Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Anddyri íslenska Netsins Netmiðlar hafa mjög styrkt stöðu sína og hafa á skömmum tíma náð góðri fótfestu til hliðar við aðra fjöl- miðla, dagblöð, tímarit, útvarp og sjónvarp. Raunar hef- ur þróunin verið ævintýraleg og notkun nú orðin al- menn. Stærstu netmiðlamir eru í tengslum við dagblöð- in og fleiri fjölmiðla. Með þeim hætti samnýtast kraftarn- ir og neytendur fá betri þjónustu, lesendur innanlands jafnt sem utan. Stærstu netmiðlarnir, Vísir.is og Mbl.is, veita ekki að- eins öra fréttaþjónustu heldur Qölmargt annað. Vísir.is er, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, vinsælasta vef- svæði landsins. Þar má m.a. lesa fréttir og íþróttafréttir DV, fféttir Dags og viðskiptafréttir Viðskiptablaðsins auk frétta fréttastofu Vísis. En netmiðill eins og Vísir.is segir ekki aðeins nýjustu fféttir. í vikunni var kynnt ný forsíða Vísis.is, mun stærri og efnismeiri en áður. Þar er meðal annars afþreyingarefni af ýmsu tagi og netverslun sem er viðskiptamáti í örum vexti. Á forsíðunni er einnig aðgangur að Frípósti Vísis.is og íslenska leitarsíð- an Leit.is skipar þar veglegan sess. Með breytingunum á forsíðu Vísis.is má segja að að komið hafi verið upp nýju anddyri að íslenska Netinu. Með nýrri og bættri forsíðu, fféttavefnum, ýmsum undirvefjum og verslunarplássi auðveldar Vísir.is al- menningi umferð um netmiðilinn. Eiríkur Hjálmarsson, ritstjóri Vísis.is, sagði, þegar hin nýja forsíða var opnuð, að fólk treysti í síauknum mæli á einstaka netmiðla til að vísa sér veginn um Intemetið en gerði mn leið aukn- ar kröfur til slíkra miðla. Það væri hlutverk Vísis.is að verða við þeim kröfum. Með því að auka verslunarpláss á Vísi.is er verið að svara kalli tímans. Netverslun hefur vaxið hratt á síð- ustu mánuðum. Hún sexfaldaðist til dæmis á Vísi.is á liðnu ári. Um leið og netverslun verður aðgengilegri og þægilegri nýta fLeiri þjónustuna. Þá hefur Vísir.is verið í farabroddi hraðrar þróunar samgangs Netsins og GSM-síma. GSM-símaeign er al- menn orðin og þúsundir íslendinga nýta sér VIT-þjón- ustu í samvinnu við Landssímann og nú hefur WAP- þjónustu verið bætt við. Vöxtur netmiðlanna hefur verið ör en hann kemur sem viðbót við fjölmiðlaneyslu landsmanna. Dagblöð og ljósvakamiðlar dafna vel eftir sem áður. Þessir miðlar hafa svarað kalli tímans um þróun og endurnýjun og um leið samstarf við netmiðla. En vöxtur netmiðlanna kall- ar líka á mikla ábyrgð þeirra sem stýra þeim og starfa við þá. í nýrri skoðanakönnun kom fram að fleiri en þrír af hverjum fjórum netverjum heimsækja Vísi.is reglu- lega og Mbl.is fylgir í kjölfarið. Æ fleiri notendur net- miðlanna verða að geta treyst því að grundvallaratriði blaðamennsku um áreiðanleika upplýsinganna og að- skilnað ritstjómarefnis- og auglýsinga séu virt, sem og siðareglur þær sem blaðamenn hafa sett sér. Samspil dagblaðs og netmiðils býður upp á nýja mögu- leika, öra og öfluga fréttaþjónustu. Segja má að fréttaþjón- usta netmiðilsins keppi í tíðni helst við útvarp. Kosturinn við netmiðilinn er þó sá að hann er ekki háður ákveðn- um fréttatímum. Notandinn, hafi hann til þess búnað, tölvu eða ákveðna gerð síma, getur fylgst með því sem er að gerast, lesið eða hlustað á, þegar honum hentar. Með samþættingu dagblaða og netmiðla við hlið ljós- vakamiðla verður ekki annað séð en allir miðlarnir muni lifa góðu lífi á nýrri upplýsingaöld. Jónas Haraldsson Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv. menntamálaráöherra: þekkingarmarkmiöin sitji í fyrirrúmi. - Björn Bjarnason menntamálaráðherra leiöir Edelstein til öndvegis á ný. Edelstein snýr aftur dóttir, sagði á Alþingi að „þekkingarmark- miðin eigi að sitja í fyrirrúmi". „Ég tel að varast eigi að láta staðreyndakennslu víkja fyrir viðhorfa- kennslu," sagði hún. Niðurstaðan varð sú að starf samfélags- fræðihópsins stöðvað- ist í miðjum klíðum. í stað þess var gripið til námsefnis í ís- landssögu sem ég hafði verið leika mér að því að skrifa, þar sem samfelldri ís- landssöguyfirferð var „Óneitanlega er svolítið skondið að Björn Bjarnason menntamála- ráðherra skuli leiða á ný til önd- vegis þau sjónarmið í sögu- kennslu sem flokkssystir hans Ragnhildur Helgadóttir stóð fyrir að ryðja út af mestum ofsa á síð- asta áratug.“ Kjallarinn Gunnar Karlsson prófessor Veturinn 1983-84 geisaði hér á landi heiftarleg deila um kennslu í sögu þjóðar- innar í grunnskólum. Starfshópur á vegum skólarannsóknadeild- ar menntamálaráðu- neytisins undir forystu þýsk-íslenska félagsfræðingsins Wolfgangs Edelstein hafði þá lagt drög að nýju námsskipulagi þar sem sagan var samþætt við landa- fræði, félagsfræði og átthagafræði undir heitinu samfélags- fræði. Sögunni skyldi einkum beitt sem tæki til þess að nem- endur gætu dregið af henni fróðlegar, menntandi ályktanir um mannlegt samfé- lag. Þetta viðhorf hafði í för með sér að gefið var upp á bátinn að kenna samfellt yfirlit yfir sögu þjóðarinnar. Sagt var að slík saga hlyti alltaf að vera staðreyndaklungur sem erfittt væri að gera skiljanlegt eða lær- dómsríkt bömum; betra væri að stikla á þeim atriðum sem væru fallin til fróðlegra ályktana og lík- leg til að höfða til bama. Uppreisn sögusamfellunnar Gegn þessu félagsfræðilega sjón- armiði var risið í sögukennsludeil- unni 1983-84, einkum af hálfu hægriarms íslenskra stjómmála og einkum gegn því að hætta við samfellda sögu viðurkenndra meg- inatriða íslandssögunnar. Mennta- málaráðherra, Ragnhildur Helga- haldið en staðreyndasafn gömlu sögunnar grisjað verulega. Gagnsókn ósamfelldrar sögu Á síðastliðnu ári gaf mennta- málaráðherra út nýjar námskrár fyrir grunnskóla og framhalds- skóla. í framhaldsskólaskránni er komið langt til móts við það sjón- armið sem réð starfi samfélags- fræðihóps Wolfgangs Edelstein á sínum tíma. Þar er að vísu gert ráð fyrir tveimur yfirlitsáföngum í sögu, öðrum frá fornöld til átjándu aldar, hinum þaðan til samtímans. En áfóngunum er skipt í afmark- aða efnisflokka og aðeins lagt fyr- ir að kenna efni úr rúmlega helm- ingi þeirra. Þarna má jafnvel kom- ast hjá því að lesa nokkra sögu tímans fyrir lok miðalda, um 1500. Að minnsta kosti er hægt að snið- ganga alla fornmenningu íslend- inga, því hún er aðeins í einum efnisflokki. Aðrir söguáfangar framhaldsskólans snúast um ann- að en söguyfirlit. Samkvæmt bókinni virðist gert ráð fyrir samfelldara yfirliti í grunnskólunum. Það fer þó mikið eftir námsefninu. í Morgunblað- inu 18. janúar sl. segir Þorsteinn Helgason, sem líklega má kalla að- alhöfund námskránna, svolítið frá væntanlegri sögunámsbók fyrir 8. bekk. Þá kemur í ljós að þar verða jafnaldrar nemenda og ferming þeirra í brennidepli og meðal annars reist á bréfum frá óþekktum unglingi á síðari hluta 19. aldar. Að vísu fá Jón Sigurðsson og Ingibjörg kona hans sinn stað í 8. bekk líka, seg- ir Þorsteinn, en auðvitað hljóta fermingin og óþekkti unglingur- inn að taka pláss frá venjuhelg- uðum meginatburðum þjóðar- sögunnar. Upplegg Þorsteins virðist því félagsfræðilegt og minna mikið á stefnu samfélags- træðihóps Wolfgangs Edelstein. Óneitanlega er svolítið skondið að Bjöm Bjarnason menntamála- ráðherra skuli leiða á ný til önd- vegis þau sjónarmið í sögukennslu sem flokkssystir hans Ragnhildur Helgadóttir stóð fyrir að ryðja út af mestum ofsa á síðasta áratug. En auövitað ber okkur áhugafólki um sögunám að taka vel á móti Edelstein þegar hann snýr aftur, því umfram ailt þarf sögunám að vera í stöðugri endurnýjun, eins og annað nám. Höldum aldrei að við séum komin á leiðarenda. Gunnar Karlsson Skoðanir annarra Sameining sjúkrastofnana „Sameining sjúkrastofnana getur leitt til endur- skipulagningar og betri nýtingar tækja og starfsfólks. Skilja þarf á milli kaupenda og seljenda heilbrigðis- þjónustu ... Kaupendur þurfa að hafa góða þekkingu á öllum þáttum heilbrigðismála, góðan aðgang að tölvu- væddum upplýsingum um einstaka þætti, gæði og verðlagningu þjónustunnar. Til að ná þjóðhagslega mestum árangri þarf samningsgerð að samþætta þjón- ustu heilsugæslu, hjúkrunarheimila og sjúkrahúsa." Kristján Sigurðsson yfirlæknir í Mbl. 10. fcbrúar. Vottorð frá Ferðamálaráði? Ríkislögmaður hefur haldið þvi fram, að íslending- ar yrðu að athlægi á alþjóðavettvangi ef fallist yrði á bótakröfu manns sem sat 9 mánuði saklaus i fangelsi. í fyrradag gat forsætisráðherra þess að „okkar ást- kæra söngkona" hefði verið svo góð landkynning að hún gæti fengið eyju eina til afnota án endurgjalds en á þvi hafa ekki aðrir átt kost. Ýmsir telja einnig að kvikmyndagerðarmenn eigi að fá 200 milljónir úr sjóð- um ríkisins árlega þar sem verk þeirra séu góð land- kynning. Vef-Þjóðviljinn þarf ekki að hafa áhyggjur af þessum atriðum þar sem hann hefur getið sér gott orð út fyrir landsteinana. Aðrir sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu að fá vottorð frá ferðamálaráði um að þeir séu landi og þjóð til sóma á erlendum vettvangi og eigi því að fá milda afgreiðslu fyrir dómstólum og lipra þjónustu hjá öðrum yfirvöldum. Úr Vef-Þjóðviljanum 9. febrúar. Holdgerving kvótans „Brostinn er flótti í sægreifalénum. Fyrsti greifinn axlar nú skinnin norðan heiða og færir herfangið suð- ur á verðbréfaþing ... Huglægur kvótinn er nú loksins orðinn hlutlægur fengur sem mölur og ryð fá grandaö. Þjóðareignin hefur eignast ásjónu af blóði og merg og beini. Kvótinn fær kennitölu. Holdgerving... í dag fara kátir karlar á Kútter Haraldi ekki til fiskiveiða frá Akranesi heldur til fjárfestinga suður á verðbréfaþing ... Kaupþing gerir upp kvótann eftir gömlu skipta- reglunni um aflahlut. Væntanlega fá þeir fleiri en fimmtán fiska í hlut eftir að hafa kostaö sautján ára róður hjá greifanum sínum." Ásgeir Hannes Eiríksson í Degi 10. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.