Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
15
Útsvarsprósentan
hækkar
Ytra byrði húss
hagnaðurinn til lækkunar á kaup-
verði nýju bréfanna.
er i sameign
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Samkvæmt upplýsingum frá emb-
ætti ríkisskattstjóra er tekjuskatts-
prósentan óbreytt á milli áranna
1999 og 2000, en útsvarsprósentan
hækkar um 0,03%. Staðgreiðslupró-
senta opinberra gjalda hækkar því
úr 38,34% í 38,37% en mismunurinn
skýrist af hærri útsvarsprósentu en
það eru þau gjöld sem renna til
sveitarfélaga.
Fjármagnstekjuskattur verður
10% eins og áður.
Staðgreiðsla barna yngri en 16
ára var árið 1999 var 6% af tekjum
umfram 81.886 krónur samtals en
fyrir skattframtal árið 2000 miðast
við 83.933 krónur.
Sérstakur tekjuskattur ársins
1999 var 7,00%. Tekjumörk álagn-
ingarársins 2000 eru 3.277.950 krón-
ur hjá einstaklingum, en 6.555.900
krónur hjá hjónum.
Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra
1999 var 4.259 krónur. Gjaldið er
lagt á alla á aldrinum 16 til 69 ára.
Þeir sem hafa lægri tekjur en
730.172 krónur á árinu 1999 eru und-
anþegnir gjaldinu.
Frádráttur
frá tekjum
Persónuafsláttur tekjuárið 1999
var 279.948 krónur, eða 23.329 krón-
ur á mánuði en tekjuárið 2000 verð-
ur afslátturinn 286.944 krónur eða
23.912 krónur á mánuði.
Sjómannaafsláttur á dag tekjuár-
ið 1999 var 655 krónur en hann
verður 671 króna tekjuárið 2000.
Kaup á hlutabréfum
Skattafrádráttur vegna kaupa á
innlendum hlutabréfum á árunum
1998 til 2002 er miðaður við fjárfest-
ingu á hverju ári og er 60% af verð-
mæti keyptra hlutabréfa umfram
verðmæti seldra hlutabréfa, að há-
marki 80 þúsund krónur hjá ein-
staklingi og 160 þúsund krónur hjá
hjónum. Til þess að fá hámarksfrá-
drátt þarf aukning á fjárfestingu að
nema árlega 133.333 krónum hjá
einstaklingi og 266.666 krónum hjá
hjónum.
Nýta má ónýtta heimild til skatta-
afsláttar milli ára fram til ársins
1999 af þeim hlutabréfum, sem fjár-
fest hefur verið i á árinu 1996 eða
fyrr. Ekki er heimilt að flytja fjár-
hæðir mUli ára, sem fjárfest hefur
verið fyrir á árinu 1997 og síðar.
Það er skilyrði, að menn eigi við-
komandi hlutabréf yfir flmm ára-
mót og geri árlega grein fyrir eign-
arhaldi þeirra. Skilyrðið um þriggja
ára eignarhaldstíma heldur gildi
sínu fyrir þá, sem keyptu hlutabréf
á árinu 1997 eða fyrr. Selji maður
bréfin innan lögbundins eignar-
haldstíma færist framreiknaður
nýttur frádráttur til tekna á söluári,
nema keypt séu önnur bréf innan 30
daga frá söludegi.
Lífeyrissjóðsiðgjöld
Heimilt er að halda utan stað-
greiðslu 4% af heildarlaunum, sem
greidd hafa verið til lífeyrissjóða,
sem starfa samkvæmt lögum eða
hlotið hafa staðfestingu fjármála-
ráðuneytisins. Auk þess er heimilt
að færa allt að 2% viðbótarfrádrátt
hafl iðgjöldin verið greidd reglu-
lega.
Eignatekjureglur
10% fjármagnstekjuskattur leggst
á allar fjármagnstekjur utan at-
vinnurekstrar, svo sem vexti og
verðbætur, affóll, gengishagnað, arð
af hlutabréfum og stofnsjóðum,
leigutekjur og skattskyldan hagnað
af sölu eigna, sbr. þó hér á eftir.
Skiptingu kostnaðar við framkvæmdir utanhúss:
íbúl í fjölbýlishúsi hafði sam-
band við Húsráð og DV og var að
velta fyrir sér skiptingu kostnað-
ar við framkvæmdir utanhúss,
sem væntanlega verður farið í
næsta sumar.
„í húsinu eru þrír stigagangar.
Hvernig er með kostnaðarskiptingu á
viðgerðum utanhúss? Greiða allir
stigagangar jafnt í viðgerð á göflum?
Svalir eru íleiri á miðhúsinu en enda-
húsunum, er tekið mið af þvi í kostn-
aðarskiptingunni? Þegar taka á
ákvörðun um slikar framkvæmdir,
getur þá einn stigagangur ýtt hinum
út i framkvæmdir utanhúss? Getm-
einn stigagangur farið í framkvæmd-
ir á sínum hluta hússins ef hinir
stigagangarnir vilja ekki ráðast í
framkvæmdir?"
Sigurður Helgi Guðjónsson
hrl., formaður Húseigendafélags-
ins, svarar: Það er meginregla fjöi-
eignarhúsalaganna, að allt ytra byrði
fjölbýlishúss er í sameign íbúðareig-
enda. Þeir eiga allir rétt til ákvörðun-
ar um útlit þess og kostnaður við við-
hald þess að utan er sameiginlegur og
skiptist á alla íbúðareigendur eftir
hlutfailstölum íbúða þeirra. Þótt fjöl-
býlishús samanstandi af fleiri stiga-
húsum, hverju með sérstöku götu-
númeri, þá er það meginregla að það
telst eitt hús í skilningi fjöleignar-
húsalaganna og ytra byrði þess i heild
er í sameign íbúðareigenda í öllum
stigahúsunum. Af þvi leiðir að við-
hald, framkvæmdir og útlitsbreyting-
ar á einum stigagangi varða ekki ein-
göngu íbúðareigendur þar, heldur
eiga allir ibúðareigendur í öllum
stigagöngunum rétt til ákvörðunar
þar að lútandi.
Kostnaður við slíka framkvæmd er
sameiginlegur kostnaður allra íbúðar-
eigenda í öllum stigahúsunum. Það
leiðir jafnframt af ákvæðum fjöleign-
arhúsalaganna að taka verður
ákvörðun um hinar sameiginlegu
framkvæmdir á sameiginlegum hús-
fundi íbúðareigenda í öllu húsinu,
þ.e. öllum þremur stigagöngunum.
Samkvæmt því eiga íbúðareigendur í
miðstigahúsinu að greiða hlutdeild í
viðgerð á göflum hússins.
Það er Ijóst að einn stigagangur get-
ur ekki ýtt hinum út i framkvæmdir,
því taka á sameiginlega ákvörðun á
sameiginlegum húsfundi ibúðareig-
enda í öllum stigagöngunum. Það er
meginregla að viðhald á svölum sé
sameiginlegt og þá sameiginlegt með
öllum eigendum í öllum stigagöngun-
um. Af því leiðir að miðstigahúsið á
ekki að greiða hlutfallslega meira í
viðgerðum á svölum þótt svalir þar
séu fleiri en á hinum tveimur stiga-
göngunum."
afsláttur af ljósum
Loftljós
* Gylltur hringur
* Hamrað gler
1.495 kr.
3^90-
,W'.< •, •.; :■> *
' •r~' -T' *:
Börnin borga 6% í tekjuskatt og útsvar.
Gjalddagi er 15. janúar 2000, en
eindagi 30. janúar og reiknast álag
og dráttarvextir eftir þann dag.
Leigutekjur af íbúðarhúsnæði
sem ekki tengist atvinnurekstri eða
sjálfstæðri starfsemi, er heimilt að
draga frá húsaleigugjöldum af íbúð-
arhúsnæði til eigin nota. Frádráttur
þessi leyflst eingöngu til frádráttar
leigutekjum af íbúðarhúsnæði, sem
ætlað er til eigin nota, en er tíma-
bundið til útleigu.
Útleiga manns á íbúðarhúsnæði
telst ekki til atvinnurekstrar eða
sjálfstæðrar starfsemi, nema heild-
arfyrningargrunnur sliks húsnæðis
í eigu hans í árslok nemi 22.928.000
krónum eða meira, ef um einstak-
ling er að ræða, en 45.855.999 krón-
um ef hjón eiga i hlut.
Söluhagnaður
Fari hagnaður af sölu hlutabréfa
yfir 3.151.875 krónur hjá einstak-
lingi og 6.303.750 krónur hjá hjónum
á sama ári, falla tekjurnar undir al-
mennt skatthlutfall, sem er 38,37%
eins og áður greinir. Hægt er að
fresta tekjufærslu söluhagnaðar
yfir þessum mörkum um tvenn ára-
mót frá söludegi. Ef keypt eru hluta-
bréf í stað hinna seldu færist sölu-
Framtalsfrestur rennur
út á mánudag:
Lengri
frestur
á Net-
inu
Mánudaginn 28. febrúar renn-
ur út frestur einstaklinga sem
ekki hafa eigin atvinnurekstur
til að skila skattframtali sínu á
pappír en þeir sem skila í gegn-
um Netið eiga að skila í síðasta
lagi 31. mars. Þeir sem skila
skriflega geta hins vegar sótt um
skilafrest og er hann þá veittur
til 10. mars. Ekki er hægt að
sækja um viðbótarframtalsfrest
vegna framtals á Netinu.
Hægt er að sækja um viðbótar
framtalsfrest á Netinu með tölvu-
pósti.
Framtalsfrestur einstaklinga
sem hafa með höndum eigin at-
vinnurekstur er til 15. mars en
hægt er að sækja um viðbótar-
framtalsfrest til skattstjóra og
þeir sem fá viðbótarfrest eiga að
skila í síðasta lagi 15. apríl.
Nóg er að annað sæki um frest
ef fólk nýtur samsköttunar. Gild-
ir það hvort sem um er að ræða
hjón, karl og konu í óvigðri sam-
búð eða par í staðfestri samvist.
Ef umsækjandi hefur böm, yngri
en 16 ára, á framfæri sínu gildir
frestur hans sjálfkrafa um skatt-
framtöl barnanna líka.
Umsókn um viðbótarframtals-
frest skal senda skattstjóranum i
því umdæmi þar sem framtelj-
andi átti lögheimili 1. desember i
fyrra.