Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 30
34
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
Afmæli
Ingi Þorsteinsson
Ingi Þorsteinsson, forstjóri
Memphis Int. Ltd. i London, Faxa-
skjóli 24. Reykjavík, er sjötugur í
dag.
Starfsferill
Ingi fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp, að undanskildum tveimur
árum sem foreldrar hans bjuggu á
Flateyri og einu í Hafnarfirði. Hann
lauk stúdentsprófi frá MA 1952, við-
skiptafræðiprófi frá HÍ 1957 og
stundaði tæknifræðinám í meðferð
vefnaðarvéla og í framleiðslutækni
gerviþráða 1962-65 og 1969-70.
Ingi var framkvæmdastjóri og
meðeigandi Everest Trading
Company í Reykjavík 1954-63, fram-
kvæmdastjóri sokkaverksmiðjunn-
ar Evu á Akranesi 1964-68, tækni-
legur ráðunautur Samverks hf. á
Sauðárkróki 1968-69, tækniþjón-
ustustjóri og útflutningsstjóri hjá
Klinger Manufacturing Co. Ltd.,
Machine Division í London, 1969-70,
framkvæmdastjóri National Textile
Industries Corporation Ltd., Dar es
Salaam í Tanzaníu 1970-75, fram-
kvæmdastóri, stjómarformaður og
meðeigandi í Ramthor Textile
Corp., Int. Ltd., Port Louis í Márití-
us 1976-79, forstjóri og meðeigandi í
Jenithor Textiles Industries Ltd., í
Nairobi í Kenýa 1979-83, stjómar-
formaður í Scania Bottlers Ltd. í
Kampala í Úganda og í Patco i
Kampala i Úganda, stjómarformað-
ur Econex International of Uganda
Ltd. og Uganda Footwear & Synthet-
ic Ltd. frá 1982, meðeigandi hjá OTC
Aussenhandels GmbH & Co. KG,
Bremen frá 1975, svæðisstjóri fyrir-
tækisins í Nairobi í Kenýa frá 1980,
framkvæmdastjóri PATH Ltd., í
Nairobi í Kenýa frá 1984
og á íslandi hf. frá 1988 og
verkefnastjóri fjölda
verkefna á vegum fyrir-
tækisins, víða um heim,
stjórnarformaður Te-
miðstöðvarinnar hf. í
Reykjavík frá 1986, ráð-
gjafi fyrir ICEIDA,
Iceland International
Development Agency, við
margvísleg verkefni, ráð-
gjafi Flugleiða og Kenya
Airways vegna samninga
milli félaganna 1991, verkefnastjóri
fyrir Air Victoria Ltd. á Wilson-flug-
velli í Nairobi í Kenýa 1993-94,
stjórnarformaður Air Victoria Ltd. i
Kenýa 1993-97, verkefnastjóri fyrir
ICAO/UNDP 1993 og 1994, var sýn-
ingarstjóri fyrir hönd FISA, Fisk-
veiðisambands Afríku, á fyrstu fisk-
veiðisýningu sambandsins 1995,
framkvæmdastjóri, meðeigandi og
stjórnarformaður NAFICO í Jinja í
Úganda, og verkefnastjóri fyrirtæk-
isins vegna margvíslegra verkefna
NAFICO í Zanzibar í Tansaníu
1996-97, stjómarformaður Memphis
Int. Ltd. frá árslokum 1997 og for-
stjóri Memphis Intemational Ltd. í
London frá ársbyrjun 1998.
Ingi var ræðismaður íslands í
Nairobi í Kenýa 1980-85 og aðalræð-
ismaður 1986-95. Hann sat í stjóm
Tan-Nordic Association 1971-75 og
formaður 1972-73.
Ingi var þekktur frjálsíþrótta-
maður hér á landi, landsliðsmaður í
frjálsum íþróttum, þátttakandi á
Olympíuleikum fyrir Islands hönd
og methafi í grindahlaupi, var einn
af stofnendum KFR, körfuknatt-
leiksfélags Reykjavíkur og formað-
ur þess 1954-64, sat í
stjóm Frjálsíþróttasam-
bands íslands 1961-66 og
formaður þess 1962-66,
sat í stjórn ólympíu-
nefndar íslands 1962-66,
og var fulltrúi íslands í
stjórn Alþjóðafrjáls-
íþróttasambandsins
IAAF 1961-66.
Ingi var sæmdur gull-
merki Frjálsíþrótta-
sambands íslands 1964, er
Fellow of British Institu-
te of Management frá 1973 og Mem-
ber of the Institute of Marketing frá
1973.
Fjölskylda
Ingi kvæntist 6.9.1955 Fjólu Guð-
rúnu Þorvaldsdóttur, f. 1.11. 1931,
dóttur Þorvalds Þórarinssonar, f.
16.11. 1899, d. 2.11. 1981, skrifstofu-
manns á Blönduósi og síðar bókara
í Reykjavík, og Ólafar Bjargar
Guðjónsdóttur, f. 29.9. 1911, d. 14.2.
1986, húsmóður. Maður Ólafar var
Jón Bjami Helgason, f. 14.10. 1893,
d. 20.8. 1984, kaupmaður í Reykja-
vík.
Sonur Inga og Fjólu er Þorsteinn
Skúli, f. 29.7. 1960, tölvunarfræð-
ingur í Reykjavík.
Foreldrar Inga voru Þorsteinn
Tómas Pétursson, f. 15.5. 1907, d.
20.4. 1981, vélfræðingur í Reykja-
vík, og Þóra Guðrún Einarsdóttir,
f. 20.7. 1909, d. 16.2. 1993, húsmóðir.
Ætt
Systir Þorsteins var Petrína,
amma Herberts Guðmundssonar
söngvara. Bróðir Þorsteins var
Ólafur, bakarameistari í Þingholts-
stræti í Reykjavík. Þorsteinn var
sonur Þórarins á Melnum, verka-
manns hjá Eimskip, Jónssonar, b.
á Fossi á Barðaströnd, Helgasonar,
b. á Skjaldvararfossi, Sæmunds-
sonar. Móðir Jóns var Ragnhildur
Einarsdóttir. Móðir Þórarins var
Ástríður Jónsdóttir.
Móðir Þorsteins var Ingifríð
Pétursdóttir, sjómanns í Bakkakoti
í Reykjavík, Ingjaldssonar, og Sig-
ríðar Áuðunsdóttur frá Stóra-Seli í
Reykjavík.
Þóra Guðrún var dóttir Einars,
b. á Fremra-Hálsi í Kjós, Ólafsson-
ar, b. á Skrauthólum og i Saltvik á
Kjalarnesi, Jónssonar. Móðir Ein-
ars var Gróa, systir Þorláks í
Varmadal, langafa Kára Jónasson-
ar, fréttastjóra RÚV. Gróa var dótt-
ir Jóns, b. á Varmadal í Mosfells-
sveit, Jónssonar, b. á Gafli í Vill-
ingaholtshreppi, Ólafssonar, b. á
Mýrum í Flóa, Jónssonar, pr. í
Villingaholti, Gíslasonar. Móðir
Ólafs var Kristín Ásmundsdóttir,
b. á Tungufelli, Guðnasonar, bróð-
ur Sigurðar, afa Sigurðar, langafa
Tómasar Sæmundssonar .Fjölnis-
manns og Jóns Sigurðssonar for-
seta. Móðir Jóns á Gafli var Guð-
rún Brynjólfsdóttir, systir Jóns, pr.
á Eiðum, langafa Sigfúsar, föður
Guðrúnar, ættmóður Gunnhildar-
gerðisættar.
Móðir Þóru var Jóhanna Þor-
steinsdóttir, b. á Bjamastöðum í
Selvogi, Ásbjömssonar, og Kristín-
ar Ólafsdóttur, b. á Kirkjubóli á
Akranesi, Ólafssonar.
Ingi veröur staddur á vörusýn-
ingu i Hannover á afmælisdaginn.
Ingi Þorsteinsson.
Björgvin H.
Björgvin Hafsteinn Kristinsson
leigubifreiðastjóri, Neðstabergi 24,
Reykjavík, verður sextugur á morg-
un.
Starfsferill
Björgvin fæddist í Reykjavík og
ólst fyrst þar upp, en fór ungur vest-
ur í Dali og ólst þar upp hjá systkin-
unum Halldóru Ingiríði Ólafsdóttur
og Guðmundi Ólafssyni, bónda á
Ytra-Felli, og fóstursyni þeirra, Þor-
steini B. Péturssyni, en þau eru nú
öll látin. Björgvin hefur ætíð haldið
sambandi við þessar æskustöðvar
sinar og litið á Ytra-Fell sem sitt
annað heimili.
Björgvin lærði bifvélavirkjun hjá
Ræsi hf. og starfaði þar um átján
ára skeið. Þá var hann starfsmaður
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur
um árabil en er nú starfandi leigu-
bifreiðastjóri í Reykjavík.
Fjölskylda
Björgvin kvæntist 29.12. 1962 Jón-
ínu Margréti Guðmundsdóttur, f.
26.10. 1944, leigubifreiðastjóra. Hún
er dóttir Guðmundar Hjörvars Jóns-
sonar sem lést 1984, og Sólborgar
Jónsdóttur.
Börn Björgvins og Jónínu Mar-
grétar eru Sigríður Steinunn, f. 23.4.
1963, prentsmiður í Reykjavík, en
maður hennar er Stefán Þorsteins-
son offsetprentari og eiga þau þrjár
dætur; Inga Dóra, f. 14.2. 1965, hús-
móðir í Reykjavík, en maður henn-
ar er Egill Guðnason matreiðslu-
meistari og eiga þau þrjár dætur;
Guðmundur, f. 19.5.1970, d. 1998, bif-
reiðastjóri í Reykjavík; Björgvin, f.
Fréttir
Kristinsson
19.5. 1970, vinnuvélastjóri
í Reykjavík; Magnús Jón,
f. 1.12. 1971, verkstjóri í
Reykjavík, en sambýlis-
kona hans er Guðrún Sig-
ríður Kristjánsdóttir og
eiga þau tvö börn; Krist-
inn, f. 26.1. 1974, vörubif-
reiðastjóri í Vogum á
Vatnsleysuströnd, en
sambýliskona hans er
Brynja Kristmannsdóttir,
og á Kristinn einn son
með Emu Huld Arnar-
dóttur.
Systkini Björgvins: Erla, f. 1929,
d. 1995; Helgi, f. 1934; Jónína Brynja,
f. 1935, d. 1987; Karólína Borg, f.
1936.
Foreldrar Björgvins voru Krist-
inn J.B. Helgason, f. 11.9. 1910, d.
1976, vörubifreiðastjóri i
Reykjavík, og Ólafia Mar-
grét Brynjólfsdóttir, f.
21.6. 1908, d. 1941, hús-
móðir.
Ætt
Kristinn var sonur Helga
Jóhannssonar, b. í Graf-
ardal í Borgarfirði, og
Karólínu Káradóttur, b. á
Borg á Kjalarnesi.
Ólafía var dóttir Brynj-
ólfs Ólafssonar, b. á Uxa-
hrygg á Rangárvöllum, og
Jónínu Sigríðar Jónsdóttur, sem er
ættuð undan Eyjafiöllum.
Björgvin tekur á móti gestum í
Hreyfilssalnum, Fellsmúla 24,
Reykjavík, á afmælisdaginn á morg-
un, fostudaginn 25.2. eftir kl. 20.00.
Björgvin Hafsteinn
Kristinsson.
Náttúruöflin hafa veriö aö stríða mannfólkinu undanfarna daga. A jöröinni Hvirfli í Mosfellsbæ er myndarlegasta ein-
býlishús og heitir heimreiöin Sólbrekka. Vetur konungur var í ham á laugardagskvöld og aöfaranótt sunnudags ;
gekk þá á meö hríöarveöri og skóf duglega. Eftir þann atgang allan var Sólbrekkan fagra eins og troöningur á norö-
urheimskautinu og fá merki um aö þar heföi nokkur byggt sér hús. Heimilisbíllinn var fastur í skafli og snjóplógur-
inn varö aö láta í minni pokann, allavega um stundarsakir. DV-mynd GTK
Akureyri:
Mun betri afkoma
hjá íslenskum verð-
bréfum
DV, Akureyri:
Hagnaður íslenskra verðbréfa hf.
sem áður hétu Kaupþing Norðurlands,
nam 49,2 milljónum króna á síðasta ári
samanborið við 2 milljónir króna árið
á undan. Aukning varð á öllum svið-
um starfseminnar en Islensk verðbréf
hf. er eina löggilta verðbréfafyrirtækið
með höfúðstöðvar utan höfuðborgar-
svæðisins. Sævar Helgason, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að á
árinu hafi orðið verulegar breytingar
á eignaraðild. Farið hafi verið í um-
fangsmikla stefnumótunarvinnu og
samstarf tekið upp við eignarstýring-
ar- og sjóðavörslufyrirtækið Aberdeen.
„Mest um vert er auðvitað að starfs-
fólkið heldur áffam að byggja félagið
upp og ávinna því traust viðskipta-
vina,“ segir Sævar. -gk
E>V
Til hamingju
með afmælið
24. febrúar
80 ára
Hrefna Elíasdóttir,
Hæðargarði 35, Reykjavík.
Jón J. Waagfjörð,
Holtsbúð 16, Garðabæ.
75 ára
Kristín Þorleifsdóttir,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði.
70 ára
Erling Roald Magnússon,
Bleikjukvísl 15, Reykjavík.
Halla Bjamadóttir,
Silfurbraut 10, Höfn.
Kristín Óla Karlsdóttir,
Háfi 1, Rang.
Kristjana Sigurðardóttir,
Tunguseli 3, Reykjavík.
60 ára
Björn Egilsson,
Túngötu 1, Reyðarfirði.
Hólmfríður Sigurðardóttir,
Hólagötu 34, Vestmannaeyjum.
Ingibjörg Þórhallsdóttir,
Hafnargötu 17, Bakkafírði.
Jóhanna Gísladóttir,
Selvogsgötu 18, Hafnarfirði.
Ólafur J. Sigurðsson,
Þjóttuseli 2, Reykjavík.
50 ára
Auður Antonsdóttir,
Tómasarhaga 53, Reykjavik.
Auður Bergsteinsdóttir,
Stekkjarhvammi 32, Hafnarfirði.
Ámi Pálsson,
Fannafold 5, Reykjavík.
Einar V Ingimundarson,
Fjölnisvegi 5, Reykjavík.
Helga Kristmundsdóttir,
Hátúni 10, Reykjavík.
Steinunn Kristín Árnadóttir,
Vatnaseli 3, Reykjavík.
Þorbjörg Halldórsdóttir,
Drápuhlíð 44, Reykjavík.
40 ára
Birgir Heiöar Þórisson,
Geitlandi 23, Reykjavík.
Bjöm Eysteinsson,
Sólheimum 32, Reykjavík.
Elísabet Einarsdóttir,
Heiðarbrún 59, Hveragerði.
Gunnar Þór Eyþórsson,
Flétturima 10, Reykjavík.
Helena Sólbrá Kristinsdóttir,
Fannafold 69, Reykjavík.
Jóna Amfríður Imsland,
Hverfisgötu 38, Hafnarfirði.
Oddgeir Eysteinsson,
Ljósvallagötu 14, Reykjavík.
Pétur Jakob Skúlason,
Áshlíð 13, Akureyri.
Sigrún Birgisdóttir,
Háaleitisbraut 18, Reykjavík.
Þorsteinn G. Sigurðsson,
Freyjugötu 16, Reykjavík.
Þorsteinn Sigurðsson,
Goðheimum 11, Reykjavík.