Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 Fréttir Vel undirbúið tilboð lögmanna sem bjóðast til að annast leyfis- og sölutilboð: Bjóða fólki að selja ÍE sjúkraskrár þess - annast úrsagnir eða semja við IE um réttláta greiðslu fyrir hverja kennitölu Nú um helgina fara í prentun 65 þúsund bréf sem berast munu fólki á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku - bréf frá valinkunnum lögmönnum sem bjóða einstaklingum og f]öl- skyldum að taka að sér að selja fyr- ir fólkið aðgengi íslenskrar erfða- greiningar aö sjúkraskrám þess fyr- ir miðlægan gagnagrunn. Skapa þannig leið til að einstaklingar fái peninga fyrir að gefa viðkvæmar persónuuplýsingar um sjálfa sig. Verkefni þetta hefur verið í undir- búningi allt frá því í október og hef- ur hvílt yfir því leynd. Hér er með öðrum orðum verið að bjóða almenningi að lögmaður taki að sér að selja ÍE eða einhverj- um öðrum leyfi fyrir aðgengi að sjúkraskrá einstaklinga gegn ákveðnum umboðslaunum. Hugmyndin er sprottin af eftirfar- andi staðreyndum: Gengi hlutabréfa í deCode Gene- tics, sem er móðurfyrirtæki ÍE - rekið af einkaaðilum - hefur hækk- að sem nemur meira en tíu þúsund milljónum króna á tiltölulega stuttu timabili - frá því að íslensk yfirvöld veittu fyrirtækinu 12 ára einkaleyfi til rekstrar fyrir miðlægan gagna- grunn. Fyrirtækið byggir rekstur sinn á rannsóknum í þágu lyfja- fyrirtækja úti í heimi byggðum á endurgjaldslausu aðgengi að sjúkra- skrám einstaklinga á Islandi. Samkvæmt þessu hafa menn sagt: Hvers vegna ættu einstaklingarnir sjálfir ekki að fá greitt fyrir að veita íslensk/alþjóðlegu stórgróðafyrir- tæki aðgengi aö persónulegum sjúkraskrám? Það sem höfuðborgarbúar og síð- ar landsmenn allir munu á næst- unni fá inn um bréfalúguna er kynningarbréf undirritað af tals- manni lögmannanna. Þar er einnig úrsagnareyðublað úr gagnagrunnin- um annars vegar og hins vegar um- boðseyðublað til handa lögmanni til að semja um réttláta greiðslu fyrir að samþykkja að vera í grunninum. Lögmennirnir munu freista þess að ná sem hagstæðustu verði fyrir hverja kennitölu sem hugmyndin er að gæti t.a.m. verið greitt fyrir með peningum eða hlutabréfi. Síðan verður haldin skrá yfir alla þá sem hafa óskað liðsinnis við að semja við ÍE. Eina upphæðin sem ÍE greiðir fyrir einkaleyfið er 70 milljónir króna á ári til ríkisins. I því felst að heilbrigðiskerfið er varðveisluaðili sjúkraskránna og útvegar eigið faglært starfsfólk í opinberu starfi til að veita ÍE þær upplýsingar sem almenningur heimilar. -Ótt Lögmaður Janet- ar til Spánar Róbert Árni Hreiðarson, lög- maður Janetar Grant, er nú stadd- ur á Spáni en þar mun hann m.a. ætla að ganga erinda Janetar og hinna ríkis- fangslausu barna hennar, Ástþórs Marios og Moniku Ósk- ar. Áður en Ró- bert lagði upp í för sina til Spán- ar sendi hann ræðismanni Spánar á íslandi, Sigurði Gísla Pálmasyni, bréf vegna máls Janetar þar sem hann óskar eftir samvinnu spánskra yf- irvalda við lausn á vanda Janetar og bama hennar. Tillaga Róberts er fyrst og fremst sú að aflétt verði banni við því að Janet komi til Spánar næstu fimm árin en einnig að Ástþór og Monika fái tíma- bundið fararleyfi þannig að þau geti yfirgefiö Spán og sameinast móður sinni á íslandi. í bréfmu segir að faðir barnanna sé sam- mála slíkri ráðstöfun en börnin búa nú hjá föðurömmu sinni og afa í Malaga. -GAR Stofnun Árna Magnússonar fær á sunnudag afhent að gjöf myndskreytt handrit af Snorra Eddu sem barst til Kanada á síöustu öld og hefur veriö þar í einkaeign. Snorra Edda er til í allmörgum pappírshandritum frá því eftir siöaskipti og barst eitt þeirra meö íslenskum landnemum til Kanada. Sá sem skrifaði og myndskreytti handritiö mun vera Jakob Sigurösson, skáld og bóndi í Vopnafirði á 18. öld. Ræöismaöur íslands í Minnesota, Örn Arnar læknir, og fjöl- skylda hans keyptu handritiö og gefa Arnastofnun. Rósa Þorsteinsdóttir sýnir hér handritiö. DV-mynd Hiimar Þór 84 fóstureyðingar gerðar á kvennadeild Landspítalans í janúar: Tíðni fóstureyðinga má rekja til lítillar umræðu - Finnar hafa boðið fríar getnaðarvarnir fyrir yngri en 18 ára Alls voru 84 fóstureyðingar fram- kvæmdar S janúarmánuði síðastliðn- um en í fréttum í vikunni var fullyrt að á annað hundrað umsókna um fóst- ureyðingar hefðu borist kvennadeild Landspítalans. Svava Stefánsdóttir, yfirfélagsráögjafi á Kvennadeild Land- spítalans, segist í viðtali við DV telja að brottfall í janúarmánuði heföi ver- ið á milli 10 og 15 konur. Af því leiðir að tæplega eitt hundrað konur hugð- ust fara í fóstureyðingu á umræddu tímabili. „Ég kannast ekki við tölur sem fram komu í fréttunum. Meirihluti þessara kvenna var á aldrinum 16-25 ára eða 50 konur. Þrjátíu og tvær kon- ur á aldrinum 26 til 46 ára gengust undir aðgerð og tvær á aldrinum 13 til 15 ára. Þess ber að geta að engin 13 ára stúlka var í þeim hópi,“ sagði Svava og bætti við að margar konur kæmu í viðtal og sumar eingöngu í þeim tilgangi að tala. Þá er alltaf visst brottfall vegna fósturláta og annarra ástæðna. Fjöldi fóstureyðinga hefur verið svipaður milli ára, að undanskildu síðasta ári, en þá var íjöldi aðgerða 807 talsins. Til samanburðar hefur fjöldi aðgerða verið á bilinu 702 til 764 frá árinu 1996 til ársins 1998. „Vissulega er fjöldi fóstureyðinga áhyggjuefni en tíðni þeirra má rekja til of lítillar opinnar umræðu um þessi málefni. Upplýsa þarf unga fólk- ið mun betur um ábyrgð þess á eigin kynlífi og það á við mn bæði kynin,“ segir Svava. „Það er mikil þörf á að auka aðgengi unglinga að getnaðar- vömum. Finnar hafa haft opna mót- töku fyrir ungt fólk og tala fóstureyð- inga þar hefur lækkað umtalsvert frá því fjöldi þeirra var hvað mestur fyr- ir nokkrum árum. Finnar hafa boðið fríar getnaöarvarnir fyrir þá sem era undir 18 ára aidri og veriö með opnar umræður um ábyrgð þess að hafa samlíf.“ Félagslegar ástæöur Löggjöfln um fóstureyðingar hér á landi er frá árinu 1975 og er fjór- skipt. í fyrsta lagi er hún leyfð ef konan á mikinn fjölda bama og skammt er liðið frá siðustu bam- eign. í öðru lagi ef hún býr við bág- ar heimilisaðstæður eða vegna slæms heilsufars. I þriðja lagi vegna æsku og þroskaleysis og að siðustu vegna annarra ástæðna. Svava sagði flestar fóstureyðingar vera vegna félagslegra ástæðna. „Það er vert að geta þess að til að tíðni fóstureyðinga fari ekki vaxandi verður umræða um þessi mál og að- gengi fyrir ungt fólk að aukast. Stað- reyndin er sú að það þarf tvo til að getnaöur eigi sér stað og bera karl- menn ekki síður ábyrgð á getnaði en kvenmenn," segir Svava. -hól Stuttar fréttir i>v Hugsaði lengi Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, seg- ist hafa tekið sér langan um- hugsunarfrest áður en hann tók þá ákvörð- un að sækjast formlega eftir endurkjöri. Þungar ávirðingar í bréfl sem Fjármálaeftirlitið sendi bankaráði Búnaðarbankans vegna brota á verklagsreglum seg- ir að brotin séu skýr og að eftirlit- ið líti þau alvarlegum augum. Ávirðingar Fjármálaeftirlitsins eru mjög þungar og segir í bréf- inu að verklagsreglur hafi verið brotnar í veigamiklum atriöum. Stöð 2 greindi frá. Nýr hjá Hafró Sjávarútvegsráðherra hefur ráð- ið dr. Ólaf S. Ástþórsson til að gegna starfl starfi aðstoðarforstjóri Hafrannsóknarstofnunar frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Áskorun um frestun Dýraverndunarfélag Reykjavíkur hefur sent borgaryfirvöldum bréf þar sem skorað er'á borgaryfirvöld að fresta frekari aðgerðum til fækk- unar flækingsköttum í borginni. Lítil veiði Lítil sem engin loðnuveiði var i nótt en menn eru vongóðir um að veiðin glæðist um helgina. Óska liðsinnis Umhverfisvinir ætla að óska eftir liðsinni náttúruvemdarsam- taka í Noregi í baráttu sinni fyrir því að um- hverfismat fari fram á áhrifum Fljótsdalsvirkj- unar, sagði Ólaf- ur F. Magnús- son, talsmaður Umhverfisvina, í samtali við fréttastofu Sjónvarpsins. Samningaviðræður Samningaviðræður Islenskrar erföagreiningar og stjórnenda heil- brigðisstofnana um aðgang að upp- lýsingum úr sjúkraskrám til flutn- ings í miðlægan gagnagrann á heil- brigðissviði eru nú í burðarliðnum. Mbl. greindi frá. Uppgjöf Formaður Sambands banka- manna segir markaðslaunakerfi Verslunarmannafélags Reykjavíkur vera uppgjöf og atvinnurekendum séu með því afhent öli völd í launa- þróun í landinu. Stöð 2 greindi frá. Yfirdrátt án ieyfis Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra staðfesti í samtali við Dag að til hennar hefðu leitað foreldrar ólögráða unglinga sem hefðu fengið yfirdráttarheimUd á viðskiptakort sín, án þess að leitað væri eftir leyfi foreldranna. Nýr gagnagrunnur Vinna er að hefjast við það hjá íslenskri miðlun á Raufarhöfn og Stöövarfirði að skrá 87 þúsund handskrifaðar færslur úr skjala- safni Ljósmyndasafns Reykjavík- ur í gagnagrunn. Fleiri flóttamenn 17 flóttamenn komu tU landsins í fyrra. Hefur fjöldinn þre- tU fjór- faldast á nokkurra ára bUi sam- kvæmt upplýsingum Rauöa kross Islands. Mbl. greindi frá. RARIK suftur? Ámi Johnsen viðraði áhyggjur sínar af óljós- um fréttaflutn- ingi um til- færslu RARIK tU Akureyrar á Alþingi í gær og lagði, í raun, fram kröfu um að RARIK kæmi tU Suðurlands, ef hún færi þá nokkuð. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.