Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 Spurningin Hvað myndirðu gera ef þú ættir 3 milljarða? Helgi Davíð Björnsson nemi: Ég myndi leggja peningana inn á banka og lifa á vöxtunum. Helga Björk Arnardóttir nemi: Ég myndi kaupa rosa flottan bíl og hús. Guðbjörg Bima Björnsdóttir nemi: Ég myndi kaupa Eimskip. María Björg Ágústsdóttir nemi: Skipta á milli fjölskyldumeðlima, lifa á mínum vöxtum og fara í heimsreisu. Jóhann Sigurðsson nemi: Festa kaup á eyðieyju og byggja. Guðmundur Sveinsson nemi: Gefa til góðgerðarmála og lifa i leti til æviloka. Lesendur Hver á að gæta bróður míns? Percy Benedikt Stefánsson. Percy Benedikt Stefánsson ráð- gjafi skrifar: Fréttir hafa verið að berast af nán- ast óbreyttri útbreiðslu alnæmis og framhaldi á óskilj- anlegum tómleika samfélagsins gagn- vart alvöru þessa máls. Samkvæmt fréttum frá Land- læknisembættinu höfðu 7 einstak- lingar greinst HIV- jákvæðir um mitt árið 1999. Alls höfðu 128 einstak- lingar greinst HlV-jákvæðir og þar af eru 32 látnir. Þessar tölur segja auðvitað lítið um raunveruleikann sem HlV-jákvæðir, vinir og fjölskyld- ur þeirra lifa við. Vélstjóramálið svokallaða haustið 1999, þar sem manni var sagt upp vegna HIV- smits, afhjúpaði svo ekki varð um villst bitran raunveruleikann. Fræðsla og mestöll umræða um al- næmi hefur legið niðri um nokkurt skeið. Það er kannski þögnin sem gerir okkur íslendinga að „ham- ingjusömustu" þjóð í heimi? Sama virðist á hveiju þessi þjóð byrjar, við endumst aldrei til að ljúka neinu með eðlilegum og vitrænum hætti. Annaðhvort gerum við langtímaá- ætlun um ljúka málinu (sem þýðir í raun „svæfingu") eða við trompum allt í gegn (sem þýðir þá „rothögg"). Og sömu ástæðumar liggja í raun að baki báðum leiðunum. Forvarnarstarf tilheyrir t.d. „svæfingarhópnum“, en Eyjabakka- Sjö einstaklingar sem greinast HlV-jákvæðir á sex mánuöum er sjö of mik- iö, segir Percy m.a. Fræösla eyöir fordómum og eykur skilning. - Framfarir á sviði alnæmis kynntar á blaöamannafundi. málið var lagt með „rothöggi“. Góð- ur vilji til að þóknast öllum, óöryggi, óþol, þekkingarleysi og skortur á auðmýkt fyrir skoðunum annarra. En aftur að upphafinu. Brýnt er að ekkert minna en upplýsingaher- ferð fyrir rétti HlV-jákvæðra til lífs- ins fari nú af stað hjá heilbrigðisyf- irvöldum. Að skilningur lækna á sjúkdóminum nái út fyrir sjálft sjúk- dómshugtakið, veirumagn og auka- verkanir. Þar hefur verulega skort á. Ný lyf breyttu miklu. Og þó ekki, því það er allt þama innra með okkur. Og staðan er óljós hjá mörgum. Skilningur heilbrigðisyfirvalda verð- ur' að taka breytingum. Forvamar- starf er ekki kynning á málefni, eitt- hvað sem gerist á skömmum tíma, og svo búið. Forvamarstarf hlýtur að kosta mikla fiármuni og taka langan tima. Sjö einstaklingar sem greinast á sex mánuðum er sjö of mikið. Sjö til viðbótar sem ásamt fjölskyldum sínum upplifa óvissu, ótta, sorg, einmanaleika og tilfinn- ingalegan doða. Fræðsla eyðir for- dómum og eykur skilning, það er langtímamarkmið sem krefst kjarks og þolinmæði. Formaður nýrrar Samfylkingar - Össur víkur fyrir framboði Margrétar Jóhannes Einarsson skrifar: Þegar nú er búið að fresta stofn- fundi fyrir endumýjaða Samfylk- ingu allt til vors er ekki örgrannt um að margir sem léðu Samfylkingunni atkvæði sitt séu famir að óttast verulegt fylgistap í næstu kosning- um. Nema auðvitað að vel takist til um forystumálin og fyrirkomulag við formannskjörið á flokksstofnun- inni. Ég er enn þeirrar skoðunar, sem og margir aðrir, að enginn sé betur fallinn til forystu í fyrstu lotu en Margrét Frímannsdóttir sem hefur ávallt komiö einstaklega vel fýrir, bæði á mannfundum og i viðtölum við íjölmiðla (síðast sá ég hana i sjónvarpsviðtali sl. miðvikud. þar sem hún reifaði lagasetningu til að- halds á verðbréfamarkaðinum). Fram hefur komið að nokkrir frammámenn Samfylkingarinnar skoði nú hug sinn gagnvart framboði til formanns og varaformanns. Einnig að Össur Skarphéðinsson muni ekki keppa að formennsku gefi Margrét kost á sér. Þetta er drengi- legt af Össuri og honum líkt. Vafa- samt er að aðrir fari þá að leggja í mótframboð gegn henni. Margrét hefur staðið þannig að málum í sameiningarferli flokkanna að Samfylkingin ætti að standa sem einn maður aö kjöri hennar til for- manns. Raunar ættu flokksmenn að skora á Margréti að gefa kost á sér í þetta embætti eins og áður hefur komið fram oftar en einu sinni. Gisting á landsbyggðinni: Efri-Brú kemur á óvart Bréfritari gefur Efri-Brú háa einkunn fyrir aöbúnaö og viöurgjörning. - Frá Efri-Brú í Grímsnesi. Ragnar skrifar: Ég er einn þeirra sem allt of sjald- an ferðast um landið og nýti mér þá þjónustu sem er oröin svo viðtekin víða um landsbyggðina. Ég á eink- um við þjónustu sveitabýla við ferðamenn í formi gistingar, veit- inga og ýmiss konar aíþreyingar sem býðst - mismunandi að fjöl- breytni auðvitað. Veturinn er ekki lengur til trafala í þessu sambandi og margir nýta sér þjónustuna einnig á þeim árstíma. Ég átti þess kost að heimsækja einn þessara staða á laugardegi í fylgd sauma- klúbbs í vetrarblíðunni sem ríkti nánast um allt land á miðjum þorra. Bærinn var Efri-Brú í Grímsnesi. Húsbúnaður og gistirými gefur í engu eftir vinsælum gististöðum og mótelum í Evrópu og Ameríku. Ný- tísku herbergi, smekklega klædd í hólf og góif, með baði og góðum breiðum rúmum bíða gesta. í sama húsi er setustofa þar sem gestum býðst að njóta léttra veitinga eins og hver kýs. Á staðnum eru einnig tveggja manna hús til útleigu, og sömuleiöis sérstakt fjölskylduhús. Matsalur er í tengibyggingu og þar var boðið upp á þorramat að þeim hætti sem tíðkast við bestu að- stæöur og úr frábæru hráefni sem unnið er á staðnum. Ríkulegur og fjölbreyttur morgunverður beið manns að morgni. Á Efri-Brú kemur fólk heldur ekki að tómum kofunum að því er varðar aðbúnaö og veitingar þar sem Hildegard Dúrr og Böðvar Guð- mundsson ráða ríkjum ásamt Sig- rúnu Hauksdóttur sem er rekstrar- aðili ásamt hjónunum. í gönguferð um staðinn og ná- grenni má sjá að þama er einstak- lega fallegt á sólbjörtum morgni. Að mati þeirra sem ferðast hafa mikið um landið er þetta einn af bestu gististöðunum í dreifbýlinu. Undir það er hægt að taka. - Það er gott að hafa fengið Efri-Brú í þennan hóp. Fjármagnseigend- ur fjármagni Stefán Ólafsson skrifar: Ég tek heilshugar undir lesenda- bréf í DV í dag (miðvikud. 9.2.) und- ir fyrirsögninni Auðmenn gefa til góðgerðarmála. Þarna var tekið á viðkvæmu efni sem menn geta svo verið sammála eða ósammála eftir atvikum. Mér er hins vegar ekkert launungarmál að mér finnst eðlilegt og til fyrirmyndar þegar stórir fjár- festar, auðjöfrar, eða hvað við köll- um slíka leggja til fé í framkvæmdir sem líta verður á sem þjóðhagslegar og koma öllum til góða. Við höfum dæmi um svona nokkuð, t.d. um sjóði athafnamanna eins og Sigur- liða heitins Kristjánssonar kaup- manns (Silli & Valdi) sem stofhaði sjóð til styrktar efnilegum náms- mönnum og var hvatamaður að stofnun Hjartavemdar. Ég las líka fyrir stuttu um að einn ríkasti núlif- andi einstaklingur, ef ekki sá rík- asti, Gunnar Björgvinsson, búsettur í Lichtenstein, fjármagnar nú stöðu við Háskóla íslands í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum. Þetta hefði lík- lega reynst ógerlegt nema með að- stoð Gunnars. Þetta er tilraun sem fróðlggt er og spennandi að sjá hvort heppnast jafn vel hér og víða erlend- is. Ég segi bara: Áfram á þessari braut, íslenskir fjárfestar. Ódýr fargjöld til sólarlanda íslenskur húseigandi á Spáni sendi þennan pistil: Ég sá að fargjöld frá íslandi til Evrópulanda em nú að lækka, a.m.k. tímabundið. Ég las líka ný- lega auglýsingu frá Flugleiðum til ís- lenskra húseigenda á Spáni og átti að vera tilboð um lág fargjöld, eitt- hvaö um 32.000 kr. Þetta þykir mér ekki vera nein tilboðsverö. Þarna vantar verulega á enn þá. Fargjöld frá íslandi til sólarlanda veröa að lækka til að vega upp á móti lækkuð- um fargjöldum til annarra Evrópu- landa. Það era ekki allir sem vilja kaupa „pakkaferðir" á vegum Fiug- leiða eða ferðaskrifstofanna. Og margir aðrir en íslenskir húseigend- ur á Spáni vilja gjarnan kaupa bara fargjald og sjá um sig sjálfir að öðra leyti. En lága verðið vantar. Haider í íslensk- um stjórnmálum? Axel hringdi: Það vantar ekki fordæminguna í Evrópusambandslöndunum á nýrri ríkisstjóm í Austurríki. Eðlilega hræðast margir Evrópubúar hvers konar öfgahreyfmgar og þeir eru enn minnugir hörmunganna úr síðustu heimsstyrjöld. Þeir fengu skrekk við óróann á Balkanskaga og fognuöu inngripi NATO áður en allt fór úr böndunum, og var nóg samt. En ekki þýðir að setja sig upp á móti niður- stöðum lýðræðislegra kosninga í Austurríki. Viða era fyrir einstak- lingar á borð við Haider hinn austur- ríska í stjómmálum, en þeir hafa ekki enn náð fótfestu á Vesturlönd- um. í íslenskum stjómmálum era líka nokkrir Haiderar, en þeir hafa ekki náð að beita áhrifúm sínum hér öðravísi en að standa fyrir fjöldamót- mælum og andófi með nokkuð frið- samlegum hætti enn sem komið er. En við skulum samt vera á verði. Ber rassinn frálKEA Sigurður Einarsson skrifar: Mikið óskaplega er maður orðinn leiður á að þurfa að beija augum þessar heimskulegu auglýsingar fyr- ir og á milli dagskrárliða á sjón- varpsstöðvunum. Það er eins og aug- lýsingastofur eða bara fyrirtækin sjálf hafi engan smekk eða útsjónar- semi til að selja vörur sínar. Og mest og verst fara þessar innlendu út- færslur af nektinni í mínar taugar. Ég er ekki frá því að margir séu mér sammála. Hvaö t.d. með karlinn með bert rassgatið beint framan í mann í sófaauglýsingunni frá KEA? Skyldi hann selja vel? Er þessi lifandi bak- hluti virkilega táknrænn fyrir innstú óskir og hugsanir íslendinga í skammdeginu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.