Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 Afmæli Sigríður Guðnadóttir Sigrlður Guðnadóttir kennari, Reykjabraut 4 Þorlákshöfn, verður fimmtug þann 13. febrúar nk. Sigríður er fædd í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Kennaraskóla íslands árið 1972 og varð stúdent frá sama skóla árið 1973. Hún stundaði nám veturinn 1979-1980 í Kennaraháskól- anum í Árósum í Danmörku (í kennslu yngri bama). Hún hefur sótt ýmis námskeið, hæði innan lands og utan. Hún stundaði söngnám við Tónlistarskóla Eyja- fjarðar og Tónlistarskóla Ámesinga og tók þaðan burtfararpróf vorið 1998. Sigríður hóf kennsluferil sinn við Bamaskólann á Sauðárkróki 1973 en kom til starfa við Breiðholtsskóla i Reykjavík áriö 1974 og starfaði þar til ársins 1977. Hún kenndi íslensk- um börnum í Árósum veturinn 1978-1979. Hún vann á skrifstofu ITT Standard Electric Kirk A/S Horsens í Danmörku 1977-81. Hún vann á skrifstofu Útsýnar á Ak- ureyri 1982. Sigríður kenndi við Barnaskóla Akureyrar 1981-1986. Hún var fulltrúi deUdar- stjóra hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri 1986-1990. Hún kenndi við Hvamms- hlíðarskólann á Akureyri 1990-1995 en hefur verið kennari við Grunnskól- ann í Þorlákshöfn frá 1995. Sigríður hefur einnig unnið sumarstörf af ýmsum toga. Hún hef- ur sungið í ýmsum kóram og tekið þátt í uppfærslum hjá Leikfélagi Ak- ureyrar á My Fair Lady, Cabaret og Leðurblökunni. Sigríður giftist maka sinum, Sigurði Jónssyni, skipulags- og byggingar- fuUtrúa hjá Sveitarfélagi Ölfuss, f. 17.2.1951, þann 8. mars 1975. Foreldar Sigurðar voru Helga Ingibjörg Sigurðar- dóttir, húsfreyja og fisk- verkakona á Sauðárkróki, f. 10.4.1922, d. 2.2.1985, og Jón Bjömsson, verkstjóri á Sauðárkróki, f. 9.1.1916, d. 13.11. 1975. Böm Sigríðar og Sigurðar eru Helga Jóna, f. 15.12. 1975 og Guðný, f. 5.10. 1988, Steingerður Ágústa Gísladóttir, f. 12.7.1969, gift Hreiðari Hreiðarssyni, varðstjóra hjá lögregl- unni á Húsavik en börn þeirra eru Sigurður Ágúst, f. 3.10. 1991, Ragn- hUdur, f. 16.8. 1996 og Sigurjón, f. 16.8. 1996. Systkini Sigríðar eru Þorsteinn Guðnason, f. 7.8.1952, hagfræðingur, kvæntur BrynhUdi Ásgeirsdóttur kennara, búsettur í San Diego, Kali- fomíu í Bandaríkjunum. Þau eiga þrjú böm; Þorfmnur Guðnason, f. 4.3. 1959, kvikmyndagerðarmaður kvæntur Bryndisi Gunnarsdóttur í Reykjavík, hún á eina dóttur. Hálfsystur Sigriðar samfeðra eru Steinunn Guðnadóttir, f. 10.6. 1937, búsett í Utah, Bandaríkjunum, Gerð- ur Karítas Guðnadóttir, f. 10.7. 1942, bankamaður, búsett að Vegghömr- um í Borgarfirði. Foreldrar Sigríðar eru Guðni Þórar- inn Þorfmnsson, f. 8.3. 1916, d. 13.2. 1966, skrifstofumaður, og Steingerð- ur Þorsteinsdóttir, f. 2.2. 1926, fyrr- verandi gjaldkeri hjá Mjólkursam- sölunni, búsett í Reykjavík. Sigríður og eiginmaður hennar taka á móti gestum á morgun, laugardag- inn 12. febrúar, í sal Grunnskólans í Þorlákshöfn milli kl. 17 og 20. Sigríður Guðnadóttir. Kristján Mikkelsen Kristján Mikkelsen, bóndi og bókari, Stóm- Mörk 3, Vestur-Eyja- fjallahreppi, er fimmtug- ur í dag. Kristján fæddist í Reykjavík en ólst upp á Selfossi. Hann lauk verslunar- prófi frá Samvinnuskól- anum á Bifröst 1971. Hann var starfsmaður Kaupfélags Rangæinga á árunum 1971-1974 og var forstöðumaður Lsj. Bjargar og Verkalýðsfélags Húsa- víkur 1974-1983. Kristján hefur sinnt bændastörfum að Stóru-Mörk frá 1984 og rekið bók- haldsskrifstofu frá sama tíma. Kristján sinnti marg- háttuðum félagsstörfum tengdum verkalýðsmál- um á árunum 1974-1983. Hann var í stjóm Taflfé- lags Húsavíkur 1978-1983 og í stjóm Bridgefélags Húsavíkur á árunum 1979-1982. Hann var for- maður UMF Baldurs á Hvolsvelli 1972-1973. Hann var formaður UMF Trausta á árunum 1985-1987. Hann var í stjóm Kaupfélags Rangæinga 1992-1994. Þá hefur Kristján verið í stjóm Kaupfélags Árnesinga frá 1998. Hann hefur verið skoðunar- maður Sláturfélags Suðurlands frá 1996 og átt sæti i Hreppsnefnd Vest- ur-Eyj afj allahrepps frá 1994 og gegnt starfl varaoddvita frá sama tíma. Hann hefur einnig átt sæti í sóknamefnd Stóra Dalskirkju frá 1986. Þá hefur Kristján setið í ýms- um stjómum á vegum sveitarfélag- anna. Kristján hóf sambúð með Guð- björgu M. Ámadóttur bónda, f. 8.11. 1954, árið 1980. Foreldrar hennar eru Lilja Ólafs- dóttir og Ámi Sæmundsson, bænd- ur í Stóru-Mörk. Bam þeirra er Lilja Björg, f. 17.9. 1974, kennari, búsett að Seljavöll- um i Austur-Eyjafjallahreppi. Hún er í sambúð með Sigurjóni Grétars- syni. Barn þeirra er Kristjón Sindri, f. 30.5. 1998. Systkini Kristjáns eru Valgerður Anna, f. 18.2. 1946, kennari í Mos- fellsbæ, og Ása Nanna, f. 21.4.1953, áfangastjóri á Selfossi. Foreldrar Kristjáns eru Mangor Mikkelsen mjólkurfræðingur, f. 11.11. 1918 og Valgerður Jóhanns- dóttir húsmóðir, f. 7.4. 1918. Þau eru búsett að Smáratúni 10, Sel- fossi. Kristján Mikkelsen verður að heiman á afmælisdaginn. Kristján Mikkelsen. Sæberg Guðlaugsson Sæberg Guðlaugsson sendibíl- stjóri, Fljótaseli 36, Reykjavík er sextugur í dag. Sæberg fæddist og ólst upp á Hellissandi og gekk í bamaskóla Hellissands. Eftir gmnnskólann gekk Sæberg í Stýrimannaskólann í Reykjavík veturinn 1963-1964. Sæ- berg vann sem sjómaður á árunum 1955-1984 en sneri sér þá að öðmm störfum. Hann var kaupmaður á ár- unum 1984-1992 og eftir það sendibílstjóri. Sæberg giftist Matthildi Kristensdóttur sendibílstjóra, f, 4.8.1943, þann 22.4. 1965. Foreldrar hennar eru Sólveig Hjálmarsdóttir, húsmóðir í Hafnar- firði og Kristens Sigurðsson sem nú er látinn. Böm Sæbergs og Matthildar eru Viðar Sæbergsson, f. 3.10. 1963; Hjálmar Sæbergsson, f. 18.8. 1965, giftur Heiðu Rúnarsdóttur og eiga þau tvö böm; Sólveig Sæbergsdótt- ir, f.13.7. 1967, gift Hrólfi Sumar- liðasyni og eiga þau tvö böm; Kristín Sæbergsdóttir, f. 13.7. 1968, gift Amold Bjömssyni; Amar Sæ- bergsson, f. 8.6.1969, giftur Yrsu E. Gylfadóttur og eiga þau tvö böm; og Sús- anna Sæbergsdóttir, f. 5.2.1976, gift Samúel J. Samúelssyni og eiga þau eitt bam. Systkini Sæbergs era Þórir Guðlaugsson sem er látinn, Gunnar Guðlaugsson, Albert Guðlaugsson, Kristinn Guðlaugsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Lauf- ey Guðlaugsdóttir og Líneik Guðlaugsdóttir. Sæberg Guðlaugsson. Foreldrar Sæbergs eru Guðlaugur Alexanders- son verkamaður, f. 9.11. 1894, d. 22.1. 1986 og Súsanna Ketilsdóttir húsmóðir, f. 30.5. 1900, d. 13.1.1988 en þau voru búsett á Hellissandi Sæberg tekur á móti ættingjum sínum og vinum á morgun, laug- ardaginn 12. febrúar, á heimili sínu að Fljóta- seli 36, Reykjavík, eftir kl. 19. á við baeði um menn og dýr. «1 cv ,Pínlun UMFERÐAR >, RÁÐ Tll hamingju með afmælið 11. febrúar 85 ára Gerður Sigurðardóttir, Sigtúni, Sauðárkróki. 80 ára Halla Einarsdóttir, Eikjuvogi 24, Reykjavík. 75 ára Jóhanna Gíslína Vigfúsdóttir, Sólvangi, Dalvík. 70 ára Friðjón Sigurjónsson, Frostafold 1, Reykjavík. Hulda Haraldsdóttir, Sigtúnum, Akureyri. 60 ára Auður Sveinsdóttir, Álftamýri 32, Reykjavík. Gerður Gunnarsdóttir, Sléttahrauni 32, Hafnarfirði. Guðbjartur I. Gunnarsson, Hátúni 3, Bessastaðahreppi. Halldór Valgeirsson, Hjallabraut 4, Hafnarfirði. Ólöf Finnbogadóttir, Ásbraut 17, Kópavogi. Stefán B. Hjaltested, Huldulandi 5, Reykjavík. 50 ára Guðlaug Björg Bjömsdóttir, Trönuhólum 6, Reykjavík. Guðrún Þóra Guðmaimsdóttir, Kleppsvegi 54, Reykjavík. Hanný María Haraldsdóttir, Undirhlíð 6, Selfossi. Jón Eyfjörð Steingrímsson, Grímsnesi, Dalvík. Kolbrún B. Viggósdóttir, Brekkubyggð 41, Garðabæ. Sigríður M. Jóhannsdóttir, Brekkusíðu 7, Akureyri. 40 ára Baldtu- Þórir Jónasson, Hlíðarási 3, Mosfellsbæ. Díana Dröfn Ólafsdóttir, Fjallalind 104, Kópavogi. Elínborg Guðmundsdóttir, Hringbraut 5, Hafnarfirði. Kristbjörg Olsen, Reynimel 52, Reykjavík. Kristrún E. Helgadóttir, Fjarðarási 24, Reykjavík. Ómar Sigurðsson, Grenigmnd 38, Akranesi. Sigurður Kristinn Kolbeinsson, Sunnuvegi 1, Reykjavík. Valdís Valgeirsdóttir, Faxabraut 24, Keflavik. Baldur Bjartmarsson Baldur Bjartmarsson, fram- kvæmdastjóri Stjörnusalats ehf., Arahólum 2, Reykjavík, verður sex- tugur á morgun, 12. febrúar. Hann og eiginkona hans, Kristín Krist- jánsdóttir, taka á móti vinum og ættingjum að Dugguvogi 12, Reykja- vík í dag á milli 18 og 21.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.