Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ - VISIR 46. TBL. - 90. OG 26. ARG. - FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 2000 VERÐ I LAUSASOLU KR. 180 M/VSK ítalska söngvakeppnin Bls. 29 Björn Steinar Sólbergsson. Sigríöur Sigþórsdóttir. Ingvar E. Sigurösson. Ragna Róbertsdóttir. Friðrik Pór Friöriksson. Linda B. Arnadóttir. Þórunn Valdimarsdóttir. K í kSn 1 [ 0 | jf • Ij1 | g-- 7Ö-f I Heitt í kolunum 1 leikFH«“s Menningarverðlaun DV 2000 Menningarverðlaun DV verða af- hent í 22. sinn undir hádegisverði á Hótel Holti i dag. Verða á borðum að þessu sinni stinglax sem veiddist suður af Reykjaneshrygg og þorsk- ur, matreiddur með hrognum og lif- ur, kóngasveppum og kartöfluköku Lyonnaise. Menningarverðlaunin eru veitt í sjö listgreinum. Þau hlutu að þessu smm: Bókmenntir: Þórunn Valdimars- dóttir fyrir skáldsögu sína Stúlka með fingur. Tónlist: Bjöm Steinar Sólbergs- son fyrir frumflutning á orgel- konsert Jóns Leifs á íslandi. Byggingarlist: Sigríður Sigþórs- dóttir fyrir þjónustuhús við Bláa lónið. Leiklist: Ingvar E. Sigurðsson fyrir túlkun sína á Bjarti í Sjálf- stæðu fólki. Myndlist: Ragna Róbertsdóttir fyrir sýninguna Kötlu á Kjarvals- stöðum. Kvikmyndagerð: Friðrik Þór Friðriksson fyrir Engla aiheimsins. Listhönnun: Linda B. Ámadóttir fyrir fatahönnun. Verðlaunagripirnir eru að þessu sinni sandblásnar flöskur með raku- brenndum leirtöppum sem sérhann- aðir eru fyrir hverja listgrein. Hönnuður gripanna er Guðný Haf- steinsdóttir leirlistakona. Nánar verður sagt frá verðlauna- afhendingunni í blaðinu á morgun og í helgarblaðinu verður rætt við verðlaunahafa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.