Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 Sviðsljós DV Leo kann vel við frægðina Leonardo DiCaprio kvartar ekki. Heimsfrægðin gerir honum kleift að velja hlutverkin sem hann leikur á hvíta tjaldinu og þar með ráða ferðinni. Á móti kemur að hann fær aldrei stund- legan frið. „Ég finn svo sannar- lega fyrir því að ég á ekki jafn- mikið einkalíf og áður en kostir þess að vera stjama vega upp á móti óþægingunum, og vel það,“ sagði leikarinn þegar hann kom til frumsýningar nýjustu myndar- innar sinnar, Strandarinnar, í Lundúnum í vikunni. Stúlkur í bleiku og rauðu vekja alltaf mikla athygli. Það veit tískuhönnuður- inn Han Feng mætavel. Hér má sjá glæsiflík úr haustlínu hans sem var til sýnis í New York á dögunum. Fyrirsætan gefur sér góðan tíma svo Ijós- myndararnir geti nú smellt af eins og þeir eru langir til. Whoopi seldi húsið á Netinu Aumingja Whoopi Goldberg var búin að reyna að selja húsið sitt í Connecticut í fjögur ár, eftir þessum hefðbundnu leiðum en ekkert gekk. Þá datt fraukunni allt í einu í hug að auglýsa kofann á Netinu og þá fyrst fóru hjólin að snúast. Traffikin var gífurleg og fyrr en varði var húsið og allt sem því fylgir selt á rúmar sjötíu millj- ónir króna. Þá hló Whoopi alla leið í bankann sinn. Gwyneth setur óskar í geymslu Leikkonan Gwyneth Paltrow skammast sín svo mikið fyrir vælið í sér þegar hún tók við ósk- arsverðlaununum í fyrra að hún er búin að koma styttunni eftir- sóttu fyrir inni i geymslu. Og þar skal hún vera. „Ég vil ekki sjá hana 1 húsinu. Ég er hrædd við hana,“ segir Gwyneth í viðtali við kvennatímarit. Éftir því var tekið á sinum tíma hvað leikkonan var væmin þegar hún tók við verð- laununum. Cúmnií Tilvalið í bflskúrinn Hlífir gólfinu fyrir óhreinindum dreglar HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Ástir kryddstúlknanna blómstrar sem aldrei fyrr: Mel B er komin með nýjan gæja Þar fór sjensinn sá. Kryddpían Mel B er komin með nýjan kærasta og það er ekki sá gamli Fjölnir. Nei, nýja ástin í lífi þessarar fyrrum til- vonandi tengdadóttur íslands heitir Max Beesley og er 27 ára leikari. Vinir segja að þau séu óaðskiljan- leg. Raunar svo mjög að þau brugðu sér saman í frí til Seychelles-eyja í hinu hlýja Indlandshafi. Sjónarvott- ar segja að slefan hafi varla slitnað á milli þeirra á meðan á flugferð- inni stóð. „Þeim semur rosalega vel og bæði hafa hárbeitta kímnigáfu," segir vinur Mel í viðtali við breska æsi- blaðið The Sun. Mel lét eiginmanninn, gógódansarann Jimmy göslara Gulzar, róa í kringum hátíðarnar þegar tilraunir til að bjarga hjóna- bandinu fóru út um þúfur. Þau Mel okkar B hefur fundið ástina á nýjan leik í leikaranum Max. gerðu jú víst lítið annað en að rífast upp á síðkastið. Max hefur ekki verið við eina flölina felldur í kvennamálum, enda maðurinn fenginn til að leika þann alræmda kvennabósa Tom Jones í sjónvarpsmynd BBC. Max skildi við sjónvarpsstjömuna Melanie Sykes rétt áður en hjónaband hinnar Mel- aniunnar, Mel B, fór i vaskinn. „Ég er æsilegur í bólinu," gortaði Max um daginn. „Mér fiirnst gaman að hitta fallegar konur. Ég get ekk- ert að því gert en ég er mjög kyn- ferðislega þenkjandi." Hvort piltur notfærði sér við- kvæmt ástand söngkonunnar skal ósagt látið. Hitt er þó víst að Mel B fékk að gráta upp við öxlina á hon- um þegar hún var að skilja við gösl- arann. Og trúði honum fyrir öllum leyndarmálunum sínum. Og svo blossaði ástin allt í einu upp. Bono tekur ekki ofan sólgleraugnn þótt rigni í Berlín írski poppsöngvarinn Bono tók ekki ofan sólgleraugun í Berlín um daginn þótt þar rigndi eldi og brennisteini. Eng- in þörf á því þar sem hann var bað- aður sviðsljósinu vegna frumsýning- ar nýjustu myndar Wims Wenders, Millj óndollarahót- elsins. Myndin er nefnilega byggð á hugmynd Bonos. „Það er ótrúlegt að fá að upplifa afrakstur hugmyndar sem ég byrj- aði að leika mér með fyrir mörgum árum. Og það er dálítið sérstakt að koma aftur hingað til Berlínar," sagði popparinn Bono, syngjandi sæll og glaður. Julianne eltir hann Hannibal Allar líkur eru á að hin gullfal lega Julianne Moore taki að sér að eltast við mannætuna og skepnuna Hannibal Lecter í fram- haldinu af löbunum sem þagna. Sem kunnugt er neitaði Jodie Foster að leika FBI skvisuna Cl- arice Starling, eins og hún gerði í upprunalegu myndinni. Jodie þótti handritið víst dálítið svaka- legt. Julianne Moore er meðal annars fræg fyrir leik sinn í myndinni Endalokum ástarsam- bands, á móti þeim ágæta leikara Ralph Fiennes. Jade segir frá erfiðri æsku Jade Jagger, dóttir Mikka Jag- gers og hinnar nikaragúsku Biöncu, ber foreldrum sínum ekki vel söguna i viðtali við tímaritið Talk. Þar segir stúlkan, sem orðin er 28 ára gömul, að hún hafi af- skaplega sjaldan getað leitað til foreldra sinna og stólað á þá. Þeg- ar þeir hafi verið heima, sem ekki kom allt of oft fyrir, hafi þeir komið fram við dótturina eins og eitthvert lukkudýr en ekki afkom- anda sinn. Mick og Bianca voru sem sé slæmir foreldrar, enda Mick alltaf á kvennafari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.