Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 17 Sport H>V DV Sport Meistaramótið í frjálsum íþróttum: Ungir áberandi Hlutabréf í skoska liöinu Celtic hafa fallið í þessari viku sem nemur um 8%. Tapiö um siöustu helgi í deild- inni gegn Hearts og svo í bikarkeppn- inni gegn Iverness hefur komið miklu róti á hlutabréfln og segja fjár- málamenn að þau kunni aö lækka enn frekar. Hj| John Barnes var síðan I rekinn frá Celtic i gær ásamt Terry ' McDermott þjálfara og i mun Kenny Dalglish , stjórna liðinu til að « byrja með en ; stjórnarmenn skoska P liðsins ætla að vanda valið á fjórða stjóra fiðsins á aðeins tæpum þremur árum. Stan Colfymore hefur náö samkomulagi viö Leicester um að leika með þeim. Eftir miklar vangaveltur og dvöl hjá Aston Villa sem breytt- ist í martröð getur hann loksins farið að einbeita sér aö því að koma knattspyrnuferlinum á réttan kjöl. Með tilkomu Collymores til Leicester er ljóst að Arnar Gunnlaugsson verður að spýta í lófana ætli hann sér sæti i liöinu. ítlaska skíðakonan Isolde Kostner sigraði í sinni þriðju brunkeppni á heimsbikarmótinu í vetur þegar hún sigraði á móti í Santa Caterina á Ital- íu. 1 öðru sæti varð Regina Haeusl frá Þýskalandi og i þriðja sæti lenti Corine Rey-Bellet frá Sviss. Danski knattspymu- maöurinn Brian Laudrup sem leikur með Ajax í Hollandi ætl- ar ekki að leika með Dönum i úrslitakeppni EM í sumar en Bo Jo- hansson, landsliðsþjálf- ari Dana, fór þess á leit við Laudrup að hann gæfl kost á sér á ný í danska landsliðið. Laudrup ákvaö að leggja landsliðskóna á hill- una eftir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi árið 1998 en hann á að baki 82 landsleiki. Margir stuöningsmenn Barcelona hafa gefið félagi sínu langt nef hvað varðar komu á heimaleiki félagsins á Nou Camp leikvanginn glæsilega. Á þessari leiktíð er meðalaðsókn á heimaleiki Börsunga 57.000 manns en hefur verið þetta í kringum 70.000 manns á síðustu árum. Tapið á heimavelli gegn Alaves um siöustu helgi mun ekki bæta úr skák fyrir Börsunga en stuðningamenn félags- ins voru allt annaö en ánægðir. Sigurður Jónsson ásamt tveimur öðrum leikmönnum hjá Dundee United eru með flensu og hefur verið skipaö af lækni félagsins að koma ekki nærri leikvangi félagsins svo þeir smiti ekki aðra leikmenn. Siguröur missir af leiknum gegn Aberdeen um næstu helgi og Paul Sturrock, stjóri Dundee Utd., á í erfiðleikum með að stilla upp liði vegna veikinda og meiðsla leikmanna. -JKS/GH/ÓÓJ íkvöld Úrvalsdeildin i körfuknattleik: KFÍ -Akranes ................20.00 Nissandeild karla: ÍBV-Afturelding .............20.00 ÍR-Víkingur .................20.30 Valur-Fylkir.................20.30 Nissandeild kvenna: Valur-KA ....................18.30 Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Bald- urshaga og í íþróttahúsinu í Mos- fellsbæ um helgina. Mótið hefst klukkan 9.30 í Baldurshaga og þvi lýkur laust eftir hádegi á sunnudag. Aþenu-hópurinn svokallaði mun setja svip sinn á mótið en okkar besta frjálsíþróttafólk verður fjarri góðu gamni en það dvelur flest er- lendis við æfingar til undirbúnings Haukar unnu sannfærandi sigur á bitlitlum bikarmeisturum Grindavík- ur, 71-60, i leik hinna sterku varna i Hafnarfirði í gær. Sigurinn var þó í óþarflega mikilli hættu í lokin en Haukar hættu í síð- ari hálfleik að sækja að körfu Grindavíkur og létu sér nægja að skjóta fyrir utan. Grindvíkingar skoruðu þá 11 stig í röð og minnkuðu muninn í 4 stig þeg- ar tvær mínútur voru eftir. Þá skor- aði Bragi Magnússon mjög mikilvæg- ar körfur fyrir Hauka og tryggði þar með sigurinn. Haukamir spiiuðu vel hver fyrir annan í leiknum og upp- skáru eftir því. Frábær vamarleikur Hafnfirðinga nær allan leikinn lagði granninn að fyrir Evrópumótið innanhúss sem verður í Genk í Belgíu í lok þessa mánaðar. Þó er hugsanlegt að Jón Amar Magnússon, sem æflr í Svi- þjóö, komi til landsins og taki þátt í einhverjum greinum. Vala Flosadóttir, Þórey Edda Elís- dóttir og Guðrún Amardóttir æfa öll erlendis og verða ekki með á meistaramótinu að þessu sínni. sigrinum en Haukar tóku 23 af 31 frá- kasti í fyrri hálfleik (74%). Hjá Hauk- um var það liðsheildin með þá Mar- el, Guðmund og Braga sem bestu menn. Hjá Grindvíkingum var engu lík- ara en hátíðarhöldin eftir bikarsigur- inn sætu í mönnum. Það munaði vitaskuld miklu fyrir þá að „sá gamli“, Alexander Ermolinskij, gat ekkert leikið í síðari hálfleik vegna meiðsla og svo spilaði Bjarni einnig mjög lítið af sömu sökum. Haukamir hafa því með þessum sigri sett enn meiri spennu í deildina nú fyrir lokasprettinn því þeir eru núna aðeins tveimur stigum frá toppliðum Grindavíkur og Njarð- víkur. -VÍK Sá næst stysti - Njarðvík vann Snæfell á klukkutíma og 13 mínútum Njarðvík vann Snæfell, 77-91, í Hólminum í gær, sinn fyrsta útisigur á nýrri öld. Leikur Snæfells og Njarðvíkur var hraður og skemmtilegur í byrjun og flaut vel. Meðan lið Snæfells náði að hafa sitt sterkasta liö inn á spiluðu þeir virkilega vel. Þá fékk Pálmi Sig- urgeirsson í liði Snæfells sína 4 villu og lið Snæfells má alls ekki við því að hafa Pálma á bekknum og það tók Njarðvíkinga ekki lang- an tima að ná þokkalegu forskoti. í seinni hálfleik kom getumun- ur liðanna berlega í ljós og eftir að Hermann Hauksson hafði farið á kostum í liði Njarðvíkur og skorað 13 stig á skömmum tima gátu þeir leyft sér að hvila sitt sterkasta lið og um tíma voru 4 landsliðsmenn ásamt Keith Veney á bekknum. Að vfsu veröur að segja að ekki er auðskilið hvað Njarðvík er að gera með leikmann eins og Veney í liði sinu, ekki er það til að bæta leik liðsins svo mikiö er víst því aldrei spiluðu þeir betur en þegar hann var útaf. í liði Njarðvíkur átti þri- eykið Hermann, Teitur og Friðrik Ragnarsson góðan dag. Páll Krist- insson spilaði vel í fyrri hálfleik. Hjá Snæfelli voru þeir Pálmi Sig- urgeirsson og Kim Lewis bestir. Það var áberandi við leikinn hversu hratt hann gekk fyrir sig og að sögn fróðra manna er þetta næst stysti leikur í úrvalsdeild- inni frá upphafi en hann hófst kl. 20.00 og lauk kl 21.13. -KS -JKS 1. deild kvenna í körfubolta í gær: Tvær hliöar KR-kvenna Stúdínur rifu sig upp eftir bikartap gegn Keflavík um síðustu helgi og veittu íslandsmeisturum KR verðuga keppni framan af leik liðanna í Kennó í 1. deild kvenna í gær. ÍS hafði yfir í hálfleik, 22-21, en 18 tapaðir boltar í seinni hálfleik og 20 stig gestanna í röð á 5 minútum í hálfleiknum tryggði öruggan 42-68 sigur KR-stúlkna. KR átti afleitan fyrri hálfleik þar sem baráttuglaðar stúdínur gáfu þeim engan grið og KR misnotaði 16 af 19 síðustu skotum sínum í hálfleiknum. ÍS missti taktinn gegn sterkri pressuvöm KR í þeim seinni, en KR stal þá 15 boltum og nýtti líka 17 af 32 skotum sínum. Stig ÍS: Kristjana B. Magnúsdóttir 10, Svana Bjarnadóttir 8 (9 fráköst), Stella Rún Kristjánsdóttir 9, Georgia Kristiansen 5 (4 stoðsendingar), Hafdís Helgadóttir 4 (10 fráköst), Júlía Jörgensen 2, Jófríður Halldórsdóttir 2, Hallbera Gunnarsdóttir 2. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 13 (6 af 9 í skotum), Hanna B. Kjartansdóttir 13 (4 stolnir), Gréta María Grétarsdóttir 11, Linda Stefánsdóttir 8 (5 stoösendingar, 4 stolnir) Kristin Björk Jónsdóttir 8, Guöbjörg Norðfiörð 8 (2 af 2, í 3ja stiga skotum), Emilie Ramberg 7. -ÓÓJ Bitlitlir bikarmeistarar Maurice Spillers og félagar í Þór, Akureyri, voru nálægt því að leggja KR-inga að velli í vesturbænum í gærkvöld. Hér sækir Spillers, sem skoraði 28 stig fyrir Þórsara, að körfu KR-inga. Á innfelldu myndinni er Hafsteinn Lúðvíksson með knöttinn en til varnar hjá KR eru þeir Hjalti Kristinsson og Ólafur Jón Ormsson. ■bíÍBé >k. 1m :SS ; 1 .... "# 'XWt f .. WlM ■JLmm ‘Hh j '^JII 1 ð® URVALSDEILDIN Þórsarar sömdu við nær alla sína leikmenn til tveggja ára fyrir timbiliö og því ljóst að Þórsarar tefla fram svo til sama liöi næsta vetur. Að auki hefur Maurice Spillers sýnt áhuga á að leika annað tímabil með Þór og Þórsarar hafa, samkvæmt heimildum DV, að auki áhuga á að næla sér í innlendan leikmann í landsliðsklassa. SK Grindavík 17 13 4 1487-1305 26 Njarðvík 16 13 3 1452-1234 26 Haúkar 17 12 5 1416-1286 24 Tindastóll 17 12 5 1430-1308 24 KR 16 11 5 1287-1173 22 Keflavík 17 8 9 1563-1392 16 Hamar 17 8 9 1324-1389 16 KFÍ 16 6 10 1277-1337 12 Skallagr. 17 6 11 1417-1523 12 Þór A. 17 5 12 1353-1566 10 Snæfell 17 5 12 1240-1367 10 ÍA 16 1 15 994-1360 2 Taphrina úti Keflvíkingar enduðu sex leikja taphrinu sína með eins stigs sigri á Hamar í Hveragerði í gær, 87-88. Hamarsmenn leiddu framan af og voru yflr í hálfleik 55-48 þökk fyrir stórleik Brandons Titus en hann skoraði 28 stig í hálfleiknum. Hörkubarátta var í báðum liðum en þegar líða tók á síðari hálfleik settu Keflvíkingar upp pressuvöm og náöu með því að vinna upp stigamun og skoru 12 stig gegn 4. Undir lok leiksins náðu Keflvíkingar að sigra 87-88 eftir hreint ótrúlega spennandi lokamínútur. Það var ekki fyrr en tvær mínútur til leiksloka að Keflvíkingar komust í 82-84 og þá var ekki aftur snúið. Skarphéðinn Ingason og Brandon Titus voru bestir heimamanna en Gunnar Einarsson og Jason Smith áttu stóran þátt í sigri Keflvíkinga, sem unnu sinn fyrsta útileik í sex leikjum og síðan gegn Snæfelli í Hólminum 7. nóvember 1999. -KB/ÓÓJ - Þórsarar lengst af yfir gegn slökum KR-ingum en töpuöu 79-71 „Ég er með yngsta liðið i deildinni og strákamir eiga að mörgu leyti hrós skilið fyrir þennan leik. Vamarleikur okkar var sterkur og mun betri en í síðustu leikjum. Okkar vantar meiri stöðugleika og hann kemur með tím- anum,“ sagði Ágúst H. Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri, eftir að kornungt lið hans hafði tapaði fyrir liði KR í úrvalsdeildinni í gærkvöld í KR-húsinu, 71-79. Afar efnilegt lið Þórsara, sem lék án Óöins Ásgeirssonar sem er veikur, skaut KR-ingum skelk í bringu. Lék grimma vörn og baráttan var til stað- ar. Undir lok leiksins náðu heima- menn að tryggja sér sigurinn en naumt var það. Þór er með langyngsta lið deildar- innar og ef norðanmenn halda rétt á spilum í nánustu framtíð er útlit fyr- ir að Þórsarar eignist sitt sterkasta lið í mjög langan tíma. Um helmingur leikmanna er enn að leika í unglinga- flokki þar sem þeir fara á kostum og reynslan sem þeir öðlast í úrvalsdeild- inni í vetur er drjúgt innlegg í reynslubankann. Maurice Spillers var góður en mis- tækur. Mest á óvart kom Davíð Guð- laugsson sem sýndi mjög góða takta í síðari hálfleik. Þar fer mikið efni sem gæti náð í fremstu röð. Þeir Sigurður Sigurðarson og Magnús Helgason léku einnig vel ásamt Hafsteini Lúðvíks- syni. Konráð Óskarsson var að venju drjúgur. KR-liðið ofli miklum vonbrigðum í þessum leik. Meðalmennskan allsráð- andi og varla það. Keith Vassell var ekki líkur sjálfum sér þrátt fyrir stig- in 25 og var hittni hans afleit. Ólafur Jón Ormsson tók góða rispu í síðari hálfleik, skoraði þá öll 14 stig sín í leiknum, og hann sá um að innbyrða sigurinn öðrum fremur og rifa KR- liðið af stað með þremur þriggja stiga körfum í röð. -SK Aron áfram - hjá Skjern næstu tvö árin Aron Kristjánsson hefur framlengt samning sinn við danska handknatt- leiksliðið Skjern um tvö ár. Aron gekk í raðir Skjern frá Haukum eftir tímabilið hér heima árið 1998 og varð danskur meistari með liðinu á síð- asta tímabili. Þá varð Aron bikarmeistari með Skjem fyrir áramótin en leikið var til úrslita fyrir áramótin. Aron hefur verið frá keppni í nokkrar vikur en hann gekkst undir aðgerð á liðþófa á hægra hné í desember. Hann tók þátt í undirbúningi íslenska lands- liðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu en meiðslin tóku sig upp á ný sem gerði það af verkum að hann fór ekki tfl Króatíu. „Hnéð bólgnaði upp og það þurfti að tappa af því svo ég þurfti að byrja aftur í endurhæfmgu. Ég er svona smátt og smátt að koma til og ég von- ast til að geta byrjað að spila þann 26. febrúar og að verða með í undirbún- ingi landsliðsins fyrir leikina gegn Makedóníu í sumar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir ísland að komast á HM eftir þetta gengi út í Króatíu" sagði Aron við DV í gær. Skjem er í 5. sæti í dönsku A-deild- inni þegar síðari umferðin er nýhafln en sú breyting hefur verið gerð á móta- fyrirkomulaginu að aöeins fjögur efstu liðin í defldarkeppninni komast í úrslitakeppnina. „Við eigum að hafa alla burði á að komast í úrslitin en við erum að fá menn tO baka sem hafa átt í meiðsl- um,“ sagði Aron. Aron sagði að Anders-Dahl Nielsen þjálfari Skjern hafi skrifað á dögun- um undir nýjan samning við félagið sem gildir tO ársins 2003. -GH Eiður heitur Það er ekki spurning hvort heldur hvenær Eiður Smári Guðjohnsen verður kominn til liðs í ensku A- deOdinni í knattspyrnu. Þessi 21 árs gamli framherji skoraði sitt 15. mark fyrir Bolton á leiktíðinni þegar hann tryggði liði sínu 0-1 sigur á Port Vale og frammistaða hans í vetur hefur opn- að augu margra knattspyrnustjóra í A-deOdinni fyrir honum. Það kom mörgum á óvart þegar Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, sagði að Eiður væri ekki fal- ur fyrir minna en 580 milljónir króna. Kollegum Allardyce fannst þetta óraunhæf upphæð fyrir 21 árs gamlan leikmann úr B-deildinni en smátt og smátt eru þessir sömu menn famir að sannfærast um að Eiður Smári sé hverrar krónu virði. Sagi Burton varnarmaður Port Vale þurfti að kljást við Eið Smára í leiknum gegn Bolton í vikunni og hann hafði svo sannarlega í mörg hom að líta. „Það er engin spurning að Eiður er einn besti fram- herjinn í þessari defld. Ég hafði ekki séð mikið tO hans en eftir þennan leik kemur mér ekki á óvart að hann skuli vera búinn að skora 15 mörk. Hann er mjög góður leikmaður og það er ansi erfitt að leika gegn hon- um. Hann er líkamlega sterkur, er með mjög gott vald á knettinum og hefúr góðan skilning. Hann hefur alla burði tO að verða klassa sóknar- maður,“ sagði Burton í samtali við Bolton Ewening News. Aflardyce er að vonum mjög ánægður með Eið Smára. „Þessi strákur er aðeins 21 árs gamall og er í fyrsta skipti að spfla heOa leiktíð. Það má ekki gleyma því að hann hef- ur misst mikið úr vegna meiðsla en nú þegar hann er komast í gott form verður hann betri og betri með hverjum leik,“ segir Allardyce. -GH Draumabyrjun Tindastólsmenn gerðu nánast út um leikinn gegn Skallagrími á Króknum í gærkveldi á fyrsta leik- fjórðungnum. Heimamenn sýndu þá snilldar varnar- og sóknartOþrif. Shown Mayers varði hvert skotið á fætur öðru og Kristinn Friðriksson með flugeldasýningu hinum megin. Staðan um miðbik fyrri hálfleiks var 24:2 fyrir Tindastól og hlýtur að vera afar fátítt að lið skori svo lítið á löngum leikkafla. Önnur karfa gestanna kom ekki fyrr en á 11. mínútu leiksins. Borg- nesingum tókst engu að siður að rétta úr kútnum með góðri baráttu. Gestirnir komu ákveðnari tO seinni hálfleiks og tókst að minnka mun- inn í sjö stig um miðjan hálfleikinn, en Tindastólsmenn bitu í skjaldar- rendur, sögðu hingaö og ekki lengra og bættu síðan í á lokakaflanum. Niðurstaðan var öruggur Tinda- stólssigur 81-60. Shawn Mayers var geysOega góð- ur í gær, hirti fjölda frákasta og spOaði vel. Kristinn Friðriksson var einnig mjög góður, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, ísak var geysi- sterkur í vöminni og góður í leik- stjórnendahlutverkinu og Svavar vann sig vel inn í leikinn eftir slæma byrjun. Hjá Borgnesingum var Hlynur Bæringsson bestur. Grikkinn Chaves barðist vel, Birgir var sterkur og átti brjúgan þátt í því að rffa félaga sína upp úr ládeyð- unni, og Torrey var góður í seinni hlutanum. -ÞÁ Mikil óánægja rikir meöal forráöamanna Viking í Stavangri í garð knattspyrnusam- bands íslands. Ástæö- an er sú að þegar Rík- haróur Dadason fór til La Manga meö is- lenska landsliðinu gekk hann ekki alveg heill til skógar. Á Spáni spilaöi hann þrjá leiki á fimm dögum. Stuttu eftir aö hann kom til Noregs aftur meidd- ist hann síðan á hné og þarf aö fara í uppskurð. Þar meö missir hann af dýrmætum undirbúningi fyrir kom- andi keppnistimabil. Ríkharður fer með Viking-liðinu til La Manga í næstu viku en mun ekki spila þá þrjá leiki sem fyrirhugaðir eru þar. Lazio vann í gœr Venezia, 5-0, i fyrri leik liöanna í undanúrslitum ítalska bikarsins i knattspyrnu. Ro- berto Mancini (2), Sinisa Mihajlovic (2 viti) og Fabrizio Ravanelli skoruðu mörk Lazio í leiknum. Inter vann Cagliari í hinni viöureigninni, 1-3, 1 fyrrakvöld og ættu bæði lið að vera nokkuð örugg með að mætast í úrslitaleiknum. Þaö verða Nígeria og Kamerún sem mætast í úrslitum Afríkubikarsins á sunndaginn en undanúrslit keppn- innar fóru fram i gær. Nígería vann Suður Afríku, 2-0, og Kamerún vann Túnis, 3-0, og komst Kamerún þar meö í úrslitin í fyrsta sinn í 12 ár en róður liðsins gæti þó orðið erfiður því Nigería hefur ekki tapað lands- leik á heimavelli í heil nítján ár. PSVEindhoven vann í gær sannfær- andi sigur, 4-0, á Ajaz í hollensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu og skor- aði Ruud van Nistelrooy þrennu í leiknum, sína fimmtu fyrir PSV-liðið í vetur. Nistelrooy hefur gert 26 mörk fyrir PSV í vetur og meðal áhorfenda á þessum leik var framkvæmdastjóri Chelsea, Gianluca Vialli. Barcelona vann í gcer Osasuna, 04, á útivelli i fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænsku bikarkeppn- inni í knattspyrnu. Luis Enrique (2), Dani Garcia og Patrick Kluivert gerðu mörkin fyrir Börsunga i leikn- um sem eru nánast öruggir áfram. Lemgo burstaói Magdeburg í þýsku Bundesligunni i handbolta á útivelli í gær, 19-27 og komst Ólafur Stefáns- son ekki á blað fyrir Magdeburgarlið- iö í leiknum en Lemgo fór með sigrinum upp í annaö sætið. Nú er orðið ljóst að Pavla Hama- kova mun keppa við Völu Flosadótt- ur á stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum 5. mars en Hamakova er núna númer þrjú á heimslistanum, Hún er jafn- aldra Völu, eða 22 ára á þessu ári. Verulegar líkur eru á að fleiri stór- stjömur muni keppa viö þær stöllur á mótinu í Höllinni. Hamakova hefur verið í mikilli framfor og stökk hún 4,43 metra í Þýskalandi 4. febrúar síö- astliðinn. Hún sigraði Völu í vetur er þær stukku báðar 4,30 metra en Ham- akova í færri tilraunum. -GH/ÓÓJ NBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Phoenix-Minnesota........101-85 Robinson 16, Kidd 16, Gugliotta 10 - Mithcell 16, Sealy 11, Garnett 10. LA Clippers-Vancouver . . .90-112 Anderson 29, Olowokandi 14, Jones 13 - Dickerson 40, Rahim 22, Bibby 14. Sacramento-Denver.........96-84 Webber 22, Anderson 20, Divac 13 - McDyess 21, Clark 19, Stith 13. Hamar (55) 87 - Keflavík (48) 88 ■■■ KR (33) 79 - Þór Ak. (36) 71 ■■■ Tindastóll (41) 81 - Skallagrímur (27) 60 ■■■ Haukar (38) 71 - Grindavík (23) 60 ■■| Snæfell (37) 77 - Njarðvík (45) 91 24, 5-8, 9-8,15-14, 22-16, 25-18, 30-29, 40-37, 4543, 5246, (5548), 61-55, 68-55, 70-57, 73-65, 77-71, 79-73, 80-79, 82-84, 85-87, 87-88. Brandon Titus 33 Pétur Ingvarsson 15 Ólafur Guðmundsson 11 Skarphéðinn Ingason 10 Óli S. Barðdal 9 Ómar Sigmarsson 5 Hjalti Jón Pálsson 4 Fráköst: Hamar 26 (8-18), Keflavik 36 (17-19). 3ja stiga: Hamar 25/13, Keflavík 13/6. Dómarar (1-10): Jón Bender og Eggert Þór Aðalsteinsson (7). Gœði leiks (1-10): 8. Víti: Hamar 17/15, Keflavík 19/13. Jason Smith 28 Gunnar Einarsson 19 Hjörtur Harðarson 12 Elentínus Margeirsson 8 Guðjón Skúlason 8 Halldór Rúnar Karlsson 7 Fannar Ólafsson 2 Magnús Þór Gunnarsson 2 Kristián E. Guðlaugsson 1 Áhorfendur: 450. 2-0, 9-13, 11-16, 13-18, 19-24, 21-27, 25-31, 25-36, (33-36), 35-36, 4340, 4649, 48-52, • 50-57, 52-60, 62-62, 66-66, 69-67, 71-67, 79-71. Keith Vassell 25 Ólafur Ormsson 14 Jesper Sörensen 14 Steinar Kaldal 9 Jakob Ö. Sigurðarson 5 Amar Kárason 4 Guðmundur Magnússon 3 Ólafur M. Ægisson 3 Hjalti Kristinsson 2 Fráköst: KR 33, Þór Ak. 30. 3ja stiga: KR 6/14, Þór Ak. 5/16. Dómarar (1-10): Rögnvaldur Hreiðars- son og Björgvin Rúnars- son, 5. Gœði leiks (1-10): 5. Víti: KR 18/27, Þór Ak. 15/16. Áhorfendur: Um 250. Maurice Spillers 28 Siguröur Sigurðarson 11 Konráð Óskarsson 9 Davíð Guðlaugsson 9 Magnús Helgason 8 Hafsteinn Lúðviksson 6 8-0, 24-2, 26-8, 28-16, 35-23, (41-27), 45-33, 51-39, 5343, 58-51, 67-55, 73-59, 81-60. w Shawn Myers 23 Kristinn Friðriksson 20 Svavar Birgisson 16 Friðrik Hreinsson 7 ísak Einarsson 6 Sune Henriksen 4 Valur Ingbnundarson 3 Flemming Stie 2 Fráköst: Tindastóll 36, Skallagrimur 19. 3ja stiga: Tindastóll 9/6, Skallagrímur 12/4. Dómarar (1-10): Kristján Möller og Sigmundur Már Herbertsson (8). Gteði leiks (1-10): 8. Víti: Tindastófl 18/17, Skallagrímur 6/3. Áhorfendur: 325. Torrey John 18 Hlynur Bæringsson 16 Enrique Chaves 12 Birgir Mikaelsson 10 Ari Gunnarsson 5 2-0, 13-2, 15-3, 20-6, 24-9, 24-15, 27-17, 29-21, 32-21, 36-23, (38-23), 40-23, 43-26, 45-30, 45-36, 49-39, 5441, 6247, 62-58, 64-60, 71-60. 84, 15-16, 25-25, 32-36, (3745), 41-58, 48-65, 53-73, 58-79, 65-82, 77-91. Guðmundur Bragason '18 (12 fráköst) Stais Boseman 17 Marel Guðlaugsson 15 Bragi Magnússon 12 Jón Amar Ingvarsson 5 Ingvar Guðjónsson 4 Fráköst: Haukar 40 (16-24), Grindavík 24 (9-15). 3ja stiga: Haukar 14/6 , Grindavik 23/7. Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson og Jón Halldór Eðvaldsson (9). Gceði leiks (1-10): 7. Víti: Haukar 19/14, Grindavík 12/7. Áhorfendur: 200. Brenton Birmingham 23 Pétur Guðmundsson 10 Guðlaugur Eyjólfsson 9 Bergur Hinriksson 9 Unndór Sigurðsson 7 Dagur Þórisson 2 Kim Lewis 28 Pálmi Sigurgeirsson 16 Jón Þór Eyþórsson 14 Adonis Pomonis 9 Rúnar Sævarsson 5 Baldur Þorleifsson 5 Fráköst: Snæfell 34, Njarðvík 32. 3ja stiga: Snæfell 7, Njarðvík 10. Dómarar (1-10): Leifur S. Garðarsson og Rúnar Gíslason (8). Gceði leiks (1-10): 7. Viti: Snæfell 17/10, Njarövíkr 15/10.. Áhorfendur: 300. Hermann Hauksson 24 Teitur Örlygsson 19 Friðrik Ragnarsson 15 Keith Veney 11 Páll Kristinsson 10 Friðrik Stefánsson 5 Gunnar Örlygsson 3 Logi Gunnarsson 2 Ragnar Ragnarsson 2 Maður leiksins: Jason Smith, Keflavík. Maður leiksins: Maurice Spillers, Þór. Maður leiksins: Shawn Myers, Tindastól. Maður leiksins: Marel Guðlaugsson, Haukum. Maður leiksins: Hermann Hauksson, Njarðvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.