Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 Utlönd Stuttar fréttir i>v Thorbjorn Jag- land neyðist til að víkja fyrir Stoltenberg Leiðtogi Verkamannaflokksins í Noregi, Thorbjorn Jagland, vík- ur sem þingflokksleiötogi og frambjóðandi flokksins til emb- ættis forsætisráðherra í kosning- unum á næsta ári. Jens Stolten- berg, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jaglands, verður þing- flokksleiðtogi og frambjóðandi til forsætisráðherraembættisins. Jagland hefur verið gagnrýnd- ur fyrir að vera ógreinilegur. Hann virkar feiminn og skortir útgeislum, einkum í sjónvarpi. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- kannana ykist fylgi Verkamanna- flokksins yrði Stoltenberg í farar- broddi. Kjell Magne Bondevik, forsæt- isráðherra Noregs, er sagður hafa ástæðu til að óttast mannabreyt- ingamar. Hann getur nú ekki lengur spilað á óvinsældir Jag- lands. En Bondevik vísar því á bug að breytingamir hafi afleið- ingar á þingi. Al Fayed fær höfundarrétt á myndum af Díönu prinsessu Mohamad A1 Fayed, eigandi Harrods stórverslunarinnar í London, fær höfundarrétt á myndum af Díönu prinsessu og syni sínum Dodi sem teknar vom er þau komu til Villa Windsor í París daginn áður en þau létust í bílslysi í París 1997. Áfrýjunardómstóll í London hnekkti úrskurði hæstaréttar frá því í mars síöastliðnum um að birting breska blaösins Sun á myndunum væri ekki brot á höf- undarréttarlögum. Hæstiréttur hafði jafnframt úrskurðað aö birt- ing myndanna hefði verið al- menningi í hag. Díana og Dodi dvöldu í tvær klukkustundir í Villa Windsor, húsi hertogahjónanna af Windsor sem Fayed keypti 1987. Sagt var aö Díana og Dodi hefðu verið að íhuga að búa í húsinu. Myndim- ar, sem deilt var um, vom teknar með öryggismyndbandsvél og vom seldar Sun af starfsmanni fyrirtækisins sem bar ábyrgö á öryggi hússins. Eigendur fyrir- tækisins höfðu ekki samþykkt söluna. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftlrfarandi elgnum verður háð á þelm sjálf- um sem hér segir: Laufengi 104, 3ja herb. íbúð merkt 0102, Reykjavík, þingl. eig. Hildur Bjömsdótt- ir, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf., höfuðst., þriðjudaginn 15. febrúar 2000 kl. 14.00, ___________________ Veghús 31, 50% ehl. í íbúð á 7. hæð t.v. í A-homi merkt 0701, Reykjavík, þingl. eig. Auður Sigurjóna Jónasdóttir, gerðár- beiðandi íslandsbanki hf., höfuðst. 500, þriðjudaginn 15. febrúar 2000 kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVIK Flugránsfarþegar koma stjórn Tonys Blairs í vanda: Helmingurinn vill ekki heim Leiguflugvél er væntanleg til Bretlands í dag til að flytja farþega afgönsku farþegaþotunnar, sem var rænt og snúið til London, aftur heim til Kabúl. Helmingur farþeganna hefur þó engan áhuga á að snúa aftur til stríðshrjáðs heimalands síns. Flug- ráninu lauk á friðsaman hátt í gær- morgun, fjómm dögum eftir að það hófst í Kabúl. Sjötíu og fjórir þeirra sem voru um borð í afgönsku þotunni ætla að biðja um hæli sem pólitískir flótta- menn í Bretlandi. íhaldsmenn gagnrýndu stjórn- völd harðlega fyrir að sýna ekki nóga hörku í málefnum pólitískra flóttamanna. Vísuðu þeir í fréttir Jack Straw, innanríkisráöherra Bret- lands, þarf aö glíma viö farþega af- gönsku farþegaþotunnar. ljölmiðla um að flugránið hefði ver- ið þaulskipulagt samsæri fjöl- margra um borð í vélinni til að komast til Bretlands og lifa þar á al- mannabótakerfmu. „Við megum ekki horfa upp á það að sú ímynd styrkist að Bretland sé auðvelt viðureignar fyrir flótta- menn,“ sagði William Hague, leið- togi íhaldsflokksins. Lögreglan handtók 21 mann úr vélinni í gær og lagði hald á fjórar byssur, fimm hnífa, tvær hvellhett- ur og tvær handsprengjur. Heimildarmenn sögðu í gær að ólíklegt væri að Jack Straw, innan- ríkisráðherra Bretlands, myndi verða við beiðni um hæli þar sem um innanlandsflug var að ræða. Ungur piltur kastar pappírsrifrildi upp í loftiö fyrir utan sjómannakirkju heilags Páls í Valletta, höfuöborg Möltu. Hefö er fyrir þvi á þessari sólrfku Miöjaröarhafseyju aö kasta svona pappírsrifrildi yfir dýrlingastyttur þegar gengiö er meö þær um götur borgarinnar. Haldið var upp á dag heilags Páls í gær. Heilagur Páll kom til Möltu áriö 60 eftir Krist þeg- ar skip sem var aö flytja hann til Rómar strandaöi. Upp frá því varö eyjan kristin. Bein stjórn frá London vofir yfir Norður-írlandi: Breskum hermönnum fækk- að til að bjarga friðarferlinu Stjómvöld á Bretlandi og írlandi eru að undirbúa úrslitatilraun til að bjarga friðarferlinu á Norður-ír- landi. Tillagan gerir meðal annars ráð fyrir því að fækkað verði í breska herliðinu í héraðinu, að því er sagði í fréttum útvarps og sjón- varps í morgun. írska ríkisrútvarpið RTE hafði eftir ónafngreindum heimildar- mönnum sínum að skæruliðum írska lýðveldishersins (IRA) yrði einnig gert að sýna það og sanna fyrir maímánuð að þeim væri al- vara i að láta vopn sín af hendi. Fréttir RTE fóru í loftiö aðeins nokkrum klukkustundum áður en frestur sem IRA hafði verið gefinn til að heita afvopnun átti að renna út. Meirihluti mótmælendatrúar- manna á Norður-írlandi þrýstir mjög á bresk stjómvöld að við loka- Bertie Ahern, forsætisráöherra ír- lands, er míkiö í mun aö finna lausn á þráteflinu á Noröur-írlandi. frestinn verði staðið og að Norður- írland fari aftur undir beina stjóm frá Lundúnum. Breskir og írskir embættismenn héldu fundi í alla nótt til að reyna að finna lausn, að því er heimildar- menn hermdu. Þráteflið i afvopnunarmálinu hef- ur verið helsta ljónið á veginum fyr- ir því að hægt væri að framfylgja friðarsamkomulaginu sem gert var á fostudaginn langa árið 1998. Það samkomulag batt enda á þrjátíu ára blóðsúthellingar kaþólskra og mót- mælenda sem hafa kostað meira en þrjú þúsund manns lífið. Bertie Ahem, forsætisráðherra írlands, hét því í gær að halda áfram þar til lausn fyndist. „Ég geri mér grein fyrir að tím- inn líður en við verðum engu að síð- ur að halda áfram,“ sagði hann. Fundað um Líbanon ísraelskir og líbanskir herfor- ingjar funda í dag í viðurvist al- þjóðlegra eftirlitsmanna um leiðir til að stöðva stríðið í suðurhluta Líbanons. Roland Dumas stefnt Saksóknari i París stefndi í gær Roland Dumas, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Frakklands, og fyrrverandi ástkonu hans fyrir rétt vegna meintrar spillingar sem olíurisinn Elf Aquitaine teng- ist. Sniðgengu ræðuna Franskir og belgískir stjórnarer indrekar voru í gær flarverandi þegar nýr for- maður Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evr- ópu, ÖSE, hélt ræðu í aðal- stöðvum stofn- unarinnar í Vín. Nýi formaður- inn er nýr utanríkisráðherra Aust- urríkis, Benita Ferrero-Waldner. Hún er í Þjóðarflokknum sem myndað hefur stjórn með Frelsis- flokki Jörgs Haiders. Þetta var í fyrsta sinn sem Belgar og Frakkar sniðgengu fund ÖSE. Koch vill ekki víkja Roland Koch, forsætisráðherra Hessen í Þýskalandi, vildi enn í gær ekki láta undan þrýstingi um að segja af sér vegna aöildar að hneykslinu tengdu leynisjóðum kristilegra demókrata. Friðsamleg stækkun George Robertson, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði í gær að Rússar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af stækkun bandalags- ins í Evrópu. Þrýst á Wiranto Yfirmaður herafla Indónesíu, Tyasno Sudarto, sagði í morgun að Wiranto öryggismálaráðherra yrði að hlýða skipunum Ab- durrahs Wahids forseta og víkja úr embætti. Baráttan harðnar Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain krafðist þess í gær aö George Bush, ríkis- stjóri. í Texas, léti af óheiðar- legum baráttu- aðferðum. McCain sagði Bush hafa leigt fyrirtæki til að spyrja kjósendur leiðandi spurn- inga í sima og ófrægt hann um leið undir því yfirskini aö um skoðanakönnun væri að ræða. Weizman yfirheyrður Lögregla yfirheyrði í gær Ezer Weizman, forseta ísraels, vegna rannsóknar á meintri mútuþægni hans. Weizman tók viö hundruð- um þúsunda dollara frá frönskum milljónamæringi. Saknað eftír aurskriðu Sjö manna fjölskyldu er saknað eftir aurskriðu nálægt bænum Zenica í Bosníu í gær. Aurskrið- an hreif með sér sjö hús. Viðkvæmar viðræður Viðkvæmar viðræður fóru fram í fundarherbergi bandaríska utanríkisráðuneytisins þar sem rússneskur njósnari kom fyrir hlerunarbúnaði. Engin mikilvæg leyndarmál voru þó rædd. Sent bréf um fjöldamorð Mannréttindasamtökin Human Rights Watch saka Vladimir Pútin, starfandi forseta Rúss- lands, um að láta sig engu skipta fjöldamorð rúss- neskra her- manna á óbreytt- um borgurum í Grosní. Hafa samtökin sent Pútín bréf vegna málsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.