Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 9 Útlönd Serbneskur ráðherra hótar blaðamönnum Aðstoðarforsætisráðherra Serbíu, Vojislav Seselj, réðist í gær harkalega að fréttamönnum óháðra fjölmiðla og sakaði þá um samsæri. „Þið starfið fyrir erlendar leyni- þjónustur og eruð meðsekir um morðið á Pavle Bulatovic varnar- málaráðherra," sagði Seselj. Seselj hótaði beinlínis blaða- mönnum í Belgrad lífláti. „Þið skul- uð ekki halda að þið lifið af ef við gentm árás. Þið vinnið gegn ykkar eigin ríki,“ æpti aðstoðarforsætis- ráðherrann á fundi með frétta- mönnum í höfuðborginni i gær. „Þið fáið greitt af Bandaríkja- mönnum fyrir að eyðileggja ríkið. Þið eruð svikarar, það er ekkert verra til en þið. Þeir sem vinna fyr- ir Bandaríkjamenn eiga eftir að flnna fyrir afleiðingunum," hélt Seselj áfram. Hann sagði að morðið á Bulatovic væri ekkert annað en hryðjuverk framkvæmt af Banda- ríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Hermenn bera kistu Pavles Bulatovics, varnarmálaráöherra Júgóslavíu, viö útför hans í bænum Rovci í gær. Aöstoðarforsætisráöherra Serbíu réöist í gær á blaöamenn og sögöu þá eiga aöild aö moröinu á Bulatovic. Sagði hann stjómvöld í Belgrad brátt leggja fram sönnunargögn til stuðnings máli sínu. „Þið eruð meðsekir. Þið eruð eins og morðingjamir. Haldið þið að blaðamenn séu heilagar kýr? Þið eruð vissulega kýr en varla heilagar,“ sagði Seselj einnig. Að- spurður hvort hann óttaðist um eigið líf svaraði hann: „Hvers vegna ætti ég að vera hræddur? Það eruð þið sem eigið að vera hræddir." Blaðið Vecernje Novosti í Belgrad greindi frá því í morgun að Bulatovic hefði verið skotinn 17 skotum á veitingastað í hverfmu Banjica nálægt knattspymuvellin- um Rad. Morðinginn skaut inn um glugga veitingastaðarins. Bulatovic lést stuttu eftir að hann var fluttur á hersjúkrahús eftir skotárásina. Svartfellingar, sem styðja Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta, sóttu veitingastaðinn og var Bulatovic fastagestur þar. Vinsældir Blairs enn á niðurleið Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og ríkisstjórn hans eiga greinilega ekki upp á pall- borðið hjá breskum kjósendum. Vinsældir Blairs og manna hans halda áfram að dala og er nú svo komið að minna en 50 prósent þjóðarinnar styðja stjórnina. Það hefur ekki áöur gerst frá þvl Verkamannaflokkurinn komst til valda eftir kosningarnar 1997. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup fyrir Daily Telegraph styðja 49 prósent kjósenda Verka- mannaflokkinn. Það er fjórum prósentustigum færri en í könn- un í síðasta mánuði. Blair getur þó huggað sig við það að íhalds- flokkurinn virðist ekki hafa grætt á vinsældatapi stjórnarinnar. Maöur þarf nú ekkert aö vera sérlega hár í loftinu til aö rétta hjálparhönd. Þaö sannast best á þessum brosmilda strákiingi frá Austur-Tímor sem lætur sig ekki muna um aö aðstoða sér eldri drengi viö aö rekja vatnabuffalóa yfir hrísgrjónaakrana svo hægt sé aö sá í þá. Og auövitaö tilheyrir aö veröa pínulítiö drullugur i framan. Vilja svipta Edith Cresson Dómsyflrvöld í Belgíu hafa farið fram á það að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, svipti Edith Cresson, fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakklands og fram- kvæmdastjóra ESB, friðhelgi. Þar með yrði hægt að ákæra hana fyrir spillinguna sem átti mikinn þátt í þvi að öll framkvæmdastjóm ESB neyddist til að segja af sér fyrir tæpu ári. Talsmaður belgíska dómsmála- ráðuneytisins sagði menn einkum hafa hug á að yflrheyra Cresson vegna svokallaðs Berthelots-máls. René Berthelot var tannlæknir og náinn vinur Cresson. Hún réði hann til starfa til ESB í Bmssel á góðum launum sem ráðgjafa varðandi alnæmi. Hann hafði enga sérþekkingu í sjúkdómnum. friðhelgi Belgísk dómsmálayfirvöld vilja yfir- heyra Edith Cresson. Símamynd Reuter Ekkert vitað um tölvuhakkarana Bandarísk stjómvöld viður- kenndu í gær að þau hefðu enn ekki nokkra hugmynd um hverjir hefðu staðið fyrir árásum tölvu- hakkara á vinsæl netsvæði að undanfornu, með þeim afleiðing- um að starfsemi þeirra stöðvaðist um tíma. Þau hafa fyrirskipað endurskoðun öryggis allra tölvu- kerfa til að ganga úr skugga um að ekki hafi verið átt við þau. Vamarmálaráðuneytið sagði aö farið yrði yflr um tíu þúsund tölvukerfi. Meðal þeirra netsvæða sem urðu fyrir barðinu á tölvuhökkurunum voru Yahoo, eBay, Amazon.com og fréttavefur CNN. CBS-sjónvarpsstöðin sagði í gærkvöld að tjónið sem hakkaramir ollu væri metið á 1,2 milljarða dollara. Alríkislögreglan, FBI, fer með rannsókn málsins og er það litið mjög alvarlegum augum. Lögmaður Færeyja: Þjóðaratkvæði um sjálfstæöið Færeyingar munu ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði eyjanna frá Danmörku síðar á árinu. „Ég vona að við getum haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um tillög- una seint í haust, í síðasta lagi í des- ember,“ sagði Anfinn Kallsberg, lög- maður Færeyja, í viðtali við frétta- mann Reuters í gær. „Ekki skiptir mestu máli hvenær það verður gert. Mikilvægt er að lokatillagan njóti víðtæks stuðning á lögþinginu og meðal færeysku þjóðarinnar. Það er ekkert stórmál þó að það taki tveimur mánuðum lengur að tryggja það,“ sagði lög- maðurinn. Samsteypustjórn Kallsbergs, sem kom til valda eftir kosningamar fyr- ir nærri tveimur árum, hafði gert sér vonir um að sjálfstæðismálin gengju hraðar fyrir sig. Stjómar- andstaðan, sem vill halda nánum tengslum við Danmörku, hefur hins vegar séð til þess að hægar hefur gengið en áformað. Kallsberg verður að sannfæra Anfinn Kallsberg, lögmaöur Fær- eyja, býst viö þjóðaratkvæöa- greiðslu um sjálfstæöiö í haust. þingmenn um að sjálfstæði muni ekki leiða til mikilla efnahagsþreng- inga í landinu. Aðeins 4 verð: 200 - 500 - 1000 - 1500 :skór, buxur, peysur, jakkar, úlpur, kjólar, barnafatnaður. ÞORPID Kjörgarði, Laugavegi Niðri í Bónusi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.