Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 15 Námsjöfnunarfram- lögin þrefölduð Aö frumkvæöi ráöherra var Ifka tekin sú ákvöröun aö heimila aö styrkja nemendur í verknámi á framhaldsskólastigi, sem ekki gátu sótt þaö nám í heimaranni, segir m.a. í greininni. - Verkmenntaskólinn á Akureyri. Á dögunum var í þessu blaði fjallað um kostnað fólks í dreifbýli vegna skólagöngu barna og ungmenna. Þar er hreyft miklu máli sem ástæða er til þess að fjalla nokk- Uð um. Viö vitum að það reynir mjög á foreldra og forráðamenn bama að þurfa að sjá á bak böm- um sínum um langan veg, þegar kemur að skólagöngu á framhalds- skólastigi. Þau tengsl sem eru eðlileg á milli foreldra og ungmenna rofna og hið sjálfsagða aðhald uppeldisins verð- ur örðugra á alla lund. Ofan á þetta bætist síð- an erfiður kostnaður sem fylgir því að hafa bömin í fjarlægum byggðum og sem oft hefur orðið fólki um megn. Dæmi em um að þetta verður til þess að fólk sér þann kost einan að flytja á eftir bömum sínum og hverfa frá heimahögunum. Aukin framlög - rýmri réttur í rannsóknum sem gerðar hafa verið á ástæðum búferlaflutnings kemur það skýrt fram að þessi þátt- ur ræður oft miklu um þá ákvörðun fólks að flytja búferlum. Kostnaður- inn við að halda uppi barni í fiar- lægum landshluta vegur þar þungt til viðbótar við ann- að. Á undanfórnum árum hefur verið starfað mjög mark- visst að því að bæta úr þessum vanda. Undir markvissri forystu menntamálaráð- herra Bjöms Bjamasonar hefur verið unnið þrek- virki í því að létta undir með þeim fiölskyldum sem þurfa að senda börn sín til náms um langan veg. Að frumkvæði ráðherra, var líka tekin sú ákvörðun að heimila að styrkja nemendur í verknámi á framhaldsskólastigi, sem ekki gátu sótt það nám í heimaranni. Áður höfðu þessir nem- endur einungis fengið námslán. Þar með má segja að nemendum á lands- byggðinni hafi sér- staklega verið auð- velda að stunda verknám. Ef skoðaðar em tölur um framlög til jöfnunar náms- kostnaðar á síðustu árum, kemur glögg- lega í ljós hve mjög þau hafa hækkað. Þau vom árið 1994 112,9 milljónir króna en námu í fyrra alls 268,9 milljónum og höfðu þar með rösklega tvöfaldast á þessu árabili. Þreföldun á framlögum í fyrravor skilaði áliti svo köll- uð byggðanefnd forsætisráðherra sem ég veitti formennsku. Þar gat meðal annars að líta tillögur sem miðuðu að því að framlög til jöfn- unar námskostnaði skyldi tvöfalda á næstu þremur árum. Fyrsta skrefið var síðan stigið við fiár- lagagerðina nú er Alþingi sam- þykkti umtalsverða hækkun á þessum fiárlagalið. Nema nú út- gjöld til þessa málaflokks um 344,2 milljónum króna; rösklega þrefait hærri upphæð á sambærilegu verðlagi en árið 1994. Þetta sýnir hve mikla áherslu við höfum lagt á það að greiða fyrir þeim fiöl- skyldum sem þurfa að senda böm sín um langan veg til framhalds- náms. Þannig er verið að bæta lífs- kjörin á landsbyggðinni. Vegna þessa hefur verið unnt að auka grunnupphæð þá sem veitt er til jöfnunar á námskostnaði úr 70 í 100 þúsund krónur á milli ára. Þurfi nemendur að leigja húsnæði bætast við 40 til 50 þúsund krónur, eftir því hvar námið er stundað. Og loks eiga nemendur rétt á ferða- styrk, sem getur í hæstu tilvikum - þótt þau séu ekki mörg - numið allt að 30 þúsund krónum. Þeir nem- endur sem því eiga um lengstan veg að fara, og fá að öllu leyti full- an styrk, geta því fengið allt að 180 þúsund krónur á námsárinu. Á því er enginn vafi að slíkur stuðningur skiptir bókstaflega sköpum fyrir mörg heimilin í dreifbýlinu. Þetta er einn liðurinn í þeim ásetningi stjómvalda að bæta lífskjörin á landsbyggðinni sérstaklega, svo að búseta þar verði eftirsóknarverðari og unnt verði að snúa viö búsetuþróun sem er þjóðfélagi okkar hættulegri en orð fá lýst. Einar K. Guðfinnsson Kjallarinn Einar K. Guðfinnsson þingmaöur Vestfjaröa „Ef skoðaðar eru tölur um fram- lög til jöfnunar námskostnaðar á síðustu árum, kemur glögglega í Ijós hve mjög þau hafa hækkað. Þau voru árið 1994112,9 milljón- ir króna en námu í fyrra alls 268,9 milljónum og höfðu þar með rösk- lega tvöfaldast á þessu árabili.u Af „upplýstu samþykki* Inn í þjóðfélagsumræðuna detta oft hugtök sem eftir mismunandi langan tíma festast i sessi án þess að notendurnir geri sér nema óljósa grein fyrir inntaki eöa þýð- ingu þeirra. Þegar hugtökin hafa svo velst í umræðunni um nokkum tíma er eins líklegt að engir tveir sem taka þau sér í munn og reyna að túlka þau skilji þau á sama hátt. Eitt slíkt hugtak sem tengst hef- ur umræðunni um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði er „upplýst samþykki". Skv. orðanna hljóðan þýðir þetta að samþykkja eitthvað sem maður gerir sér grein fyrir eða skilur. Þetta virðist einfalt en samt getur skilningur á hugtakinu verið svo mismunandi aö um túlkun þurfi að leita til dómstóla. Hluti af siöareglum Einn af homsteinum siðlegra vísindarannsókna á mönnum hef- ur verið „upplýst samþykki“. Ræt- urnar liggja alla leiö til Hippocratesar, sem nefndur hefur veriö faðir læknisfræðinnar. Hans fyrsta boðorð var að meiða ekki, annað varðaði trúnað, en það þýð- ir að lækni er óheimilt að skýra þriðja aðila frá upplýsingum sem sjúklingur trúir honum fyrir. Þessíu- reglur hafa um aldir verið hluti af siðareglum lækna, „codex ethicus". Tuttugasta öldin hefur reynt á þolrif ýmissa gamaila gilda, m.a. i siðfræði vísinda. Framan af öld- inni leyfðu vísindamenn sér að hártoga eða brjóta aldagaml- ar reglur, m.a. vegna þess að þær tefðu fram- farir og gætu jafnvel komið í veg fyrir þær. Þannig afsökuðu læknar sem gerðu tilraunir á fongum í fanga- búðum nazista sig með því ,að árangur sá sem þeir náðu (hver svo sem hann var) hefði ekki náðst með öðrum aðferð- um. Reynslan af aðferðum nazista- læknanna færði mönnum heim sanninn um að full þörf er á að hafa og virða siðareglur og á allra síðustu árum hefur tilhneigingin verið að herða þær fremur en slaka á þeim. Þetta gildir þó ekki á ís- landi þar sem sett hafa verið lög sem beinlínis eru gerð til að fara í kringum megin- regluna um „upp- lýst samþykki". Viö rannsökum okkur sjálf í grein í nýlegu tímariti frá háskól- anum í Suðvestur Louisiana í Banda- ríkjunum skýrir forseti vísindasiða- nefndar hans, Valanne L. Mac- Gyvers, fyrir ný- stúdentum í hverju „upplýst sam- þykki“ til vísinda- rannsókna sé fólgið. Greinin heit- ir i lauslegri þýðingu „Við rann- sökum okkur sjálf: Togstreitan milli krafna vísinda og réttinda einstaklingsins". Þar segir m.a.: „Það má ekki neyöa okkur eða tæla til að gera eitthvað sem við skiljum ekki eða viljum ekki. Þátt- takendur í rannsókn verða að skilja hvað þeir munu upplifa og hver áhrif það muni hafa á þá ... Rétturinn til sjálfsákvörðunar fel- ur í sér þörf á upplýstu samþykki sem krefst fyllstu upplýsinga um eðli rannsóknarinnar. Þessar upp- lýsingar verður að matreiða þannig að þátttakandinn geti tekið rökrétta upplýsta ákvörðun um þátttöku. „Upplýst samþykki“ er kjaminn í sérhverju skjali sem tengist rannsóknum á mönnum. Auk þess verður að vera ljóst að samþykkið sé gefið af fúsum og frjáls- um vilja." Dulkóöun innan frá í lögunum um gagna- grunn á heilbrigðissviði er reglan um upplýst samþykki brotin. Ennþá veit enginn hvaða upp- lýsingar verði skráðar í grunninn. í stað þess að vera spurðir hvort menn vilji láta skrá sig í grunninn eru heilsu- farsupplýsingar ein- staklinga skráðar í hann nema þeir segi sig úr honum. Hér er um að ræða meint samþykki en ekki upplýst. Réttindi bama, andlega bæklaðra, elliærra og látinna eru fyrir borð borin. Upplýsingar um þessa aðila fara inn í grunninn nema þeir eigi formælendur sem geta mótmælt. Þetta er augljóslega brot á jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar. Dulkóðun skiptir engu máli í þessu sambandi. Innbrot í dulkóð- ann kemur nefnilega ekki utan frá heldur innan frá. Eða var það ekki innanhúsfólk í lánastofnunum sem braut viðskiptareglurnar vegna þess að það vissi um ágóða- vonina? Þannig verður það með ís- lenskan gagnagmnn á heilbrigðis- sviði, verði hann einhvem tímann einhvers virði. Ámi Bjömsson „Réttindi barna, andlega bækl- aðra, elliærra og látinna eru fyrir borð borin. Upplýsingar um þessa aðila fara inn í grunninn nema þeir eigi formælendur sem geta mótmælt. Þetta er augljóslega brot á jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar.u Kjallarínn Árni Björnsson læknir Með og á móti Siglufjaröargöng fyrst Þess er beöiö aö samgönguráöherra leggi fram tillögu um þrenn jarögöng og í hvaöa röö þau veröi unnin. Þaö eru göng milli Siglufjaröar og Ólafs- fjaröar, milli Reyöarfjaröar og Fá- skrúösfjaröar og á Vestfjöröum, milli Arnarfjaröar og Dýrafjarðar. Engin samstaöa er meöal landsmanna um hvar eigi aö byrja. Kristjan L Möller alþlngtsmaöur. Eitt atvinnu- svæði „Að gera Eyjafiörö að einu at- vinnusvæði tel ég vera forsendu framtíðarþróunar byggðar á þessu svæði. Eyjafiörður yrði lang- sterkasta mót- vægið við höfuð- borgarsvæðið. Þannig myndu Dalvíkurbyggð, Ólafsfiörður, Siglufiörður, Ak- ureyri og fleiri sveitarfélög verða rúmlega 20.000 manna byggðariag. Þetta myndi hafa í fór með sér umtalsverð- an spamað og leiða til ýmiss konar hagræðingar. Ýmiss konar spamað- ur eins og við rekstur skóla, sorp- hirðu, slökkvilið og samgöngumál yrði auðveldari svo eitthvað sé nefnt. Þá yrði hagræðing í sjávarútvegsfyr- irtækjum en Þormóður rammi - Sæ- berg er bæði á Siglufirði og Ólafs- firði. Vegalengdir myndu styttast mjög og vetrareinangrun yrði rofin en milli Akureyrar og Siglufiarðar eru 192 km um Öxnadal en með göngum yrðu þetta 76 km. Á milii Siglufiarðar og Ólafsfiarðar em 232 km um Öxnadal en sú leið færi nið- ur í 15 km sem er umtalsverð stytt- ing. Lágheiðin var t.d. ófær i tæplega 250 daga árið 1995 svo það sýnir að jarðgöng milli Siglufiarðar og Ólafs- fiarðar er ekkert smávegis mál.“ Hrópað á úrbætur „Ekki er nokkur vafi á því að full þörf er víða um land á vegabótum í formi jarðganga, ekki síst með tilliti til sameiningar og aukins samstarfs sveitarfélaga. Á sínum tíma varð til samkomulag um að göng á Austurlandi yrðu næst á eftir Vestfiarðagöng- um. Við ætlumst til að orð standi. Á meðan ekki era almennilegir vegir á milli þétt- býlisstaða hér þá gefur augaleið að krafan um úrbætur er þung. Okkur finnst við hafa setið eftir á sama tíma og stórum vegarköflum er lok- ið með pomp og prakt víöa annars staðar. Jarðgöng milli Reyöarfiarðar og Fáskrúðsfiarðar em hagkvæm og göngin era hagkvæm fióröungnum í heild sinni frá öllum sjónarhornum. Má í því sambandi nefna vegstytt- ingu, öryggis- , atvinnu-, þjónustu- og byggðasjónarmið. Úrbætur í vegamálum á Austurlandi hafa beö- ið svo Iengi að auknar samgöngur á landi og fyrrgreind samvinna og samstarf era farin að hrópa á úrbæt- ur. Má auðveldlega færa rök fyrir að á Austurlandi þurfi fleiri en ein jarðgöng strax. Vandinn í vegamál- um hverfur ekki þó hann sé látinn bíða áram saman eins og gert hefur verið. Austurland hlýtur að vera fremst i röðinni, annað væri svik við fiórðunginn." hól/hlh Stelnþór Póturs- son, sveitarstjórl á Fáskrúösflröi. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær berist í stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönkum. Netfang umsjónarmanns er: gra@fT.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.