Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 Vigfús Már Vigfússon tryggingaráðgjafi: Hestatryggingar eru ódýrar - milljón króna brunatrygging hesta kostar 2185 krónur Vigfús Már Vigfússon: „Eftir brunann í Mosfellsbæ fullyrtu sumir aö þeir stæöu óvaröir gegn slíkum tjónum en viö leiöréttum þennan misskilning á fundinum." „Það hefur orðið aukning í fyrir- spurnum um hestatryggingar eftir stórbrunann í Mosfellsbæ um dag- inn,“ segir Vigfús Már Vigfússon, ráðgjafi hjá Tryggingamiðstöðinni. Vigfús segist hins vegar ekki hafa orðið var við að fleiri hestamenn en áður hafi keypt tryggingar fyrir hesta sína á síðustu misserum. Eftir brunann í Mosfellsbæ átti Vigfús fund með hestamönnum þar. „Við höfum ekki kynnt hestatrygg- ingar sérstaklega áður heldur hefur þetta verið hluti af almennri ráðgjöf til viðskiptavina," segir hann og út- skýrir að langalgengast sé að menn brunatryggi hesta sína en einnig kaupi þeir fyrir þá slysatryggingu og eins tryggi þeir stundum ýmsa lausamuni, til dæmis fóður og reið- tygi. Margir ótryggðir Að því er Vigfús segir liggja ekki fyrir um það tölur hversu margir hestar i landinu eru tryggðir en hann játar því að um óplægðan markað sé að mörgu leyti að ræða. „Margir hugleiða þetta ekki neitt og síðan vita aflt of margir því miður ekkert um þessar tryggingar. Ég hugsa að það séu fjölmargir ótryggðir en hins vegar varð ég var við það á fundinum að menn ætla ekkert að koma i hópum til okkar enda heyrðist mér að margir hverj- ir væru með brunatryggingar. En það er með hesta eins og aðrar eig- ur að fólk er oft ekki nógu vakandi fyrir því að tryggja þá,“ segir hann. Að sögn Vigfúsar er ekki óalgengt að hestar séu tryggðir fyrir á bilinu 150 þúsund til 500 þúsund krónur. „Menn geta keypt misvíðtækar tryggingar en langalgengast er að menn brunatryggi hestana ein- göngu. Ég vil taka það fram að það er ekki dýrt að tryggja hesta. Eftir brunann í Mosfellsbæ fuflyrtu sum- ir að þeir stæðu óvarðir gegn slík- um tjónum en við leiðréttum þenn- an misskilning á fundinum," segir hann og bregður upp ímynduðu dæmi af iðgjaldi fimm hesta sem samtals eru brunatryggðir fyrir eina milljón króna, eða 200 þúsund á hest: „Það kostar 2.185 krónur á ári með öllum gjöldum; viðlaga- tryggingagjaldi og brunavarnar- gjaldi. Taxtinn er 0,2% af trygg- ingarverðmætinu.“ Hestar sem valda tjóni Vigfús segir þá tryggingu sem mikilvægast sé að hestaeigendur hafi vera tryggingu fyrir hestana sjálfa. „En menn ættu einnig að brunatryggja fóður, áhöld og reið- tygi og þeir ættu líka að kaupa sér ábyrgðartryggingu gagnvart skaða- bótaskyldu vegna tjóns sem hestar þeirra kunna að valda. Það hefur til dæmis verið að gerast núna að eig- endur hesta sem ekið hefur verið á þar sem lausaganga er bönnuð hafa verið dæmdir skaðabótaskyldir. Ef menn eiga hesthús er skylda að brunatryggja það en menn geta keypt húseigendatryggingu til við- bótar. Ennig má nefna eina trygg- ingu sem menn kaupa á dýrari hesta en það er slysatrygging og tfl að vera sanngjarn gagnvart keppi- nautum okkar ber að nefna að þeir bjóða líka víðtækari tryggingu sem bætir tjón vegna sóttdauða. Sum fé- lög bjóða líka tryggingar vegna stóð- hesta sem geta ekki gagnast lengur vegna slysa eða sótta,“ segir Vigfús að endingu. -GAR Hestatryggingar ÍSVÁR: Ófrjósemis- og örorku tryggingar íslenska vátryggingamiðlunin, ÍSVÁ, hefur sent DV eftirfarandi upplýsingar um tryggingar sem fé- lagið býður vegna hesta. Eins og fram kemur bjóða flest tryggingafé- lögin sambærilega tryggingamögu- leika þótt sum félögin bjóði í sum- um tilfellum víðtækari tryggingar en keppnautamir. ÍSVÁ býður til ýmsa möguleika í samstarfi við breska tryggingafélagið Trenwick. Brunatrygging: Trygging sem allir hesthúsaeig- endur ættu að vera með. Tryggður er fjöldi hrossa í húsinu fyrir eitt- hvað ákveðið verðmæti, t.d. 100 þús- und krónur hver hestur. Verðmætið getur þó verið misjafnt, t.d. 1 hestur að verðmæti 1 mifljón krónur, 4 hestar að verðmæti 400 þúsund krónur og 6 hestar að verðmæti 150 þúsund. Gjaldiö er um 0,2% af tryggingarverðmæti, þ.e.a.s. af 400 þúsund króna hesti er greitt í ið- gjald 800 kr. á ári. Skynsamlegast er að leita til síns tryggingafélags, þau bjóða öll upp á þessa tryggingu og em með svipað verð. Frjáls ábyrgðar- trygging: Trygging sem bætir tjón sem hrossið veldur þriðja aðila, t.d. hest- ur sleppur úr girðingu og skemmir bíl. Trygging sem allir hestamenn ættu að íhuga vel. Kostar ca 2800 kr. á 1. hest, 1400 kr. á hesta 2-5 og 750 krónur á hvem hest umfram 5. Að- eins mismunandi eftir tryggingafé- lögum. Öll félögin bjóða upp á þessa tryggingu og best er að leita til síns félags. Einstaklingstrygg- ingar hrossa: íslensku félögin bjóða öll upp á einstaklingstryggingar. Verð er á bilinu 4,75%- 6% og er verðmæta- vottorða krafist í flestum tilvikum ef tryggingarverðmæti fer yfir 400 þúsund. ÍSVÁ ehf. miðlar eftirfarandi ein- staklingstryggingum til breska tryggingafélagsins Trenwick. Grunntrygging: Dauði eða aflífun af völdum sjúk- dóms eða slyss. Innifalin er flutn- ingstrygging innanlands. Gildir á íslandi og í Evrópu, ef hrossið er I eigu sama aðila. Skilyrði: Dýralæknisvottorð, frostmerking eða önnur ótvíræð einkenni. Tryggingarupphæð alit að 1.000.000 3,5% Tryggingarupphæð allt að 4.000.000 3,25% Tryggingarupphæð allt aðlO.OOO.OOO 3% Tryggingarupphæð frá 10.000.000 Tilboð Ófrjósemistrygging: Ef hestur verður ófijór eða þarf að vana, sökum sjúkdóms eða slyss. Örorkutrygging: Ef hrossið, sökum sjúkdóms eða slyss, nýtist ekki í þaö sem það var ætlað tfl, t.d. sýninga og/eða keppni greiðast bætur. Halda má hrossinu og fá 75% bætur. Útflutningstrygging: Tryggir hrossið i 21 dag. Hér heima, meðan á flutningi stendur, og fyrstu dagana á erlendri grundu (Evrópu). Tryggingamið- stöðin hf: Tryggt fyrir skaða af völd um Tryggingamiðstöðin hf. hefur um nokkurt skeið boðið upp á trygging- ar fyrir hesta, hesthús og tilheyr- andi lausafe og hefúr Vigfús Már Vigfússon, ráðgjafi hjá Try®nga- miðstöðinni, tekið saman eftirfar- andi upplýsingar. Áhersla skal lögð á að önnur tryggingafélög bjóða sömuieiðis sambærilegar trygging- ar fyrir hesta og ættu hestaeigendur að kynna sér málin vandlega hjá sínu félagi. Helstu tegundir .vátrygginga Hið tryggða Tryggingartegund Fóður. áhöld oa reiðWai: Bruna-, vatnstjóns- og innbrotstrygging Hestar: Brunatrygging Hestar: Hestaslysatrygging Hesthús: Brunatrygging húseigna Hesthús: Húseigendatrygging Einnig býðst hestamönnum ábyrgðaitrygging gegn skaðabóta- kröfum vegna tjóna sem hestar valda. Brunatrygging Vátrj'ggir, eins og nafnið gefur til kynna, gegn tjónum af völdum bruna. Iðgjaldstaxti ræðst af ástandi og byggingarefni húss og staðsetn- ingu. Á skírteini þarf að tilgreina Sölda tryggðra hesta, ef fjöldi er breytilegur þarf að koma fram há- marksverðmæti á hest. Auk hesta er hægt að bruna- tryggja fóður, reiðtygi, áhöld og inn- réttingar og tæki í kaffistofu. Einnig er hægt að bæta við vatns- og innbrotstryggingum. Hestaslysatrygging Bætir dauðsfóll og lækniskostnað af völdum slysa. Tryggingm getur gilt hvar sem er á íslandi. Tilgrema þarf aldur hests og lit auk þess þarf hestur að vera ör- eða frostmerktur. Ef hestur er verðmætari en 300 þús- und krónur þarf að fylgja með ætt- bókar- og heilbrigðisvottorð. Brunatrygging húseigna Um er að ræða lögboðna vátrygg- ingu. Sömu forsendur liggja til grundvallar taxtaákvörðun og i brunatryggmgu lausaljár. Húseigendatrygging Samsett vátryggmg sem kemur til viðbótar lögtioðinni brunatrygg- mgu. Vátryggir m.a. gegn fok- og óveðurstjónum, rúðubrotum, skemmdum á húsi í kjölfar innbrots og skaðabótaábyrgð húseigenda, svo dæmi séu tekm. Vátryggingar- fiárhæð er brunabótamat. Ábyrgðartrygging Ef hestur veldur tjóni á fólki og mimum í eigu þriðja aðila og sýnt er að eigandi hans hefur ekki gert nauðsynlegar ráðstafanir til að halda honum í girðmgu eða hefur ekki sýnt af sér eðlilega aðgæslu, getur myndast skaðabótaskylda á hendur eiganda. Ábyrgðartryggmg vátryggir gegn slikum skaðabóta- kröfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.