Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 18
18 enning FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 JLÞ V b- m * Sigurður Fáfnisbani í Nor- ræna húsinu ÉRichard Wagner-félagiö sýnir í vetur uppfærslu Metropolitan-óperunnar í New York á Niflungahringnum af myndbandi í Norræna húsinu. Á morg- un kl. 12 er komið að Sig- urði Fáfnisbana, þriðju óperunni í röðinni af Hringóperunum fjórum. Sýningamar eru í sam- vinnu við Félag íslenskra fræða. Árni Björnsson hefur umsjón með sýning- ; unum og gerir grein fyrir íslenskum bakgrunni Niflungahringsins og notkun Richards Wagners a ístensKu heimifdunum. Þessi sama uppfærsla verður á fjölum Metropolitan í vor. Þá mun Kristinn Sig- mundsson fara með hlutverk Hundings í ; Valkyrjunni. Leikstjóri er Otto Schenk og hljómsveitarstjóri James Levine. Hlut- verk Sigurðar Fáfnisbana er sungið af Siegfried Jerusalem. Sýnt verður á stóra veggtjaldinu í sal Norræna hússins. Ensk- ur skjátexti. Aðgangur er ókeypis og öO- um heimiH. „Larissa Diadkova var framúrskarandi í hlutverki konungsdótturinnar Amneris. Túlkun hennar var innileg, bæði Ijóöræn og dramatísk, röddin fáguö og hver tónn fallegur." DV-mynd Teitur Uppfærsla Ricos Saccanis og Sinfóníu- hljómsveitar íslands á óperunni Turandot eft- ir Puccini í LaugardalshöOinni í fyrra vakti verðskuldaða athygli. Sýningin þótti takast framúrskarandi vel, og því höfðu margir miklar væntingar tO óperusýningarinnar í HöOinni í gærkvöld þegar Saccani og Sinfón- ían settu upp Aidu eftir Verdi með Kristjáni Jóhannssyni í einu aðalhlutverkinu. Kristján var með flensu eins og fram kom í fjölmiðlum og þvi óvíst hvort hann gæti yfir höfuð sung- ið, enda var spennan í salnum gífurleg áður en sýningin hófst. Einhverjum titringi oOi líka að forráðamenn Sinfóníunnar voru bún- ir að númera sætin eftir flóknu kerfi sem átti óljóst að líkja eftir sætaskipan Háskólabíós, og þvi reikuðu margir örvinglaðir fram og tO baka í leit að sætunum sínum. Einn reiður áheyrandi öskraði: „Ég vO fá að tala við yfir- manninn!" AOt blessaðist þetta þó að lokum, og hófst sýningin á tilskOdum tíma. Ástarþríhyrningur Aida gerist í Egyptalandi á stríðstímum. Aðalsöguhetjur eru Konungur Egyptalands, dóttir hans Amneris, Ramfis æösti prestur, ambáttin Aida og Radames herstjóri. Sagan er dæmigerður óperuástarþríhyrningur, kon- ungsdóttirin elskar herstjórann sem elskar ambáttina, og tO að flækja söguna er hún dóttir Eþíópíukonungs, sem á í stríði við Egypta. Þetta er harmleikur, Radames her- stjóri er læstur inni í grafhýsi í lokin fyrir foðurlandssvik og Aida lendir þar með hon- um. Ljósi punkturinn er að þau sameinast í lokin og fara tO æðri heima. Tónlist Jónas Sen Kristján Jóhannsson var í hlutverki Rada- mesar og þrátt fyrir flensu gerði hann margt ágætlega. Hann hefur þróttmikla rödd sem risavaxin hljómsveit fær ekki að kæfa, og ágæta tækni. Dramatísku hápunktamir vom býsna áhrifaríkir, og engin flensueinkenni þar. Veikleikar Kristjáns fólust í því að túlk- un hans var dálítið gróf og í heOd of einsleit. Ekki virtist skipta miklu máli hvað hann var að syngja, það hljómaði svo tO aOt eins. Hann sýndi ekki mikla tilflnningu fyrir hinu lýríska og fmgerða, og því fékk maður aldrei samúð með honum í hlutverki sínu. Luicia Mazzaria var Aida, og likt og Krist- ján gerði hún ýmislegt vel en náði ekki að fanga mann með túlkun sinni. Kannski hafði íslensk verðrátta þar eitthvað að segja, þvi hún var dálítið nefmælt, rödd hennar mjó og ekki nægilega stöðug. A hinn bóginn var Larissa Diadkova framúrskarandi í hlutverki konungsdótturinnar Amneris. Túlkun hennar var innileg, bæði ljóðræn og dramatísk, röddin fáguð og hver tónn fal- legur. Aðrir söngvarar stóðu sig flestir ágæt- lega, Ramfis æðsti prestur var í öruggum höndum MichaOs Ryssovs, Guðjón Ósk- arsson átti góða spretti sem konungur Egyptalands og Giancarlo Pasquetto var verulega magnaður sem konungur Eþíóp- íu. Einnig var frammistaða hofgyðjunnar Sigrúnar Hjálmtýsdóttur hin prýðOegasta. Þrír dansarar tóku faOeg og allt að því eró- tísk spor í einu atriði óperunnar, en það voru þau Hrefna HaOgrimsdóttir, Sveinbjörg Þór- haOsdóttir og Jóhann Freyr Björgvinsson. Einnig komu þrír kórar við sögu í óperunni, Karlakórinn Fóstbræður, Kór íslensku óper- unnar og Kór Söngskólans í Reykjavík. Þeir sungu oftast ágætlega, en þó hefði mátt huga betur að samspili kóra og hljómsveitar, því málmblásarar voru á tíðum allt of sterkir og drekktu kórunum í miklum þyt. Fyrir utan það var hljómsveitin í góðu formi og lék margt glæsilega. Mega aðstandendur hennar nokkuð vel við una, því þó einsöngvararnir hafi ekki aOtaf staðist væntingar var margt skemmtOegt og í heOd var þetta góð sýning. Hástemmt og rómantískt Nú stendur sem hæst fyrsta tón- leikahátíð af þremur sem Tónskálda- félag íslands stendur fyrir á þessu ári í samvinnu við M-2000. Liður í þessari hátíð voru tónleikar í Salnum á mið- vikudagskvöld þar sem áherslan var lögð á íslensk einsöngslög frá fyrri hluta 20. aldar. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópran og Ólafur Kjartan Sigm-ð- arson baríton skiptu þar bróðurlega með sér lögum aOs 16 tónskálda með dyggri aðstoð Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur píanóleikara. Tónlist Amdís Björk Ásgeirsdóttir Sum þessara laga hljómuðu kunnug- lega í eyrum en flest lögin sem flutt voru fyrir hlé minnist ég ekki að hafa heyrt áður. Þau eru samin í róman- tískum anda, oft við hástemmda texta í alvarlegri kantinum.sem gerði það að verkum að fremur þungt var yfir fyrri hluta tónleikanna - fyrir utan Plágu Sigvalda Kaldalóns við ljóð Indriða Einarssonar sem Ólafur Kjartan söng með miklum ágætum. Inn á mifli voru þó fógur lög, tO dæmis Nafnið eftir Áma Thor- steinsson og Um nótt EmOs Thoroddsens við einkar faOegan texta sem Jón Thoroddsen þýddi. Þau bæði söng Rannveig Fríða af mikifli innlifun. Fjólan eftir Helga Sigurð Helgason hljómaði líka undurmjúk í meðfórum Sigrúnar og sömuleiðis Bergljóð eftir Jón Laxdal sem Sigrún Hjálmtýsdóttir, Rannveig Fríöa Bragadóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson skiptu með sér lögum 16 tónskálda með dyggri aöstoð Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara. DV-mynd Hilmar Þór Ólafur Kjartan fór afskaplega vel með. En þrátt fyrir prýðilegan flutning var ekkert laganna sem snerti gagnrýnanda. Anna Guðný var mestaOan tímann í miklu undirleikshlut- verki, eins og litiO gaumur heíði verið gefmn að hálfóinnblásnum píanópörtunum frá hendi tón- skáldanna, nema hvað ef vera skyldi í Ásareið Sigvalda Kaldalóns þar sem hið válega tremolo skapaði góða um- gjörð um textann. Eftir hlé hóf Rannveig Fríða leikinn í Sólskinsskúrinni, heið- ríku lagi Áma Thorsteinssonar sem var fyrirferðarmestur á efnis- skrá ásamt Sigvalda Kaldalóns með fjögur lög aOs. Heimþrá Inga T. Lámssonar og Þei, þei og ró, ró voru einnig afar faOega sungin, kyrrlát og yfirveguð. Ólafur Kjart- an átti stórleik í sinni næstu lotu sem hann hóf á Enn ertu fögur sem forðum eftir Árna og sýndi að hann er glæsOegur söngvari í mik- 01 sókn. Máninn líður eftir Jón Leifs var svo af aflt öðm sauða- húsi en hin lögin og ekki skrýtið miðað við þennan samanburð að hann hafl verið litinn homauga af sínrnn koOegum sem enn vom að basla í rómantíkinni. Hinn hrika- legi texti Davíðs Stefánssonar, Sjó- draugar, við lag Sigurðar Þóröars- sonar, var svo túlkaður á áhrifa- mikinn hátt af Ólafi Kjartani og Önnu. Sigrún fór einnig ágætlega með sín lög, Nótt eftir Jóhann Ó. Haraldsson, Hjá vöggunni eftir Eyþór Stefánsson, Jarpur skeiðar eftir Pál ísólfsson og Gunna á Brú eftir Jón Laxdal. Þó á hún stundum tfl að auka styrkinn einum of bratt sem gerir að verkum að laglínurnar verða aðeins of bólgnar fyrir minn smekk. í lokin áttu þau svo hver sín glansnúm- er sem áheyrendur kunnu vel að meta og létu það óspart í ljós. íslensk myndlist við aldamót Á mánudagkvöldið kl. 20.30 verður haldið í ÞjóðleikhúskjaOaranum málþing um stöðu íslenskrar myndlistar. Að mál- þinginu standa Sjónlistarfélagið og Listaklúbbur Þjóðleikhús- kjaOarans. Frummælandi verður Auður Ólafsdóttir listfræðingur (á mynd) og hefur hún geflð er- indi sínu yfirskriftina „2000 vandinn: Aldarlok í myndlisf'. Ásamt Auði munu fjórir list- fræðingar og listamenn leiða umræður en mnsjónarmaður og fundarstjóri verður Jón Proppé myndlistargagnrýnandi. Á undanfömum árum og áratugum hafa miklar breytingar orðið í myndlistar- heiminum. Nýjar stefnur og hugmyndir hafa komið fram og listamönnum og sýn- ingarsölum hefur fjölgað margfalt. Því er kjörið að nota þessi tímamót tfl að rifja upp og meta þróunina síðustu ár og huga að framtíðinni. Húsiö verður opnað kl. 19.30. Melsteðs-Edda komin heim Á sunnudaginn kl. 14 verður afhent í Þjóðarbókhlöðunni myndskreytt handrit frá því um 1700 af Snorra-Eddu, svoköOuð Melsteðs-Edda sem fór tO Kanada með vesturförum fyrir röskum hundrað árum. FuOtrúi gefenda, örn Amar, ræðismaður íslands í Minnesota, afhendir Stofnun Árna Magnússonar handritið tO eignar. Við sama tækifæri mun Bjöm Bjama- son menntamálaráðherra opna nýja heimasíðu Ámastofnunar þar sem áhuga- sömrnn almenningi gefst m.a. kostur á að skoða stafrænt myndasafn af handritum. Ef þið farið inn á slóðina http//:www.am.hi.is getið þið tO dæmis skoðað sjálfa MöðruvaOabók, frægasta handrit íslendingasagna. Kæri Erlendur Skömmu eftir að lokið verður að fagna heimkomu Melsteds-Eddu, eða kl. 16 á sunnudaginn, hefst kynning í Þjóðarbók- hlöðunni á bréfasafni Er- lends í Unuhúsi sem opnað var 29. janúar og hefur vak- ið mikla athygli. Ögmundur Helgason, forstöðumaður handritadefldar, mun gera örstutta grein fyrir inni- haldi kassans, síðan verður lesið upp úr bréfum skáld- anna HaOdórs Laxness, Stefáns frá Hvítadal og Þórbergs Þórðar- sonar, sem og Nínu Tryggvadóttur mynd- listarkonu og einnig bréfum Erlends tO hennar, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing- ur, Kristján Eiríksson og Pétur Már Ólafs- son bókmenntafræðingar munu kynna bréfritara, en SOja Aðalsteinsdóttir og Benedikt Erlingsson leikari lesa upp úr bréfunum. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.