Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 11 r>v Útlönd Poul Nyrup stokkar upp í ráðherraliðinu: Ritt á að bjarga krötum frá glötun Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, ákvað í gær að snúa vöm í sókn eftir mikinn flótta kjósenda frá jafnaðarmanna- flokki hans undanfarið ár. Poul Nyrup stokkaði upp í ríkisstjóm sinni og kallaði meðal annars til Ritt Bjerregaard, fyrrum fram- kvæmdastjóra hjá Evrópusamband- inu, og gerði hana að matvælaráð- herra. Hún fær það hlutverk að reyna að endurheimta kjósenduma sem flokkurinn hefur glatað í næstu kosningum. „Við viljum skapa alveg nýjan samhljóm með þjóðinni," sagði Poul Nyrup á fundi með fréttamönnum í gær þar sem hann kynnti nýju ráð- herrana og blés til hinnar nýju sóknar jafnaðarmanna. Ritt Bjerregaard mun gegna lykil- Poul Nyrup Rasmussen kallaöi nýja ráðherra til starfa í dönsku stjórninni í gær, þar á meðal hina vinsælu en umdeildu Ritt Bjerregaard. Þessar filippseysku fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín í morgun eftir að sprengigos varð í eldfjallinu Mayon. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slásast í látunum. Fjallið gaus síðast 1993 og þá týndu 77 lífi en í gosi árið 1814 fórust hvorki meira né minna en 1200 manns. Holbrooke um Mitrovica: Hættulegasti stað- urinn í Evrópu „Serbneska stjórnin í Belgrad er að reyna að skipta Kosovo við brúna í Mitrovica. Þessari herferð er stjómað af Belgrad, af Milosevic for- seta og samstarfsmönnum hans.“ Þetta sagði Richard Holbrooke, sendifulltrúi Bandaríkjanna, á fundi með fréttamönnum í gær um spenn- una sem ríkir í Mitrovica í Kosovo þar sem bæði Serbar og Albanar búa. Holbrooke bætti því við að Mitrovica væri nú vissulega hættu- legasti staðurinn í Evrópu. Ekki vegna þess að Albönum og Serbum geðjaðist ekki hvoram að öðrum heldur vegna baráttu yfirvalda í Belgrad við að grafa undan starfl Atlantshafsbandalagsins og Samein- uðu þjóðanná á svæðinu. Háttsettur NATO-foringi sagði í gær herafla bandalagsins í Kosovo ónógan. Albanskir mótmælendur á brúnni í Mitrovica sem skilur að hverfi Albana og Serba. Símamynd Reuter Vonir bundnar við Bandaríkja- ferð NorðuHra David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna á N-ír- landi, snýr í dag heim frá Banda- ríkjunum. Vonast Bretar til þess að alvarlegar viðræður um friðar- ferlið á N-írlandi hefjist brátt á ný eftir heimkomu Trimbles. Tilraunir til að blása nýju lífi í friðarferlið hafa legið niðri í nokkra daga vegna þess aö Trimble, Peter Mandelson, N-ír- landsmálaráðherra bresku stjórn- arinnar, og leiðtogar Sinn Fein, stjómmálaarms írska lýðveldis- hersins, IRA, hafa verið i Banda- ríkjunum til viðræðna við ráða- menn þar. Mandelson sem hitti í gær Sandy Berger, þjóðaröryggisráð- gjafa Bandaríkjanna, bað um að- stoð við að leysa deilrma á N-ír- landi. Hann útilokaði þó beina málamiðlun að svo stöddu. hlutverki í baráttunni fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna um aðild Dana að sameiginlegri mynt ESB, evr- unni. Tveir aðrir nýir ráðherrar munu gegna lykilhlutverki á næstu mán- uðum. Karin Jespersen er nýr inn- anríkisráðherra og mun fara með málefni innflytjenda sem mjög hafa verið í brennidepli. Þá var hinn vin- sæli Henrik Dam Kristensen gerður að félagsmálaráðherra. Hans bíður meðal annars það vandaverk að koma á friði um umönnun aldraðra. Poul Nyrup viðurkenndi í gær að hann hefði valið hina traustu leið í stað þess að gefa ungum og óreynd- um mönnum tækifæri. Ein megin- ástæðan fyrir hrókeringunni var að reyna að stöðva flótta kjósenda til Danska þjóðarflokksins. Dónaleg kynlífs- bréf send frá sænska þinginu til vændiskvenna Tölvur sænska þingsins og stjómarráðsins hafa verið notaðar til þess að hafa samband við vænd- iskonur. Hafa tölvumar verið not- aðar að minnsta kosti 15 sinnum frá þessum stofnunum. Afbrotafræðingur á vegum sænsku lögreglunnar rannsakaði kynlífsviðskipti á Netinu og kynnti hann í gær lista með 130 fyrirtækj- um og stofnunum þaðan sem sam- band hafði verið haft við vændis- konur. Á listanum eru auk þingsins og stjórnarráðsins mörg sveitarfé- lög og háskólar. Afbrotafræðingur- inn skráði ekki á listann fyrirtæki þar sem tölvur höfðu einungis verið notaðar til þess að skoða klámsíður. Stórveislum á sjötugsafmæli Kohls aflýst Tveimur stórveislum sem halda átti í tilefni sjötugsafmælis Helmuts Kohls, fyrrum Þýska- landskanslara, hefur nú verið af- lýst vegna leynireikningahneyksl- isins sem hann er flæktur í. Talsmaður flokks kristilegra demókrata sagði að flokksforust- an og Kohl hefðu komist að þess- ari niðurstöðu í sameiningu í ljósi atburða. Flokkurinn ætlaði að halda veislu i leikhúsi í Berlín þar sem stórmenni á borð við Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sov- étleiðtoga, og George Bush, fyrr- um Bandaríkjaforseta, áttu að vera meöal gesta. Hina veisluna átti að halda í heimaríki Kohls. Kohl hefur viðurkennt að hafa, í trássi við lög, leynt háum fjár- framlögum til flokksins og varð- veitt þau á leynireikningum. Hann neitar staðfastlega að segja hverjir hafi látið féð af hendi. NASA þvertekur fyrir geimkynlíf Talsmenn bandarísku geimvís- indastofnunarinnar (NASA) þvertóku fyrir það í gær að geim- farar í geimskutlunum banda- risku hefðu gert tilraunir til að komast að bestu stellingunni fyr- ir kynlíf í þyngdarleysi úti í geimnum. Franskur geimfari, Pi- erre Kohler, heldur þessu fram í nýrri bók sem hann hefur skrifað. „Við erum ekki, höfum ekki og höfum ekki í hyggju að skipu- leggja kynlífstilraunir," segir tals- maður NASA. Sfml: 533 1334 fax, ...ffyrir öll verkfæri þú kemur reglu á hlutina! Úruggur staður fyrir FESTO verkfærin og alla fylgihluti Töskur. ..það sem fagmaðurinn nutar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.