenda hug-
búnaöarrisans Microsoft, hefur
látið af starfi
framkvæmda-
stjóra fyrirtækis-
ins og ætlar að
einbeita sér að
hugbúnaðargerð
á nýhafinni
netöld. Næstráð-
andi Microsoft og
fornvinur Gates,
Steve Ballmer, tekur við dagleg-
um rekstri fyrirtækisins.
„Ég ætla að snúa mér að því
sem ég hef mest gaman af, ein-
beita mér að tækni fyrir framtíð-
ina,“ sagði Gates á fundi með
fréttamönnum í höfuðstöðvum
Microsoft í Redmond í Was-
hingtonríki.
Ruðningskappi
fái dauðadóm
Saksóknari í Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum hefur farið fram
á dauðarefsinguna yfir ruðnings-
kappanum Rae Carruth og þrem-
ur félögmn hans. Þeir eru ákærð-
ir fyrir að hafa skotið ófríska
kærustu Carruths tfl bana. Barn-
ið sem hún gekk með var tekið
með keisaraskurði og lifði.