Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
Fréttir
Eigandi Ánastaöa í Hraunhreppi á Mýrum:
Kærður fyrir van-
fóðrun hrossa
- rannsóknar óskaö á fóðurgæslu og eftirliti
Eigandi jaröarinnar Ánastaöa i
Hraunhreppi á Mýrum hefur verið
kærður til sýslumannsembættisins
í Borgamesi fyrir vanhirðu á hross-
um sem hann hafði í umsjá sinni.
Hann er kærður til refsingar fyrir
brot á dýraverndunarlögum. Þá er
jafnframt óskað eftir rannsókn á
fóðurgæslu og eftirliti með hrossum
á bænum.
Eins og komið hefur fram í frétt-
um reyndist um vanfóðrun á hross-
um á Ánastöðum að ræða þegar
héraðsdýralæknir, fóðurgæslumað-
ur og fleiri gripu inn í. Eigandi jarð-
arinnar hafði verið meö allmörg
hross i hagagöngu, auk sinna eigin.
Hagagönguhrossin hafa öll verið
tekin af jörðinni. Þó mun a.m.k. eitt
hross enn ófundið þrátt fyrir mikla
leit. Hrossin á Ánastöðum eru nú
fóðruð undir eftirliti.
Hesteigandi sem var með þrjú
hross í hagagöngu á Ánastöðum i
haust og byrjun vetrar lagði fram
ofangreinda kæru. Þegar þau komu
þaðan voru tvö þeirra orðin mjög
Ola aflögð. Aflífa varð annað hross-
ið, sex vetra fola, af þeim sökum.
Að sögn Stefáns Skarphéðinsson-
ar, sýslumanns í Borgarnesi, er
rannsókn hafin á málinu. Hann
kvaðst ekki geta sagt til um hvenær
henni lyki. Það þyrfti að kalla
marga aðila fyrir sem ekki væru all-
ir á sama stað. Málið þyrfti því að
fara á milli embætta, a.m.k. í Borg-
amesi og Reykjavík.
„Eflitlitsaöilamir hafa þá laga-
skyldu að fara tvær skoðunarferðir
á ári, að hausti og vori. Þegar þeir
hafa skoðað þetta í haust þá hefur
verið um að ræða birgðakönnun á
fóðri og skepnutalningu. Síðan
skoðuðu þeir þetta eftir áramót. Það
eru því ef til vill ekki stórir mögu-
leikar á að hengja neinn.“
-JSS
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra átti í gær fund með Jesus Posada Moreno, landbúnaðar-, sjávarútvegs- og
matvælaráöherra Spánar. Ræddu þeir m.a. fiskveiðistjórnun og samvinnu landanna í sjávarútvegi. DV-mynd PÖK
Glerártorg á Akureyri:
Styttist í útboð á framkvæmdum
áskrift
- borgar sig
Hljómflutningstæki til
áskrifenda DV:
Mjög góðar
viðtökur
„Ef það heldur áfram sem horfir
fer hver að verða síðastur að nýta
sér tilboðið,“ segir Hallgrimur Hall-
dórsson, verslunarstjóri i Japis, en
áskrifendum DV býðst nú að kaupa
Panasonic hljómflutningstæki frá
Japis á tilboðsverði.
Hallgrímur sagði tilboöiö hafa
fengið mjög góðar viðtökur en
hljómflutningstækin bjóðast nú á
29.900 krónur sem er 10.000 króna
afsláttur af uppsettu verði. Tilboðið
stendur til 28. febrúar. -hól
Stykkishólmur:
Skatttekjur
hækka um 10%
Fjárhagsáætlun Stykkishólms-
bæjar árið 2000 var samþykkt í
bæjarstjóm í síðustu viku. Gert er
ráð fyrir að skatttekjur verði 239
milljónir króna, hækki um 10% á
milli ára. Almenn rekstrargjöld,
aö frádregnum tekjum mála-
flokka, em áætluð 198 milljónir.
Áætlunin gerir ráð fyrir að út-
gjöld verði um 83% af skatttekj-
um. Stefnt er að lækkun skulda
eftir miklar framkvæmdir á liðn-
um árum. Fræðslumál eru stærsti
málaflokkurinn. Til hans fara
40% af skattekjum. Þá koma
æskulýðs- og íþróttamál með 27
milljónir og félagsþjónusta með 24
mifljónir. I gjaldfærða íjárfest-
ingu fara 25 m.kr. Stærstu liðir
eru uppbygging og skipulagning
nýs íbúðarhverfis og gatnagerð. I
árslok 1998 voru skuldir um
150.000 á hvem íbúa. -DVÓ
DV, Akureyri:
„Það er ýmislegt að gerast, það er
verið að vinna að hönnun, búið er að
auglýsa deiliskipulag, unnið er að
flutningi Skinnaiðnaðar úr húsinu og
það styttist í útboð," segir Jakob
Bjömsson, en hann hefur verið ráð-
inn talsmaður þeirra sem standa að
framkvæmdunum við Glerártorg,
nýju verslunarmiðstöðina sem tekur
til starfa á Akureyri í haust.
Nýja verslunarmiöstöðin verður
hátt í 10 þúsund fermetrar að stærð
og sú langstærsta utan höfuðbogar-
svæðisins. Reiknað er með að þar
verði 20-30 verslanir, fyrir utan
stærstu verslanir
miðstöðvarinnar
sem verða Rúm-
fatalagerinn og
KEA-Nettó. Að
sögn Jakobs
verður ELKO
einnig þama með
verslun og Sport-
ver. Ákvörðun
um aðrar versl-
anir og þjónustu
hefur enn ekki verið tekin en mikil
ásókn mun i verslunarrými í hús-
inu, bæði frá heimamönnum og að-
ilum utan bæjarins.
Jakob segir að það verk sem fram
undan er verði boðið út í þrennu
lagi. í fyrsta lagi verður niðurrif og
gröftur boðið út mjög fljótlega, end-
urgerð stóra hússins og smíði við-
bygginga verður boðin út í april og
í júní á að bjóða út lóðarfrágang og
gerð bílastæða. Allar verslanir í
húsinu eiga að vera teknar til starfa
1. nóvember.
Það hefur heyrst gagnrýnt að
ekki verði nema um 300 bílastæði
við verslunarmiðstöðina sem þykir
of lítið. Jakob segir að samkvæmt
ákveðnum reglum sem í gildi eru
þyrftu stæðin að vera fleiri og hann
sagðist ekki gera ráð fyrir öðru en
gengið yrði í að leysa það mál. -gk
Yfirvofandi niöurskurður:
Rangt að skera niður á geðdeildum
- segir Pétur Hauksson, formaður Geðhjálpar
„Þessi tillaga um niðurskurð á
geðdeildunum hefur greinilega ekki
verið hugsuð til enda þar sem ekki
hefur verið gengið frá öörum úr-
ræðum. Jóhannes Gunnarsson
lækningaforstjóri hefur fullyrt að
geðdeildin skipi ekki jafnmikilvæg-
an sess og aðrar stoðdeildir innan
spitalanna og því liggi beinast við
að skera niður þar. Ég tel þetta vera
rangt en það sést á þeim fjölda sjúk-
linga sem þangað leita og þá sér í
lagi í framhaldi af átaki landlæknis-
embættisins um þung-
lyndi," sagði Pétur Hauks-
son, formaður Geðhjálpar.
„Umræðan hefur þó haft
einhver áhrif þar sem yfir-
vofandi niðurskurður er
kominn niður í 50 milljónir
úr 100 milljónum eins og
fram kom á utandagsum-
ræðu Alþingis um daginn.
Fimmtiu mifljóna niður-
skurður á geðdeild Sjúkra-
Pétur Hauksson,
formaður Geö-
hjálpar.
urskurður og skýtur
skökku við þá umræðu sem
verið hefur í þjóðfélaginu
um geðsjúka að undan-
fómu,“ sagði Pétur enn
fremur en stjórnendur
Sjúkrahúss Reykjavíkur
lögðu til 100 milljóna króna
niðurskurð af starfsemi geð-
deilda til að spoma við fjár-
hagsvanda spítalanna.
„Frekar heföi átt að auka
húss Reykjavíkur er þó mikill nið- aðstoðina í stað þess að minnka
hana. Mun fleiri leita sér aðstoöar
nú en áður. Þetta er fólk sem er að
átta sig á að vanlíðan þess stafar af
sjúkdómi sem hægt er að gera eitt-
hvað við,“ sagði Pétur „og auk þess
er þetta hápólitískt mál þar sem
geðsjúklingar eru látnir gjalda fyrir
þann flárhagsvanda sem orðinn er
en við fognum því að heilbrigðisráö-
herra hefur látið þau orð falla að
þjónusta við geðsjúka verði ekki
skert og við munum fylgjast með
því að svo verði.“ -hól
&
Hvert fer Gunnar?
Áfrýjunamefnd Þjóðkirkjunnar
hefur fallist á kröfu ýmissa aðila
um að sr. Gunnari Bjömssyni,
sóknarpresti í Holti, verði veitt
áminning og að hann
verði fluttur úr emb-
ætti sóknarprests í
Holti í annað starf á
vegum Þjóðkirkj-
unnar frá og með 3.
mars. Það hefúr
löngum gustað um
Gimnar en margir
minnast mikillar
deilu í kringum hann meðan
hann var prestur í Fríkirkjimni í
Reykjavík. Nú spyrja ófáir hvað
verði um Gunnar, hvað starf verði
fundið handa honum og eins hver
vilji taka við honum eftir lætin,
bæði í Reykjavík forðum og nú í
Önundarflrði. í þessu sambandi er
vert að minnast að Gunnar þykir
frambærilegur sellóleikari og
Ágústa, eiginkona hans, söngkona
og kennari. Því kæmi ekki á óvart
ef þau hösluðu sér völl á þvi sviði...
Gleðibanki
Góður árangur Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins er gleðiefiii út
af fyrir sig og enn-
fremur sú ákvörðun
forráðamanna
bankans að verð-
launa starfsmenn
fyrir árangurinn
með bónus sem
nemur að meðal-
tali um 2 milljón-
um króna á
mann. Verður það að
teljast góð búbót í samanburði við
bónus annarra banka. Bjarni Ár-
mannsson forstjóri sagðist í fyrra-
kvöld vona að þessi glaðningur
myndi hvetja menn til dáða og
verða til þess að þeir „krepptu hnef-
ana í buxnavösunum" ef á þyrfti að
halda. Víst er að fátt hefúr verið
meira rætt á kafflstofum lands-
manna í gær en þessi glaðningur
FBA-starfsmanna. Og þar sem 'þeir
hafa væntanlega brugðist glaðir við
væri fráleitt annað en kalla FBA
Gleðibankann...
Berja á Baugi
Fjölmiðlar hafa greint frá því að í
burðarliðnum sé nýtt fyrirtæki, Is-
lenska netfélagið, sem hyggist starf-
rækja tvær netkringlur, hér heima
á klakanum og erlendis. Það væri í
sjálfú sér ekki í frá-
sögur færandi nema
hvað framkvæmda-
stjórinn er Stefán
Hrafn Hagalin, sem
kemur úr starfl
markaðsstjóra Op-
inna kerfa. Helsti
bakhjarlinn er Hof
eða flárfestinga-
fyrirtæki Hofs, 3p flárhús. í
því sambandi minnast menn þess
að Hof kúplaði sig út úr hefðbund-
inni smásöluverslun með sölunni á
Hagkaupi og meirihlutanum í Bón-
usi. Hlakka ófáir því til að fylgjast
með gamla Hagkaups-genginu hasla
sér vöfl á nýjan leik í þessum
bransa með því að beija á Baugi og
fleirum á Netinu...
Á tali hjá Tóta
Árangur Íslandssíma hefur verið
það góður upp á síðkastið að eftir
hefur verið tekið. Þannig hefur
símafyrirtækið unga yfirtekið flar-
skiptarekstur hverr-
ar stofnunarinnar
og fyrirtækisins á
fætur annarri á
seinustu vikum og
mánuðum. Allir
koma kúnnamir
frá Landssíman-
um og hefúr það
að vonum valdið
húsbændum þar á bæ
áhyggjum.'Sagan segir að Þórarinn
og hans nánustu samstarfsmenn
hringi nú nær látlaust i stóra við-
skiptavini í von um að tryggja sér
áframhaldandi trúnað þeirra og við-
skipti...
Umsjón: Haukur Lárus Hauksson
Netfang: sandkorn @ff. is
\