Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 Neytendur Sparnaðarráð: Gamalt verö- ur sem nýtt Rakir skápar Til að losna við sagga í skápum er gott að setja viðarkol í skó- kassa eða eitt- hvað álíka, gera göt á lokið og setja í skápinn. Einnig er ráð að hengja nokkr- ar krítar í skáp- inn. Myglulykt Tii að fá góða lykt í skápinn er gott að setja greninálar í nælon- sokk. Þær halda mölnum (sem getur leynst í gömlum húsum) burtu. Til að losna við vondan þef úr kistlum er gott ráð að setja katta- sandsilmefni í skó- kassa og láta hann standa í kistlinum yfir nótt. Föt í geymslu Geymið föt sem ekki henta árstíð- inni i piastrusla- körfum með loki. Þá eru fötin vel var- in og enginn raki kemst að þeim. Postulínsdiskar í geymslu Setjið þykkan pappír eða munnþurrkur á miUi diskanna um leið og þeim er raðað upp. Ekkert hellist niöur Festu teygju með teiknibólum innan á skúffuna og settu litlu glösin, s.s. naglalakksglös og slíkt, bak við teygjuna. Þá detta þau ekki um koll þegar þú opnar skúffuna. Innpökkun Til að mæla hvað þarf utan um pakkann af gjafapappír úr langri rúllu er best að vefja fyrst bandi um pakkann, skera lengd- ina og nota bandið til að mæla lengd gjafapappírsins. Áður en bandið er bundið um böggul sem á að fara í póst er gott að væta það með vatni. Við það er minni hætta á að bandið renni til og þegar það þomar heldur það þéttar um böggulinn. Einfaldur nálapúöi Ef þér líkar ekki lyktin af sáp- unni er óþarfi að henda henni. Hana má nota sem nálapúða. Nálar og prjónar smyrjast þá við sápuna og smjúga auðveldlega í gegnum þykk efni þegar saumað er með þeim. Skartgripir Eggjabakkar þjóna góðum til- gangi sem skartgripaskrín. - Setjið krítarmola í skart- gripaskrínið til aö síður faUi á skartgripina. - Til að forðast að keðjur flæk- ist skaltu hengja þær á pinnan innan á skápdymar í svefnher- berginu. - Settu stóra króka úr sturtu- stönginni á stöngina í fataskápn- um þínum til að hengja á veski og belti. -GLM DV Heilsa: Fallegt hár krefst umhirðu Hár er höfuðprýði eru orð að sönnu. En til þess að hárið haldist fallegt er nauðsynlegt að halda því hreinu og heilbrigðu. Höfuðhár er jafn mismunandi milli einstaklinga og fingrafór. Sjampó sem hentar einum þarf því ekki að henta öðrum. Við hárþvott þarf að skola sjampó og sérstaklega hámæringu mjög vel úr hárinu. Annars er hætta á kláða í hár- sverði, exemi, flösu eða hárlosi. Þá er ekki ráðlegt að böm sitji í bað- vatni með sjampói i því það getur valdið ertingu á viðkvæmri húð barna. Flestir þvo hár sitt annan hvern dag en aðrir sjaldnar. Með hvers konar hárhreinsiefnum hárið er þvegið fer mest eftir vana og smekk hvers og eins því hárið verður jafn hreint með öllum tegundum sjampós. Rétt er þó að taka með i reikninginn að mismikið þarf af sjampói eftir tegundum og því getur dýrt sjampó sem þarf lítið af reynst drjúgara en ódýrt sjampó sem þarf mikið af. Feitt hár Heilbrigt og glansandi hár er þak- ið örlítilli fítu frá fitukirtlum í hár- sverðinum. Þegar hárið veröur of feitt er það vegna þess að fitukirtl- arnir framleiða of mikið af karl- hormóninu testósteróni. Fitan skað- ar ekki hárið-en mörgum finnst feitt hár illviðráðanlegt og óaðlaðandi. Mikið úrval af sjampói sem sagt er sérstaklega fyrir feitt hár er á markaðnum hérlendis. En sam- kvæmt þýskri neytendakönnun er engin trygging fyrir því að slíkt sjampó reynist bettir í baráttunni við feitt hár en venjuleg sjampó. Hver og einn ætti því að prófa sig áfram þar til rétta sjampóiö er fund- ið. Þurrt og skemmt hár Sól, klór, þurrkun með hárblás- ara, permanent, litur o.fl. getur skaðað hárið þannig að það missi gljáa, ofþomi og verði erfitt viður- eignar. Þegar hárið verður mjög þurrt hafa ystu flögur þess skemmst og hárið klofnað. Til þess að koma hár- inu í lag þarf meira en venjulegan hárþvott. Hárið verður að fá fitu og hana má t.d. fá með sérstakri hár- næringu. Hins vegar endist hárnær- ingin aðeins þar til hárið er þvegið næst því sjampóið þvær næringar- efnin burt. Vítamín fyrir háriö í auglýsingum er fólki talin trú um að sjampó með vítamínum geri hárið glansandi og fallegt. Slíkt er ekki rétt. Þau vitamín sem gagnast hárinu, aðallega B-vítamín, þarf að gleypa. Sumir kaupa sér sjampó með sól- vöm þegar haldið er til sólrikra staða. Slíkt sjampó ver hárið hins vegar ekki gegn þeim skaða sem sól- in getur valdið hárinu. Einfaldara og ódýrara er að kaupa sér einfald- lega sólhatt eða klút yfir hárið. Flasa í hári veldur mörgum hug- arangri og óþægindum. Flasan myndast yfirleitt við það að dauðar hárframur losna úr hársverðinum vegna sveppasýkingar. Best er að nota sérstakt flösusjampó til að halda flösunni niðri. Bara vatn í háriö Mjög misjafnt er hversu oft fólk þvær sér um hárið. Frá heilbrigðis- sjónarmiöi skiptir það ekki megin- máli hversu oft hárið er þvegið. Sumir halda að daglegur hárþvottur örvi fitukirtlana og þá sé hættara við því að hárið fitni. Aðrir halda að milt sjampó geti valdið því að hárið þorni. Hvorug þessara stað- hæfinga er rétt. Þvoi maður sér um hárið daglega þarf ekki að nota sér- stakt sjampó fyrir feitt hár eða þurrt hár. Þá nægir venjulegt sjampó í flestum tilfellum. Sé hárið stutt og heilbrigt þarf raunar aðeins hreint vatn við daglegan hárþvott. Þurrt hár er gott aö þvo annað slag- ið með mildu sjampói svo það fái svolitla fitu. Margþætt hlutverk Hlutverk sjampósins er að hreinsa fitu og óhreinindi úr hár- inu en einnig að gefa því fitu svo það ofþorni ekki. Stærstur hluti sjampósins er vatn og ýmis hreinsi- efni. Einnig er oft að finna efnin keratín og pantenól sem eiga að vernda hárið og gera það meðfæri- legra eftir þvott. Þeir sem eru með mjög rafmagn- að hár ættu að reyna sjampó með hámæringu (2 í 1) því slíkt sjampó inniheldur meðal annars efni sem eiga að afrafmagna hárið. Margar tegundir sjampós inni- halda auk áðurtaldra efna rotvam- arefni sem eiga að koma i veg fyrir bakteríur og sveppi. Flestar teg- undir innihalda einnig ilmefni sem eiga m.a. að yfirgnæfa lykt af öðr- um efnum sem lykta ekki eins vel. Sumt sjampó inniheldur ekki tilbú- in ilmefni heldur efni unnin úr jurtum og ávöxtum sem gefa góða lykt. Þessi efni hafa það fram yfir tilbúnu ilmefnin að þau gefa hár- inu m.a. gljáa. Auglýsingaskrum Eins og áður sagði er mikið úrval hársnyrtivara hér á markaði og era gæði þeirra og verð æði mismun- andi. Ekki vantar hástemmdar lýs- ingar á eiginleikum varanna í aug- lýsingum en flestar þeirra eru að- eins orðin tóm, samanber að vítamín í sjampói hafi áhrif á hárið. Þá er stundum tilkynnt að varan hafi ekki verið prófuð á dýram en hins vegar er það oft þannig að öll efnin í vörunni hafa þegar verið prófuð ein og sér á dýram. Þeir sem vilja með sanni geta sagt að hárið sé þeirra höfuðprýði ættu þvi að vanda valið vel á sínum hár- snyrtivörum. (Heimild: Heilsubók fjölskyldunn- ar, Neytendablaðið o.fl.) -GLM Franskur karamellubúöingur Þessi franski karamellubúðingur er upplagður sem eftirréttur með helgarmatnum. Uppskrift: 1/2 bolli sykur 11/4 bolli mjólk 1 1/4 bolli rjómi 6 egg 6 msk. sykur 1/2 tsk. vanilludropar Aöferð 1) Hitiö ofninn í 180° C, hálffyllið stóra pönnu af vatni og látiö hana til hliðar. 2) Til að búa til karamellusósuna hrærið þið saman 1/2 bolla af sykri og 4 msk. af vatni í potti og látið malla þar til blandan er orðinn karamellukennd. 3) Til að búa til réttinn sjálfan er mjólk og rjóma blandað saman í pott og látið maha þar til það næst- um því sýður. Á meðan er gott að þeyta saman egg, afgarignum af sykrinum og vanilludropunum. 4) Hellið heitri rjómablöndunni út i og hrærið vel saman. Hellið síð- an allri blöndunni í kökusprautu- poka og sprautið blöndunni í fjórar litlar skálar. Áður en blöndunni er hellt í skálamar er karamellusós- unni hellt jafnt í skálamar. 5) Bakið í um 1 1/2 til 2 klukku- stundir. Látið síðan í kæli yfir nótt. Áöur en rétturinn er borinn fram er skálunum skellt á hvolf og rétturinn losaður úr þeim og settur á litla diska þannig að karamelluhliðin snúi upp. -GLM Þessi franski karamellubúðingur er upplagður sem eftirréttur með helgar- matnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.