Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 Fréttir sandkorn Framburður pilts, sem stóð að tveimur ofbeldisránum í söluturna, fyrir dómi: Við ákváðum bara aö ræna sjoppu „Ég tók upp hamarinn þegar hann neitaði. Hann hljóp áfram með töskuna." - Lamdir þú manninn með hamr- inum? „Nei, ja laust, ekki fast,“ sagði piltur fæddur í janúar 1981, nýorð- inn 18 ára, sem er ákærður fyrir tvö rán í söluturna í Reykjavík síðasta sumar, þegar hann svaraði spurn- ingum ákæruvaldsfulltrúa lögregl- unnar við réttarhald í gær. Ránin framdi hann í félagi við annan í söluturn við Óðinstorg þann 21. júní en tveir aðrir eru einnig ákærðir ásamt þeim fyrir rán í söluturni við Ofanleiti þann 7. júlí. „Við ákváöum bara að ræna sjoppu . . . bara að fá okkur pening . . . við fórum ekki með lambhús- hettur eða neitt,“ sagði pilturinn, aðspurður um Óðinsgöturánið. Piltarnir tveir í því ráni eru ákærðir fyrir að hafa sagt við 59 ára afgreiðslukonu aö þetta væri vopn- að rán og skipað henni að afhenda peningana. Framangreindur piltur sem sagði frá er ákærður fyrir að hafa tekið homaboltakylfu af kon- unni. Hann ýtti henni niður í gólfið og hélt henni fastri meðan 16 ára fé- lagi hans opnaði peningakassa og tók úr honum 16 þúsund krónur og þó nokkuð af sígarettu- og vindla- pökkum. - Hvað gerðuð þið við þetta? Tveir af sakborningunum í ránsmálunum ganga inn í dómsalinn í gær. Sá svartklæddi sem er að ganga inn um dyrn- ar greindi frá því þegar hann beitti klaufhamri gegn verslunarstjóra söluturns við Ofanleiti í júlí. DV-mynd E.ÓI. spurði sækjandinn piltinn. „Ég veit það ekki. Þetta voru bara smápeningar," svaraði pilturinn. Grímur, vopn og hanskar „Við ætluðum bara að ræna . . . allir vOdu vera í þessu... allir vildu pening," svaraði pilturinn þegar sækjandinn spurði út í ránið við Of- anleiti í júlí. Hann sagði að mikið hefði gengið á á milli piltanna fjög- urra innbyrðis og reyndar fleira fólks áður en látið var til skarar skríða. Hann tilgreindi einn sem skallaði annan viku áður og einhver hefði ætlað að berja strák sem hann nafngreindi. Verjandi eins piltanna lagði áherslu á að fá þessi atriði á hreint hjá piltinum með það fyrir augum að sýna fram á að skjólstæð- ingur hans hefði verið neyddur til að taka þátt í ráninu með því að aka á staðinn. Þrír piltanna eru ákærðir fyrir að hafa ráðist með hulin andlit að versl- unarsfjóra söluturnsins við Ofanleiti vopnaðir klaufhamri og hníf og hróp- að að manninum að afhenda peninga. Framangreindum höfuðpaur er gefið að sök að hafa slegið til verslunarstjórans með klaufhamrin- um og hrifsað af honum skjalatösku sem innihélt 40-60 þúsund krónur, happaþrennur og greiðslukort. - Hvað gerðuð þið svo,“ spurði sækjandinn piltinn. „Við fórum svo upp í Grafarvog, heim til...,“ svaraði pilturinn. Hann sagði þrjá hafa fengið 10 þúsund krón- ur í sinn hlut en einn hefði fengið 5 þúsund ásamt lotteríi og einhverjum hlutum sem hægt hefði verið að falsa eftir. Þrír af fjórum sakborningum í mál- inu í gær eru á þeim aldri að fulltrúi barnaverndaryfirvalda fylgdi þeim í dómsyfirheyrslumar. Dómur gengur í máli þessu á næstu vikum. -Ótt Kári og SIF hlutu markaðsverölaun ÍMARK 1999 iMARK, félag íslensks markaðs- fólks, afhenti markaðsverðlaun ÍMARK í níunda skipti í gær. Auk þess var markaðsmaður ársins valinn í annað skipti hér á landi en hann verður jafnframt fulltrúi íslands í Markaðsmanni Norður- lands. Dómnefnd var einróma að dr. Kári Stefánsson væri veröugur markaösmaður ársins. Hann átti frumkvæði aö stofnun íslenskrar erföagreiningar en fyrirtækið var stofnað árið 1996. Bandarískir áhættufjárfestar lögöu til tólf milijónir dollara í stofnfé og eiga nú íslendingar um 70% hlut í fyr- irtækinu. íslensk erfðagreining hefur skapað atvinnu fyrir fjöl- marga háskólamenntaða starfs- menn sem annars hefðu ekki átt kost á atvinnu við hæfi hér á landi. Markaðsfyrirtæki ársins var Sölusamband íslenskra flskfram- leiöenda hf. en það var stofnaö árið 1932. Fyrirtækið er með starf- semi sína í níu löndum og eru starfsmenn 900 talsins. Velta sam- steypunnar var tæpir 19 miUjarð- ar króna á síðasta ári. Gunnar Órn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SiF, Björgólfur Guömundsson, stjórnarformaöur KR-Sport, og Aöalsteinn Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Landsteina, tóku viö viöurkenn- ingarskjölum ffyrir tilnefningu sem markaösfyrirtæki ársins. DV-mynd E.ÓI. Úr vöndu var að ráða en valið byggðist á tiUögum stjórnenda frá 100 stærstu fyrirtækjum landsins en sá háttur hefur verið á undan- farin ár. Eftir ítarlega athugun voru fyrirtækin KR-Sport, Land- steinar og SÍF tilnefnd en þau þóttu öU eiga það sameiginlegt að vera markaðssinnuð, faglega rek- in og verðskulda fyUilega að vera tUnefnd til markaðsverðlauna ÍMARK. -hól Lokatölur um campylobacter 1999: Mesti fjöldi sýkinga sem sést hefur - mjög hefur dregið úr tíðni í vetur „Aðalprófraunin verður að sjá hversu stór uppsveiflan á næsta ári verður,“ sagði Karl Kristinsson, for- stöðumaður sýkladeUdar Landspítal- ans. Endanlegar tölur um fjölda sýk- inga af völdum campylobacter á síð- asta ári liggja nú fyrir. Samanburðar- tölur miUi áranna 1998 og 1999 sýna að sýkingar eru fleiri í öUum mánuð- um síðasta árs nema tveimur. Met- Qöldi sýkinga var í júlí en þá reyndust þær 110. „Nýliðið ár er með langmestan fjölda sýkinga sem sést hefur. Tíðnin hefur þó lækkað hlutfaUslega aftur," sagði Karl. „Hins vegar er um að ræða árstíðabundna sveiflu sem fer upp seinnipart sumars og í byrjun hausts. Þetta er það sama og gerist erlendis, hún eykst á sumrin en hrapar aftur á veturna. Ég held að ekki sé raunhæft að fara fram á að fjöldi sýkinga fari neðar núna. Ég held að þetta sé viðunandi miðað við það sem var í sumar.“-JSS pvB 1998 1999 janúar 2 5 febrúar 2 20 mars 17 15 aprfl 8 41 maí 2 41 júní 24 61 júlí 52 110 ágúst 41 65 september 28 36 október 24 23 nóvember 14 20 desember 7 10 Stórfréttir Halldór Ásgrimsson var í Kast- ljósþætti Sjónvarpsins í fyrrakvöld. Heldur þótti sá þáttur tíðindalítiU og flatur og fátt sem nýttist almenn- um sjónvarpsáhorfendum. Yfir- stjórn Sjónvarpsins mun hafa af því ein- hverjar áhyggjur að þessir þættir fái ekki næga athygli og komi ekki vel út í dagskránni. Því virðist hafa verið brugðið á það ráð að vitna tU þáttar- ins í kvöldfréttum kl. 22, öðru trompi á þeim bæ. í upphafi fréttatímans greindi Helgi E. Helgason með andköfum frá þeirri stórfrétt að Halldór Ás- grímsson hefði sagt í Kastljósþætti fyrr um kvöldið að enginn grund- vöUur hefði verið fyrir myndun vinstristjórnar... Barnahornið Campylobacter- sýkingar 1998 og 1999 - sýkladeild Landspítalans Hinn nýi Kastljósþáttur í Rikis- sjónvarpinu hefur mælst misjafn- lega fyrir. Þótt flestum þyki Gísli Marteinn Baldursson oft standa fyrir sínu er þátturinn helst gagn- rýndur fyrir reynslu- leysi og ungæði stjórnendanna. Þetta þótti koma vel fram í þætti á dögunum þegar Margeir Pét- ursson, skákmeist- ari og verðbréfa- miðlari, var spurð- ur hvort það væri fuUt starf að sýsla með verðbréf. Af þessum sökum gengur þátturinn undir nafninu Barnahomið meðal annarra deilda stofnunarinnar... Tveir á meðal 10 efstu Nokkur undanfarin ár hefur það verið til siðs hjá mörgum fjölmiðl- um að útnefna mann ársins, mann kjördæmisins eða mann einhvers annars. Þess konar útnefningar hafa oft tekist með ágæt- um en í seinni tíð hefur þó borið æ meira á alls kyns flflagangi, eins og þegar fólk sem tek- ur þátt í svona kjöri atast í við- komandi persónu og heldur að það sé voða fyndið þegar það er að tilnefna hina og þessa sem fæstir þekkja eða eru vart kjörgeng- ir vegna stöðu sinnar. Þannig vakti það athygli þegar fréttablaðið Skessuhorn birti niðurstöður úr kjöri manns Vesturlands. Tveir af starfsmönnum blaðsins, Gísli Ein- arsson ritstjóri og Bjarki Már Karlsson vefari, lentu í hópi tiu efstu i atkvæðagreiðslunni. Þykir það grafa undan trúverðugleika slíkra útnefninga þegar starfsmenn fjölmiðilsins sem fyrir þeim standa hossa sér á slíkri aulafyndni... Gróska í útgáfunni Mikil gróska hefur verið í útgáfumálum undanfamar vikur og ljóst að ungir menn sjá tækifæri til að finna áhugamálum sínum farveg i tímaritum. í gær hófu göngu sína tvö tímarit, Adrena- lln og 24-7, sem bæði byggja á svipuðum grunni í markaðs- setningu; þeim er dreift frítt í töluverðu upplagi. Þar með hefur tímaritið Undir- tónar fengið sam- keppni á þessum markaði tímarita og raunar er 24-7 afsprengi Undirtóna, eftir að Snorri Jónsson gekk út og stofnaöi sitt eigiö tímarit. Forvitnilegt verður að fylgjast með baráttu þessara tímarita, sem lifa á auglýsingum enda ekki um aðrar tekjur að ræða... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.