Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 18
18 23 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiftlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjórl: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjórl og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fiölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plótugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins j stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Pútín er nýr Stalín Andrei Babitsky, fréttamaður Radio Liberty í Tsjetsjen- íu hafði lengi farið í taugar Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, af því að fréttir hans voru réttar og stungu í stúf við lygavefina, sem Pútín lét semja um stríðið. Því var Babitsky handtekinn á eftirlitsstöð 16. janúar. Babitsky hefur ekki sézt síðan. Sennilega hafa menn Pútíns myrt hann. Þeir neituðu í tvær heilar vikur að hafa handtekið hann, unz þeir þóttust skyndilega hafa af- hent hann skæruliðum Tsjetsjena 3. febrúar. Þeir sýndu greinilega falsaða mynd af þeim meinta atburði. Allt er málið einkar stalinskt. Fyrst er maðurinn sagð- ur ekki til og svo er hann afhentur. Hann er sagður af- hentur Tsjetsjenum, af því að hann hafi sjálfur beðið um það. Allt er þetta sama gamla lygin og Stalín stundaði og nákvæmlega í gamla ósvífna stílnum hans. Alexander Khinshtein, blaðamaður við Komsomolets, slapp naumlega 17. janúar, er menn komu að flytja hann nauðugan á geðveikrahæli. Sú aðferð var notuð af KGB á sínum tíma og hefur verið endurvakin af Pútín, sem er al- inn upp í KGB og Stasi í Austur-Þýzkalandi. Pútín hefur tekið upp fleiri siði úr gömlum kennslubók- um. Hópi erlendra blaðamanna var sýnt friðsælt tölvuver í skóla í þeim hluta Tsjetsjeníu, sem rússneski herinn hafði náð á sitt vald. Eini gallinn við Pótemkín-tjaldið var, að ekkert rafmagn hafði verið lagt í skólann. Eins og á tímum Stalíns mættu hópnum hópar af syngj- andi Tsjetsjenum, sem dönsuðu þjóðdansa með hamingju- svip. Þannig er lygavefurinn spunninn af KGB, sem núna heitir FSB, nákvæmlega eins og hann var spunninn, þeg- ar svart var hvítt í Sovétríkjunum sálugu. Enginn vottur af sönnun hefur komið fram um, að Tsjetsjenar hafi valdið sprengingum í íbúðablokkum í Moskvu og víðar. Herferðin gegn þeim er því byggð á yf- irvarpi. Hún heitir frelsun á máli Pútíns og manna hans, en varðar þó við alþjóðareglur um stríðsglæpi. Einkennilegt er að frelsa fólk með því að sprengja hús þéss, ræna eignum þess og myrða það af handahófi, pynda það og nauðga því í fangabúðum. Um þetta eru rækileg gögn hjá fjölþjóðastofnunum, en Pútín heldur áfram þeim sið Stalíns að sýna syngjandi dansflokka. Aðgerðir Pútíns í Tsjetsjeníu eru skipulagt þjóðarmorð gegn fólki, sem formlega séð telst vera borgarar í Rúss- landi. Þær sýna viðhorf stjórnvalda til borgara í eigin landi. Með Pútín hefur stjómarfar í Rússlandi horfið aft- ur til Sovétríkjanna eins og það var á tímum Stalíns. Áhugamál Pútíns komu greinilega í ljós á fundi svo- nefnds Sambands sjálfstæðra ríkja í lok janúar, þar sem hann vildi hvorki ræða fríverzlun né Tsjetjeníu, heldur eingöngu um aukið samstarf leyniþjónustanna í þessum arftakaríkjum Sovétríkjanna sálugu. Sem betur fer em Rússland og Samband sjálfstæðra ríkja efnahagslegir dvergar, sem geta lítið spillt fyrir úti í hinum stóra heimi. Rússland hefur þó mikið af kjam- orkuvopnum og nýjan Stalín á toppnum, sem gerir lífið í heiminum hættulegra en það var á tíma Jeltsíns. Því miður eiga utanríkisþjónustur vestrænna stórvelda erfltt með að kyngja því, að dálæti þeirra á Jeltsín hefur leitt Pútín til valda. Þess vegna reyna þær að gera lítið úr þeirri staðreynd, að stjórnarfar í Rússlandi Pútíns siglir hraðbyri í átt til stjórnarfars Sovétríkja Stalíns. Vesturlandabúar eiga strax að stöðva vestræn lán til Rússlands. Þau em notuð til þjóðarmorða og annarra glæpa gegn mannkyninu á vegum hins nýja Stalíns. Jónas Kristjánsson FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 DV Eg skila ekki skattframtali í ár Og ef menn fara ekki eftir þessu valdboði hefur ríkis- valdið leyfi til að beita menn ofbeldi, dœma þá sem glæpamenn og stinga í steininn. Ríkisvaldið krefst þess af einstaklingum að þeir gefi upp ýmsar upplýsingar um athafnir sínar. Ein þessara skyldna er að gefa upp „tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, og eignarskatt af öll- um eignum sínum, hvar sem þær eru“. Um þessar mundir sitja landsmenn því sveittir yfir alls kyns papp- írum, tölum, eyðublöðum og launaseðlum til að upp- fylla þessa skyldu sína, með ómældum kostnaði. Skaöleg skattheimta Þaö er hreint með ólíkindum hvers valdhafarnir kreijast af okkur ef við eigum að geta framkvæmt ein- fóldustu hluti. Ávallt þarf ríkisvaldið að vita hvað við höfum fyrir stafni, hvers við öflum, hvað við kaupum og hvað við seljum. Og af öllum þessum athöfnum skal stóri bróöir fá sitt. Sína gömlu tiund sem reyndar er orðin miklu meira en tiund núna. Kostnaðurinn af þessari skatt- heimtu er líka mikill. Fyrirtæki þurfa að gera grein fyrir rekstri sín- um, tekjum og gjöldum, eignum og skuldum. Um- sýsla þessi kostar þau bæði tíma og fjármuni og margir hreinlega veigra sér við að setja á fót fyrirtæki vegna þessara byrða, sem ríkis- valdið leggur þeim á herð- ar. Eins er komið fyrir ein- staklingum. Eftir að búið er að taka stóran hluta af tekj- um þeirra þurfa þeir að eyða peningum í endur- skoðendur eða sitja sjálfír sveittir heima við að fylla út eyðublöð rikisvaldsins. Til hvers? En af hverju þurfum við að eyða tíma og peningum í þessa skyldu okk- ar? Ríkið vill fylgjast vel með borgur- unum og tryggja að það viti hvað þeir afla og hvað þeir borga í skatt. Þessar byrðar ber launafólk svo stjómmála- menn geti sinnt ýmsum gæluverkefn- um og umbunað sérhagsmunahópum, sem gjalda greiöann með því að halda sig til hlés fram yfir næstu kosningar. Skattheimtumenn réttlæta þessar þvinganir sínar með því að segja að þær séu í þágu þeirra launalægri. Hins vegar eru það ekki þeir sem minnst afla sem hagnast á flóknu og umfangsmiklu skattkerfl. Þeir sem eiga mikið, og borga þ.a.l. mest til rík- isins, sjá hag sinn í því að kaupa þjónustu sérfræðinga til að fmna gluf- ur í kerfmu til að lækka skattbyrðar sínar. Og það eru alltaf glufur í svona kerfum og því fóknari sem þau eru, því fleiri. Því er það venjulegt launa- fólk sem rikiskrumlan herðir hvað mest að, oft ungt fólk sem vinnur mikið og er að reyna að koma þaki yfir sig og fjölskyldu sína. Hinn íslenski grímudansleikur Vér íslendingar höfum alveg sér- staklega góða reynslu af því að treysta íslenska Ríkinu fyrir hags- munum okkar - eða hitt þó heldur. Þetta fyrrum verkfæri þjóðarinnar í baráttu fyrir sameiginlegum hags- munum hefur nú ítrekað sýnt hversu óheppilegur vettvangur það er fyrir hagsmuni bæði stórra og smárra hópa. Þessi áður saklausi og velmein- andi Höður þjóðfélagsins hefur nú í blindni sinni framkvæmt verk sem allir sjáendur eru furðu slegnir yfir. Þeirra kvóti Það átti að verja fiskimiðin og gæta hagsmuna þegnanna - allra! En því miður gleymdist þetta síðasta. Nokkr- ir þegnar hafa að vísu komið mjög vel út úr þessu ævintýri með blinda Heði - en hinir eru löngu famir að halda að Höður sé ekki bara saklaus leiksoppur. Jafnvel hafa komið fram þær hugmyndir að Höður sé löngu dauður og durtur hafi í gervi hans lengi setið við stjómvölinn. Til að auðvelda þjónustu við sjúka var haldið utan um sjúkrasögumar hjá læknum þeirra. Til að gera langa sögu stutta þá hefur hinn dularfulli Höður gefið örfáum einstaklingum einkaleyfi á þeim upplýsingum sem „Nú þegar margir bœndur eru aðframkomnir hefst lygileg aðför að þeim, og lönd skulu tekin af þeim í stórum stíl. “ þar er að finna. Þeir munu geta fært sér það í nyt - sjúkragögnin em þeirra kvóti. Rétt er að benda á að langt er síðan sjúklingunum sjálfum hætti að vera leyfi- legt að nálgast þessar skýrsl- ur eða taka þær til handar- gagns! Hugmyndin um eign- arhald aðskilið þegnunum var þegar til. Hööur heldur fram sínum leik Sameignir þjóðarinnar eru margar - tungan og menningin, landið og miðin. Og Hööur hinn blindi heldur fram leik sínum. Að því er viröist án minnstu útreikninga á nú að stífla vatnsfóll og þar með sökkva stómm landsvæðum og mikil- vægum í náttúrulegri heild landsins. Það vantar aukna orku fyrir erlent stórfyrirtæki og peningaveltu hjá ör- fáum aðilum innanlands. Hver hin eiginlega niðurstaða í dæminu verð- ur skiptir engu máli - það stendur ekki til að gera dæmið upp á meðan Höður hinn blindi ríkir. Og svo er það þetta síðasta. Bænd- ur hafa ekki fengið mikið fyrir vinnu sína undanfarin ár. Nú þegar margir þeirra eru aðframkomnir hefst lygi- leg aðfór að þeim. Lönd þeirra skulu nú tekin í stórum stíl og skilgreind sem svokallaðar þjóðlendur. Hróa fremur en Höö Hugtakanotkunin er til þess sniðin að stefna almenningi í þéttbýlli byggðum landsins gegn þændum og hugmyndum um eignarrétt þeirra á af- réttum sínum. Landsvæði sem hafa fylgt einstökum býlum og sveitum öldum saman skulu nú sett undir ríkið. Á þessum tímum há- tískuhugtaksins „dreifður eignarréttur" - sem reyndar hefur svo sorglega mistekist að framkvæma í verki - hefði maður haldið að eign- arfyrirkomulagið á afrétt- inni gæti ekki verið meira í takt við tímann. Mjög dreifð eignar- aðild þar sem þó er sívaxandi tilfrnn- ing fyrir sameiginlegum hagsmunum og samvinnu vegna varðveislu meðal annars náttúrulegra og sögulegra verðmæta. Er trúverðugt að halda því fram að íslenska ríkið, eftir allt sem á undan er gengið, sé sá aðili sem best getur gætt verðmæta þama og líklegastur er til að jafha rétt allra þegna lands- ins til að nýta og njóta þeirra gæða sem þessi lönd hafa að bjóða? Miklu nær er að ætla að ekki myndi líða langur tími áður en einhverjir ein- staklingar fengju á silfurfati einhvers konar einkarétt aö skipulagi og fram- kvæmd nýtingarinnar. Og í anda hinnar siðblindu Haðar- frjálshyggju þá myndu þeir að sjálf- sögðu leita leiða til að efnast persónu- lega um leið. Höður tekur frá mörg- um og lætur í hendur fárra. - Má ég frekar biðja um Hróa hött! Sigfríður Björnsdóttir Með og á móti lœkkun flokksstyrkja? Óháð peningavaldi Meira auglýsingaskrum „Það er afar brýnt að sett verði sem fyrst skýr lög um fjár- mál stjórnmála- starfsemi hér á landi, þ.m.t. reglur um upplýsinga- skyldu flokkanna og um hámarksframlög styrktar- aöila. Auk þess tel ég sjálfsagt að flokkar og framboð setji sér sjálf slíkar vinnureglur. Þannig settum við okkur reglur sem miða að lágum en dreifðum fjárframlög- um og um það að við höfum ekkert að fela í þessum efnum. Þá tel ég æskilegt og nauðsynlegt að í kjölfar laga um fjármál stjóm- málaflokka og framboða verði op- inber stuðningur við slíka aðila aukinn verulega, þannig að starfsemi stjómmálasam- taka byggi fyrst og fremst á opinberum fjárframlögum og á framlögiun flokks- mannanna sjálfra. Ég tel það hættulegt og ólýðræðislegt að fáir og mjög fjársterkir aðilar geti orðið burðarásinn í starf- semi stjómmálaflokka. Ég er ekki að halda því fram að fjársterkir aðilar séu að misnota stjómmálaflokkana með háum fjár- framlögum. En meðan ekki eru sett skýr og skynsamleg lög um þessi mál býður það hættunni heim.“ „Þessi krafa heyr- ist einkum frá þeim flokkum sem hafa fáa félaga og þar með fáa greið- endur félagsgjalda. Þeir vilja neyða almenning til að styrkja sig í gegnum ríkis- sjóð. Flokkamir styrkja sjálfa sig nú þegar verulega af al- mannafé. Líklegasta afleiðing þess yrði að þeir auglýstu enn meira rétt fyrir kosning- ar, gæfu út blöð sem enginn vill lesa eða kaupi sér áhrif i fjölmiðlum eins og Alþýðubandalagið gerði með leynikaupum á. Ef viljinn til að styrkja stjómmálaflokka er nógu al- mennur, er ekkert sem kemur í veg fyrir að fólk geri það. Framlög fyrir- tækja til stjómmálaflokka eru jafn- vel frádráttarbær frá rekstr- argjöldum. Stjórnmálaflokk- amir hafa því nú þegar mik- ið forskot á ýmis önnur sam- tök sem beita sér í stjómmál- um. Það sýnir ef til vill hve háðir stjómmálaflokkar verða ríkisstyrkjum að Al- þýðubandalagið veðsetti væntanlega ríkisstyrki til sín fyrir skuldum gamla Þjóðvilj- ans mörg ár fram í timann. Vilja menn hafa flokkana svo háða stjómvöldum á hverjum tíma um fjárframlög? Það er svo undarlegt að þeir sem vanda mest um fyrir fólki sem er að endurnýja bílinn sinn og kenna því um þensluna svonefndu skuli koma með tillögu um að auka eyðslu ríkisins meö þessum hætti.“ Steingrímur Sigfússon alþingismaöur. Glúmur Jón Björnsson rítstjórí Net-Þjóöviljans. I umræöum um rekstur, fjármál og bókhald stjórnmálaflokkanna hafa þlngmenn VG m.a. lagt til aö opinberir styrklr til stjórnmálaflokka og framboða veröi hækkaöir frá því sem nú er. Skerðing á eignarréttindum Skattheimta er skerðing á eignar- réttindum og athafnafrelsi manna. Menn eiga að geta ráðstafað eignum sínum, sem þeir vinna fyrir, af fús- um og frjálsum vilja án afskipta rík- isvaldsins. Takmarka á vald ríkis- ins til skattheimtu og hlutverk þess við ákveðin verkefni eins og lög- gæslu og rekstur dómstóla. Grimmdin felst í því að hirða óhóf- lega hátt hlutfall launa, hagnaðar eða eigna og dreifa til þeirra sem ekki hafa til þess unnið. Og ef menn fara ekki eftir þessu valdboði hefur ríkisvaldið leyfi til að beita menn ofbeldi, dæma þá sem glæpamenn og stinga í steininn. Til að mótmæla þessari skyldu minni gagnvart ríkisvaldinu, óhóf- legri skattheimtu og heimtingu þeirra á upplýsingum um mina per- sónulega hagi, sem síðan er birtar öllum almenningi í ágúst ár hvert, mun ég ekki skila skattframtali í ár. Ég geri mér grein fyrir að mín litla rödd er kraftlaus gegn því ofbeldi sem ríkisvaldið hefur rétt á að beita mig; þvingunum, handtöku og fang- elsisvist. - Við sjáum hvað setur. Björgvin Guðmundsson Ummæli Lúxusferðir til lastabæla „Það gleymist engum sem heim- sótt hefur ömurleg fátækrahverfí Afr- íku, m.a. í Höfða- borg, þar sem ekki er rennandi vatn eða rafmagn í eld- fimum kofaskrifl- um, 10-12 manns hírast i tveimur litlum rökum herbergjum, flest böm ... Til þessarar borgar eru auglýstar lúxusskemmtiferðir, glæsihótel, skemmtisnekkjur, gnægð ávaxta, matar og eðalvína. Fáir minnast á eða vita um gleymdu bömin og ekki em hreysahverfin höfð til sýnis ... Við erum íbúar eyju í Norður-Atl- antshafi en við erum ekki ein i heiminum og þjáning annarra er þjáning okkar allra.“ Anna Þrúöur Þorkelsdóttir, form. Rauöa kross íslands, í Mbl.-grein. Engin Indlandsferð „Vissulega var búið að eyða í þetta nokkrum tíma... Þátttakan var bara orðin nokkuð góð. Hátt í 15 fyrirtæki höfðu tilkynnt sig og miðað við 2-3 full- trúa frá hveiju mátti reikna með um 40 manns ... Það er enginn skaði skeður. Þetta er bara smá hringl með tímasetninguna sem okkur finnst að sjálfsögðu hvimleið, fyrirtækjanna vegna.“ Vilhjálmur Guömundsson, deildarstj. i Útflutningsráöi, í Degi um tímasetningu á forsetaheimsókn til Indlands. Talsmenn Reykja- víkur „í ár er veisla. Það er menningar- veisla og allir em í stuði þess vegna. Það er húllumhæ örfárra og þeir gleðjast og kætast eins og þeir mögu- lega geta. Fremstir fara borgarstjórinn og menningar- málaráðherrann, sem er reyndar hversdags einn af þingmönnum Reykjavíkur, og þeir sem eru í veislu em í veislu ... Engum er alls varnað og nú hefur tekist að finna sameiginlegt markmið. Fiskveiðar, fiskvinnsla og annað slor sem lengst í burt. Þetta ágæta fólk vill halda veislunni áfram og nú í höfninni og þá skal höfnin víkja. Skál fyrir því.“ Blrgir Hólm Björgvinsson, í Morgunblaöinu. Skoðun Hvaða kjarabætur? Um leið og ég kom inn í Bónus um daginn sá ég auglýsingaskilti þar sem sagði að Bónus hefði ákveðið að hætta að aug- lýsa vöruverð í dagblöðum. Þess í stað yrði verðlækk- un á þrem vömtegunum sem þeim kostnaði næmi. Loksins, hugsaði ég. Þama koma kjarbætumar sem ég er búin að bíða eftir lengi og spurði hvar þessar 3 teg- undir væru, og sem kaup- glöðum íslendingi sæmir sagðist ég ætla að kaupa allar 3 og það strax. Starfsfólkið horfði á mig eins og ég væri ekki alveg með öll- um mjalla og kannaðist ekki neitt við neitt. - Við það sat og ég fór að hugsa aðeins til fortíðar þegar ég var BH (bara húsmóðir). BH - bara húsmóðir Nú er öldin önnur og mjólkin kemur í femum og ýsan í pökkum og krakkar vita ekki að það þarf að fara út í fjós að mjólka og sjómenn að róa til fiskjar svo hægt sé að setja hann í fallegar pakkningar. Ég eins og fleiri vorum BH í 10-15 ár og sinntum stórþvottum tvisvar í mánuði. Fyrst var tauið sett í bleyti í ker og svo soðið í stórnm suðupotti. Sumar BH áttu meira að segja þvottavél með raf- magnsvindu en aðrar urðu bara að nota handaflið. Dagar sjálfvirkninnar voru rétt að renna upp. Rauðsokkar voru upp á sitt besta og sögðu að BH væru forheimskaðar húsmæður sem ekkert fylgdust með og þeim væri nær að fara út að vinna, þó ekki væri nema við skúringar. Þá fengju þær kaup og gætu keypt fyr- ir eigin peninga í stað þess að liggja eins og ómagar á eiginmönn- unum sem unnu myrkranna á milli. Ég fór að reikna og sá þá að það yrði miklu dýrara að koma mínum 4 rollingum í pössun en vera BH og þvo, sauma, staga og elda mat. Ekki var hægt að vera BH til eilífðar, krakkamir uxu úr grasi og þá var farið út á vinnumarkað- inn og upplifði ég það þannig að þessar húsmæður gætu gert hitt og þetta ágætlega, rétt eins og hinir. bara rúm 1400. Hitt fór í skattinn. Ég skildi þetta alls ekki fyrst. En viti menn, ég var með laun rétt yfir skattleysismörk- unum. Þótt ég hefði nú viljað reyna að halda áfram í mínu gamla starfi þá hefði ég haft 200-300 kr. á klst. mínus bílkostnaður o.s.frv. Erna V. Þetta var vegna þess að Ingólfsdóttir peningarnir sem komu hjúkrunarfræöingur frá tryggingunum minnk- uðu eða hurfu alveg. - Nú tala menn um að lágmarkslaun þurfi að vera 90-100 þús. krónur og skattleysismörk þau sömu en þau eru i dag um 61 þús. á mánuði. Stéttlaust samfélag? Það er talað um góðærið, sem ég hef ekkert orðið vör við, hvað þá stöðugleikann. Verðbólgudraugur- inn kominn til að vera og er nú í kringum 6%. Kjarasamningar í vændum og ef við forum fram yfir 3-4% þá fer allt í voða, alveg eins og ef Vatneyrarmálið verður stað- fest í Hæstarétti. Svakalegt það mál. Davíð sagði, og var heitt í hamsi af vandlætingu, að þá getum við veitt fiskinn okkar á einum mánuði ásamt útlendingum og ver- ið 11 mánuði á Kanarí. Davíð er alveg búinn að gleyma því aö þingmenn og ráðherrar fengu 30% kauphækkun eftir kosn- ingar. Það þýðir að þingmenn fengu meira en 60 þúsund króna hækkun á mánuði. Það sama og láglaunamaðurinn hefur samtals. Svo fengu auðvitað allir hærra settir ríkisstarfsmenn hækkun eft- ir þessu. En láglaunafólk, ellilífeyr- isþegar og öryrkjar eiga sætta sig við 3-4% hækkun. Það gerir á 60 þúsund króna mánaðarlaun heilar 1800 til 2400 krónur. Væri það ekki ágætis lausn að Davíö og þingliðið skilaði aftur kauphækkuninni sem það fékk eft- ir kosningar og léti þær ganga til þeirra verra settu í þjóðfélaginu? Þá segði Davíð kannski satt að vandfundið væri stéttlausara sam- félag en það íslenska. Ema V. Ingólfsdóttir Rétt yfir skattleysismörkum Árin liðu og nú kom að því að verða ellilífeyrisþegi. Ekkert fékkst auðvitað úr lífeyrissjóði fyr- ir að vera BH og ég var spennt að vita hver útkoman yrði úr öðrum. Jú, úr einum lífeyrissjóð fékk ég heilar 2300 kr. en útborgunin var Þingmenn og ráðherrar fengu 30% kauphœkkun eftir kosningar, þ.e.að þingmenn fengu meira en 60 þúsund króna hœkkun á mánuði - það sama og láglaunamað- urinn hefur samtals.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.