Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 7 Viðskipti Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ 1.385 m.kr. ... Mest með hlutabréf, 736 m.kr. ... Mest viðskipti með Flugleiðir, 140 m.kr ... Grandi hækkaði mest eða 6% ... En SS hækkaði um 5,9% ... SH hækkaði um 4,17% ... Tæknival og Pharmaco lækkuðu um rúm 4% ... Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,97% 270 milljóna króna hagnaður ÚA af reglulegri starfsemi fyrir skatta: Veltufé frá rekstri 776 milljónir króna - sem er met í sögu félagsins DV, Akureyri: Útgeröarfélag Akureyringa skil- aði 270 milljóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi, fyrir skatta, á liðnu ári. Eftir að tekið hefur verið tillit til 102 miiljóna króna í reiknaðan tekju- skatt og 10 millj- óna króna gjald- færslu vegna óreglulegra liða nemur hagnaður- Guðbrandur Sig- úm 157 milljón- urðsson, for- um króna. Veltu- stjóri ÚA. fé frá rekstri nam 776 milljónum króna á árinu sem er mesta fjár- munamyndun á einu ári í sögu fé- lagsins. Heildarvelta samstæðunnar á liðnu ári nam tæpum 5 milljörðum króna og jókst um rúm 18% frá ár- inu áður. Rekstrartekjur, þ.e. heild- arvelta að frádregnum eigin afla til vinnslu, voru samtals 4.050 milljón- ir króna samanborið við 3.486 millj- ónir króna árið áður. Afskriftir námu samtals 657 milljónum króna, samanborið við 556 milljónir króna árið áður. Af- skriftir jukust því inn rúmar 100 milljónir króna á milli ára. Megin- skýringin er sú að við sameiningu ÚA og Jökuls þann 1. september sl. hækkuðu bókfærðar veiðiheimild- ir félagsins um 1.300 milljónir króna. 1 árslok námu því bókfærð- ar veiðiheimildir félagsins tæpum 2,6 milljörðum króna, sem verða síðan afskrifaðar á 10-12 árum. Hagnaður af reglulegri starfsemi móðurfélagsins varð tæpar 270 milljónir króna, samanborið við 9 milljónir árið áður. Þegar tekið hefur verið tillit til reiknaðra skatta að fjárhæð 102 milljónir króna og óreglulegra gjalda að fjár- hæð 10 milljónir er félagið gert upp með 157 milljóna króna hagnaði, sem fyrr segir. Árið áður nam hagnaður félagsins 251 milljón króna þar sem stærsti hlutinn var söluhagnaður eigna. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu enda er hún í fullu samræmi við áætlanir félagsins“ segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. Hann segir það sérlega ánægjulegt að veltufé frá rekstri hafi aukist mjög venflega þriðja árið i röð. „Ég hef oft bent á þá staðreynd að veltufé frá rekstri er mun áreiðanlegri mælikvarði á rekstrarárangur sjávarútvegsfyrir- tækja en hagnaður, þar sem það mælir betur hversu miklum pen- ingum reksturinn skilar. Veltufé frá rekstri félagsins nam 274 millj- ónum króna árið 1997, 552 milljón- um króna á árinu 1998 og 776 millj- ónum króna á nýliðnu ári. Það hef- ur því nær þrefaldast á einungis þremur árum sem segir sína sögu um stigvaxandi bata í rekstri fé- lagsins. Nýliðið ár er besta ár í sögu félagsins frá upphafi hvað það varðar,“ segir Guðbrandur. Hann segir rekstrarhorfur fyrir yfirstandandi ár góðar. „Við ger- um ráð fyrir að reksturinn haldi áfram að batna á árinu og að veltu- fé frá rekstri aukist enn frekar. Þó er rétt að hafa í huga að rekstrar- forsendur í íslenskum sjávarútvegi eru síbreytilegar og geta breyst til hins verra á skömmum tíma“ seg- ir Guðbrandur. -gk deCODE skráð á 16,5-17 - segir The Times The Times segir að Morgan Stanley sé líklegt til þess að taka ekki tillit til 1,5 milljarða dollara verðmætis deCODE á gráa mark- aðnum heldur muni félagið verða metið á nálægt 500 milljónir dollara eða sem svarar um 37 milljörðum íslenskra króna. Það svarar til þess að skráningargengi deCODE sé 16,5-17 miðað við að um 30 milljón hlutir séu útistandandi í félaginu. Það er nánast sama gengi og FBA, Landsbankinn, Búnaðarbankinn og Hof keyptu 16% hlut í félaginu á síðastliðið sumar. Gengi félagsins hefur verið yfir 50 dollarar á hlut- inn á gráa markaðnum að undan- fómu og hækkaði lítillega í gær. Hins vegar segir að miðað við mikinn áhuga bandarískra fjárfesta á fjárfestingum í líftækniiðnaðinum búist sérfræðingar við því að fyrir- tækið muni hækka hratt í verði. Haft er eftir fjárfesti að deCODE muni þjóta upp eins og raketta. „Það kæmi mér ekki á óvart að verðmæti félagsins myndi ná 2 milljörðum dollara," segir hinn ónefndi fjárfestir. DEKK OG FELGUR OG MARGT FLEIRA. UTSALA- UTSALA ÚTSÖLULOK LAUGARDAGINN 12. FEBRÚAR. FJARSTYRINGAR VERÐ FRÁ 3.990 25-50% AFSLÁTTUR. UTVARP/GEISLI NU 19*900 AÐli ÞRAÐLAUS GJORGÆSLA SEÐ ASTANDi LBARÐANNA 19.900 ALFELGUR 30% 1?% afsláttur 14« KR. 7.716 ^ 15” KR. 8.172 4 STK- ALFELGUR OG NY NEGLD DEKK 14*' KR. 49.900 15" KR. 56.900 NY SNJODEKK 30% AFSLÁTTUR 155-10R13, 165-70R13, 175-70R13, 175-70R14, 185-70R14, 175-65R14, 185-65R14, 195-65R15, KR. 2.845 KR. 3.111 KR. 3.102 KR. 3.467 KR. 3.780 KR. 3.731 KR. 4.091 KR. 4.537 JEPPADEKK 30% AFSLATTUR 235-75R15, KR. 7.016 30x9,50R15, KR. 7.583 31x10,50R15, KR. 8.033 4 STK. MEÐ 15x8 ÁLFELGUM 30" DEKK + FELGUR, KR. 74.900 31" DEKK + FELGUR, KR. 77.900 SENDIBILADEKK ~k 30% AFSLÁTTUR 185-R14, KR. 4.804 195-70R15, KR. 5.946 TALFELGUR J20-40% fj/ afslAttur 0PIÐ FRA KL. 8-20 DEKK OG FELGUR AF NÝJUM BÍLUM ÁLFELGUR. 16x7, 6 GATA, DEKK 245-70R, 4 STK. KR. 25.000 ALFELGUR. 16X7, 6 GATA, NÝ DEKK, 265-75R16, KRT.K60.000 ALFELGUR, 15x6, 5 GATA, DEKK, 205-75R15, 4 STK., KR. 20.000 VERSLUN SUQURLANDSBRAUT 16 108 REYKJAVIK - s. 588 9747.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.