Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 T^V A Ummæli Lýðskrum af verri gerðinni „Þessar tillögur eru lýö- skrum af verri gerðinni sem eiga ekkert skylt við byggðastefnu. Ég frati á þær.“ Kristján Pálsson alþingismaður um aflaheimilda- tillögur Kristins H. Gunnarssonar, í DV. Einkabíllinn og borgin „Með ofurvæöingu einka- bílsins hefur fólk horflð af göt- um og gangstéttum Reykjavík- ur hver inn í sína dós - enda enginn hörgull á þeim hvert sem litið er.“ Pétur Gunnarsson rithöfund- ur, í DV. Sjaldnast í full- komnu formi „Það er sjaldgæfara en fólk heldur að söngv- arar séu í full- komnu formi. Þeir eru ekki margir dagamir á ári sem mað- ur getur sagt við sjálfan sig eftir sýningu: Djöfull líður mér vel í dag.“ Kristján Jóhannsson óperu- söngvari, í DV. Kári og milljarðamir „Mér býr í brjósti að Kári fari frá fóðurlandinu meðan veröbréfagosið er í hámarki með sina milljarða og eftir standi „dulkóðaðar" sjúkra- skrár og verðbréfahaugar til minningar um þennan ástsæla vísindamann sem öllu vildi fóma fyrir land og lýð.“ Kristján Pétursson, fyrrv. deildarstjóri, í Morgunblað- inu. Eigin hagsmunir „Auðlind þjóðar í einhverj- um skilningi getur ekki verið í eigu einstaklings því þeir munu alltaf hegða sér eins, sama hvort um , er að ræða Jap- ana eða íslend- inga. Þeir hegða sér alltaf miðað við eigin hags- muni, nema litlu rnuni." Pétur H. Blöndal alþingis- maður, í Morgunblaðinu. Okkar ylhýra mál „Það er talsvert um að út- varpsmenn á tónlistarstöðvun- um tali bjagaða íslensku. Þar tala margir málið án þess að nenna því.“ Guðni Kolbeinsson íslensku- fræðingur, í Dv- 5#E6AR WfWNN TÖK V» 8» Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður Félags háskólakvenna: Mál málanna er alltaf menntun kvenna „Félagið er orðið sjötíu og tveggja ára og við héldum upp á sjötíu ára afmælið fyrir tveimur árum með listakvöldi í Listasafni íslands sem heppnaðist afar vel. Mál málanna í félaginu, sem er styrktarfélag, er menntun kvenna og hvemig við get- um styrkt konur til náms og erum við með margt í gangi í þeim efn- um,“ segir Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður Félags háskólakvenna. Eitt af því sem Félag háskóla- kvenna gerir er að standa fyrir nám- skeiðum: „Við höfum verið með námskeið frá árinu 1995. Við aug- lýstum fyrir viku sex námskeið sem standa yfir í febrúar og mars og nú erum við komnar með deild innan félagsins sem við nefndum Endurmenntunardeild Félags há- skólakvenna. Eitt námskeiðið er þegar hafið, námskeið í bók- menntaþýðingum, og er þetta þriðja árið sem við erum með slíkt námskeið. Á þriðjudag erum við svo að byrja með námskeið- ið Að njóta leiklist- ar, en það nám- skeið hefur notið hvað mestra vinsælda hjá okkur. Jón Viðar Jóns- son leikhúsfræðingur stjórnar þessu námskeiði. Þetta er fjögurra vikna námskeið þar sem kafað er ofan í verkin og höf- undana og við fórum á æfingar og i leikhús og fáum leikstjóra tU að spjaUa við okk- ur eftir sýningu. Þetta fyrirkomulag hefur heppnast ákaflega vel. í ár eru það íslensku leikritin á sviði Þjóð- leikhússins sem tek- _______________ in verða fyrir en þau eru fjögur, tvö göm- IVlðOUr ul, Vér morðingjar ----------------- eftir Guðmund Kamban og Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson, og tvö ný, Landkrabbinn eftir Ragnar Arndals og Elektra eftir HrafnhUdi Hagalin Guð- mundsdóttur. Annað námskeið sem hefst á þriðjudaginn nefnist að skoða málverk. Verður farið á sýninguna _______________ Lífshlaupið í Gerð- rloocinc arsafni. Seinna QagSinS verða svo nám- --------------- skeiðin Nýjungar á Intemetinu, Verðbréfaviðskipti og möguleikar á í] árfestingarkostum og Stjómun á ólgutímum. Ágóðinn sem kemur tU okkar af þessum nám- skeiðum fer í styrki tU háskóla- kvenna.“ Geirlaug hefur verið formaður Fé- lags háskólakvenna síðan 1995: „Ég hafði áður fengið reynslu af stjóm- arstörfum með setu í stjóminni. Þetta er búið að vera ákaflega skemmtUegur tími og segja má að þetta hafi verið eins og að reka fyrirtæki. Með hverjum for- manni kemur eitthvað nýtt og með mér komu námskeið- in og svo höfum við farið út i að gefa út tímarit sem komið hefur út tvisvar í samvinnu við Háskólann. Hingað tU hefur það komið út einu sinni á ári en stefnan er að það komi oftar út. Félagsfundir eru haldnir og þá er alltaf eitthvert eitt þema tekið íyrir ög við fáum gesti í tengslum við efnið. Á næsta fundi okkar mun- um við fjaUa um jarð- skjálfta." Geirlaug starfar einnig sem kennari: „Ég kenni tungumál í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Ég er lærð leikkona og í hjarta mínu er ég aUtaf leikkona. -HK Hvítt: Arnar E. Gunnarsson Svart: Þröstur Þórhallsson í síðustu umferð á Skák- þingi Reykjavíkur 2000 átt- ust þessir kappar við. Þresti nægði jafntefli tU sigurs á mótinu, en Amar er annál- aður baráttujaxl. Eftir mikl- ar sviptingar kom þessi staða upp, hún minnir á lokaðar stöður sem geta komið upp í Spænska leikn- um. Amar fómar manni um stundarsakir, en Þröst- ur sá þann kost vænstan að gefa skiptamun. Það dugði þó ekki til jafnteflis og Þröstur varð að bíta í það súra epli að Bragi Þorfinns- son næði honum að vinn- ingum. Eins og lesendur DV sáu í gær þá vann Þröstur 1. einvígisskákina og síðan 2. einvígisskákina um titU- inn Skákmeistari Reykja- víkur líka á miðvikudags- kvöld. En lítum nú á skákina. 26. bxc5 exf4 27. Bxf4 bxc4 28. c6 Bxc6 29. dxc6 Db6+ 30. Khl Dxc6 31. Bxc4 Re5 32. Bd5 og með skiptamun yfir tókst Amari að vinna eftir mikin baming. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Myndgátan Viðmælendur Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Fyrsta deild karla í handboltan- um er aftur komin á fulla ferð eft- ir nokkurt hlé. Spennan í hand- boltanum vex Fjöldinn aUur af leikjum í efstu deUdum handbolta og köfu- bolta verður leikinn um helgina. Handboltinn hefst í kvöld með þremur leikjum í 1. deUd karla og einum leik í 1. deild kvenna. Hjá körlum leika ÍR-Víkingur i Austurbergi, Valur-Fylkir í Valsheimilinu og ÍBV-Aftureld- ing í Vestmannaeyjum. Þessir leikir hefjast kl. 20. Kl. 18.30 leika í Valsheimilinu Valur-KA í 1. deild kvenna. Á laugardag eru þrír leikir hjá konunum: FH-Stjaman leika í Kaplakrika, UMFA-Víkingur á Varmá og ÍBV-ÍR í Vestmannaeyjum. í Digranesi leika HK-Stjaman. Á sunnudag leika Fram-KA í 1. deUd karla í Framhúsinu og Haukar-FH í Standgötunni í Hafnarfirði. í 1. deild kvenna leika Haukar-Fram á undan leik karlanna í Strandgötunni. íþróttir Fjöldinn aUur af leikjum í körfuboltanum er um helgina og þar ber hæst að á sunnudags- kvöld eru sex leikir í Úrvals- deUdinni. Bridge Því er haldið fram með góðum rökum að lítU framþróun hafi orðið í úrspili eða vöm í bridge síðustu hálfu öldina. Framfarir hafi einung- is orðið í sagnkerfunum. Sagnkerfi voru frumstæð á fyrri hluta aldar- innar en slæmir lokasamningar geri miklar kröfur til sagnhafa og vamarinnar. Skoðum hér eitt dæmi um skemmtUega vöm vesturs sem óvíst er að finnist við borðið nema ákveðin snUligáfa sé fyrir hendi. Spilið kom fyrir í tvímennings- keppni í New York á árum fyrri heimsstyrjaldar en Bandaríkjamað- urinn Charles B. Cadley sat í sæti vesturs. Það var í hlutverki vesturs að reyna að koma í veg fyrir að suð- ur fengi 10 slagi í fjórum spöðum: 4 6 * ÁKG832 * D1095 * 63 4 D5 » D94 ♦ KG76' * 8 4 ÁK98' <4 1065 ♦ - * ÁKD Vestur spUaði út einspUi sínu í hjarta og austur tók þrjá fyrstu slag- ina á hjartalit- inn. Örlög varn- arinnar fólust í afköstum vest- urs. Cadley var með vömina á hreinu. Hann henti tíguláttu og ás í annað og þriðja hjartað. Austur var með á nótunum og spU- aði tígli í fiórða slag. Sagnhafi gat ekki komið í veg fyrir að vestur fengi einn slag á tromp. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.